Austurland


Austurland - 01.03.1984, Blaðsíða 4

Austurland - 01.03.1984, Blaðsíða 4
Austurland Neskanpstad, I. nuirs I9ti4. EFLUM S7222 Auglýsingasími /§\ HEIMAB YGGBINA JA SKIPTUM VIÐ S 3 Slökkvilið AUSTURLANDS SPARISJÓÐINN Neskaupstaðar er7629 Sparisjóður Norðfjarðar Nýtt íþróttahús á Egilsstöðum Laugardaginn 4. febr. sl. var vígt nýtt íþróttahús á Egils- stööum. Þetta voru kærkomin tímamót í íþróttalífinu hér, en íþróttaiökun hefur veriö meö miklum blóma á Hcraði eins og kunnugt er. Hingað til hefur leikfimikennsla á vegum grunn- skólans og reyndar allar innan- hússíþróttir fariö fram í héraðs- heimilinu Valaskjálf viö mjög erfiðar aöstæöur. Það var því hátíð í bæ á vígsluhátíðinni, sem hóst meö lcik lúðrasveitar Tónskólans stundvíslega kl. 14. Sveitarstjóri og form. byggingarnefndar hússins. Guðmundur Magnús- son sveitarstjóri Egilsstaða- hrepps rakti byggingarsögu hússins, en byrjunarfram- kvæmdir hófust 1978. Fram- reiknaður byggingarkostnaður var um sl. áramót kr. 22.480.000. Fjárframlög hreppanna tveggja, Egilsstaöa- og Fella- hrepps, sem að húsinu standa, héldust nokkuð í hendur við framl. rt'kisins þar til sl. ár en þá fóru þeir fram úr framlagi ríkisins til að koma húsinu í notkun um áramót. Aðalbyggingarmeistari er Þórarinn Hallgrímsson en aðal- verktaki er byggingafélagið Brúnás hf. Egilsstöðum. Stærð hússins er 8750 m\ flat- armál 1315 m:, stærð salar er 22.5 x 26 m. Viö vígsluna töluðu auk sveit- arstj. Egilsstaðahrepps þeir Víðir Guðmundsson form. íþróttafélagsins Hattar, Svala Eggertsdóttir sveitarstjóri Fellahrepps, Björn Magnússon f. h. menntamálaráðuneytisins, Guðmundur Magnússon fræðslustjóri, Ólafur Guð- mundsson skólastjóri og Vil- hjálmur Einarsson skólameist- ari. Þá söng kirkjukór Egilsstaða- kirkju undir stjórn David Knowles og séra Vigfús ingvar Ingvarsson, sóknarprestur flutti blessunarorð. Að lokinni vígsluathöfninni hófst íþróttadagskrá, sem stóð fram eftir degi. Húsvörður hefur verið ráðinn Hreinn Halldórsson. M. M. Húsmæðraskólinn Hallormsstað 50 ára - Viðauki Haustið 1982 kom út bók um Húsmæðraskólann á Hall- ormsstað hjá Bókaútgáfunni Þjóðsögu. Prentað hefur verið blað mcð viðauka og leiðréttingum sem festa má inn í bókina. Fæst það ókeypis hjá útgef- anda og nokkrum bóksölum og eru eigendur bókarinnar hvattir til að eignast það. Bókin um Húsmæðraskólann á Hallormsstað er 50 ára afmælis rit prýtt mörgum myndum. Sérsamningar Albcrts og Jakans hafa vakið mikla athygli og skemmtan. Telja sumir að Albert sé að launa Jakanum stuðning í forsetakosningunum um árið, en öðrum finnst líklegra að Albert sé að hefna sín á samráðherrum sínum vegna „rammasamninga“ ASÍ og VSÍ. Matti Bjarna og Steingrímur segjast furðu lostnir en aldrei þessu vant heyrist ekkert frá Zverri. Menn sem þurftu að komast yfir Oddsskarð sl. þriðjudag hittu þar þá félaga Svenna ogTanna en urðu hvergi varir við nýja sérleyfishafann. Fjöldi farþega varð eftir í Reykjavík vegna þess að hann felldi niður ferð til Neskaupstaðar, þó öllum störum bílum væri fært yfir Oddsskarð. ÚFt EIIMU þetta ekki dálítil ónákvæmni? Enga samlcið með Austfírðingum? Fyrir nokkrum vikum birtist í vikublaðinu Eystrahorni, sem gefið er út á Höfn, viðtal við Birni Bjarnason héraðsdýra- lækni í Austur-Skaftafells- sýslu. í lok viðtalsins segir Birnir: „Ég hef, alltaf vcrið þeirrar skoðunar að þetta hérað væri svo sérstætt aö það ætti að hafa alla stjórnsýslu í sínum höndum, eða tengjast Suður- landi. Með Austfirðingum eig- um við enga samlcið." Fyrir tveimur árum var skrif- stofa Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) flutt til Hafnar í Hornafiröi og þar sit- ur nú okkar ágæti fram- kvæmdastjóri, Sigurður Hjaltason fyrrvcrandi sveitar- stjóri á Höfn. Þarer líka iiðset- ur Skipatryggingar Austfjarða svo dæmi sé nefnt. Ég hef um árabil setiö mcð Skaftfell- ingum í stjórn SSA og þar hef ég aldrei heyrt þessa skoðun, þvert á móti hafa allir þessir fulltrúar verið mjög áhugasam- ir í öllu samstarfi. Þess vegna kemur mér mjög á óvart, þegar oddviti Hafnar- hrepps segist vilja rjúfa tengsl- in við Austfiröi og halla sér að Suðurlandi. Og það hryggir mig, Að sjálfsögðu cr það þeirra hcimamanna mál að gera upp við sig hvar framtíð þeirra cr bcst borgið, en mikið sæi ég eftir þeim suður. Þar er nóg samt. Ónákvæmni eða hvað? Mér barst fyrir nokkru bækl- ingur á ensku, útgefinn af Flug- leiðum ogætlaðurtil kynningar á ferðamöguleikum innanlands með flugi. Þar segir m. a. um Egilsstaði (í lauslegri þýð- ingu): „Aðalbærinn á austur- strönd Islands er án efa Egils- staðir, miðstöð viðskipta fyrir hina mörgu smærri bæi í hinum fjölmörgu Austfjörðum." Er Víst þykir hverjum sinn fugl fagur, en kæru vinir . . . Megrunartískan Ég hef verið að velta fyrir mér undanfarið öllu þessu megrunarfjasi sem tröllríöur blöðum og tímaritum upp á síðkastið. Sífellt er verið að kynna nýja kúra: eggjakúr, Scarsdalekúr, grænmetiskúr og hvítvínskúr o. s. frv. og mönnum, sem ekki er hægt að telja í rifin á fleiri metra færi er talin trú um að þeir þjáist af „offituvandamáli". Og nú þykist ég hafa fundið orsökina. Auðvitað er það ríkisstjórnin. Sultarólatal hins seinorðheppna forsætisráð- herra lét ekki vel í eyrum og þá lögðust áróðursmeistarar stjórnarinnar undir feld og að góðri stund liðinni reis einn uppogsagði: „Éghef lausnina, við gerum megrun að tísku." Og nú er svo komið, að jafnvel ótrúlegustu menn verða að þola að potað sé í magann á þeim og sagt: „Ósköp er að sjá þig maður. ætlaröu ekki að ná þessu af þér?". og fleira í sama dúr. Jafnvel í matvörudeild kauptelagsins okkar er maður ekki óhultur fyrir megrunar- bæklingum. (Og þú líka, barn- ið mitt Brútus!). En eitt leiðir af öðru. Brátt fór að bera á máttleysi og doða í fólki og þá sáu matvörukaup- menn, sem bölvað höfðu vegna minnkandi sölu. sér leik á borði. Þeir fóru að auglýsa alls kyns „heilsufæðisuppbót" og fleira þessháttar. Og nú er þetta orðinn einn stærsti vöru- flokkurinn í matvörubúðum svo hillurnar svigna undan dós- um og pökkum með kvöldvor- rósarolíu, blómafræflum, steinefnum og allrahanda kína- lífseleksír. Gaman væri að at- huga hverjir flytja þetta dót inn. Það skyldu þó ekki vera ráðherrarnir. Vill ekki einhver kanna málið. það er soddan máttleysi og doði í mér. Námsflokkar Neskaupstaðar Á næstunni verður boðið upp á eftirtalin námskeið, sem sérstaklega eru ætluð nemendum Framhaldsskólans en eru einnig opin öðrum. 1. Skyndihjálp Kennari: Þórir Sigurbjörnsson 2. Líkamsbeiting Kennarar: Ásdís Kirstjánsdóttir Ingveldur Friðriksdóttir Skráning er til 9. mars hjá skólafulltrúa S 7625 og skólameistara S 7285 Námsflokkar Neskaupstaðar Andlátsfregn Vigfús Guttormsson Eg- ilsbraut 5 Neskaupstað lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað sl. fimmtudag 83 ára að aldri, og verður jarðsettur frá Norðfjarðar- kirkju í dag (1. mars). Vigfús var um langt ára- bil í forystusveit sósíalista í Neskaupstað og átti lengi sæti í bæjarstjórn. Hans verður minnst í blaðinu síðar. Krjóh. í ANNAÐ

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.