Austurland


Austurland - 12.04.1984, Blaðsíða 6

Austurland - 12.04.1984, Blaðsíða 6
Aðalfundur kvennadeildar SVFÍ: Of lítið af ungum konum í félaginu Fjáröflun alls kr. 155 þús. sl. ár Guðrún Jóhannsdóttir formaður kvennadeildar SVFÍ afhendir Hrólfi Hraundal formanni Gerpis 50 þús. kr. til tœkjakaupa. Ljósm. Ólöf. Aðalfundur Norræna félagsins í Neskaupstað Aöalfundur kvennadeildar SVFÍ Norðfirði var haldinn í Egilsbúð sunnudaginn 5. febrúar sl. Formaður félagsins flutti skýrslu stjórnar og koma þar m. a. fram yfirlit yfir fjár- styrki og gjafir sem félagið hef- ur látið af hendi á síðasta ári. Björgunarsveitinni Gerpi voru færðar að gjöf kr. 50 þúsund til tækjakaupa, en stuðningur við björgunarsveitina er eitt af aðalmarkmiðum félagsins. Sjúkrahúsinu var færður svo- kallaður gululampi, en lampi þessi er notaður eins og nafnið bendir til fyrir ungbörn sem fæðast með gulu. Upphaflega var gert ráð fyrir að lampinn kostaði um 30 þús. kr. en endanlegt verð hans var um 47 þúsund. Til SKO voru veittar kr. 15 þús. til skálabyggingar, en félagið telur mjög brýnt að skáli rísi á svæðinu sem fyrst, öðruvísi verði öryggismálum á svæðinu ekki fullnægt. Þá var sent til aðalstöðva SVFÍ veruleg upphæð. Fjáröflun á árinu var kr. 155 þúsund. í félaginu eru nú um 180 kon- ur og sátu 48 konur fundinn. Það hefur valdið félagskonum nokkrum áhyggjum hvað ungar konur hafa sótt lítið í félagið á undanförnum árum, en einmitt innan þessa félags geta nánast allir lagt sitt af mörkum til fyrir- byggjandi aðgerða vegna ým- Héraðsvaka . . . Framh. af 1. síðu. lestur og söng og í lokin verður dansað. Vökulok verða síðan ásunnu- dag kl. 14 en þá verða endurtek- in helstu atriðin úr vökunni sér- staklega með aldraða og þá sem ekki hafa getað sótt vökuna á öðrum tímum í huga. issa slysa og óhappa. SVFI hlýtur því að vera vettvangur þeirra sem eiga t. d. börn í um- ferðinni og þá sem eiga maka, syni eða dætur á sjó, svo eitt- hvað sé nefnt. Stjórn félagsins var öll endur- kjörin en hana skipa: Guðrún Jóhannsdóttir formaður, Fríður Björnsdóttir gjaldkeri, Elma Guðmundsdóttir ritari. Aðrir í stjórn eru Sigurborg Gísladótt- ir, Jóhanna Þormóðsdóttir, Elín Magnúsdóttir og Rósa Skarphéðinsdóttir sem er vara- formaður. E. G. Deild Norræna félagsins í Neskaupstað hélt aðalfund sinn í Safnaðarheimilinu sl. fimmtudagskvöld. Auk aðal- fundarstarfa voru sýndar lit- skyggnur frá Eskilstuna og kvikmynd frá Danmörku. Og ekki skal gleyma kaffinu og kökunum. Margrét Sigurjónsdóttir lét nú af starfi formanns, en því hefur hún gegnt í 9 ár. Voru henni kærlega þökkuð vel unn- in störf. Formaður var kjörinn Kristinn fvarsson og með hon- um eru í stjórn Sigurður Arn- finnsson, Anna Björnsdóttir, Björk Einarsdóttir og Kristinn V. Jóhannsson. Varamenn eru Kristín B. Jónsdóttir, Sigríður Zoéga og Ásgeir Lárusson. Hvernig var veðrið árið 1982? Veðráttan og tíðarfarið hafa löngum verið vinsælt umræðu- efni manna á milli og þrauta- lending ef annað þrýtur. I tímaritinu Veðráttan er mikinn fróðleik að finna um veðrið. Má þar nefna tíðarfarsyfirlit, en þar fræðumst við m. a. um að mesti hiti ársins mældist 27° á Seyðisfirði 26. júlí, ársúrkom- an varð mest á Kvískerjum 3873 mm, en minst 322 mm í Möðrudal. í ritinu er ársyfirlit um ýmsa þætti veðráttunnar á nær 80 veðurathugunarstöðvum og hér á eftir fylgir tafla yfir nokkrar stöðvar á Austurlandi auk einnar stöðvar syðra, vestra og nyrðra. Þessi fróð- leikur er ætlaður mönnum til halds og trausts þegar þeir bít- ast um hvar veðrið sé best og hvar verst. Krjóh. Hámark hitans Lágmark hitans Úrkoma mm Meðal- Meðal- Meðal- Mest Veðurh. Meðal meirien vindhr. 9 vindst. Þoka (fjöldi Alauð jörð (fjöldi Stöðvar hiti° tal Hæst Dag tal Lægst Dag Alls ádag Dag m/s (dagar) daga) daga) Vopnafjörður . . . . . . 3.6 6.9 26.6 26/7 0.7 -13.3 18/12 718 58.5 27/10 3.4 5 68 188 Brú á Jökuldal . . . . 0.6 4.0 22.5 26/7 -3.4 -26.5 18/12 562 43.1 27/10 3.1 2 12 182 Eyvindará 3.1 6.6 26.0 26/7 0.0 -17.6 8/1 635 90.3 27/10 3.6 1 36 206 Hallormsstaður . . . . . . 3.5 6.6 26.2 26/7 0.3 -14.9 18/12 919 62.2 14/3 4.6 3 10 232 Seyðisfjörður 3.4 6.3 27.0 26/7 0.6 -12.0 8/1 1804 128.6 27/10 3.3 15 35 168 Dalatangi 3.4 5.7 23.5 27/7 1.3 -10.3 17/12 1446 72.5 25/2 5.2 14 50 201 Neskaupstaður . . . . 3.7 6.4 26.8 26/7 1.1 -9.6 21/12 1690 57.7 8/7 3.4 2 9 219 Kollaleira . . 3.5 6.4 26.2 26/7 0.6 -12.3 22/12 1377 55.2 3/10 2.0 2 5 196 Kambanes . . 3.1 5.4 23.7 21/7 1.2 -10.8 16/12 1444 44.8 18/10 5.1 12 93 223 Teigarhorn . . 3.6 6.0 22.5 21/7 1.0 -10.9 16/12 1513 47.3 2/12 4.2 26 26 229 Höfn . . 4.2 6.5 15.3 20/7 2.2 -10.8 17/12 1512 52.9 16/1 6.3 13 21 286 Fagurhólsmýri . . . . . . 4.4 7.0 20.6 21/7 1.8 -11.8 17/12 1925 74.6 16/8. 8.4 32 16 300 Reykjavík . . 3.9 6.7 17.6 2/8 1.4 -13.3 5/1 883 31.4 5/2 5.0 13 7 266 Suðureyri . . 3.2 5.6 20.0 19/6 - - - 1435 75.5 10/8 6.0 8 13 130 Akureyri 3.1 6.5 25.0 21/7 0.1 -17.7 8/1 550 21.6 16/8 4.2 1 12 189

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.