Austurland


Austurland - 08.11.1984, Blaðsíða 4

Austurland - 08.11.1984, Blaðsíða 4
Austurland Neskaupstað, 8. nóvember 1984. Auglýsingasími AUSTURLANDS er 7756 INNLANSVIÐSKIPTI / ER LEIÐIN TIL LÁNSVIÐSKIPTA Sparisjóður Norðfjarðar u Af músarholum Oft hefur þessi þjóð okkar þurft að líða fyrir það, hversu óhöndulega hefur tekist til við framkvæmd lýðræðisins. En þó held ég, að fullyrða megi, að út- koman úr síðustu tilrauninni sé sú versta, sem yfir okkur hefur dunið, a. m. k. svo langt sem ég man (elstu menn muna). Slíkar eru ógöngurnar, sem þjóðin þá rataði í við foringja- valið, að við megum vera „for- sjóninni" þakklát í hvert sinn, sem dagur líður að kvöldi, án þess að sumir þeirra opni munn- inn opinberlega, a. m. k. sá sem betur er gerður til fótanna en höfuðsins. Þeir sem síðast urðu fyrir barðinu á æðibunu- ganginum í blessuðum mannin- um, voru kennarar. f reiðilestri sínum yfir þessari sívaxandi „hjörð ónytjunga" minntist þessi ágæti maður einnig á kommúnista og músarholur þeirra. Og það var um þetta, sem ég hnaut enda einn þeirra, sem a. m. k. af íhaldinu ævin- lega eru kallaðir kommúnistar og þá gjarnan með blótsyrði fyr- ir framan. Nú var það ekki nafn- giftin, sem ég hnaut um, enda hefur mér ævinlega þótt heiður að því að vera kallaður komm- únisti, enda þótt ég geri mér fulla grein fyrir því, að ég stend ekki undir nafni, þegar barátta gömlu kommúnistanna fyrir lýðréttindum og bættum hag allrar alþýðu er til samanburð- ar. En það er einmitt þetta, sem fær mig til að skrifa fáein orð. Þessi óheilla stjórn er hröðum skrefum að brjóta á bak aftur allt það, sem áratuga barátta verkalýðsins hefur náð fram. Sókn íhaldsaflanna er ekki til- viljunarkennt stundarfyrir- brigði, heldur hefur þessi þróun verið að eiga sér stað allt í kring- um okkur. Hver frjálshyggju- postulinn af öðrum er dreginn fram í dagsljósið og stillt upp fyrir framan sjónvarpsvélarnar, þar sem skýrt er á áhrifamikinn hátt frá „fræðilegum“ niður- stöðum rannsókna og nýjum „uppgötvunum" á sviði hag- fræðinnar. Við megum ekki láta blekkjast, því að hér er ekkert nýtt á ferðinni, heldur sömu kenningarnar og ævinlega áður um, að óheft frumskógarlög- málið fái að ráða, gróðasjón- armið einstaklingshyggjunnar og máttur auðmagnsins skal má burtu rétt verkalýðsins, félags- legt öryggi og samhjálp. Nei, það eru aðeins vinnuaðferð- irnar, sem nú eru dálítið breyttar. Það er ráðist að samtökum bænda og þar standa þétt saman Neytendasamtökin (stjórnað af íhaldinu) og kaupmenn. Það er ráðist gegn öllum ríkisrekstri og ríkisafskiptum til að auðvelda ráðherrunum að gefa vildarvin- um og flokksgæðingum ríkisfyr- irtækin undir því yfirskyni, að betra sé að selja þau en reka með tapi. Það er líka í anda þessarar stefnu að leggja niður beina skatta og um leið draga úr opin- berri, félagslegri þjónustu svo og heilbrigðisþjónustu, en af stefnu íhaldsins í þeim málum fengum við smjörþefinn í fyrra. Sama gildir um „frjálsu" út- varps- og sjónvarpsstöðvarnar, sem nú eiga að mala niður Ríkisútvarpið í krafti auglýs- ingatekna og lítils tilkostnaðar. Af þessum toga er líka áróður VSÍ um að það eina, sem þurfi til að bæta hag hins vinnandi manns sé að færa launatengdu gjöldin frá samtökum launa- fólks til launþeganna sjálfra og þannig mola verkalýðshreyfing- una niður innan frá. Ég hef ennþá trú á íslenskri verkalýðsstétt, en til þess að ná árangri verðum við að halda vöku okkar, skríða út úr „mús- arholunum" og berjast samhent gegn niðurrifsöflunum. Polli. Ein af teikningunum eftir Kjartan Guðjónsson sem prýða bókina „Fleira fólk". Eftir tveggja áratuga hlé: Fleira fólk * Ný bók eftir Jónas Arnason Á síðustu tveimur áratugum hefur Jónas Árnason sent frá sér mörg ný leikrit, - en enga nýja bók. En þær bækur eftir hann, sem áður voru komnar út, hlutu með eindæmum góðar Friðarhreyfingar Þing ASA haldið að Iðavöllum 26. - 28. október 1984 lýsir fyllsta stuðningi við þær friðarhreyfingar sem að undanförnu hafa barist fyrir banni við kjarn- orkuvopnum og friðlýsingu Norður-Atlantshafsins. Radarstöðvar Þing ASA haldið að Iðavöllum Vallahreppi 26. - 28. október 1984 mótmælir harðlega fyrirhugaðri uppsetningu radarstöðva á Norðausturlandi og Vestfjörðum og telur, að slíkt þjóni aðeins hernað- arhagsmunum og kalli á aukin hernaðarumsvif, en auki ekki öryggi sjómanna né flugumferðar, eins og látið er í veðri vaka. ✓ Utvarpsmál Þing ASA haldið að Iðavöllum 26. - 28. október 1984 hvetur Alþingi til að efla Ríkisútvarpið þannig að raunverulegt jafnrétti ríki í því að njóta fjölmiðl- unar í landinu öllu. Þingið telur, að hugmyndir um að gefa útvarps- rekstur frjálsan séu ekki tímabærar að sinni og skor- ar á Alþingi að leggja þær til hliðar. viðtökur. Munu því eflaust margir fagna því að fá nú aftur í hendur nýja bók eftir Jónas. Dagsetningar í þessari bók segja til um það, hvenær frum- drög þáttanna urðu til. Stundum var um að ræða stutta dagblaða- pistla, stundum dagbókar- punkta, stundum upprifjun gamalla minninga. Jónas hélt þessum frumdrögum saman, og mörg þeirra vann hann fljótlega upp, jók við þau og endurbætti, en smiðshöggið á flesta þættina rak hann í sumar heima hjá sér á Kópareykjum í Reykholtsdal. Hér er sagt frá raunverulegum atburðum og raunverulegu fólki, - og ekki síst frá höfundin- um sjálfum, sem alltaf kemur meira og minna við sögu, - en lítið sem ekkert af efninu hefur áður birst í þeirri mynd, sem það birtist hér. Teikningar þær eftir Kjartan Guðjónsson, sem birtast í þess- ari bók, voru allar gerðar á þeim árum, sem þættirnir í henni rekja uppruna til. Fyrsta bók Jónasar Árnason- ar hlaut nafnið „FÓLK“. Þegar til þess kom að velja nafn á þessa nýju bók hans, sem kemur eftir tveggja áratuga hlé, þótti vel við hæfi að hafa það „FLEIRA FÓLK“. Útgefandi er Reykjaforlagið. Seyðisfjörður: Mikið atvinnuleysi Einn fulltrúi Verkamannafé- lagsins Fram á Seyðisfirði á þingi Alþýðusambands Austur- lands um sl. helgi var Pálína Jónsdóttir, starfsmaður á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar. □ Blaðamaður AUSTUR- LANDS spurði hana um at- vinnuástand á Seyðisfirði og horfurnar framundan. ■ Það hefur verið mikið at- vinnuleysi á Seyðisfirði á þessu ári. Á fyrri hluta ársins var það töluvert, en stórjókst síðsum- ars, hefur heldur minnkað aftur nú að undanförnu. Nú eru 40 - 50 manns atvinnulausir. □ Hefir síldin engu breytt þar um? ■ Nei, ekki að neinu ráði. Það hefur sáralítið verið saltað ennþá, svo að síldin hefur engu bjargað ennþá. Annars eru tvær söltunarstöðvar, Norðursíld og Strandarsíld. □ En það er í gangi fiskvinnsla einnig hjá Norðursíld, er það ekki? ■ Jú, þar hefur verið unnið við fiskvinnslu, en heyrst hefur, að Pálína Jónsdóttir. Ljósm. B. S. fyrirtækið eigi í mjög miklum fjárhagserfiðleikum og að óvíst sé um framhald á rekstrinum. Horfurnar í atvinumálum eru því mjög slæmar. Ef síldarver- tíðin bregst er því sýnilegt, að enn meira atvinnuleysi er fram- undan. Sem dæmi um það, hvað ástandið er vont má geta þess, að atvinnuleysi hefur verið svo *mikið á þessu ári, að sumir þeirra, sem hafa verið á atvinnu- leysisbótum, fá ekki geiddar at- vinnuleysisbætur nema út næsta mánuð, vegna þess að þeir hafa þá fengið greitt hámark bóta, sem þeir eiga rétt á á þessu ári. Útlitið er því ekki bjart fram- undan á þeim heimilum, sagði Pálína að lokum. B. S.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.