Austurland - 03.03.1983, Qupperneq 4
Æusturland
Neskaupstað. 3. mars 1983.
Súni 7222 (^) Sparisjóðux fííft
Slökkvilið ^ heimilaima
Neskaupstaðar SPARISJÓÐUR NORÐFJARÐAR
HELGI SELJAN :
Orkureikningur tii Alusuisse
Allt í einu nú, þegar kosn-
ingar nálgast fara þeir fram-
sóknarmenn að taka kipp í
húshitunarmálunum.
Nú á að kynda og kynda vel
og enginn orkusparnaður í
l>eirri ið.ju, sem nú á að iðka í
takt við boðorð Leitis Gróu.
Sá 1’ungi baggi, sem bundinn
er landsbyggðarfólki hefur
ekki íþyngt þeim framsóknar-
hetjum stórlega á liðnum ár-
um, enda þekkja fæstir þing-
menn til hans nema af af-
spurn. Landsbyggðarfólki er
eðlilega heitt í hamsi og nú
skal til atlögu reitt að þeim,
sem alla ábyrgð ber að þeirra
sögn — ólyginni. Skyldi það
vera Landsvirkjun, sem sífellt
hækkar raforkuverðið m. a- til
að standa undir þeim helmingi
af erlendum skuldum okkar,
sem formaður Landsvirkjun-
ar í öðru embætti telur okkar
verstu vá?
Auðvitað ekki, því þrátt
fyrir allt niðurtalningarhjal þá
eru þeir framsóknarmenn
mikiir talsmenn frjálsrar
verðmyndunar og afskipta-
leysis af hégóma eins og verð-
lagsmálum. Og auk þess er
notalegt að grípa til formanns
Landsvirkjunar í hinni stöð-
unni, þessari hjá þeim Hall-
dóri og Tómasi í Seðlabankan-
um þeirra allra, þegar segja
þarf aivöru — og aðvörunar-
orð til alþýðu manna um að
eyða nú ekki um efni fram.
Þá er enginn heilagri en
skuldasafnarinn Jóhannes
Nordal, þessi sem gerði ál-
samningixm góða með Stein-
grími og lngólfi á Hellu um
árið, þennan sem nú er verið
að sanna, að hafi verið fyrir
neðan allar hellur.
Nú þegar Landsvirkjun
hækkar sitt heildsöluverð um
sömu upphæð og nemur heild-
inni tii álversins á orkuein-
ingu, þá hljóta þeir framsókn-
armenn að beina skeytum sín-
um að auðhringnum erienda,
sem hiutlausir og virtir aðilar
hafa gert uppvísa að margs
konar svindli og svmaríi til
viðbótar þeirri smán, sem
þeir greiða fyrir raforkuna og
hvergj þekkist svo lág í heim-
inum.
Nei, þessir öðlingar fá engin
skot, vöm skal það vera fyr-
ir öll þeirra svik, vörn til að
kiekkja á þeim, sem gekk í
þessi mál af einurð og fyllstu
óhlutdrægni með því að láta
aðra um dóminn.
Því hvort sem það eru Tíma
—Þórarinn, Guðmundur
Bjarnason í Degi eða Haildór
Asgrímsson í Austra, þá er
boðskapur þeirra sá, að sökin
sé Hjörleifs Guttormssonar.
Hann hafi ekki viljað semja
við Alusuisse, hvað þá að
hann hafi nú viljað lúta há-
tigninni, ganga að skilyrðum
þeirra, gefa þeim upp sann-
aðar sakir og fá svo tvíeyring
Guðmundar G. á móti. Já,
stór er sá tvíeyringur í augum
þeirra framsóknarmanna.
En auðvitað mundi hann
engu breyta um orkukostnað
landsmanna, að ekki sé nú
minnst á allt tapið í öðru, sem
honum á fylgja.
Mikil er trú þeirra fram-
sóknarmanna á fávísi fólks á
iandsbyggðinni, ef þeir halda
í alvöru, að allir viti bomir
menn hafi ekki fylgst með og
viti meginatriði málsins.
Alusuisse vill ekki semja,
ekki hreyfa sig um hársbreid/i,
nema tii eigin hagsbóta. Þeir
vilja láta verðlauna sig fyrir
svikin, þeir vilja ekkert bjóða
á móti.
Það skyldi þó aldrei vera.
að þeir finni hversu góða
bandamenn þeir eiga hér og
að þeim sé því óhætt að neita
öllu en heimta í þess stað sitt
af hverju okkur í óhag. Eða
hefur ekki verið undir tekið,
fyrst af íhaidi, svo af krötum
og nú síðast af þeim er síst
skyldi, jafnvel þeim heiðar-
legustu í hópi Framsóknar?
Þeir hika ekki við að stilla
Hjörieifi upp sem andstæð-
ingi sínum um leið og þeir
taka sér dyggilega stöðu við
hlið Alusuisse, sem öllum
sökum er firrt. Þó oft hafi
verið lágt lagst í kosninga-
slag, þá á maður en erfitt með
að trúa slíkri lágkúm.
Hver láir Alusuisse, þó það
neiti af alefli öllum samning-
um við þann ráðherra, sem
samiandar hans snúast á
móti og ráðast að með offorsi
fyrir óbilgimi við „góðan”
viðskiptaaðila? En engum er
ljósara en landsbyggðarfólki,
hvert orkureikninginn dýra á
að senda, fyrsta afborgunin
skilar sér í atkvæðatapi þeirra
sem álhringnum þjóna svo
dyggilega.
Austfirðingar munu áreið-
anlega taka sinn góða þátt í
að ganga fram í þeirri afborg-
un. Það má Framsókn gerst
vita eftir gerræði sitt og á-
sakanir allar.
SVEINN JÓNSSON :
Nýlendustefna
Reykjavíkurvaldsins
Að undunförnu hcfur mikið verið tekist á um vægi atkvæða eftir búsetu
kjósenda í landinu. I áróðursherfcrðinni, sem fylgt hcfur, hefur jafnvel
verið gripið til þess að efna til könnunar á vilja kjósenda á stór-
Reykjavíkursvæðinu. Þarf vart að efast um niðurstöðuna, þegar séð
cr hvernig hún er útbúin, hverjir standa fyrir henni og kosta með
tilheyrandi auglýsingaflóði. Þar hljóta að vera á ferðinni fjársterkir
aðilar, sem munu telja sig hafa af því fjárhagslcgan ávinning að
málstaður þeirra nái fram að ganga. Aðilar, sem í dag þurfa á því að
halda að draga athyglina frá þeirri staðreynd, að þeir eru afætur á
íslensku þjóðlífi. Verslunar- og þjónustuvaidið mcð Reykjavíkur-
íhaldið sem aðalmálsvara hcfur það nú að fremsta markmiði að draga
svo mátt úr cfnahagslífi landsbyggðarinnar, að það nái því að hafa
afkomu hennar i hendi sér. Þessum málstað er svo haldið fram undir
yfirskini jafnræðis og réttlætis í umræðunni um kjördæmamál og vægi
atkvæða.
HVER ER ÁSTÆÐAN?
Skyldi það hafa farið
fram hjá einhverjum hvaða
áróður hefur verið rekinn
gegn íslenskum land-
búnaði og hvað það
kosti þjóðina að standa undir
þeirri verðmætasköpun. sem
þar á sér stað. Eða þá hvílík
óstjórn sé á fjárfestingu í
sjávarútvegi, þegar fé er varið
til uppbyggingar fiskvinnslu-
fyrirtækja út um land og
kaupa á veiðiskipum. Svo ekki
sé minnst á þann kostnað, sem
af því hlýst að tryggja búsetu
þar með viðunandi aðbúnaði
á sviði heilsugæslu, menntun-
ar, samgangna og orkudreif-
ingar svo eitthvað sé nefnt.
Til sanns vegar má færa, að
ýmislegt hefði mátt betur
fara, en hér er um að ræða
þær atvinnugreinar, sem að
verulegum hluta standa undir
verðmætasköpun þjóðarinnar.
Því fólki, sem að því vinnur
verður að tryggja sambærilega
lífsafkomu og öðrum þjóð-
félagsþegnum, ella verða í
þessu landi tvær þjóðir og
reyndar er orðinn að því nokk-
ur vi'sir í dag.
LAUSN EFNAHAGSVAND-
ANS.
í krafti þingmanna strjál-
býlisins hefur AJþingi leitast
við að tryggja. lífsafkomu
dreifbýlisins svo búsetu verði
við haidið. Tekist hefur að
hamla gegn fólksflóttanum
þaðan tii þéttbýlisins við Faxa
fióa á undanförnum árum. Svo
virðist þó, sem nú sé enn að
losna um þá skriðu. Því er
nauðsynlegt, að ekki verði
dregið úr iífsnauðsynlegu
fjárstreymi til dreifbýlisins,
sem á óumdeilanlega rétt til
fjárins sakir þeirrar mikiu
framleiðslu sem þar á sér stað.
Þetta verður að gerast á
kostnað þeirrar óarðbæru
fjárfestingar og umsvifa í
verslun og þjónustu, sem
blómstrað hefur úr hófi fram
j' þéttbýlinu og er tengd taum-
lausum innflutningi og höndl-
un verðlausra peninga.
Alþingismönnum lands-
byggðarinnar er að þakka sú
jöfnun lífskjara sem náðst
hefur til handa landsbyggðr
inni. Þeir eru nú sagðir hafa
misbeitt valdaaðstöðu sinni,
sem þeir haldi vegna órétt-
iáts vægis atkvæða kjósenda
sinna. Lausnin hefur verið
fundin. Það þarf að fjölga
þingmönnum Reykjavíkur-
valdsins, helst svo þeir séu
kjömir samkvæmt reglunni
einn maður eitt atkvæði. Svo
er forsjálni þingmanna fyrir
að þakka, að bið verður á
þeirri breytingu, enda myndi
hún hafa leitt til ófyrirsjáan-
legs tjóns fyrir þjóðina eins og
ástatt er í dag.
MARKMIÐIÐ.
Eitt meginmarkmið íslenskra
sósíalista hefur verið að jafna
efnahagslegan aðstöðumun
þegnanna í þessu landi. Hér
býr ein þjóð, fámenn en í
stóm landi. Réttlæti verður
aðeins tryggt með sem jafn-
astri skiptingu þjóðartekna
og aðeins því sem til ráð-
stöfunar er hverju sinni, þeg-
ar jafnaður hefur verið að-
stöðumunur vegna búsetu. Þar
hafa Reykvikingar engan
sjálfsagðan rétt umfram aðra
landsmenn til ódýrari húshit-
unarorku, lægra vömverðs.
betri eða ódýrarj heilsugæslu
og samgángna svo eitthvað
sé nefnt. Þegar þessu marki
er náð og fyrr ekki er hægt að
tala um hugtakið einn maður
eitt atkvæðj sem réttlæti.
Veistu?
að Sverrir Hermannsson
sagði í Mogganum að
loknu piófkjöri: „Úrslit-
in eru auðvitað frábær
fyrir mig og ég hef allt
gott um þau að segja ...
Ég vil einnig benda á,
að Egill fékk töluvert
mörg atkvæði í I. sætið
og það er ekki vantraust
á mig heldur traust á
hann”.
að Egill á Seljavöllum sagði
af sama tilefni: „Mér
líst mjög vel á þessi úr-
slit ... í fjórum efstu
sætum lentu sömu menn
og skipuðu fjögur efstu
sæti á lista sjálfstæðis-
manna á Austurlandi
við síðustu alþingis-
kosningar.” (Egill
gleymdi auðvitað Þráni
Jónssyni, sem færðist úr
fjórða sæti og niður í
fimmta sæti!) ..Að því
er sjálfan mig varðar, þá
er ég afskaplega ánægð-
ur ...” — Ekki er að
efa að háttvirtir kjós-
endur eru farnir að
lilakka til að sjá gleð-
ina geisla af Agli á
framboðsfundum.
að Jesa má í Austra að
framsóknarmenn telji
sig nokkuð örugga að
fá þrjá menn kjörna á
Austurlandi og íhaldið
telur sér tvo sama sem
örugga. Það er því alveg
þarflaust fyrir aðra
flokka að vera að sýna
sig gegn þessu tvíeyki.
að lesa má í 8. tbl. Austra
bi-áðskemmtilega
„þanka” um iðnaðarráð-
herra, þar sem segir m.
a. um hlut hans í stjórn
Ólafs Jóhannessonar,
sem sat í 13 mánuði:
„Þegar ríkisstjómin var
liölega þriggja ára fóru
kratar í fýlu eins og
frægt er orðið og þá sá
ráðherra sitt óvænna og
á hlaupum út úr ráðu-
neytinu setti hann lög
um virkjun „Bessý“. —
Líklegt er að hér haldi
Jón ritstjóri og varaþing
maður á penna Hverrúg
væri að gefa honum kost
á að setja lög, t. d. heima
hjá sór?
að samgönguráðherra sagði
á Alþingi í Ixaust að sl.
sumar hefði verið unnið
ötullega að rannsóknum
varðandi framtíðarupp-
bveaingu flugvallar á
Egilsstöðum og að nið-
ui-stíöður væru væntan-
legar unx áramót. En
ekkert er enn farið að
bóla á þessum niður-
stöðum og ekkert hefur
heyi’st um kynningar-
fund. sem lofað var unx
málið. Austfirðingar
hljóta að spyrja: hvað
dvelur?