Austurland


Austurland - 20.10.1983, Blaðsíða 1

Austurland - 20.10.1983, Blaðsíða 1
Anstiirland 33. árgangur. Neskaupstað, 20. október 1983. Auglýsið w 1 Austurlandi 34. tölublað. Seyðisfjörður: Tvær síldar- söltunar- stöðvar Fyrsta síldin barst til Seyðis- Qarðar 26. september sl. af lag- netabáti seni leggur upp hjá Norðursíld. Síld er nú söltuð á tveimur stöðvum í kaupstaðn- um, Norðursíld, sem verið hefur eina söltunarstöðin um árabil, og Strandarsíld sf., sem er nýtt fyrirtæki í eigu Mikaels Jóns- sonar og sona hans. Strandarsíld hefur aðstöðu þar sem áður var hin mikla sölt- unarstöð Ströndin. Hús hafa verið endurbyggð og reist nýtt söltunarhús. Samtals munu starfa hjá báð- um stöðvunum 100—120manns þegar allt verður komið á fulla ferð. Sl. haust voru 12.000 tunnur af síld saltaðar á Seyðisfirði, en nú standa vonir til að mikil aukning geti á orðið vegna fram- taks þeirra Strandarsíldarfeðga. Undanfarna daga hafa all- margir síldveiðibátar legið í höfn vegna þrálátrar norðaust- an brælu, en sjómenn telja all- mikla síld fyrir landi og eru bjartsýnir um góða veiði þegar veður kyrrist. Verða menn nú að vona að hinn sérstaki at- hafnaþys og ævintýrablær sem ævinlega fylgir síldinni og gamal- kunnur er á Seyðisfirði verði nú verulegur hluti tilverunnar næstu vikurnar, enda mun síst af veita nú um stundir að launa- umslög þykkni. J. J. I S. G. Alvarleg vélarbilun hjá Bjarti NK Sl. föstudag seldi skuttogar- inn Bjartur NK afla sinn í Grimsby. Seldi Bjartur um 145 tonn og fékk um 30 kr. fyrir hvert kíló sem er mjög gott verð. Þegar skipið var að fara frá Grimsby til íslands kom í ljós alvarleg vélarbilun og má reikna með að skipið verði til viðgerða ytra næstu vikur. G. B. Landsamgöngur Norðfírðlnga: s Otækt ástand að skapast Bæjarstjórn Neskaupstaðar tók samgöngumálin fyrir á fundi sínum 11. okt. sl. og var eftirfarandi ályktun samþykkt. Bæjarstjórn Neskaupstaðar iýsir þungum áhyggjum sínum yfir því ástandi sem skapast í samgöngumálum bæjarins ef landsam- göngur leggjast niður. Hvetur bæjarstjórn ráðuneytið til þess að beita sér fyrir úrbótum á þessu sviði. I þessu sambandi bendir bæjarstjórn á eftirfarandi: 1. Að endurskipulagning fari fram á fólks- og vöruflutningum á leiðinni Neskaupstaður-Eskifjörður-Reyðarfjörður-Eg ilsstaðir. Hér þarf að taka tillit til þess að: — flutningamagn á þessari leið er ekki nema fyrir einn aðila. — ekki er hægt að veita eðlilega þjónustu á þessari leið nema að þjónustuaðili hafi a. m. k. 2 áætlunarbíla 20—40 mannna auk þess snjóbíl. — flutningur ferðamanna á aðal ferðamannatímanum inn og út úr fjórðungnum verði notaður til að treysta samgöngur innan fjórðungsins. 2. Að mokstursreglum á Norðfjarðarvegi frá Eskifirði verði breytt. þannig að sama regla gildi á öllum Norðfjarðarvegi eins og sú, sent er á leiðinni Egilsstaðir-Eskifjörður. Hér er rétt að minna á: — Sjúkrahúsið í Neskaupstað er fjórðungssjúkrahús og því ótækt að snjómokstursreglur hindri að hægt sé að koma þangað sjúkum og slösuðum landleiðina. Augljóst er að mun hagkvæmara er fyrir þjóðfélagið að veikir og slasaðir þurfi ekki að flytjast um langan veg til Reykjavíkur auk þess sem auðveldara er fyrir tengsl við áðstandendur að hinir sjúku og slösuðu liggi heima í fjórðungi, að ekki sé minnst á þá staðreynd að ekki er alltaf hægt aö koma sjúklingi til Reykjavíkur með flugi. — Aukin samskipti byggðarlaga á sviöi menntunar, félagslífs og viðskipta byggja á bættum samgöngum. — Skíðamiðstöðin í Oddsskarði er sameign 3 sveitarfélaga báðum megin Oddsskarðs. — Söntu snjómokstursreglur á Norðfjarðarvegi öllum væri mikill léttir fyrir sérleyfishafa á þessari erl'iöu leiö. 3. Að Vegagerðin á Reyðarfirði verði hvötl til að létta undir með áætlunarbílum á Fagradal og Oddsskarði: — Ruðningstæki verði send með áætlunarbílunum þegar þeir eru að brjótast yfir Fagradal. — Færð á Oddsskarði verði skoðuð báðum megin frá. — Beljandalægðin og ófæran upp úr Eskifirði verði ekki látin ráða því, hvort Oddsskarð er rutt eða ekki. Oft kemurfyrir ud þunnl snjóulag á Oddsskardi teppir samgöngur milli Norðfjarðar og byggðanna hinum megin Oddsskarðs sem aðeins er rutt 2svar í viku en Fagridalur seni mvndin er frá er ruddur alla daga nema sunnudaga. Síldveiði að glæðast Eitthvað virðist vera að glaðna yfir síldveiðum fyrir austan land. Þegar bátarnir fóru út eftir bræluna sem staðið hefur undanfarna daga fannst talsvert magn af síld. Hélt flotinn sig einkum í Mjóafirði og Norð- fjarðarflóa og var allsæmileg veiði aðfaranótt þriðjudags hjá nótaveiði- og reknetabátum. Mestu af síldinni er landað á Seyðisfirði og í Neskaupstað. Umtalsverðu magni af rekneta- síldinni sem er landað í Nes- kaupstað er ekið með bílum yfir Oddsskarð til Eskifjarðar og Reyðarfjarðar þar sem síldin er unnin. Það sem af er vertíðinni hefur mest verið saltað á Seyðisfirði af Austfjarðahöfnum. Síldarsöltun hjá Síldarvinnslunni Neskaupstað. G. B.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.