Austurland - 03.03.1983, Page 2
FÁSKRÚÐSF.TÖRÐUR:
----------AUSTURLAND------------------------
MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS
Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttír, Gufimtmdur Bjarnason, Kristinn
V. Jóhannsson og Þórhallur Jónasson.
Ritstjóri: Smári Geirsson: Sími 7630.
Auglýsingar og dreifing: Birna Gcirsdóttir s. 7571, h. s. 7454.
Pósthólf 31 — 740 Neskaupstafi.
Ritstjórn, afgreifisla, auglýsingar: Egilslraut 11, Neskaupstað,
sími 7571.
Prentun: NESPRENT.
ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS
Á AUSTURLANDI
Breyta þarf
um fiskveiðistefnu
Það er ekki aðeins á Austurlandi að sjávarútvegurinn
er burðarás í v :rðmætasköpun heldur á það við um þjóðar-
búskapinn í heild. Með j?ví er engri rýrð kastað á aðra atvinnu-
vegi og flestir eru sammála um að auka þurfi fjölbreytni í
atvinnulífi með sókn inn á ný svið og eflingu ]?ess sem fyrir
er, m. a. í iðnaði og Iandbúnaði. Úrvinnsla sjávarafurða er
raunar öflugasti iðnaður okkar og sá arðgæfasti á heildina
litið. Útfluttar sjávarafurðir standa undir 3/4 hlutum af út-
flutningstekjum landsmanna og í fiskiðnaði hafa orðið til
flest ný störf á undanförnum árum eða samtals um 6000
síðasta áratug.
Samdráttur í sjávarútvegi er fljótur að segja til sín á öll-
um sviðum Þjóðlífsins og þannig reyndist 16% verðmætarým-
un á síðasta ári meiriháttar áfall. Hrun loðnustofnsins og nær
20% samdráttur í þorskafla á árinu 1982 eru staðreyndir sem
enginn getur horft framhjá og |>ær eru öðru fremur undirrót
t’eirra efnahagsörðugleika sem nú er við að fást. Horfurnar á
l’essu ári varðandi þorskveiðar eru síst betri en í fyrra og
loðnustofninn er enn í lægð.
Við þessar aðstæður er brýnna en nokkru sinni að tryggja
sem mest verðmæti úr þeim afla sem á land berst og gæta
hagsýni í útgerð. Það ber að viðurkenna að engan veginn hefur
tekist sem skyldi að ná fram vitrænni fiskveiðistefnu og til-
kostnaður við veiðar er m. a. af þeim sökum mun meiri en vera
þyrfti. Stjórnvöld og hagsmunaaðilar hafa ekki megnað að
stilla saman í þessum efnum og því er afrakstur af því sem
aflast minni en ella.
Allt of lengi hefur dregist að taka upp kvótafyrirkomulag
á þorskveiðum sem ná þyrfti jafnt til togara og báta. Flestir
viðurkenna nauðsyn |>ess að setja aflahámark á forsk eins og
aðra helstu fiskistofna en samhliða t’ví er hreint óráð að skipta
ekki leyfilegum afla á fiskiskipin. Núverandi skrapdagakerfi
er dýru verði keypt og leiðir í senn til óhagkvæmni í útgerð
og lakari meðferðar á afla en vera þyrfti. Fjórðungssamband
fiskideilda á Austurlandi undir forystu Hilmars Bjamasonar
hefur um árabil knúið á um að tekið verði upp kvótafyrirkomu-
lag á þorskveiðum. en um t»ær tillögur hefur ekki náðst sam-
staða hagsmunaaðila og rétt stjórnvöld skellt við feim skolla-
eyrum. Við höfum ekki efni á j>ví að láta dragast að breyta
til í þessu efni og sama máli gegnir um fyrirkomulag síldveiða
l>ar sem óhóflegur fjöldi báta keppir um takmarkaðan afla.
Skynsamleg stjórnun veiða og hertar gæðakröfur em mál
mála í sjávarútvegi. Veiðarnar þurfa að taka mið af vinnslu
í iandi og þeim markaði sem unnt er að tryggja. Hér eins og
annars staðar verður t>ekking og skipulag að taka við af handa-
hófi sem allt of lengi hefur viðgengist. Jafnframt þurfa vel
rekin fyrirtæki í sjávarútvegi að geta búið við viðunandi
rekstrargrundvöll og aðstæður, sem m. a. geri kleift að endur-
nýja með eðlilegum hætti fiskiskipin og tryggja þróun í
vinnslustöðvum.
Miklir möguleikar eru ónotaðir í sjávarútvegi. Þar þarf
að setja gæði og hagkvæmni í öndvegi og tryggja sem best
rekstrargrundvöll vel rekinna fyrirtækja, sem staðið geti undir
góðum hlut til sjómanna og starfsfólks í landi fyrir hóflegan
vinnudag. Fyrir slíkri stefnu mun Alþýðubandalagið berjast í
framhaldi af sigursælli forystu í landhelgismálum og ný-
skjöpun í sjávarútvegi í þremur ríkisstjómum undanfarna ára-
tugi. — H. G.
Ný heilsugæslustöð
Þann 20. febrúar sl. var vígð
ný heilsugæslustöð á Búðum og á
PRÓFKJÖR S.TÁLFSTÆÐIS-
FLOKKSINS
Þrjú efstu
sætin
öbreytt
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins á
Austurlandi fór fram 25. og 26.
febrúar sl. og voru úrslit kunn sl.
sunnudag. Helstu úrslit urðu
þessi: Sverrir Hermannsson fékk
671 atkvæði í 1. sæti, en liðlega
1050 atkvæði alls. Egill Jónsson
fékk 692 atkvæði í 1.—2. sæti, en
liðlega 970 atkvæði alls. Tryggvi
Gunnarsson fékk 451 atkv. í 1.
—3. sæti, en liðlega 720 atkvæði
alls. Flest atkvæði í 1.—4. sæti
hlaut Gunnþórunn Gunnlaugs-
dóttir, en Þráinn Jónsson í 1.—
5. sæti.
Úrslit prófkjörsins munu vera
bindandi hvað varðar þrjú efstu
sætin og munu því sömu menn
skipa þau og í síðustu alþingis-
kosningum.
Alls tóku 1191 þátt í prófkjör-
inu að þessu sinni.
Fundir um
kvenna-
menningu
Jafnréttisnefnd Neskaupstaðar
og starfshópur um kvennamenn-
ingu á Egilsstöðum hafa ákveðið
að hafa samvinnu um kynningar-
og umræðufundi um hugtakið
kvennamenningu. Helga Sigur-
jónsdóttir kennari mun koma
hingað austur og halda erindi í
Egilsbúð í Neskaupstað föstudag
11. mars kl. 20,30 og laugardaginn
12. mars kl. 14 í Menntaskólanum
á Egilsstöðum.
Kirkja
Æskuiýðsmessa í
Norðfjarðarkiirkju nk.
sunnudag 7. mars kl. 2
e. h., á Æskulýðsdegi
þjóðkirkjunnaír.
Sóknarprestur.
hún að þjóna Búða-, Fáskrúðs-
fjarðar- og Stöðvarhreppi.
Smíði stöðvarinnar var boðin
út 1979 og var framkvæmdum
endanlega lokið skömmu áður en
vígslan fór fram. Um byggingu
hússins sáu þeir Þröstur Júlíus-
son og Einar Gunnarsson, en Lars
& Sævar hf. önnuðust innrétt-
ingar og gerð lóðar. Húsið er á
einni hæð og allt fyrirkomulag
innan dyra eins og best verður á
kosið. Enn vantar þó ýmis tæki í
stöðina, en væntanlega verður
verulega bætt úr því á þessu ári,
þar sem 450 þús. kr. eru ætlaðar
til kaupa á tækjum í hana.
Var orðið virkilega brýnt að
bæta aðstöðuna fyrir læknisþjón-
ustu á þessu svæði, en heilsu-
gæslustöðin var áður til húsa í
gam'a læknisbústaðnum, sem
byggður var af Frökkum snemma
á öldinni.
Við vígsluna flutti Sigurður
Gunnarsson sveitarstjóri Búða-
hrepps ávarp, en auk hans töl-
uðu Aðalbjörg Magnúsdóttir,
sem tilkynnti um gjöf á tækjum til
krabbameinsskoðunar frá Krabba
meinsfélaginu, séra Þorleifur
Kristmundsson og Einar Guð-
mundsson heilsugæslulæknir. Fjöl-
menni var við vígsluna og eftir að
húsakynnin höfðu verið skoðuð,
bauð Búðahreppur til kaffidrykkju
í skólanum. — B. B.
Norðfirskt skíðafólk
í fremstu röð
Bikarmót Skíðasambands
íslands var haldið á Akureyri
helgina 19.—20. febrúar sl.
í upphafi stóð til að halda
mótið á Dalvík. en sökum
snjóleysis varð að halda það
á Akureyri. Að austan fóru 7
þátttakendur þar af 5 frá Nes-
kaupstað og kepptu þau í
flokki 13—14 ára. Bestum
árangri austfirsku ungling-
anna náðu þau Birkir Sveins-
son sem varð 2. í svigi og 5.
í stórsvigi og Gúnda Vigfús-
dóttir sem varð í 3. sæti í svigi
og 5. í stórsvigi. Hinir kepp-
endurnir héðan að austan
voru nokkuð óheppnir með
byltur, t. d. duttu þær Bergrós
Guðmundsdóttir og Hrefna
Tómasdóttir báðar í svigi en
urðu í 10. og 11. sæti í stór-
sviginu.
Þorsteinn Lindbergsson varð
í 13. sæti í svigi og 29. sæti í
stórsviginu. en keppendur
voru 46 talsins.
Þessi árangur er mjög á-
nægjulegur og óskar Austur-
land öllum þessum unglingum
velfarnaðar f skíðabrekkunum
í vetur, vonandi verður ein-
hver snjór hér fyrir austan,
svo hægt verði að æfa. — Þ. J.
EGILSSTAÐIR :
Atvinnumálakönnun
Á vegum atvinnumálanefndar
Egilsstaúahrepps var f haust gerð
könnun á horfum í atvinnumál-
um í hreppnum. Könnunina unnu
nemendur í félagsfræði í
Menntaskólanum undir hand-
leiðslu Jóns Inga Sigurbjömsson-
ar kennara.
Helstu niðurstöður atvinnu-
skiptingar voru að um 34% vinnu-
afls starfaði við opinbera stjórn-
sýslu og þjónustu, 24% við iðnað
og úrvinnslu landbúnaðarafurSa,
17% við verslun og 7% við bygg-
ingarstarfsemi.
Á launaskrá töldust vera 775,
en á íbúaskrá voru 1. des. sl.
1222.
Ar-rr. tts—íTl—n
□□□□□□□□□□
nnnnnn 1 II II II II II II II II II 1
EGILSBÚÐ — Sími 7322 — Neskaupstað.
Fimmtudagur 3. mars kl. 21,00 „LOLA” — Drottning
næturinnar. Þýsk kvikmynd undir leikstjóm R. W.
Fassbinder. Sagan gerist í smáborg einni í Vestur-
Þýskalandi árið 1957. Lola syngur í veitinga- og vænd-
ishúsi en þar fær enginn að koma nálægt henni nema
Schuckert sem er harður og ósvífinn byggingabraskari,
sem hefur alla borgarbúa í vasa sínum. — Fassbinder
svtkur engann.
Sunnudagur 6. mars ki. 14,00 „Stóri bjöm” Gullfalleg
barnamynd um skógarbjöm og lítinn dreng.
Kl. 21.00 „Djöfulgangur” (Ruckus). Hörkuspennandi
mynd um ungan mann sem nýkominn er úr stríðinu í
Víetnam og er ofsóttur af íbúum smábæjar sem hann
kemur í. Aðalhlutverk Linda Blair (úr The Exorcist)
Dirk Benedict. Tónlist eftir Willie Nelson og Hank
Cochran.
60% vinnuveitenda töldu að
atvinnuástand í viðkomandi fyr-
irtækjum héldist óbreytt í vetur,
en 30% töldu að um samdrátt yrði
að ræða.
Aðsþurðir um möguleika til
nýrra atvinnutækifæra innan
fyrirtækjanna í nánustu framtíð
töldu 64% horfur á óbreyttu
ástandi, 14% litla möguleika og
17% mikla möguleika á fjölgun,
en 5% líkur á fækkun.
Helstu forsendur frekari út-
færslu viðkomandi starfsemi töldu
vinnuveitendur vera:
1. Hagstæðari lán og aukið láns-
fjármagn.
2. Stærri markað.
3. Stærra og hentugra húsnæði.
4. Aðstoð sveitarfélagsins og
opinber gjöld.
I framhaldi af könnuninni hef-
ur nefndin athugað möguleika á
byggingu iðngarða eða með kaup
á hentugu iðnaðarhúsnæði til
handa þeim fjölmörgu fyrirtækj-
um, sem áhuga hafa á slíku. S. J.
Saumostoían
EFTIR KJARTAN
RAGNARSSON.
Leikfélag Reyðarfjarðar
sýnir Saumastofuna eftir
Kjartan Ragnarsson í Egils-
búð, Neskaupstað 11. mars.
Borgarfirði 12. mars og í
Valaskjálf, Egilsstöðum 14.
mars.
Leikstjóri: Guðjón Ingi Sig-
urðsson. Píanóleikari: David
Roscoe. — Nánar auglýst í
götuauglýsingum.
Leikfélagið.