Ingólfur - 26.06.1944, Blaðsíða 4

Ingólfur - 26.06.1944, Blaðsíða 4
4 INGÖLFUR i Ríkisstjóri og biskup ganga á Lögberg í fararbroddi þingmanna og rá&herra. Ávörp erlendra fulltrúa ÞaS var tilkynnt í lok þing- fundarins, að þá þegar mundu hefjast ávörp erlendra fulltrúa. Yar þá sá íslenzki fáninn, er hæst hafði gnæft yfir Lögbergi, dreginn niður til þess að fán- ar þeirra þjóða yrðu dregnir á stöngina, sem tilkynnt liöfðu að þær mundu láta flytja Islandi ámaðaróskir í tilefni af stofn- un þjóðveldisins. Bandaríkin. Fyrst var dreginn að liún fáni Bandaríkjanna og kváðu þá við húrrahróp og lófaklapp. Hinn sérstaki fulltrúi Banda- ríkjaforseta við þetta tækifæri Louis G. Dreyfus steig þá í ræðustól og flutti eftirfarandi ræðu: „Herra forseti, dömur og herrar! Það er mér bæði mik- il ánægja og sérstakur Iieiður, að ávarpa yður, herra forseti, sem sérstakur fulltrúi forseta Bandaríkjanna, við þessa ein- stöku og sögulegu athöfn — em- bættistöku fyrsta forseta hins íslenzka lýðveldis, en lionum á ég að færa lijartanlegar, per- sónulegar kveðjur og heillaósk- ir Roosevelts forseta. Mér er það einnig heiður að hjóða ís- lenzka lýðveldið, yngsta lýð- veldi lieimsins, velkomið í flokk frjálsra þjóða. Mér er á- nægja að því að hafa fundið, hver lilýja og vinátta ríkir liér, og mér er heiður að því, að hafa kynnzt þeim liáu hugsjón- um, ættjarðarást, lýðræði og góðvilja, sem með íslenzku þjóðinni ríkir. Það er á merkum tímamót- um að ég flyt yður þessi boð. Hinir undarlegu atburðir, sem að hetjusögu Islands standa, hafa ráðið því, að enn hefur ógurlegt heim8stríð gefið áköf- um sjálfstæðisóskum Islendinga hyr. Lönd þau, er forfeður yð- ar yfirgáfu og þér hafið mest samskipti við að fomu, era nú undir hæli kúgarans, sem op- inskátt játar, að hann prédiki andkristnar kenningar, sem þér hafið, ásamt öðram Norður- landaþjóðum, barizt gegn í 900 ár. En það er eigi til að rjúfa efnisleg tengsl við Danmörku eða Noreg ,að þér hafið lýst yf- ir sjálfstæði yðar í eitt skipti fyrir öll. Þar er fremur um að ræða lokaþáttinn í aldagamalh þrá eftir fullu sjálfsforræði. Land yðar var numið fram- gjörnum mönnum, er leituðu í vesturátt að fullkomnu frelsi og sjálfstæði. I dag hefur takmarki þeirra loks verið náð. Það er engin furða þótt aðrir, sem báru sömu ósk í brjósti, hafi öldum síðar einnig leitað vest- ur á bóginn. Fyrir meir en þúsund áram var stjóm valin að Þingvöllum, þar sem vér stöndum nú, og þing stofnað með löggjafar- og dómsvaldi. Alþingi, elzta þing heimsins, er almennt talið mesta framlag Islendinga til þróunar fulltrúaþinga og þjóð- málastofnana. Loginn, sem hér var tendraður, læstist um öll lönd, þau er frjálsir menn hyggja. Mannkynið mun aldrei gleyma þeirri skuld, er það á Islandi að gjalda. Hér rifjast upp saga Islands. Fyrir liugskotssjónum mínum 8é ég hetjur líða um langar aldir, allt frá Njáli á Bergþórs- hvoli, Þorvaldi Koðránssyni hinum víðförla, sem tók kristni og boðaði hana á Alþingi 965, til Jóns Sigurðssonar, en minn- ingu lians heiðraðum við í dag. Jóni Sigurðssyni var það ljóst, hvemig sjálfstæðisþráin birtist eins og rauður þráður í sögu Islands. Honum auðnaðist að lifa það, að stjómarskráin var gefin 1874, en þótt hún væri gölluð, var hún spor í þá átt, er liugur Islendinga stefndi og leiddi til sjálfstæðis Islands undir eigin fána 1918. 1 dag era Bandaríkin og ls- land samhuga um að varðveita það, sem þeim er báðum svo kært, mannréttindin, sem tryggja liverjum og einum þann rétt, sem honurn var af Guði gefinn. Samvinnan er beinn ár- angur þeirrar ábyrgðar, er stjóm Bandaríkjanna tókst á liendur 7. júlí 1941 að ósk ís- lenzku stjórnarinnar. Að mínu áliti hafði þetta skref mikla þýðingu, og má á það líta sem liyrningarsteininn undir liinu góða sambandi hinna tveggja frjálsu og óháðu þjóða vorra. Það hefur fært þjóðir vorar saman og hefur gert Banda- ríkjaþegnum, sem trúa á lýð- ræði, einstaklingsfrelsi, virkan almennan kjörrétt og heiðar- leik í embættisfærslu, að vinna í vinsamlegu sambandi við sína íslenzku meðbræður, sem að- hyllast sömu skoðanir og hug- sjónir. Það er einlæg von mín, að eftir stríðið geti enn framazt menningar- og viðskiptasam- band milli landa vorra. Þetta er kærasta áhugamál mitt, því að ég er þess fullviss, að náið samband af þessu tagi muni verða til að auka réttlátan og varanlegan frið um heim allan. Þeir synir Islands, sem flutzt liafa til Bandaríkjanna, liafa gert sitt til að auka skilning vor á milli, enda liafa þeir verið fljótir að samlagast menningar- umhverfi síns nýja lands, sakir svipaðra siða og hugsjóna. Vin- arböndin, sem linýtt hafa verið af hálfu margra Ameríku- manna á Islandi og íslenzkra námsmanna, sem leitað liafa fræðslu í mínu landi, munu auka á hinn gamla samliug þjóðanna, sem ég er sannfærð- ur um að framvegis mun hald- ast. Þér, lierra forseti, og þú, ís- lenzka þjóð, standið nú á mót- um mikilla tíma, sem færa munu ný vandamál í skauti sér. Megi yður hlotnast sú áræðni, sá kjarkur og sömu dyggðir, er fyrstu norrænu mennirnir sýndu, sem hér námu land. Þeir sigldu úfinn sjó áttavitalausir á opnum skipum og höfðu stjörnur að leiðarvísi og karl- mennsku í liug. Með því hug- rekki og þeirri hreysti, er þeir sýndu, mun þér leiðin fær til mikillar framtíðar. Á eftir ræðunni var leikinri þjóðsöngur Bandaríkjanna. Bretland. Næstur kom í ræðustólinn fulltrúi Bretakonungs Gerald Shepherd og mælti á þessa leið: Herra forseti! Um leið og ég legg fram embættisskjöl mín sem sérstakur ambassador hans hátignar Bretakonungs hjá yð- ur, herra forseti, við þennan sögulega viðburð, er lýðveldi er endurreist á Islandi og þér kjör inn fyrsti forseti þess lýðveldis, finn ég mjög til hins mikla heiðurs, er konungurinn hefur gert mér með því að skipa mig til þessa embættis, og til þeirr- ar ábyrgðar, er því fylgir. Mér er falið af konungi mín- um að færa yður, herra forseti persónulega, og þjóð þeirri, Sem yður hefur verið falið að ráða fyrir, innileg boð um virð- ingu og vináttu, og mér er fal- ið að bera fram ósk konungs um, að hið góða samkomulag, sem jafnan hefur ríkt milli Is- lands og brezka þjóðasambands ins megi haldast og styrkjast. Það er mér einnig heiður að geta fullvissað yður, herra for- seti, um að hans liátign hefur ríkan áliuga fyrir lýðveldinu, sem stofnað er í dag, og það er von lians að það megi halda áfram að blessast og blómgast. Ég leyfi mér að nota þetta tækifæri til að færa persónu- legar kveðjur til yðar, lierra forseti, og til íslenzku þjóðar- innar, sem sýnt hefur mér slíka vinsemd og alúð. Ég ber til hennar djúpan vinarhug og hlýjasta þakklæli. Ég treysti því, að rætast megi allar vonir og óskir velunnara liins endur- fædda lýðveldis um heim all- an, svo að leiða megi til varan- legra lieilla öllum þegnum þess. Brezki fáninn blakti yfir Lögbergi meðan sendiherrann flutti ræðu sína og á eftir lék lúðrasveit brezka þjóðsönginn. IVoregur. Þá var fáni Noregs dreginn að hún og hinn sérstaki sendi- herra Noregskonungs August. Esmarch steig í ræðustólinn. Kváðu þá við húrraliróp og lófaklapp um alla vellina og máttu Norðmenn taka það sem sérlegan vináttu og frændsem- isvott Islendinga. Sendiherrann mælti: Herra forseti Islands, herra forsætisráðherra og ráðherrar, herra alþingismenn: mér hef- ur verið sýndur sá sómi, að vera skipaður sérstakur og persónu- legur fulltrúi lians liátignar konungs Noregs með umboðí til þess að bera fram í dag við þetta tækifæri og á þessum ör- lagaríku tímamótum í sögu Islands, hjartanlegustu kveðjur konungsins og norsku ríkis- stjórnarinnar og beztu óskir þeirra um farsæla framtíð ls- lands og íslenzku þjóðarinnar- Svíþjóð. j Að lokinni ræðu sendiherra Norðmanna og er þjóðsöngur Norðmanna liafði verið leikinn,. var sænski fáninn dreginn upp og fulltrúi sænsku ríkisstjóm- arinnar Otto Joliansson, steig í ræðustólinn. Hann mælti á íslenzku, eins og sendilierra Norðmanna liafði einnig gert og fórast lion- um orð á þessa leið: „Herra forseti Islands, herra forsætisráðherra og aðrir ráð- lierrar í ríkisstjórn Islands, lierra forseti sameinaðs Alþing- is, Islendingar! Mér hefur ver- ið falið, á þessum þýðingar- mikla degi fyrir íslenzku þjóð- ina, að flytja eftirfarandi orð- sendingu frá ríkisstjórn Svi- þjóðar til ríkisstjórnar Islands og þjóðarinnar: Sænska ríkisstjómin, sem fengið hefur vitneskju um, að hið íslenzka lýðveldi verði sett á stofn í dag, viðurkennir hér með lýðveldið ísland og lætur í ljós vonir sínar um hamingju- ríka framtíð íslenzku þjóðar- innar. Sænska ríkisstjórnin hefur með gleði og ánægju kynnt sér liina einróma samþykkt Alþing- is hinn 10. marz 1944, þar sem segir, að Alþingi telji sjálfsagt, að íslenzka þjóðin kappkosti að halda liinum fornu frændsemi- og menningarböndum, er tengt liafa saman þjóðir Norðurlanda og að Island muni taka þátt í norrænni samvinnu að stríðinu loknu. Alþingi liefur með þessu látið í ljós hugsanir, sem endur- speglast hjá sænsku þjóðinni. Mætti hin norræna sameining blómstra á ný, þegar öll Norð- urlönd geta aftur mætzt sem frjáls ríki. Þetta var orðsending sænsku ríkisstjórnarinnar í dag til rík- isstjórnar íslands og þjóðarinn- ar allrar. Að ræðu hans lokinni var leikinn þjóðsöngur Svía. Frakkland. Fyrir liönd frönsku bráða- birgðastjórnarinnar mælti sendi herra Frakka liér H. Voillery og flutti Islandi árnaðaróskir í nafni frönsku þjóðarinnar og srjórnar sinnar. Ilann mælti á franska tungu og fer ræða hans liér á eftir í ísl. þýðingu. „Herra forseti Islands, lierra ráðherrar, háttvirtir þingmenn, Islendingar, konur og karlar, vinir mínir! Það er með hrærð- um liuga að ég stíg í þennan ræðustól. Lengi hef ég dvalið meðal yðar, og ég skil hverja þýðingu þessi dagur hefur fyr- ir yður, því að um leið og þér stofnið lýðveldið, rætist gömul þrá langrar og þolinmóðrar bar áttu fyrir þjóðfrelsi yðar. Stað- ur þessi, lielgidómur þjóðarinn- ar, þar sem yðar fyrsta þing var kvatt saman fyrir meir en þús- und áram, dagurinn, sem val- inn hefur verið fyrir þessa at- höfn í minningu mikilmennis

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/827

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.