Austurland


Austurland - 05.05.1983, Qupperneq 1

Austurland - 05.05.1983, Qupperneq 1
Austurland ESKIFJORÐUR: 33. árgangur. Neskaupstað, 5. maí 1983. 19. tölublað. Veriur umtalsvert atvinnuleysi hjá skólafólki í sumar? Mikill samdráttur í framkvæmdum sveitarfélaga á Austurlandi Dauft hjá togurunum Afli togaranna, Hólmatinds og aðamótin apríl-maí var afli Hólmaness hefur minnkað tölu- Hólmatinds 954 tonn og Hólma- vert miðað við síðastliðið ár að ness 847 tonn, en Hólmanes var sögn Emils Thorarensen hjá Hrað- :>ð vísu frá veiðum í um 3 vikur frystihúsi Eskifjarðar. Um mán- 1 febrúar. Jón Kjartansson hefur aflað um 680 tonna af fiski frá áramót- um í 6 veiðiferðum. Hann hefur nú farið í 2 söluferðir á árinu, seldi nú sl. mánudag í Cuxhaven alls 172 tonn. Meðalverð var 15.13 kr. en segja má að al'.ar tegundir af fiski hafi verið um borð. Ufsinn dró meðalverðið töluvert niður, en verð á ufsa hefur að undanfömu verið afar Iágt á erlendum mörkuðum vegna mikils framboðs. — Þ. J. HOFN : Á flestum þéttbýlisstöðum hér austanlands virðist atvinna ætla að vera með minna móti í sumar og sums staðar gæti orðið verulega erfitt f.vrir skólafólk og unglinga að útvega sér vinnu. Það sem fyrst og fremst vcldur þessu er hin slæma fjárhagsstaða sveitarfélaganna, en víða hcfur stór hluti skólafólks starfað við framkvæmdir á vegum þeirra. Það er augljóst að framkvæmdir sveitarfélaga í fjórðungnum verða víða í algjöru lágmarki og því verður sá hópur, sem starfað hcf- ur við þær, að leita á önnur mið hvað atvinnu áhrærir. Austurland hafði samband við nokkra sveitarstjóra í fjórðungnum og leitaði frétta um þetta efni. Björn Kristjánsson sveitar- stjóri á Höfn taldi atvinnu- horfur þar vera heldur verri en oftast áður. Sagði hann að augljóslega hyrfti að skera niður framkvæmdir, sem ætl- unin hefði verið að ráðast í á vegum hreppsins og hefði það eitthvað að segja fyrir at- vinnuástandið. Taldi Bjöm að starfsemi fiskvinnslufyrirtækja yrðj síst minni en venjulega. Jónas Hallgrímsson bæjar- stjóri á Seyðisfirði sagði að at- vinnuhorfur |>ar fyrir skóla- fólk væru ekki bjartar. Hjá sveitarfélaginu yrði mikill samdráttur hvað framkvæmd- ir varðar og þegar væri farið að neita ungmennum um at- vinnu. Ekki eru hins vegar líkur á neinum samdrætti hjá fiskvinnslufyrirtækjunum, en óvíst er hvort þau geti tekið á móti auknu vinnuafli. Sigurður Gunnarsson sveit- arstjóri á Fáskrúðsfirði áleit að þar yrði atvinnuástand erf- itt fyrir 15—16 ára unglinga. Sagði hann vera heldur þröngt í búi hjá sveitarfélaginu og segði það vissulega til sín varðandi atvinnu þessa aldurs- hóps. Guðmundur Magnússon sveitarstjóri á Egilsstöðum sagði að þar væru atvinnu- horfur mjög slæmar fyrir ung- linga. Sagði hann að sam- dráttur yrði í framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins og því væri útlitið ekki bjart. Logi Kristjánsson bæjar- stjóri í Neskaupstað sagði að á veg'um sveitarfélagsins yrðu mjög litlar framkvæmdir í sumar og eins væri augljóst að lítið yrði um að vera í bygg- ingariðnaði í bænum. Hins vegar mun ekki vera útlit fyr- ir neinn samdrátt hjá fisk- vinnslufyrirtækjunum. Taldi bæjarstjóri að ekki væri ástæða fyrir heimamenn að kvíða |>ví að vinnuframboð yrði ekki nægilegt, en ljóst væri að ekki væri hægt að veita mörgum aðkomumönn- um atvinnu, eins og gert hef- ur verið. Vel heppnuð 1. maí hátíðar- höld 1. maí var haldinn hátíðlegur á Höfn með kröfugöngu og úti- fundi. Var þátttakan í göngunni með mesta móti a'5 sögn Sigurðar Hannessonar hjá Verkalýðsfélag- inu Jökli og útifundurinn vel heppnaður. Á fundinum hélt Framhald á 3. síðu. Austurlandsmót á skíðum Þróttarar sigursælir Estcr Þorvaldsdóttir á fullri ferð i svigkeppninni. (Ljósmynd: Kristján Logason). Austurlandsmótið á skíðum í flokki 13 ára og eldri var haldið í Oddsskarði páskadagana 3. og 4. apríl. Skíðaráð Þróttar sá um framkvæmd mótsins og var Þor- gerður Malmquist mótsstjóri. Veður var ekki allt of hagstætt og hafði spáð illa, en sem betur fer létu menn þatí ekki á sig fá og tókst framkvæmdin ágætlega. Kappendur voru um 65 frá 5 fé- lögum, Þrótti, Hugin, Hetti, Austra og Hrafnkeli Freysgoða. í stiga- keppni félaga sigraði þróttur, hlaut 126 stig en Huginn var skammt á eftir með 102 stig. I þriðja sæti varð Höttur með 76 stig, Austri hlaut 28 stig og Hrafnkell Freys- goði fékk 10 stig. EgiLsstaðamenn virðast vera að koma sér upp góðum hópi skíða- fólks og er þap vel. Mótsslit fóru síðan fram í Egilsbúð en íþrótta- félagið Þróttur, bauð keppendum og starfsfólki mótsins í kaffi og fór þar fram verðlaunaafhending. Efstu menn í einstökum grein- um urðu eftirtaldir: Verðlaunaafhending fyrir svig pilta 13—14 ára. Talið frá vinstri: Þorsteinn Lindbergsson, Birkir Sveinsson og Óskar Garðarsson. (Ljósmynd: Kristján Logason). STÓRSVIG Karlar: tími sek. 1. Ólafur Hó!m Þorgeirsson, Þrótti 117.80 2. Einar Sv. Jónsson, Hugin 121.90 3. Jóhann Stefánsson Hugin 123.60 Konur: 1. Ester Þorvaldsdóttir, Hugin 129.90 2. Helga R. Melsted Hrafnkeli Freysgoða 134.50 3. Védís Ármannsdóttir, Hetti 147.20 Piltar 15—16 ára: 1.—2. Víðir Ársælsson, Þrótti 120.80 1.—2. Eðvald Garðarsson, Þrótti 120.80 3. Halldór Halldórsson, Hetti 121.50 Stúlkur 15—16 ára: 1. Hrefna Tómasdóttir, Þrótti 122.80 2. Bergrós Guðmundsdóttir, Þrótti 123.00 3. Ása Brynjólfsdóttir, Hetti 140,10 Piltar 13—14 ára: 1. Birkir Sveinsson, Þrótti 106.28 2. Þorsteinn Lindbergsson, Þrótti 107.73 3. Óskar Garðarsson, Austra 112.57 Stúlkur 13—14 ára: 1. Gúnda Vigfúsdóttir, Þrótti 111.73 2. Irma Erlingsdóttir, Hetti 124.29 3. Sigrfíur Ingvadóttir, Austra 128.85 Framhald á 2. síðu. FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: Góður afli hjá togur- unum en léleg netavertíð Að undanförnu hafa Fáskrúðs- fjarðartogaramir fiskað ágætlega, en netavertíðin hefur hins vegar verið einstaklega léleg. Tveir netabátanna, Sæbjörg og Guð- mundur Kristinn, eru hættir á netum og mun Sæbjörg fara á troll bráðlega. Sólborg og Þorri eru hinsvegar enn á netum, en án efa fer að líða að lokum þess- arar einstaklega Iélegu netavertíð- ar. — B. B. NESKAUPSTAÐUR : Engin götulýsing í sparnaðar- skyni Vegna slæmrar fjárhagsstöðu bæjarsjóðs Neskaupstaðar hefur verið Ieitað ýmissa leiða til spama'Jar. Sú sparnaðarráðstöfun, sem íbúar bæjarins hafa helst orð- ið varir við, er sú að ekki hefur verið kveikt á götuljósum síðustu dagana. Enn er myrkur á síð- Framhald á 2. síðu.

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.