Austurland


Austurland - 05.04.1984, Blaðsíða 3

Austurland - 05.04.1984, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR, 5. APRÍL 1984. 3 NESKAUPSTAÐUR Gjaldendur 3. gjalddagi fyrirframgreiðslu útsvara og aðstöðugjalda var 1. apríl sl. Gerið skil sem fyrst til að forðast dráttarvexti og innheimtukostnað Fjármálastjórinn í Neskaupstað íbúðir til sölu Til sölu eru íbúðir við Mýrargötu, Urðarteig, Hlíðargötu og víðar í bænum Hafið samband við skrifstofuna ef þið ætlið að selja eða kaupa Viðskiptaþjónusta Guðmunds Ásgeirssonar Melagötu 2 Neskaupstað Sími 7677 (heimasími 7177) Pökkum auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall föður okkar, tengdaföður og afa Þórarins Þorsteinssonar Litlabœ, Vestmannaeyjum Steina Kristín Pórarinsdóttir, Snjólfur Gíslason Breiðdalsvík Ágústa Þórarinsdóttir, Jóhann Jónsson Neskaupstað Haraldur Þór Þórarinsson, Unnur Baldursdóttir Vestmannaeyjum og fjölskyldur Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við and- lát og útför drengsins okkar Reynis Þórs Herbertssonar Ragnheiður Stefánsdóttir MargrétSt. Sveinsdóttir Stefán Þór Herbertsson Tryggvi Þór Herbertsson Herbert Jónsson Guðni Óskarsson Árdís Björg ísleifsdóttir Víðir Þór Herbertson ÍÞRÓTTIR Huginn efstur í stigakeppninni á Austur- landsmótinu Austurlandsmótið á skíðum í eldri flokkum var haldið á Seyð- isfirði dagana 24. - 25. mars sl. Stigakeppni á milli félaga fór á þessa leið: Huginn 173.0 stig, Þróttur 104.5 stig, Höttur 39.0 stig, Austri 27.5 stig og Hrafn- kell Freysgoði 3.0 stig, en sex efstu sæti í hverri grein gefa sig. Huginn var með langflesta keppendur mætta til leiks. Úrslit verða að bíða næsta blaðs. Stefán Þorleifsson (t. v.) og Þorvaldur Jóhannsson með bikarinn góða. Þessi mynd er mjög táknrœn fyrir samskipti Seyðfirðinga og Norðfirðinga á skíðum undanfarið. Báðir aðilar halda fast um bikarinn og handtakið er jafnfast. Ljósm. Ólöf. ÍÞRÓTTIR Ljósmyndastofa í Egilsbúð Verðum með opna ljósmyndastofu á laugardaginn 14. apríl og sunnudaginn 15. apríl í Egilsbúð Allar myndatökur Upplýsingar og tímapantanir S 1588 á vinnutíma og S 1316 á kvöldin og um helgar Ljósmyndaþjónusta á landsbyggðinni allt árið Héraðsmyndir Egilsstöðum Hugmyndasamkeppni Samband sveitarfélaga í Austurlandakjördæmi, hefur ákveðið að efna til hugmyndasamkeppni um gerð skjaldarmerkis fyrir sambandið Skila skal teikningum á pappír af stærðinni A4 Æskilegt er að merkið sé einfalt að gerð og litir fáir Tillögur skulu sendar til Sigurðar Hjaltasonar, framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi, Svalbárði 5, 780 Höfn Hornafirði, fyrir 10. júlí 1984 Tillögurnar skulu vera í lokuðu umslagi merktu dulnefni, ásamt lokuðu bréfi er vísar til dulnefnis Þrenn verðlaun verða veitt: 1. verðlaun kr. 25.000.- 2. verðlaunkr. 8.000,- og 3. verðlaun kr. 3.000,- S. S. A. áskilur sér allan rétt til þess að nota þau merki sem verðlaun hljóta án frekari greiðslna Höfn, 26. mars 1984 f. h. S. S. A. Sigurður Hjaltason Yngri flokkar um næstu helgi Um næstu helgi verður keppnin í yngri flokkum í Odds- skarði og væntanlega verður hart barist um bikarinn góða sem það félag hlýtur sem fær flest stig í báðum flokkum samanlagt. Gerður s Islands- meistari Gerður Guðmundsdóttir hélt áfram á sigurbraut sinni er hún um síðustu helgi vann sinn fyrsta íslandsmeistaratitil með því að sigra í svigi. Auk þess varð hún í þriðja sæti í stórsvigi. Víst má telja að þennan góða árangur skíðafólks okkar má rekja til tilkomu Oddsskarðs- lyftu og þess áhuga sem tilvist hennar vakti á skíðaíþróttinni. Vonandi tekst að viðhalda þeim áhuga þó að í vetur hafi ekki tekist sem skyldi sérstak- lega með yngri krakkana vegna þjálfaraleysins. ÍÞRÓTTIR Bíll til sölu Til sölu er Lada 1200 árgerð 1980 ekinn rúmlega 40 þús. km Góður bíll í toppstandi Verðhugmynd 95.000,- Upplýsingar ®97-5679

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.