Austurland


Austurland - 22.11.1984, Blaðsíða 4

Austurland - 22.11.1984, Blaðsíða 4
Austurland Ni'skuupstað, 22. nóvember 1984. FLUGLEIÐIR S Jóladúkar Æ\ ÞAÐ ER LÁN AÐ SKIPTA VIÐ 5 Á.., _ S Gott tólk hjá traustu félagi M. Jólastjörnur Stígðu ný spor í Helgarreisu Flugleiða! Blómapottar SPARISJÓÐINN RÍÓ í Broadway © 7119 Verslunin Myrtan Sparisjóður Norðfjarðar Glaumbæingar■ enn á ferð jj Seyðisfjörður: Loðnubræðslan gengur vel Mengun er gífurleg Annríkið allsráðandi hjá Glaumbœingum Nú fyrir jólin er væntanleg á bókamarkaðinn 3. saga Guð- jóns Sveinssonar á Breiðdalsvík um Glaumbæinga. Nefnist hún „Enn er annríkt í Glaumbæ". Útgefandi er Bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri. í þessari nýju bók er sagt frá haustönnum í Glaumbæ og gengur á ýmsu svo sem verða vill á stóru heimili. Þá lendir fjölskyldan í herjans mikla fjall- göngu. Er fjallganga þessi stór þáttur sögunnar. En í þessari ferð leita ýmsar hugrenningar á aðalsöguhetjuna, Sævar litla. Við þær er lesandinn stundum staddur á tveimur stöðum sam- tímis. Fleira drífur á dagana og skiptast á skin og skúrir eins og ÁRNAÐ HEILLA Afmæli Sveinhildur Vilhjálmsdóttir, húsmóðir, Hlíðargötu 33, (Há- túni) Neskaupstað varð 75 ára 18. nóv. sl. Hún er fædd í Nes- kaupstað og hefir jafnan átt hér heima. Hún dvelst nú á ellideild Fjórðungssjúkrahússins í Nes- kaupstað. Einar Guðmundsson, skip- stjóri, Þiljuvöllum 35, Neskaup- stað er 65 ára í dag, 22. nóv. Hann er fæddur á Barðsnesi í Norðfjarðarhreppi og ólst upp þar og í Sandvík til 7 ára aldurs, að hann fluttist til Neskaupstað- ar og hefir átt hér heima síðan. eftifarandi kaflaheiti bera með sér: „Málarinn mjói og fleiri málarar“, „Veikindi", „Ærsl og uppskera“, „Töfratækið“, „Skín ljósið náðar“, en alls eru kafl- arnir 15 og bókin tæpar 150 bls. Eins og í fyrri bókum „Glatt er í Glaumbæ“ (1978) og „Glaumbæingar á ferð og flugi“ (1981), er það Sævar, eini strák- urinn í fjölskyldunni, sem segir söguna í fyrstu persónu. Þetta er fimmtánda bók höfundar. Loðnuveiðin hefur nú glæðst á ný og er veiðisvæðið á all- óvenjulegum slóðum á þessum árstíma eða ASA frá Glettinga- nesi. Verksmiðjurnar á Seyðisfirði hafa þegar tekið á móti jafn- miklu magni og á allri haustver- tíðinni í fyrra, eða rúmlega 20.000 tonnum. Bræðsla er í fullum gangi í báðum verk- smiðjunum og prísar sig nú margur sælan eftir hálfdapurt atvinnuástand að undanförnu og horfa líklega bjartari augum til komandi jólahátíðar og kannski virðist skammdegis- myrkrið ekki alveg eins svart og annars væri. Og þó. Hjá Seyðfirðingum hefur það nú æði oft orðið enn svartara, þegar svona hefur staðið á því, að svo mikil loftmengun hefur stafað frá þessum tveimur loðnubræðslum innan þessa háa og þrönga fjallahrings að fá eða engin dæmi munu slík hér á landi. Margt hefur verið um þessa hluti talað að undanförnu, eins og t. d. að húsmæður hafa oft ekki getað hengt þvott til þerris dögum saman, vegna þess að svartur mökkurinn hefur leg- ið yfir byggðinni og mengað andrúmsloftið og þvottinn. Ekki má heldur gleyma því, að mikil óhollusta hlýtur að-vera Loðnan er komin Pá er loðnan komin austur til okkar. Ævintýrið hófst með því, að rannsóknaskipið Árni Frið- riksson fann umtalsvert magn af loðnu út af Langanesi, er þeir voru í haustrannsóknarleið- angri sínum, en þá voru menn farnir að týna henni fyrir vestan. Flotinn hélt því austur á bóginn, en fann í fyrstu lítiðsem ekkert. Það var ekki fyrr en menn héldu suður með Aust- fjörðum, að eitthvað fékkst. Veiðarnar glæddust nú um síð- ustu helgi og fékkst loðnan aðal- lega út af Glettingi. Loðnu var um síðustu helgi landað á Seyð- isfirði, Eskifirði, Reyðarfirði og í Neskaupstað. Það er mjög óvenjulegt, að loðnan sé svo sunnarlega um þetta leyti árs. Loðnan virðist almennt vera mjög stór og feit og eru farin að sjást í henni í því fólgin að anda þessum fnyk að sér, enda æði oft verið kvilla- samara á þessum tímabilum en öðrum. En ráðamenn verk- smiðjanna hafa verið ansi tregir til að bæta hér úr og hreinsiút- búnaður virðist óþekkt hugtak hér um slóðir. Suður við Faxaflóa hafa verið háð stríð við verksmiðjur af þessum sökum og hafa þau ávallt að lokum endað með full- um sigri íbúanna. Nú skulum við vænta þess að svo arðvæn- legur atvinnurekstur sem vinnsla bræðslufisks virðist vera, rísi nú undir því að gera myndarlegt átak til mengunar- varna. J. J. / S. G. hrogn, sem telst einnig til tíð- inda á þessum árstíma. Loðnan virðist nú vera í miklu æti, enda úttroðin af átu, en slíkt gæti valdið vinnsluerfiðleikum, eink- um ef menn safna of miklum hráefnisbirgðum. Á mánudaginn var hafði alls verið landað um 55 þúsund lest- um hér fyrir austan, sem skipt- ust þannig milli fiskimjölsverk- smiðjanna: Verksmiðjur Lestir SR Seyðisfirði .... 15.000 Isbjörninn Seyðisfirði . 7.500 Reyðarfjörður .... 4.000 Eskifjörður............ 20.000 Neskaupstaður .... 8.000 Það eru því góðar horfur á því, að loðna verði brædd hér austanlands fram að jólum, a. m. k. ef áframhald verður á veiðum austur hér. P. J. Síldarsöltun lokið Síldarsöltun lauk að lang- mestu leyti í síðustu viku og var þá lokið við að salta upp í samn- inga við erlenda aðila. Þrátt fyrir erfiða stöðu okkar vegna mikils framboðs sam- keppnisþjóða okkar, tókst að selja á þriðja hundrað þúsund tunnur af saltsíld, þar af keyptu Sovétmenn um 185.000 tunnur, en Svíar og Finnar eitthvað um 40.000. Kemur sér vel að hafa vöruskiptasamning við Sovét- menn, einkum fyrir sjávarpláss- in hér fyrir austan, þar sem síld- arsöltun er orðin veruleg búbót. Um síðustu helgi hafði verið saltað í um 245.000 tunnur hér á landi. Mest hafði verið saltað í Grindavík eða liðlega 40.000 tunnur. Hæsti söltunarstaður hér fyrir austan varð Eskifjörður, en þar var saltað í liðlega 30.000 tunnur. Hæsta söltunarstöð varð hins vegar Búlandstindur á Djúpavogi, þar sem saltað var í um 14.500 tunnur. Söltunin á Austfjörðum Þó að söltun sé sem næst skiptist þannig milli stöðva: lokið, er mikil vinna eftir við pæklun og eftirlit með því, sem framleitt hefur verið. Síldin á því eftir að binda töluvert vinnuafl í vetur eða þar til henni hefur verið skipað út. Nú í lok vikunnar hefst út- skipun á síld, sem á að fara á Finnlandsmarkað. Ekki er ósennilegt, að hún komi við sögu á jólaborðum þeirra þar. P. J. Frá Kvenf. Nönnu Um helgina ætla konur úr fé- laginu að ganga í hús og selja jólakerti. Kertin eru íslensk og fram- leidd í Vestmannaeyjum. Þau eru mjög góð. Þetta er í annað sinn, sem fé- lagið fer af stað með kertasölu og er ætlunin að það verði ár- legur viðburður. Fréttatilk. Söltunarstöð Tunnur Tangi Vopnafirði . . . 7055 Borg Borgarfirði . . . 1405 Strandarsíld Seyðisf. . 2412 Norðursíld Seyðisf. 6311 Máni Neskaupstað . . 4292 Síldarv. Neskaupstað . 6204 Askja Eskifirði .... 833 Auðbjörg Eskifirði . . 6959 Eljan Eskifirði .... 5232 Friðþjófur Eskifirði 9431 Sæberg Eskifirði . . . 3371 Þór Eskifirði 4503 Verktakar Reyðarf. 8439 GSR Reyðarfirði . . . 2895 Austursíld Reyðarf. 3035 Hraun Reyðarfirði . . 417 Kópur Reyðarfirði . . 6334 Pólarsíld Fáskrúðsf. 12285 Sólborg Fáskrúðsfirði . 3781 HSS Stöðvarfirði . . . 4024 HBB Breiðdalsvík . . 4166 Búlandst. Djúpavogi 14453 Fiskimj.verksm. Höfn 13875 Stemma Höfn .... 3866 Alls: 135578 Blakvertíð hafín Keppni í 2. deild íslandsmóts- ins í blaki hófst um sl. helgi og léku þá Þróttur og HSK í Nes- kaupstað. Eftir langan og tví- sýnan leik fór HSK með sigur af hólmi, sigraði í 3 hrinum en Þróttur vann tvær. Lið Þróttar er jafnt og skemmtilegt og furðu sterkt miðað við það að ungl- ingalandsliðsmennirnir Mar- teinn Guðgeirsson og Víðir Ár- sælsson eru nú farnir að leika með liði ÍS í 1. deildinni. Næsti leikur Þróttar verður gegn Breiðabliki og fer hann fram laugardaginn 24. nóv. kl. 14 í íþróttahúsinu í Neskaup- stað. Er full ástæða til að hvetja fólk til að koma á leikinn og fylgjast með spennandi keppni. S. G.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.