Austurland


Austurland - 10.12.1981, Blaðsíða 1

Austurland - 10.12.1981, Blaðsíða 1
Austubland Sveinn Jónsson: Fjarri góðu gamni 31. árgangur. Neskaupstað, 10. desember 1981. Laugardaginn 5. desember boðaði Aljrýðubandalagið til almenns fundar á Egilsstöð- 44. tölublað. Guðjón Sveinsson: Nokkur orð um flugsumgöngur á Austurlundi — og hugleiðingar fram í tímann — í 42. tbl. Austurlands 26. nóv. sl. eru tvær greinar, er fjalla um flugmál á Austur- landi. Var slíkt Jiarft, j>ar sem vitað er, að við Austfirðing- ar erum verst settir allra fjórð- unga á landinu, hvað Jmð varðar. Önnur greinin og lengri er eftir Svein Jónsson 1. vara- jungmann Alþýðubandalags- ins í Austurlandskjördæmi. Hún er að mínu viti vel samin og gefur glögga mynd af flug- málum á Austurlandi í dag — en J?ó á einum stað finnst mér ekki nægilega skýrt með far- ið og vil ég hér koma á fram- færi gleggri upplýsingum. Sveinn segir, að nýbygging flugvallar á Breiðdalsvík sé „vel á veg komin en öryggis- útbúnað allan vantar“. Um flugvöll á Breiðdalsvík vil ég pví segja J>etta: Sl. vor var hér á Breiðdalsvík gerð 600 m löng flugbraut og lagð- ur að henni bráðabirgða veg- ur. Þessi framkvæmd tókst í alla staði mjög vel og eiga flugmálayfjrvöld og Júngmenn kjördæmisins heiður skilið, hvemig þar var að málum staðið. Verkið gekk ótrúlega vel. Bæði var stórgott efni nærtækt og svo landið undir brautina einkar hagstætt. Eru nú hafnar áætlunarferðir frá Egilsstöðum — Breiðdalsvík —Höfn — Reykjavík. Eru ]>ær tvisvar í viku mánudaga og föstudaga. Lofa þær góðu, }>rátt fyrir rysjótt veðurfar í haust, en rétt er J>að hjá Sveini. að „öryggjsútbúnað allan vantar". En nú verður að halda áfram og væntanlega knýja Austfirðingar á: að brautin verði lengd og hún girt og gengið frá öryggis- beltum. Síðan verði reist far- þegaskýli. stefnuviti og braut- arljós sett upp. Þegar J>ví verð- ur lokið má fullyrða, að þessi völlur valdi gjörbyltingu í flugsamgöngum á Austur- landi og f>ví hljóta Austfirð- ingar að fagna. Þessi völlur ldýtur að J>jóna svæðinu Fá- skrúðsfjörður, Stöðvarfjörður. Breiðdalsvík, Beruneshreppur, Djúpavogur og Geithellna- hreppur og er J>að ekki svo lít- ið svæði. Og til að stytta tveim syðstu sveitarfélögunum leið að flugvelli, mætti hugsa sér bílferju yfir Berufjörð. (Kannski mætti koma ]>eim að víðar á Austurlandi, til að stytta vegalengdir í stað ein- hverrar sprengistarfsemi). Auk )>essa opnast sá mögu- leiki, að tengja saman áætlun- arflug Neskaupstaður -— Breiðdalsvík — Höfn — Reykjavík. Það hljóta allir að sjá, að með slíku flugi, yrðu betri samgöngur og póst- þjónusta milli Reykjavíkur annars vegar og syðri og nyrðri hluta Austfjarða hins vegar, en í dag eru bréf frá Djúpavogi og Breiðdalsvík 10 til 14 daga að berast til Eski- fjarðar og Neskaupstaðar svo dæmi sé nefnt. f nútíma ]>jóð- félagá er slíkt nánast óhæfa. En hugum nánar að mögu- leikum á Breiðdalsvík til flug- vallargerðar. Sú braut, sem nú er í mótun, getur orðið a. m. k. 2000 m og er aðflug sérlega gott, ]>ar sem hún er steinsnar frá opnu hafi, enda hægt að taka niður flugvélar í algjöru lágmarki. J>egar öll tæki verða til staðar. Braut J>essi liggur ]>ví sem næst í austur-vestur. En svo má gera aðra braut trúlega um 1500 m langa í stefnu suðvestur-norðaustur og er gerð hennar jafn hag- kvæm og hinnar. (Þá má líka gera 1500 m braut í norðvest- ur-suðaustur, en varla væri ]>örf á henni). En )>etta út af fyrir sig er ekki mergurinn málsins, heldur hitt að með J>etta góðum velli á Breiðdals- vík og öðrum eins á Egils- stöðum. ætti allt flug til Aust- urlands að verða stórum ör- uggara og hagkvæmara. )>yrfti nánast ekki að fella niður flug til fjórðungsins vegna veðurs, nema í aftökum. En til ]>ess að ]>að megi verða, ]>á ]>arf góð- an vetrarveg milli staðanna yfir Breiðdalsheiði og er J>að nánast ekki mikil framkvæmd. en af einhverjum annarlegum ástæðum ekki verið hrundið af stað. Nú í haust oe vetur, hefur flug frá Egilsstöðum tvisvar fallið niður vegna veð- urs, )>egar lendandi var á Breiðdalsvík. Ég nefni Jæda sem dæmi. Að öðru leyti líkar mér mál- flutningur Sveins Jónssonar vel og finnst mér gæta víðsýni og framfarahugar hjá honum og nánast í )>eim anda, er nú virðist svífa yfir vötnum á Austurlandi, en )>að er sam- vinna sveitarfélaga og dreif- ing J>jónustumiðstöðva í fjórð- ungnum. Fremur finnst mér kveða við annan tón í síðari grein- inni, sem ég ætla að vitna í, en er ályktun frá hreppsnefnd Egilsstaðahrepps og ber yf- irskriftina „Um framtíðar- uppbyggingu Egilsstaða- fíugvallarÞar segir m. a. „Egilsstaðaflugvöllur er eini flugvöllur á Austur- landi sem )>jónað getur stærstum hluta fjórðungs- ins“. Eins og er í dag mun )>etta rétt, en )>að er ekki J>ar með sagt, að svo þurfi að vera. Með bættum flugvöllum í Nes- kaupstað og á Breiðdalsvík, hlýtur aukning far)>ega að fara )>ar um og J>ar af leiðir, að umferð um Egilsstaðaflug- völl léttist, )>ví allar jákvæðar breytingar kalla á nýtt skipu- lag. Með J>ví móti mætti einnig koma að stórum hluta í veg fyrir hinn glóru- og gegndar- lausa snjómokstur á Fagradal, sem kostað hefur ómælt fjár- magn. sem gera hefði mátt fyrir betri vegi og flugvelli á Austurlandi. Ekki má samt skilja orð nn'n svo, að ég sé að setja J>essa velli J>. e. í Neskaupstað og á Breiðdalsvík, til höfuðs Egilsstaðavelli. Ég vil bara undirstrika J>að sem ég hef áður sagt, að með betri og fleiri góðum flugvöllum, eykst öryggi flugsins í öllum skiln- ingi og nánari samgöngur og póstj>jónusta stór batnar inn- an fjórðungsins og ]>ví hljóta allir sannir Austfirðingar að fagna. Niðurlag ályktunar Egils- staðahreppsnefndar endar svo: „Egilsstaðaflugvöllur liggur best við sem varaflug- völlur fyrir millilandaflug og er með vísi að viðbúnaðar- þjónustu sem á öðrum stöðum ]>yrfti að byggja frá grunni“. Um J>essi atriði og álit má náttúrulega deila og finnst mér nánast ótímabært hjá Egilsstaðamönnum að slá Skýjarof Oft hafa birst hér í blaðinu og víðar stökur og ljóð eftir Einar H. Guðjónsson, verka- niann á Seyðisfirði. En ekki hefur hann gefið kveðskap sinn út á bók fyrr en nú. að hann. meira en hálfáttræður að aldri sendir frá sér Ijóða- bókina Skýjarof. Einar er ágætlega skáld- mæltur og mun bók hans )>eim. sem stökum og kvæð- um unna. aufúsugestur. — B. Þ. ]>essu fram. Ég hygg, að flug- málayfirvöld hafj ekki kannað )>essi mál neitt til hlýtar og vel getur tíminn leitt í ljós, að annar kostur gæti verið betri. En af öllu ofanskráðu )>á er hér verkefni fyrir víðsýna menn að vinna að og ]>á ekki síst Júngmennina okkar, sem vissulega hljóta að vera okkar lykilmenn J>egar á reynir. Breiðdalsvík, 2. des. 1981 Geymdar stundir Ármann Halldórsson hef- ur safnað saman í bók með J>essu nafni 18 frásöguj>áttum af Austurlandi. Allir hafa J>essir ]>ættir birst áður, sumir í bókum en aðrir í blöðum, sem mjög eru óaðgengileg fyr- ir allan almenning. Verður J>ví að telja vel til fallið að safna }>eim saman í bók og verður vonandi framhald á. Ekki á Ármann sjálfur neina frásögu í bókinni, en í fyrra gaf hann út bók með J>áttum eftir sjálfan sig. Ár- mann er fróður og ritfær í besta lagi og mætti gera meira að J>ví að birta almenningi verk sín. ______________— B. Þ. Hver er maðurinn? 4. mynd. Ur búi Guttorms Pálssonar. Ólafur Oddsson tók myndina. um, J>ar sem Hjörleifur Gutt- ormsson iðnaðarráðherra hafði framsögu um orku- og iðnaðarmál. Vart hefur verið um önnur mál meir fjallað manna á milli hér eystra und- anfarin ár en virkjunarmálin og ]>á möguleika til orkunýt- ingar, sem til greina koma. Ber )>að vitni um mikilvægi ]>essara mála. Fyrirætfanir ríkisstjómar- innar í J>essum efnum hafa nú verið kynntar. Að vísu eru enn óhnýttir ýmsir endar eins og J>eir t. d. að fá fram endan- lega lausn á Blöndudeilunni svonefndu og sýna fram á ]>jóðhagslega hagkvæmni kís- ilmálmverksmiðju á Reyðar- firði. Aljúngi hefur síðan síðasta orðið um ]>essi mál. Tilefni ]>essarar greinar er annars ekki J>að að gera skil efni áðumefnds fundar, né )>eim umræðum er J>ar urðu. Tilgangur undirritaðs er sá að lýsa furðu sinni á )>ví hvað J>ar vom fáir mættir af ]>eim, sem ætla mætti að létu sig málið varða. Til fundarins var vandlega boðað í útvai-pi og í blöðum og m. a. birtist til- kynning ]>ar um í Tímanum undir liðnum um flokksstarf Framsóknar. Hvar voru sveit- arstjómarmenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks auk full- trúa óháðra? Hvar vom full- trúar í atvinnumálanefnd Egilsstaðahrepps og fulltrúar í orku- og iðnaðarmálanefnd- um SSA auk framkvæmda- stjóra SSA? Hvar vora full- trúar verkalýðsfélagsins og iðnsveinafélagsins? Einnig virtist svo, sem ]>ama vantaði framámenn atvinnufyrirtækj- anna á staðnum. Ber að skoða framkomu |>essara aðila, sem sam)>ykki við framkomnar fyrirætlanir? Þögn er sama og sam]>ykki segir máltækið. Eða ber að líta svo á að )>eim J>yki best að halda sig frá umræðum að svo stöddu? Fæst orð bera minnsta ábyrgð og hentar J>eim sem em opnir í báða enda og tilbúnir að hagnýta sér í pólitískum áróðri ]>að sem kann að fara öðmvísi en ætlað er. Staðreyndin er sú að breið samstaða virðist hafa náðst um orku- og iðnaðarmálin hér í fjórðungnum. Viðhalda ]>arf ]>eirri samstöðu. Mikil um- ræða er að baki. en nú er komið að ákvarðanatöku. Þá sem fyrr reynir á samstöðu. Heimamenn ]>urfa nú að fara að einbeita sér að framkvæmd ]>eirra áforma, sem til umræðu hafa verið. Tnn í ]>ann undir- búning verða sem flestir að koma strax, ef )>eir ætla sér að verða )>átttakendur, en ekki aðeins áhorfendur að )>eim umsvifum og ]>eirri uppbygg- ingu sem framundan er. Upplýsingar má senda Safnastofnun Austurlands, pósthólf 33, Egilsstöðum. eða hringja í síma 1451 eða 1187, sem er heimasími minjavarð- ar.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.