Austurland


Austurland - 02.08.1984, Blaðsíða 1

Austurland - 02.08.1984, Blaðsíða 1
Austurland 34. árgángur. Neskaupstað, 2. ágúst 1984. 27. tölublað. Austfj arðatogarar halda aftur til veiða Forráðamenn útgerðar- og fiskvinnslu- fyrirtœkjanna, sem fyrir viku kölluðu skip sín inn, hafa nú ákveðið að sendaþau aftur til veiða. Ríkisstjórnin hefur skýrtfrá efnahagsað- gerðum sínum og þó menn séu sammála um að þeir taki alls ekkert á aðalvanda útgerðar og fiskvinnslu eru þœr þó metnar sem áfangi á þeirri leið semfaraþarf. Verði ekki fleira gert munu þœr aðeins „hjálpa okkur til að tapa dálítið lengur" sagði Olafur Gunnarsson hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað íviðtali við fréttastofu ríkisút- varpsins. Skipin halda til veiða, en vandi útgerðar er samt óleystur. Aðspurður sagði Jóhann K. Sigurðsson framkvæmdastjóri hjá Síldarvinnslunni að það hefði verið mat forráðamanna austfirsku sjávarútvegsfyrir- tækjanna, að ekki verði gert meira að sinni af hálfu stjórn- valda og þeir teldu að ekki væri um annað að ræða en reyna að koma skipunum út. Annars væri atvinna mörg hundruð manna í hættu um lengri tíma. Jóhann taidi að líklega tækist öllum að koma skipunum til veiða. en það væri engan veginn ljóst hve lengi þau gætu haldið áfram. Auð- vitað léttir pað á mönnum. ef lausaskuldum verður breytt í föst lán til lengri tíma, en ef ekki fæst eðlilegur rekstrargrundvöllur er þetta aðeins frestur. .. Við förum ekki fram á annað en að meðalfyrirtæki sé gert kleift að starfa eðlilega og við erum þess fuilvissir að verði það gert. verða engin vandræði í fiskveiðum og vinnslu á Austur- landi"". sagði Jóhann. Að sjálfsögðu fagna allir því að skipin haldi aftur til veiða. Alþýðubandalagið leggur fram ýtarlegar tillögur til lausnar á vanda sjávarútvegsins Framkvæmdastjórn og þingflokkur Alþýðubandalagsins átelja harðlega þann seinagang og það úrræðaleysi sem einkenna tök ríkisstjórnarinnar á sjávarútvegsmálum. Mánuðum saman hefur blasað við stöðvun í þessum undirstöðuatvinnuvegi landsmanna með hrikalegum afleiðingum fyrir lífskjör í þeim landshlutum sem byggja mest á sjávarútvegi og fyrir þjóðarbúið í heild. Alþýðubandalagið telur að grípa verði strax til aðgerða til þess að koma i veg fyrir stöðvun og þar með stórfellt atvinnu- leysi. Alþýðubandalagið telur að eftirfarandi ráðstafanir eigi að gera til þess að koma í veg fyrir stöðvun í sjávarútveginum: 1. Afurðalán verði hækkuð ;' það hlutfall birgða sem áðurvar. 2. Vextir af afurðalánum verði lækkaðir. 3. Lausaskuldum í sjávarútvegi verði breytt í lengri lán og tryggt að skuldbreytingin verði framkvæmd undanbragðalaust. Staðiö verði við fyrirheit frá síðustu áramótum um skuld- breytingu og fclldir niður dráttarvextir frá áramótum af þeim lánum sem átti að skuldbreyta þegar fiskverð var ákveðið. 4. Gerðar verði ráðstafanir til þess að tryggja útgerðinni olíu á lægra verði en nú er um að ræða. Meðal annars verði útvegsaðilum veittur möguleiki á því að kanna sérstaklega hvort unnt er að flytja inn ódýrari olíu en nú er til fiskiskipa- flotans svo tryggt verði að olía sé jafnan á bestu fáunlcgum kjörum. Gera verður gangskör að því að spara olíu í fiski- skipaflotanum enn l'rekar en gert hefur verið og orku í fisk- vinnslunni. 5. Orkuverð til fiskvinnsiunnar vcrði endurskoðað. Fiskvinnsl- an - íslenska stóriðjan - greiðir nú tíu til tólf sinnum hærra verð fyrir orkuna en erlenda stóriðjan. (•>. Gagngert verði unnið að því að tryggja ódýrari þjónustu við sjávarútveginn en nú er um að ræða. Verði sérstaklega tekið á bönkum. olíufélögum og skipafélögum í þessu sambandi sem græða nú hundruð milljón króna á ári. Ekki er vafi á því að uppistaðan í hagnaði þessara fyrirtækja er sótt í sjáv- arútveginn. 7. Ekki verði tekinn gengismunur af skreiðarbirgðum og endur- greiddur sá gengismunur sem tekinn hefur verið af skreið að undanförnu. Með þeim aðgerðum sem hér hefur verið lýst væri komið í veg fyrir stöðvun sjávarútvegsins á næstunni. Jafnframt þarf að gera skipulagsbreytingar í sjávarútveginum sem skapa forsendur fyrir mannsæmandi lífskjör verkafólks og sjómanna sem hafa orðið fyrir sérstökum árásum á kaup sitt og kjör. Á sama tíma og sjávarútvegurinn stendur verr en nokkru sinni fyrr blasa hvarvetna við upplýsingar um aukinn gróða þjónustuaðila og milliliða. Innflutningsverslunin valsar með fjármagn - einnig erlent lánsfé - í stórum stíl en sjávarútvegurinn mætir afgangi. I stað þess að taka á vandamálum framleiðslunnar virðast ráð- herrar leggja megináherslu á að snúast í kringum fulltrúa er- lendra auðfélaga. Alvarlegt er einnig að ríkisstjórnin virðist ætla að láta markaðskreddur ráða ferðinni með þeim afleiðingum að atvinnuleysi í heilu landshlutunum verði niðurstaðan innan nokkurra vikna ef svo heldur fram sem horfir. Alþýðubandalag- ið telur að ekki eigi að láta köld markaðslógmalin ráða úrslitum um atvinuþróunina, heldur beri að mæta framleiðslusamdrætti og fjármagnskostnaði sjávarútvegsins á skipulegan hátt á grund- velli félagslegra sjónarmiða. Alþýðubandalagið telur ennfremur að hefja eigi þegar undir- búning að endurskoðun á kvótakerfinu sem ákveðið var á Al- þingi sl. vetur. Ljósm. M. K. Það var erfið ákvörðun að kalla skipin inn, slíkt gera menn ekki nema í algerri neyð. En tvennt ættu menn nú að hafa í huga: . Ef austfirskir togaraútgerðar- menn hefðu ekki gripið til þessara ráða hefði ekkert ver- ið aðhafst af hálfu stjórn- valda. . Stjórnvöld hafa enn engan vanda leyst og því getur flotinn stöðvast aftur nema allir sam- einist um að gera stjórnvöldum Ijóst hvernig er að sjávarutvcg- inum búið og hvaða úrbóta er þörf. Krjúh. Listaverkakaup Menningarnefnd Neskaup- staðar hefur samþykkt að kaupa afsteypu af höggmyndinni „I-'ýk- ur yfir hæðir" eftir Ásmund Sveinsson. Eftir er að ákveða listaverk- inu stað, en það er 95 cm háil og því er ætlað að vera úti. Við byggjum skála Dregið helur vcrið úr gjala- brcfum söfnunarinnar og vinn- ingsnúmcrið innsiglað. Nokkrir hafa ekki cnn gcrt skil og er þcim gefinn frestur til 7. ágúst. Þá vcrður innsiglið rof'ið og í Ijós kcmur hvcr hlýlur háll's- mánaðar skíðaíerð til Auslur- ríkis. Aðcins vo.ru útgefin 50(1 númcr svo að möguleikamir cm miklir. Nokkur brél cru ósclil og þcir sem styrkja vilja upp byggingu skíðamiðsloðvariiniai í Oddsskarði og vcra mcð i happdrættinu gcta l'engið brcl ;i bæiarskrifstoluniim.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.