Austurland


Austurland - 20.10.1983, Qupperneq 5

Austurland - 20.10.1983, Qupperneq 5
FIMMTUDAGUR. 20. OKTÓBER 1983. 5 EGILSBÚÐ S7322 — Neskaupstaö Fimmtudagur 20. október kl. 2100 „Blóðbönd." Þýsk úrvalskvikmynd sem hlaut gullveðlaun í Feneyjum 1981. Myndin er byggð á ævi systranna Guðrúnar og Christine Ensslin, en Guðrún var einn helsti hugmyndafræðingur Baader-Meinhof skæruliðasamtakanna í Vestur-Þýskalandi. Laugardagur 22. október Veislukvöld, discotek. Sunnudagur 23. október kl. 1500 „Trukkar og táningar" Sunnudagur 23. október kl. 2100 „Ást og alvara." Ensk, frönsk, amerísk, ítölsk mynd. Fjórar bráðsmellnar og harla óvenjulegar myndir, hver með sínu bragðí. Einstakt framtak fjögurra frægra leikstjóra, tekin í fjórum stórborgum. Kirkja Barnastundirnar í Norðfjarð- arkirkju hefjast nk. sunnudag, 23. október kl. 103" f. h. Allir velkomnir. Sóknarnefnd. Haustfundur Sjálfsbjargar verður sunnudaginn 23. 10. kl. 14 í Barnaskólanum. Dagskrá: 1. Venjuleg fundarstörf 2. Önnur mál. Selt verður kaffi. Vinsamlega greiðið árgjaldið. Mætið vel. Stjórnin. ÍÞRÓTTIR S „Eg er hættur“ AUSTURLAND fékk leyfí hjá höfundi til að birta þetta kveðjubréf, sem skrifað er í fréttabréf UÍA Sigurjón Bjarnason. Strax þegar ég flutti á Austur- land árið 1965, vakti athygli niína fjörugt íþróttalíf. Alls staðar spörkuðu menn bolta í djöfulmóð, þótt enginn mætti eiginlega vera að því fyrir upp- gripavinnu sem blessuð síldin skapaði í þá daga. IVIót voru haldin í ýmsum íþróttagreinum og fóru sum fram með nokkrum glæsibrag. Og eftir að hafa litið til sögunnar frá fyrri hluta aidar sé ég að Austfirðingar hafa gjarna haft íþróttaiðkanir í há- veguin, þó aðstöðu- og sam- gönguleysi hafi oft hindrað meiri háttar brölt í þá veru. Ohætt er að segja að eitthvert lag komist á þessa hluti 1941, þegar UIA er stofnað og síðan hefur verið sótt fram þó lítið hafi sýnst miða stundum. Þegar mér var gefinn kostur á að taka við titlinum „formaður UÍA" haustið 1974, gerði ég það með hálfum huga, fannst emb- ættið veglegt, vissi ekki til að ég hafði unnið til þess, og var ekki sérlega trúaður á hæfileika nrína til að gegna því. Einhvern veginn lafði ég í þessu í þrjú ár. og var það mitt lán að þá hafði í fyrsta sinn verið ráðinn framkvæmdastjóri yfir sumarið. Hafði sá háttur gefið góða raun. og reyndar var þarna gamall draumur stjórnar UÍA að rætast. Þegar í stað var ákveðið að endurtaka leikinn næsta sumar, og var þá ráðinn til starfsins Hermann Nielsson, sem óþarfi er að kynna frekar fyrir þeim sem þekkja til mála hjá UIA. Ég kynntist því framkvæmda- stjórastarfinu „ofan frá“ og taldi það í meira lagi áhugavert, enda fór það svo að ég (ásamt fleir- um) plataði Hermann til að taka við formennsku árið 1977, en fór þá samstundis í fram- kvæmdastjórastöðuna og í hana hefi ég ríghaldið síðan. Og hvernig haldið þið nú að það sé að vera starfsmaður UÍA í 6 ár samfleytt? Fyrir mig vil ég svara á þessa leið: „Alveg óborganlegt". Ef þú lesandi góður. ett með félagsmálabakteríu, hefur þörf fyrir að kynnast sem flestu fólki. sem þú vilt allt eiga að vinum, hefur smávit á peningamálum. nýtur þess að tjá hug þinn í mæltu og rituöu máli, hefur gaman af flækingi, jafnvel þó í tvísýnu sé og hefur auk þessa gaman af hvers konar íþrótta- veseni. hikaðu þá ekki við að taka við slíku starfi ef þér býðst það. Mörgum finnst kannske að ég hafi eytt of löngurn tíma ævi minnar í þetta. Sannleikurinn er sá að ég sé ekki eftir einni mín- útu sem ég hef varið í þágu íþrótta- og ungmennafélags- ntála, þær hafa allar borgað sig margfalt. Ekki af því að þær hafi verið eiltfur dans á rósum. heldur af hinu að þetta starf snýst um mitt aðaláhugamál, hobbýið var orð- ið að aðalstarfi. Einn ágætur maður spurði mig eitt sinn hvernig stæði á því að ég nennti að standa í þessu. Mér vafðist tunga um tönn þá í svipinn, en svarið kom síðar upp í hugann: „Þettaerþaðeinasem ég nenni". Iþróttahreyfíngin er afskipt Nei, starfið er ekki dans á rósum, stöðugt er verið að sam- ræma sjónarmið, efna til átaka við fræðslu, fjáröflun, mótahald og samkomuhald og allt veltur á því hvort fólk í félögunum beitir sér með sambandinu, í eina átt. Áflogin um peningamálin eru sérkapítuli og hefur mér alltaf sviðið mjög hve íþróttahreyf- ingin er afskipt í þjóðfélaginu fjárhagslega og skipulagslega. í þeim málurn hefur ekki þokast hænufet síðan ég hóf afksipti af starfi hreyfingarinnar. Svo er skrifað og hringt, sam- ið um auglýsingu frá þessum, ölmusu frá öðrum og happ- drættismiði seldur þeint þriðja. Engum virðist detta í hug að það borgi sig á nokkurn hátt að leggja pening í íþróttastarf. Eftir á að hyggja má ég vera þakklátur fyrir þær undirtektir sem ég hefi fengið á peninga- markaðnum. Eigasveitarstjórn- ir sérstakar þakkir skildar, þær hafa komið til móts við óskir UÍA eftir bestu samvisku, og óhætt að segja að án stuðnings þeirra og sýslunefnda væri hér- aðssambandið ærið veikburða. Einn þáttur starfs fram- kvæmdastjóra er unrhirða íþróttasvæðisins á Eiðum. Þar hefði ég gjarna viljað eyða lengri tíma, þar er margt verkið að vinna, enda hlýtur sá aldin- garður að verða miðdepillinn í starfi UÍA um alla framtíð, enda hafa Eiðar verið lögheimili þess frá upphafi. Útgáfustarfið hefur tekið tals- verðan tíma, enda hef ég mikla þörf fyrir að blaðra á pappír. Félagsmálafræðsla var einn af meginþáttunum fyrst í stað, en hefur nú látið undan síga í bili. Hér er átaks þörf, og vonandi verður eitthvað úr t'ramkvæmd- um á komandi vetri. Svo er það sjálft íþróttastarf- ið, þar þarf söðugt að vera á verði, gera það sem viðkomandi sérráð krefjast, og oft er þörf á vissu frumkvæmði fram- kvæmdastjórans. Mótin dynja yfir hvert af öðru og ferðalög íþróttafólks úr héraði þurfa að vera vel skipulögð. Höldum fengnum hlut Mörgum þykir sem útþenslu- stefna hafi verið rekin af UÍA síðustu árin. Vel kann það að vera, og á sviði hreinna keppn- isíþrótta tel ég að ætti að athuga sinn gang áður en lengra er hald- ið. Austfirðingar verja geypifé árlega í þágu knattspyrnuliða og frjálsíþróttastarfs. Ég er ekki að telja kjark úr neinum, en tel erfitt að ná lengra á þessum sviðunr, nema það komi niður á öðru starfi. í þessu efni ber að stefna að því að halda fengnum hlut og ríflega það. Þrennt tel ég hins vegar að beri að leggja stóraukna áherslu á: í fyrsta lagi íþróttaiðkun al- mennings sem ekki hefur keppni eða hámarksárangur að leiðarljósi. Þarna er fyrst og fremst þörf skipulagningar og áróðurs. Sundlaugar fjórðungs- ins þurfa að vera opnar sem lengstan tíma úr árinu og á veturna taka skíðin við. Merkasta framkvæmd UÍA á þessu sviði er án efa gönguleiða- kortaútgáfan 1976, og þarf að verða framhald á henni hið bráðasta. í öðru lagi ber að efla hvers konar æskulýðsstarf í félögun- um, tryggja þar með framtíð hreyfingarinnar og leggja upp- eldisstarfi þjóðar lið. Þetta er t raun megintilgangur hreyfingar- innar og þarna má hún í engu bregðast. í þriðja lagi þurfa félög og samband að huga betur að al- liliða félags- og menningarstarf- seini. I fámennari byggðarlög- um er þetta sérstaklega brýnt, og ég bendi fólki í þéttbýli ein- dregið á þá möguleika senr fel- ast í því að efna til nýbreytni í starfi viðkomandi félaga. Nú þegar eiga forystumenn félaga annríkt. Ef bæta á við starf þeirra þarf að breikka þessa forystusveit og skipu- leggja hana betur. Þetta er verið að gera í mörgum félögum nreð góðurn árangri. Innan félaganna er fólk farið að starfa í vaxandi mæli í hópum, sent hver hefur sitt markmið og sinn sjálfstæða fjárhag, en lýtur þó skipulagi aðalstjórnar og kenrur fram senr ein heild út á við þegar það á við. I deildaskiptingunni er vaxtarbroddur vegna möguleik- anna á aukinni fjölbreytni í starfi. Já, ég er hættur að svara í símann á skrifstofu UÍA og geng þaðan út glaður í sinni. Ég vil ljúka minni langloku á því að þakka öllu því austfirska prýðisfólki, sem ég hefi kynnst á starfstímanum fyrir afburða- gott samstarf. Svo sannarlega vona ég að vináttutengslin hald- ist sem iengst. Sérstaklega þakka ég gjöf þá er samstarfsfólk mitt í stjórn UÍA skenkti mér á síðasta þingi. Hugurinn sem þar liggur að baki styður enn þá sannfær- ingu mína að sá tími sem ég varði til þessara starfa varð síst of langur. Þá ætla ég í lokin að leyfa mér „fyrir mína hönd og annarra vandamanna" að bjóða nýbak- aðan framkvæmdastjóra, Skúla Oddsson velkominn til starfa. Ég vænti þess að honum verði vel tekið í starfi og veit að hann mun gegna því af trúmennsku. Vonast til að sjá ykkur sem oftast í framtíðinni. „Yðar einlægur" Sigurjón Bjarnason. IÞROTTIR IÞROTTIR

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.