Austurland


Austurland - 05.04.1984, Blaðsíða 4

Austurland - 05.04.1984, Blaðsíða 4
 SPARISJÓÐUR S7222 Auglýsingasími ) NORÐFJARÐAR SPARIS J ÓÐUR Austurland Neskaupstað, 5. apríl 1984. Slökkvilið Neskaupstaðar AUSTURLANDS er 7629 HEIMAMANNA Sparisjóður Norðfjarðar y|J • ! 1 ■■ V:\ : ii ;ji!:ij!il!|j(jjj jj vjjiijj^O ; ; . FRÁ ALÞINGI Dregur úr hraða við undirbúning Fljótsdalsvirkjunar Iðnaðarráðhcrra, Sverrir Hermannsson svaraði á Al- þingi 20. mars sl. fyrirspurn frá Sveini Jónssyni varðandi Fljótsdalsvirkjun. í framsögn fyrir fyrirspurn sinni minnti Sveinn á, að á síð- asta ári hefði lokið verkhönn- unarrannsóknum vegna virkj- unarinnar. Reiknað hefði ver- ið með 2 ára hönnunartíma og 5 ára framkvæmdatíma. Mið- að við það hefði virkjunin átt að geta komið í gagnið 1990. Á lánsfjárlögum sl. árs var 25 mkr. heimild til undirbún- ingsframkvæmda virkjunar- innar, þar með talin vegagerð í Fellum. Samkvæmt ákvörð- un Sverris Hermannssonar, þá nýrorðinn iðnaðarráð- herra, var aðeins varið rúmum helmingi þessarar upphæðar í þessu skyni. Minnt var á ályktun síðasta aðalfundar SSA, þar sem segir: „Haldið verði fast við sam- þykkt Alþingis um næstu þrjár stórvirkjanir þar sem Fljóts- dalsvirkjun er næst á eftir virkjun Blöndu. Haldið verði áfram undirbúningsfram- kvæmdum við Fljótsdals- virkjun svo sem lög og fjár- öflun framast leyfi.“ Spurt var: Hversu miklu fé er fyrirhug- að að verja á árinu 1984 til áframhaldandi undirbúnings fljótsdalsvirkj unar; a) heildarfjárveiting; b) til einstakra þátta? c) vegna endurbyggingar þjóðvegar inn Fell og Fljótsdal að virkjunar- svæði. Ráðherra svaraði: . . . „það er ákveðið að verja 13 millj. kr. til undirbún- ingsframkvæmda. Skipting milli einstakra verkþátta hefur ekki verið ákveðin en meiri- hluti fjármagnsins mun verða varið til vegagerðar í Fljótsdal að virkjunarsvæði." Spurt var: Hvenær er talið að fram- kvæmdir þurfi að hefjast við virkjunina samkvæmt útboði? Ráðherra svaraði: „Árið 1986. Að sjálfsögðu ræðst upphaf framkvæmda af markaðsástæðum en gert er ráð fyrir fimm ára byggingar- tíma virkjunarinnar.“ Spurt var: Hvenær er ráðgert að virkj- unin taki til starfa og við hvaða markaðsþróun er miðað í því sambandi? Ráðherra svaraði: . . . „menn reikna með ár- inu 1991. Sem dæmi um mark- aðsástæður má nefna að samið verði um 50% stækkun álvers- ins í Straumsvík þar sem rekst- ur yrði hafinn 1988 og bygg- ingu kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði. Stækkun álvers- ins ein út af fyrir sig er ærin markaðsástæða, að ekki sé minnst á samninga um bygg- ingu nýs álvers við Eyjafjörð. Engu verður að vísu slegið föstu nú í þessu sambandi en nauðsynlegt er að gefa sér lík- legustu forsendurnar.“ Óraunhæfar fjárveitingar Svörin eru ekki ítarlega út- færð en það er þó ánægjulegt að vita, að það sé fyrirhugað að verja 13 mkr. til undirbún- ings í ár. Hjörleifur Guttormsson kvað 13 mkr. óverulega fjár- veitingu og ótrúlega miðað við þörf og þá tímasetningu, sem ráðherra hefði sagt að haldið væri við, til að virkjunin gæti komið í gagnið. Hann minnti á yfirlýsingu ráðherra um ráð- gerða stækkun álversins í Straumsvík og gangsetningu ’88. Kísilmálmverksmiðjan væri nefnd í sömu andránni. Spurningin væri hvaðan ráð- herrann ætlaði að fá rafmagn til beggja þessara fyrirtækja. Óskir Landsvirkjunar Sveinn kvað efa og tor- tryggni gæta meðal Austfirð- inga í garð virkjunaráforma Landsvirkjunar. Hún hefði allt forræði til stórra verka á sviði orkumála. Hann vitnað í því sambandi til greinagerðar Landsvirkjunar frá september sl. um val og tímasetningu næstu virkjana eftir Kvíslar- veitu: „Eins og áður er sagt stend- ur valið í raun milli þriggja kosta, Blönduvirkjunar, stækkunar Búrfells og Sultar- tanga. Allar þessar virkjanir eru vel viðráðanlegar á þeim tíma, sem til ráðstöfunar er, en ekki liggur enn fyrir heimild Alþingis um stækkun Búrfells- virkjunar, þannig að ekki er hægt að taka ákvörðun um að ráðast í byggingu hennar nú, en brýnt er að afla þeirrar heimildar.“ Frumvarpið Fyrirliggjandi Sverrir Hermannsson bar það af sér að hann hefði uppi hugmyndir um að breyta virkj- unarröð frá þvf sem ákveðið hefði verið: Fyrst Blanda, því næst Fljótsdalsvirkjun. Hann viðurkenndi að hafa óskað eft- ir frumvarpi um Búrfells- virkjun II en það hefði verið gert til þess að „Ég gæti látið meta það, þegar þar að kemur, hvort það ætti erindi og þyrfti á því að halda.“ Ólafur Ragnar Grímsson opinberaði þessar óskir ráð- herrans og það jafnframt, að fulltrúar ráðherra hefðu rekið á eftir frumvarpssmíðinni hjá stjórn Landsvirkjunar. Hefði mátt skilja á fulltrúum stjórn- arflokkanna í stjórn Lands- virkjunar að ráðherra hefði haft fullan hug á því að leggja frumvarpið fyrir strax í þing- byrjun sl. haust en það lægi nú fullbúið í ráðuneytinu. S. J. NÝTT EFNI í HVERRIVIKU OPIÐ ALLA DAGA 1 - 9 VIDEÓ — © 7707 Árni Johnsen reynir af vanmætti að setja sig inn í hið erfiða starf þingmannsins og fjalla um málin frá ýmsum sjónarhornum, gerir sér tíðrætt um konubrjóst (sjónarmið barnsins?) biblíuna og nú síðast sagðist hann vera að svara að sjómannasið er hann réðst að Karli Ólsen og sló hann hnefahögg í andlitið en Ólsen framleiðir sjálfvirkan sleppibúnað annan en þann sem Vestmannaeyingurinn Sigmund fann upp. Egill rauði bendir Árna vinsamlegast á, að hingað til hafi sjómenn getað svarað fyrir sig með öðru en hnefum og finnst slík ummæli lítilsvirðing við sjómenn. Bendir Egill rauði Árna á að fara á sjóinn og læra að tala. EGILL RAUÐI Verslunin Myrtan Til fermingargjafa Álafoss værðarvoðir og púðar Handunnir íslenskir borðlampar og gjafavara Hinir vinsælu frönsku postulínstrúðar, sólhlífar o. fl. o. fl. Blómaskreytingar á fermingarborðið Komið með eigin ílát og fáið skreytt með afskornum eða þurrkuðum blómum Verslunin Myrtan Hafnarbraut 22 Neskaupstað S7179 Norðfirðingar Köku- og munabasar Sjálfsbjargarfélagsins verður laugardaginn 7. apríl kl. 15 í Safnaðarheimilinu Fallegir munir og góðar kökur Kökúm og munum veitt móttaka frá 13 -1430 Basarnefnd Teppahreinsun Hreinsið teppin sjálf fyrir vorið og ferminguna Hef nýja og handhæga teppahreinsunarvél til leigu ásamt þvottaefni Ársæll Guðjónsson ® 7529

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.