Austurland


Austurland - 26.04.1979, Blaðsíða 2

Austurland - 26.04.1979, Blaðsíða 2
__________Austurland_________________________ Málgagn AJþýðubandalagsins á Austurlandi Blaðncfnd: Ágúst Jónsson, Árni Þormóðsson, Bjarni Þórðar- son, Guðmundur Bjarnason og Kristinn V. Jóhannsson. Ritstjóri: Ólöf Þorvaldsdóttir s. 7571 — h. s. 7374. Auglýsingar og dreifing: Birna Geirsdóttir s. 7571 og 7454. Pósthólf 31 — 740 Neskaupstað. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað sími 7571. Prentun: Nesprent. Útgefandi kjördæmisráð Alþýðubandalagsins Óþolandi frarakoma Hér í blaðinu hefur það oft verið gagnrýnt hvernig Flug- félagið hefur staðið að Norðfjarðarfluginu. Áætlunarferðir hafa verið allt niður í eina á viku og oft er áætlun felld niður án sjáanlegra ástæðna. Jafnvel |>ótt heill flugvélarfarmur af farþeg- um bíði pess á Norðfirði, kemur fyrir að flugið sé fellt niður með j>eirri röksemd einni. að svo margir bíði fars annarsstaðar að Norðfirðingar verði að sitja á hakanum. Sú lítilsvirðing, sem Flugfélagið sýnir Norðfirðingum er óþolandi, en pví helst hún uppi í skjóli einokunaraðstöðu. Það hefur lengi verið vitað, að sú er stefna Flugfélagsins, að halda aðeins uppi áætlunarflugi á einn flugvöll í Múlapingi, það er Egilsstaðaflugvöll. Þeirri stefnu eru Norðfirðingar mjög mótfallnir. Þeir vilja að flugið sé með eðlilegum hætti til Norð- fjarðar úr því þar er flugvöllur, sem er nothæfur engu síður en flestir peirra flugvalla, sem Flugfélagið notar. En greinilega skal tekið fram, að enginn ætlast til að flogið sé J?egar um einhverja tvísýnu vegna veðurs eða ástands vallarins er að ræða. Framkomu sína í þessum efnum afsakar Flugfélagið með j>ví að tap sé á Norðfjarðarfluginu. Var saga. Þannig er að fluginu staðið að engin treystir á pað, auk pess sem ein flugferð í viku hlýtur að hafa }>að í för með sér, að porri farþega fer um Egilsstaði, þótt það kosti óþægindi, fyrirhöfn og útgjöld. Ætla má að minnsta kosti fimmti hver farþcgi, sem fer um Egilsstaðaflugvöll, sé á leið til Norðfjarðar eða paðan og ferð- uðust beint ef kostur væri. Tekjur af þessum farpegum ber að telja með þegar arðsemi Norðfjarðarflugs er metin. Ósjálfrátt fær maður |>að á tilfinninguna, að ekki sé tap á öðrum flugleiðum en Norðfjarðarflugleiðinni. Það kemur pví nokkuð flatt upp á menn þegar árlega er upplýst á aðalfundi Flugleiða, að svo og svo mikið tap sé á innanlandsfluginu, margfallt meira en svo, að það verði skýrt með tapinu á Norð- fjarðarfluginu einu. En aldrei heyrist }>ess getið, að hætt sé að fljúga á ákveðnum leiðum vegna tapreksturs. Því skal spurt: Gildir röksemdin um að ekki skuli haldið uppi áætlunar- ferðum sem ekki borga sig um Norðfjörð einan? Á aðalfundi Flugleiða fyrir nokkrum vikum kom í ljós, að margra milljarða halli var á rekstri félagsins, og pað svo, að framtíð þess er ógnað. Stórkostlegast var tapið á Atlants- hafsfluginu. En enginn talar um að hætta því af þeim sökum. Væri ekki skynsamlegra fyrir Flugleiðir, að hætta Atlants- hafsfluginu og sinna heldur Norðfjarðarfluginu sómasamlega, jafnvel þótt tapið á því kunni að nema álíka mörgum milljón- um og tapið á Atlantshafsfluginu er talið í milljörðum? —B. Þ. Olíustyrkur Olíustyrkur fyrir tímabilið jan.—mars, verður greiddur út dagana 26. apríl til 4. maí. BÆJARSTJÓRl ÍÞRÓTTIR Innanhúss- knattspyrna Laugardaginn 7. apríl sl. var mikið um að vera í íþróttahúsinu á Eskifirði, en þá fór fram í hús- inu Austurlandsmót í innanhúss- knattspymu. Hófst mótið kl. 10 árdegis, og var því lokið kl. 8 síðdegis. 21 lið mætti til keppni í fjór- um aldursflokkum eða hátt í 100 manns á ýmsum aldri. Leiknir voru 33 leikir. Eftirtalin félög sendu lið til mótsins: Ungmennafélag Borgarfjarðar í 3. flokki. íþróttafélagið Höttur í meistarafl., 4. og 5. flokki. íþróttafélagið Þróttur í öllum flokkum. Ungmennafélagið Austri í öllum flokkum. Ungmennafélagið Valur í 3., 4. og 5. flokki. Ungmennafélagið Leiknir í meist- araflokki og 4. flokki. Ungmennafélagið Hrafnkell freys- goði í meistaraflokki og 3. flokki. Sigurvegarar í einstökum flokk- um urðu: í meistaraflokki: Þróttur (eftir tvíframlengdan úrslitaleik við Austra). I 3. fiokki: Austri. í 4. flokki: Austri. í 5. flokki: Valur. Allmargir áhorfendur fylgdust með mótinu. Ungmennafélagið Austri sá um alla framkvæmd mótsins og fór það í alla staði vel fram. — SB NESHREPPUR í NORÐFIRÐI NESKAUPSTAÐUR Sveitarstjórnarmannatal BJARNI ÞÓRÐARSON TÓK SAMAN 52. Jóhann Pétur Guðmundsson, f. 11. nóv. 1918 í Reykjavík. Foreldr- ar: Guðmundur Bjarnason, bakari og kona hans Guðrún Jensen. Bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins 1954—1958, varabæjarfulltrúi 1958—1966. Sat 32 bæjarstjórnarfundi. Kona: María Jóhannsdóttir f. í Viðfirði, Norðfjarðarhreppi 11. sept. 1923. Þau skildu. Foreldrar: Jóhann Magnússon nr. 53 og fyrri kona hans Ingibjörg Sveinsdóttir. 53. Jóhann Magnússon, skipstjóri f. á Eyri í Seyðisfirði, N-ís. 19. júní 1888 (að eigin tali, en 19. júlí 1889 samkv. kirkjubók), d. í Nes- kaupstað 17. júlí 1968. Foreldrar: Magnús Einarsson, Kleifum og Guðrún Guðmundsdóttir. Varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins 1942—1946. Sat 1 bæjarstjórnarfund. Fyrri kona: lngibjörg Sveinsdóttir f. í Viðfirði, Norðfjarðarhreppi 29. okt. 1891 d. í Neskaupstað 10. des. 1927. Foreldrar: Sveinn Bjarnason, bóndi og fyrri kona hans Guð- rún lvarsdóttir. Dóttir þeirra Jóhanns og Ingibjargar er María kona Jóhanns P. Guðmundssonar nr. 52. Ingibjörg og Anna Sveinsdóttir fyrri kona Jóns Benjamínssonar nr. 56 voru alsystur. Síðari kona Jóhanns Magnússonar var Kristín Magnúsdóttir, hjúkrunarkona f. 11. júlí 1892 á Sauðanesi í Svarfaðardal, d. í Neskaupstað 7. mars 1968. Foreldrar: Magnús Jónsson og Sigríður*Gunnarsdóttir. 54. Jóhann Karl Sigurðsson, útgerðarstjóri f. í Neskaupstað 14. maí 1925. Foreldrar: Sigurður Jóhannsson, bóndi og kona hans Sigríður Magnúsdótir, hálfsystir Ólafs Magnússonar nr. 78. Varabæjarfulltrúi Alþýðuflokksins 1954—1958, bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins 1958 og síðan. Sat 255 bæjarstjórnarfundi. Varaforseti bæjarstjórnar 1978. Kona: Kristín Marteinsdóttir f. 11. mars 1926. Foreldrar: Marteinn Magnússon, verkamaður og kona hans María Steindórsdóttir. Kristín er alsystir Halldóru Marteinsdóttur konu Guðgeirs Jónssonar nr. 29, Unnar Marteinsdóttur konu Haralds Bergvinssonar nr. 38 og Sigur- bjargar Marteinssonar móður Magna Kristjánssonar nr. 71. Jóhann og Aðalsteinn Halldórsson nr. 1 eru albræðrasynir. 55. Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri f. í Neskaupstað 9. mars 1913. Foreldrar: Stefán Guðmundsson, íshúsvörður og kona hans Sesselja Jóhannesdóttir. Bæjarfulltrúi Kommúnistaflokksins jan.—11. sept. 1938, Sósíalistaflokksins og Alþýðubandalagsins 1942—1974. Sat 481 bæjarstjórnarfund. Forseti bæjarstjómar 1957—1974, varafor- seti 1945—1957. Kona: Soffía Björgúlfsdóttir f. á Keldhólum, Valla- hreppi 10. febr. 1921. Foreldrar: Björgúlfur Gunnlaugsson, verkamaður og kona hans Ólöf Guðmundsdóttir, alsystir Ölvers Guðmundssonar nr. 113. Guðrún Guðmundsdóttir kona Magnúsar Hávarðssonar nr. 73 var alsystir Stefáns föður Jóhannesar og Lilja Jóhannesdóttir kona Jóns Sveinssonar nr. 62 var alsystir Sesselju móður hans. 56. Jón Benjamínson, skipstjóri f. á Ýmastöðum, Vaðlavík, Helgu- staðahreppi 22. júní 1883, d. á Reykjalundi 23. maí 1964. Foreldrar: Benjamín Jónsson, bóndi og kona hans Ólöf Stefánsdóttir. Hrepps- nefndarmaður 5. júní 1916—17. júní 1926. Sat 36 hreppsnefndarfundi. Albróðir Sólveigar Benjamínsdóttur, móður Ölvers Guðmundssonar nr. 113 og Ólafar Guðmundsdóttur móður Soffíu Björgúlfsdóttur konu Jóhannesar Stefánssonar nr. 55. Fyrri kona: Anna Sveinsdóttir f. í Viðfirði, Norðfjarðarhreppi 3. okt. 1886, d. í Neskaupstað 11. okt. 1920. Foreldrar: Sveinn Bjarnason, bóndi og fyrri kona hans Guðrún ívars- dóttir. Anna var alsystir Ingibjargar fyrri konu Jóhanns Magnússonar nr. 53. Seinni kona: Margrét Sveinbjörnsdóttir f. á Kolableikseyri, Mjóafirði 22. nóv. 1892, d. í Reykjavík 15. okt. 1972. Foreldrar: Svein- björn Sveinsson, bóndi og kona hans María Hallgrímsdóttir. Anna S. Jónsdóttir nr. 4 er dóttir Jóns og Margrétar. í Skíðamót Austurlands Eins og skýrt var frá í siðasta blaði fór skíðamót Austurlands fram á Seyðisfirði um páskana. Keppendur voru frá Egilsstöð- um, Eskifirði, Seyðisfirði og Nes- kaupstað. Stigahæst félaganna var Huginn Seyðisfirði með 218 stig og næst kom Þróttur Norðfirði með 136 stig, Eskifjörður með 36 og Egilsstaðir með 14 stig. í einstökum greinum urðu úr- slit þessi: Svig stúlkur 9—10 ára 1. lris H. Bjarnadóttir Sf. 47.5 2. Arna Borgþórsdóttir Esk. 51.1 3. Ingibjörg Jónsdóttir Sf. 5,1.6 Svig drengir 9—10 ára 1. Birkir Sveinsson Nesk. 49.8 2. Bogi Bogason Esk. 56.0 3. Óskar Garðarsson Esk. 57.1 Svig stúlkur 11—12 ára 1. Unnur Jónsdóttir Eg. 54.0 2. Dagný Sigurðardóttir Sf. 57.2 3. Sigrún Guðjónsdóttir Sf. 57.3 Svig stúlkur 13—15 ára 1. Margrét Blöndal Sf. 97.7 2. Unnur Óskarsdóttir Sf. 101.1 3. Helga Jóhannsdóttir Sf. 110.2 Svig drengir 11—12 ára 1. Jóhann Þorvaldsson Sf. 87.1 2. Víðir Ársælsson Nesk. 89.1 3. Magnús H. Bjarnason Sf. 91.2 Svig drengir 13—14 ára 1. Jón E. Bjarnason Sf. 76.6 2. Einar S. Jónsson Sf. 81.3 3. Bergvin Haraldsson Nesk. 83.8 Svig drengir 15—16 ára 1. Ólafur Hólm Þorgeirss. N. 80.1 2. Skúli Jónsson Sf. 91.3 3. Kristján Logason Nk. 95.3 Svig konur 1. Sigríður Jónasdóttir Nk. 82.7 2. Ester Þorvaldsdóttir Sf. 87.0 3. Emilía Ástvaldsdóttir Sf. 92.3 Svig karlar 1. Jóhann Stefánsson Sf. 88.6 2. Vilmundur Þorgrímss. Sf. 97.0 3. Ólafur Sigurðsson Nk. 102.0 Stórsvig stúlkur 9—10 ára 1. Arna Borgþórsdóttir Esk. 72.2 2. Ingibjörg Jónsdóttir Sf. 72.3 3. íris H. Bjarnadóttir Sf. 73.6 Stórsvig drengir 9—10 ára 1. Þorsteinn Lindbergs. Nk. 76.1 2. Birkir Sveinsson Nk. 76.9 3. Jón Steinsson Esk. 78.9 Stórsvig stúlkur 11—12 ára 1. Unnur Jónsdóttir Sf. 75.9 2. Sigríður Knútsdóttir Sf. 80.1 3. Sigrún Guðjónsdóttir Sf. 81.5 Stórsvig stúlkur 13—14 ára 1. Emilía B. Ólafsdóttir Sf. 101.9 2. Margrét Blöndal Sf. 102.4 3. Inga Þorvaldsdóttir Sf. 110.1 Stórsvig drengir 11—12 ára 1. Jóhann Þorvaldsson Sf. 97.8 2. Magnús H. Bjamason Sf. 100.0 3. Víðir Ársælsson Nk. 100.7 Stórsvig drengir 13—14 ára 1. Haraldur Ámason Sf. 107.2 2. Sveinn Ásgeirsson Nk. 107.9 3. Jón E. Bjamason Sf. 108.1 Stórsvig drengir 15—16 ára 1. Ólafur H. Þorgeirss. Nk. 133.5 2. Skúli Jónsson Sf. 138.7 3. Jón Tr. Guðjónsson Esk. 142.5 Stórsvig karlar 1. Jóhann Stefánsson Sf. 143.8 2. Sigurður Birgisson Nk. 151.4 3. Páll Freysteinsson Nk. 151.8 Stórsvig konur 1. Ester Þorvaldsdóttir Sf. 95.2 2. Sigríður Jónasdóttir Nk. 96.7 3. Emilía Ástvaldsdóttir Sf. 121.6

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.