Austurland


Austurland - 26.04.1979, Blaðsíða 1

Austurland - 26.04.1979, Blaðsíða 1
AUSTURLAND Fræðslufundur: Ríkísbáknið og öll hin báknin 29. árgangur FRÁ RŒJARSTJÓRN NESKAUPSTAÐAR: Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs Heildartekjur hafnarsjóðs á þessu ári eru áætlaðar 66,5 millj. króna. Stærsti hluti þeirra, alls kr. 49 milljónir, er gjöld af afia, olíu og vörum. Skipagjöld eru rúmar 9 milljónir og tekjur af mannvirkjum tæpar 7 milljónir króna. Tekjuafgangur er 32,5 milijónir og verður honum varið til að ljuka greiðslum lána vegna stórfram- kvæmdanna við nýju höfnina 1975. Miklar aflatakmarkanir, t d. á loðnu, gætu sett strik í reikning- iim, en standist þessi áætlun ætti að verða talsvert svigrúm til áframhaldandi framkvæmda á hafnarsvæðinu á næsta ári. Lóðaumsóknir Eftirfarandi lóðaumsóknir voru afgreiddar í bæjarráði Neskaup- staðar í marsmánuði: — Sjómannadagssamtökunum í Neskaupstað var veitt lóð undir fjölbýlishús við Nesbakka, sunnan við núverandi leiguíbúðir. — Erni Halldórssyni og Gunnlaugssyni var veitt lóðin nr. 23 við Nesbakka undir fjölbýlis- hus (6 íbúðir). — Árna Sveinssyni var veitt lóðin nr. 19 við Urðarteig, undir eiabýlishús. — Gísla Sighvatssyni var veitt lóðin nr. 6 við Valsmýri undir einbýlishús. — Óla Hans Gestssyni var veitt lóðin nr. 5 við Hrafnsmýri undir ciiibýlishús. Byggingalánasjóði Neskaupstaðar breytt Um alllangt skeið hefur bygg- ingalánasjóðurinn lánað dálitla upphæð til nýbygginga og meiri háttar viðbygginga íbúðarhúsnæð- is. Nú hefur bæjarstjórn sampykkt að breyta reglugerð sjóðsins þann- ig að hann verði lagður niður í núverandi mynd og honum fram- vegis beitt eingöngu til byggingar íbúða fyrir aldraða. Er þess að vænta að þannig nýtist hið tak- markaða fjármagn sjóðsins betur. íbúðir fyrir aldraða Bygging íbúða fyrir aldraða er nú víða í undirbúningi eða hafin. Ekki virðist ýkja erfitt að fá fjármagn til framkvæmdanna, en aftur á móti vefst fyrir mönnum hvernig standa eigi undir rekstrinum. Bæjarstjórn Neskaupstaðar sam- þykkti á síðasta fundi sínum að hefja þegar hönnun 1. áfanga íbúða fyrir aldraða á svæðinu fyrir vestan sjúkrahúsið. í þessum áfanga verði gert ráð fyrir 2ja hæða húsi með 6 íbúðum. Þetta er merk samþykkt og hér er farið af stað með stórt og þarft verkefni. Eðlilegt væri að félaga- samtök kæmu til samstarfs við bæjarfélagið um lausn þess. Neskaupstað, 26. apríl 1979. Hrafnkell A. Jónsson: 17. tölublað. N. k. sunnudag kl. 16.00 verð- ur haldinn fræðslufundur á veg- Þorsteinn Vilhjálmsson eðlisfræð- ingur flytur erindi sem hann nefn- Boðskapur Tömasar verkar eins og aulafyndni um Alþýðubandalagsins í Nes- ir „Ríkisbáknið og öll hin bákn- kaupstað í Egilsbúð, fundarsal. in" (stjórnmálastraumar til hægri ""^™"-——•¦—^™m og vinstri). Mun hann m. a. fjalla um hlutverk ríkisins og breytt við- horf til þess frá Stalínisma til ný- viristrihyggju og breytingarnar hægra megin frá Bjarna Benedikts- syni til Jónasar Haralz. Einnig Stefnir í gjaldþrot hjá sveitarfélögum ? Fjárhagsáætlun Eskifjarðar 1979 var afgreidd á fundi bæjarstjórn- ar Eskifjarðar 6. mars sl. Niðurstöðutölur urðu 269.549.770. Stærstu tekjuliðir eru: útsvör 153 millj. kr., aðstöðugjöld 35.7 millj. kr. fasteignaskattur 25.5 millj. kr. og framlag úr jöfnunar- sjóði 31.2 millj. kr. Stærstu útgjaldaliðir vegna fram kvæmda eru: Bygging grunnskóla 33.5 millj. kr., framlag til verka- mannabústaða 14 millj. kr., bygg- ing leiguíbúða 5.5 millj. kr., vatns- veita 7.3 millj. kr., endurbætur við Botnabr. 3 4.8 millj. kr., íþrótta- völlur 5.8 millj. kr. Áður hefur verið sagt í blaðinu frá byggingu leiguíbúða og grunn- skóla. Framkvæmdir við verkamanna- bústaðina eru á lokastigi og áætl- að að hægt verði að flytja í fyrstu íbúðir fyrrihluta sumars. Leitað verður úrbóta í neyslu- vatnsmálum í sumar en ástand þeirra mála hefur verið óviðun- andi undanfarin ár þótt keyrt hafi um þverbak á sl. vetri. Tvær leiðir eru til athugunar í þessu efni, annars vegar bygging miðlunartanks og hins vegar lögn úr Beljanda sem tengd yrði inn á Starfsmenn Rarik Alykta um orkumál Starf smenn Rarik á Austurlandi funduðu í Lagarfljótsvirkjun 2. apríl sl. og sendu frá sér eftirfar- andi ályktiin um orkumál f jórð- ungsins. Undanfarna mánuði hafa orku- mál Austurlands verið í brenni- depli. Hver vísindamaðurinn og pró- fessorinn á fætur öðrum hefur tjáð sig í ræðu og riti um þessi mál. Öllum er það sameiginlegt að vilja leysa orkuvandamál fjórðungsins en greiriir á um leiðir til að ná því marki. Fjórðungurinn hefur frá upp- hafi rafmagns á svæðinu verið í orkusvelti. Orkusvelti sem starfs- menn Rarik og aðrir Austfirðing- ar þekkja manna best. Okkur þykir því miður þegar loks hillir undir ákvarðanatöku að 1. áfanga Fljótsdalsvirkjunar, að einn sérfræðingur á eftir öðrum telur sig hafa betri lausn á orku- öfluninni. Hafa þessir sérfræðingar aldrei heyrt að það þurfi rannsóknir á línustæði línu áður en línan er byggð. Hingað til hefur sú skoðun ríkt að fullnaðarkönnun á línustæði taki a .m. k. 7 ár. Hér skal tekið fram að norður og norðausturlínur voru byggðar á ókönnuðum línustæðum og full reynsla á þessum línum næst varla fyrr en þær hafa náð áttunda Framh. á 2. síðu bæjarkerfið í Svínaskálahlíð. Endurbætur eru hafnar við Botnabraut 3 en það hús var mjög í fréttum þegar það var keypt á sínum tíma til að koma þar upp dvalarheimili fyrir aldraða. Reynt verður að hraða endurbótum, þannig að húsið komist sem fyrst í notkun. Lokið verður við að leggja slit- lag á íþróttavöllinn í vor og er bundið við að völlurinn verði hæfur til að leika á um 20. maí n. k. Ýmislegt fleira mætti telja um framkvæmdir sem á döfinni eru en hér verður látið staðar numið. Takmarkaðir tekjustofnar setja mjög mark sitt á gerð fjárhags- áætlunar og er ekki annað að sjá en ríkisvaldið sé vísvitandi að setja sveitarfélögin á hausinn. Boðskapur Tómasar Arnasonar verkar eins og aulafyndni þegar hann telur sveitarfélögunum fært að draga saman seglin. Það þolir orðið enga bið að af- staða ríkisvaldsins gagnvart tekju- stofnum sveitarfélaga gjörbreytist. Það munu þau eiga sammerkt flest að hlaða upp lausaskuldum á sama tíma og samdráttur verður í framkvæmdum og lífsnauðsyn- legum framkvæmdum er frestað ár eftir ár. Það hlýtur að vera krafa til þingmanna, að þeir taki á þessum málum fyrir þingslit ef þeir ekki stefna þá vísvitandi að gjaldþroti hjá fleiri sveitarfélöguum. Verkamannabústaður Eskfirðinga. ræðir hann um ríkið sem bak- tryggingu borgarstéttarinnar og þá spurningu hvort það sé sjálf- sagt hlutverk sósialista í borgar- samfélagi að efla ríkisvaldið for- kastalaust. Fundurinn er öllum opinn. Alþýðubandalagifi Neskaupsfað Aðalfundur ABá Reyðarfirði Aðalfundur Alþýðubandalags- félags Reyðarfjarðar var haldinn á sumardaginn fyrsta og var hann fjölsóttur. Ný stjórn var kjörin og skipa hana: formaður Þórir Gíslason, verkamaður, varaformaður Haf- steinn Larsen, vélvirki, ritari Árni Ragnarsson, símvirki, gjaldkeri Framhald á 3. sfðu Börkur fœr nýja vél Börkur NK 122 er nú farinn til Noregs þar sem nokkrar breytingar verða gerðar á skipinu. Ný og aflmeiri vél verður sett í skipið, 2100 hestöfl í stað 1200 hestafla áður. Einnig á að setja í Börk nýjar hliðarskrúfur 400—450 hestafla í stað 120 hestafla skrúfa sem fyrir voru, enn- fremur nýtt astictœki af Atlas gerð. Myndin er tekin er Börkur brýst í gegnum ísinn út Norðfjörð og hafði þá nýlega skilað all- mörgum nemendum Gagnfrœðaskólans í land en þeir fengu að fljóta með frá innri höfninni að ytri bryggjunni. — Ljósm lóa.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.