Ingólfur - 25.09.1944, Blaðsíða 4

Ingólfur - 25.09.1944, Blaðsíða 4
4 INGÓLFUR 3. ársíundur norð- lenzkra presta og kennara um ís- lenzkt þjóðlíf og menningu var haldinn á Akureyri dag- ana 10. og 11. þ. m. Fundinn sátu 14 prestar og 15 kennar- ar og allmargt gesta, þeirra á meðal herra biskupinn dr. Sig- urgeir Sigurðsson og Pétur Sig- urðsson, erindreki. Snorri Sig- fússon, skólastjóri, stýrði í'und- inum. Þessir fluttu erindi: Sr. Páll Þorleifsson á Skinnastað um „fjórðungssamband í Norð- lendingafjóröungi“; sr._ Benja- mín Kristjánsson um „bömin og guðsríki“; lierra Friðrik J. Rafnar, vígslubiskup og Egili Þorláks8on, kennari, um „bvert stefnir?“ (í íslenzku þjóðlífi frá kristnu sjónarmiði). Einn fremur flutti Pétur Sigurðsson erindi, þar sem hann vék m. a. ítrekað að sjónarmiðum þjóð- veldisstefnunnar. Umræður vom f jörugar og tók herra bisk- upinn veigamikinn þátt í þeim. Svobljóðandi tillaga kom fram á fundinum: „Fundur presta og kennara, haldinn á Akureyri 10. og 11. september 1944, teJ- ur þess brýna ‘þörf, að kallað- ur sé saman þjóðfundur, til þess að taka til rækilegrar end- urskoðunar stjórnskipunarlög ríkisins og ræða og gera tillög- ur um ýmis önnur mikilsverð og aðkallandi vandamál stjóm- arfarslegs og ntenningarlegs eðt- is“. Vegna eindreginna tilmæla eins álirifamanns var tillagan tekin aftur, en það er víst óhætt að segja, að meiri hluta fund- armanna hafi sárleiðst það. N E I S T A R FLUGÁISLANDI25ÁRA Flugvél gamla flugfélagsins. í þessum mánuði eru 25 ár síðan fyrstu tilraunir til flugferða voru hafnar hér á landi. — Gamla flugfélagið var stofnað vorið 1919. — Voru í stjórn þess Garðar Gíslason (form.), Halldór Jónasson (ritari), Pétur Halldórsson (gjaldk.), Pétur A. Ólafsson og Axel Túliníus. — Félagið keypti eina tveggja manna kennsluflugvél af „Avro“-gerð, með því að ætlunin var fyrst sú að hefja kennslu í flugi. En skilyrði reyndust öll erfiðari en ætlað var. Lend- ingar voru ótryggar fyrir landvélar og allur rekst- ur flugferða dýrari en svo að unnt væri að láta hann bera sig, eins og þá liorfði við. — Var því ekki horfið að því að færa úr kvíar félagsins, en aðeins haldið uppi skemmtiflugi liér í nágrenninu haustið 1919 og sumarið 1920. Flugmenn voru fyrst capt. Cecil Faber úr brezka flugliðinu og síðara sumarið Kanada-Islendingurinn Frank Frederickson — Flugvélin var að lokum seld danska flughernum. INDIGO „Þér gerðuð mig ekki lirygga. Eg var það fyrir. Það er ekkert við því að segja. Eg átti mann“, sagði hún fyrirvaralaust, „en hann rak mig frá sér. Eg var ekki nógu góð fyrir hann“. „Jæja!“ „Ég var ekki nógu góð, en barnið mitt var nógu gott. Það er það, sem að var. Ef til vill kannizt þér við hann. Hann heitir Sheramy“. 1 maí befti ameríska tíma- ritsins Reader’s Digest frá í vor, skýrir maður nokkur frá smá- atviki, er sýnir háttvísi og snarræði. Hann var staddur í matarveizlu og meðal gestanna voru rómversk-kaþólskur prest- ur og gyðinga-prestur. Víða í Ameríku eru borðbænir tíðk- aðar og svo var með þessu fólki. Þegar sezt var til borðs, liafði engin ráðstöfun verið gerð um það, hver skyldi flytja borðbænina, en gestirnir drupu höfði og bjuggust við bæninni. Andartak „mátti lxeyra flugu anda“'. Þá hóf kaþólski prest- urinn upp raust sína og sagði: „Mig langar til að flytja foma, hebreska bæn“. Og hann flutti bæn, sem öllum nema rabbí- anum var óskiljanleg að orð- um, en — orðið snart alla jafnt fyrir því. ★ Nú, þegar orðið re tiltölu- lega kyrlátt á eynni Guadal- canal, þar sem Bandaríkja- menn börðust mest við Japana í bitteð fyrra, er setuliðið þar tekið áð leggja stund á íhugun um ófriðarmarkmiðin. Og liefir komist m. a. að þeirri niður- stöðu, að mikilvægt atriði sé að skvlda Japana til að taka að sér Guadalcanal eftir stríð- ið og vera þar. Tliad gapti af undrun. „Guð almáttugur! Eigið þér við Sheramy, sem býr á SiIverwood-ekrunni?“ Hún kinkaði kolli. „Þvílíkt, þvílíkt!“ sagði Tliad. Hann gat auðsjáanlega ekkert annað sagt í bili. Seinna sagði hann: „Hugsa sér, frú Dolores, þetta er svívirði- Iegt“. Ilann liristi höfuðið. Allt í einu var hún farin að segja honum allt af létta. Hún sagði rétt frá öllu og létti stórum við að tala lirein- skilnislega um sjálfa sig. Smám saman varð henni Ijóst, hvílík þraut það hafði værið að berast á sveipvindum hugarburðar — að gæta þess, að það, sem liún segði í hvert sinn, væri í samræmi við það, sem hún áður liefði sagt. Tliad sat hljóður. Stöku sinnum strauk hann yfir hönd hennar. „Þetta er sagan“, sagði Dolores að lokum. „Eg stal peningum úr skrifborði og ég stal nokkrum silfurmun- um, sem ég taldi mig geta selt. Ég veit ekki, livers vegna ég gerði það. Ég var víst ekki með öllum mjalla í nótt“. Þögn. „Mér fipnst öll skilyrði liafa verið fyrir hendi til þess, að þér væruð ekki með öllum mjalla, góða“, sagði Thad hægt. „Hvað á ég nú að gera?“ épurði hún liann. „Það veit ég sannarlega ekki“. Hann hristi höfuðið. Dolores neri saman höndunum. Það var orðið áliðið. Loftið var þrungið reyk og svælu. Tveir menn voru komnir í áflog í hinum enda salsins, og hróp og háreysti kvað við. „Þér ættuð að komast héðan“, sagði Tliad. „Já, það er víst bezt“. Hún stóð upp og kveikti á einu kerti, sem var í flösku á borðinu. Hann stóð einnig á fætur. „Jæja, ég þarf að fara að liypja mig. Mig langaði ekki til að lenda í áflogum og láta brjóta á mér liauskúpuna“. „Ég hef leigt herbergi í bakhliðinni. Það er kytra, en ég get læst liurðinni“. Tliad hugsaði sig um. „Væri yður á móti skapi, að ég kæmi hingað á morgun til að vita, hvernig yður líður?“ „Mér myndi þykja vænt um það“. Þau voru komin út á ganginn. „Hvar búið þér?“ Hann hló. „O, mikil ósköp, ég bý eiginlega hvergi, sem stendur sef ég við skipalægin. Þar get ég fundið skjól fyrir rigningunni“. Dolores stanzaði við dyrnar á herberginu, þreifaði í barm sér eftir lyklinum. Ilún leit framan í liann. „Hvort ég trúi á guð. Já, það geri ég. Hvers vegna spyrjið þér að því?“ Hún dró djúpt andann. „Ef þér viljið sverja við lieihagl guðs nafn, að þér snertið mig ekki, þá getið þér sofið hérna í nótt“. Hún opnaði dyrnar. „Það er hræðileg kytra, en það er þó skjól. Þér verðið fárveikir af að sofa úti í þessu hræðilega ofviðri“. Tliad ■ stöðvaði liana um leið og hún opnaði dyrnar. „Frú Dolores, ég skal ekki snerta yður. Ég sver það og stend við það, en þér liafið ekki leyfi til að trúa mér, því að þér þekkið mig eiginlega ekki neitt“. Dolores leit í augu lians. „Ég hætti á það. Eg hef svo mikla þörf fyrir að vera einu sinni með heiðvirðri mann- eskju. Komið þér nú“. Hún fór inn. Þegar hann kom á eftir lá hún á hnjám á gólfinu og lét leka af kertinu til að festa það niður. „Notið þér ekki ábreiðuna og koddann?“ spurði Tliad Upjohn. „Nei“, sagði liún án þess að líta upp. „Það er svo óhreint“. „Ég hef sofið á því, sein verra er. Þér skuluð lol'a mér að festa kertið, annars kveikið þér í húsinu“. Hún fékk lionum kertið. Þegar hann hafði fest það, rétti hún honurn lykilinn. „Viljið þér ná í vatn í fötu fyrir mig, svo að ég geti þvegið mér snemma í fyrra- málið?“ spurði hún vandræðalega. „Já, með ánægju, fi'ú Dolores“. Hann tók við lykl- inum og fór. Dolores fór að hátta. Hún var í efa, hvort hún ætti að fara úr fötunum, en hún var búin að vera í þeim svo lengi, að henni fannst þau loða við sig. Hún tók nátt- ............ BÓKAVERZLUN SNÆBJARNAR JÓNSSONAR (THE ENGLISH BOOKSHOP) var fyrsta bókaverzlunin, sem flutti enskar bækur til íslands í stórum stíl. Hún hefur nú í seytján ár verið fremst í þeirri grein og hefur enn sem fyrr það mark- mið, að styðja að menningu þjóðarinnar. Af amerískum bókum liefur hún nú oftast allmikið úrval, en þó venju- lega méira úrval bóka útgefinna á Englandi — þrátt fyrir þann skort á bókum, sem nú er þar í iandi. Upp- talningu er vitaskuld engin leið að koma við, en geta má þess, að nálega ávallt eru til liinar frægu Oxford- orðabækur: SFIORTER, CONCISE, POCKET og LITTLE OXFORD DICTIONARIES. Sömuleiðis grísk- ar, latneskar, franskar, ítalskar, spánskar og rússneskar orðabækur. Saga fyrri heimsstyrjaldarinnar, eftir Crut- well, og ýmsar sögur liinnar síðari, en af þeim er THE WAR, eftir próf. Edgar Mclnnis, líklega sú bezta, og þó ódýrust þeirra allra. Af henni eru komin þrjú bindi. Franskar bækur frá Tliomas Nelson & Sons Ltd. eru venjulega til í sæmilegu úrvali. Einnig mörg ensk blöö, t. d. hin fremstu myndablöð Englendinga og stórblöðin THE TIMES (dag-útgáfa og viku-útgáfa) og DAILY TELEGRAPH, auk þess sem ensk blöð og tímarit eru út- veguð áskrifendum, að svo miklu leyti sem þau eru fáanleg. uiiiiiii^iiiiiiiiiiiiwiiiiiiiiiiiiwiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiinaiiiiiiiiiiiiigit I

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/827

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.