Ingólfur - 25.09.1944, Blaðsíða 2

Ingólfur - 25.09.1944, Blaðsíða 2
2 INGÓLFUR Þeir og ¥id GRETAR FELLS: HAUST Hin hljó'öa sönglist haustsins á hjarta mitt, -— engu síöur en dillandi danslög vorsins. — Hún er ofin iír tveimur þáttum: — úr mettaöri ró og úr tregablandinni þrá. — Hún er vígö uppskerugleöi og verkalaunum, sem þó eru ekki aö fullu greidd, — vegna þess að liinn sýnilegi efnisheimur er of snauöur, þegar til á að taka. Pess vegna bœrist hinn angurblíöi tregatónn eins og undiralda í söngvahafi haustsins. — Menn tala um hinar bleiku feigöarrúnir, sem ósýnileg hönd tímans hefur rist á ásjónu haustsins, — og þeir kenna kvíöahrolls. — En ég segi, — að þessar rúnir séu vorboöar — vorboÖar nýs lífs, — myndletur nýrrar œsku, sem í vœndum er, — fyrirlieit um ný œvintýri á ókunnri strönd. — Hrœöstu því ekki hina ósýnilegu hönd, — en reyndu að skilja þaö, sem hún skrifar! Andi haustsins, Andi haustsins, — þöguli lífsins þjónn! — Þii gengur hljóöum skrefum í gegnum skóginn og blööin á trjánum blikna og lirynja til hauöurs. — Þú ert skattheimtumaöur Jaröar. Eítt- hvaö veröur hún að fá fyrir allt sitt örlœti. — Hún hefur. lagt sig fram til þess að gleöja og nœra börn sín, — og nú leitar hún livíldar og gengur til náöa, eins og kona, sem hverfur með kveöjubrosi inn í svefnhús sitt, eftir langan og Ijúfan dag en mikiö erfiöi. — Andi haustsins! Andi haustsins! — Sveipaöu liúmblœju þinni um hina þreyttu jörö, — og verndaðu svefn hennar og drauma. TRÚMÁIA- OG KIRKJODEILA INGðLFUR Ðtgef.: Nokkrir Þjóðveldisrinnar Ritstjóri: HALLDÓR JÓNASSON (simar: 2802 og 3702) Afgreiðsla í Ingólfshvoli kl. 10—12; sími 2923 heimasími afgr.in. 5951 — INGÓLFUR kemur út á hverj- nm mánudegi og aukablöð eftir þörfum. Jdissirisverð kr. 12,00, 1 lausasölu 35 aura. Prentsmiðja Jóns HelgaBonar Beinasta leiðin. Þófið á þinginu út af svo sjálfsögðu máli sem niður- færslu verðbólgunnar, er blátt áfram orðið óþolandi. Látum það vera að þing- ið geti alls ekki ráðið fram úr þessu máli. En þá er að viðurkenna það hreinlega og afdráttar- laust. Vér höfum oft bent á, að þegar svo er komið, að and- stæð liagsmunamál séu kom- in í það öngþveiti, sem hér á sér stað, þá séu sjálfir máls partarnir algerlega óbærir og óbæfir til að ná viðun- andi niðurstöðu. Það er í rauninni skakkt að liggja þinginu á liálsi fyr- ir það, sem því er um megn. En það ber þá því harðlegar að víta, að þingið skuli þá ekki vilja hreinlega kannast við þessa staðreynd og reyna að losa sig við allan veg og vanda af málinu og fela það óflokksbundinni stjórn — þó ekki væri nema til þess að geta skellt á hana skuld- inni fyrir það, sem gert yrði, svo að hver flokkur gæti þvegið hendur sínar. Hér væri svo sem ekki verið að gera neitt sem áðui væri ólieyrt. — Allar aðrar þjóðir, sem stríðið snertir, beint eða óbeint, hafa sett upp stríðsstjórnir. Og eitt af því fyrsta, sem slíkar stjórn- ir gera, er það, að taka gjaldeyris- og verðlagsmálin föstum tökum, því að þau mynda grundvöllinn undir sjálfsbjörg fólksins — skil- yrðið fyrir því, að það reyni sjálft að tryggja afkomu sína og fleygi ekki öllu frá sér. Það sem þingið eða rétt- ara sagt flokkarnir sýnast vilja, er að bíöa endalaust eftir því að eitthvaö gerist og einhver tækifæri opnist. En þjóðin getur alls ekki biðið eftir því að eitthvað skipist þannig til hagsbóla fyrir einhvern flokk, að bann geti komið árum sínum fyrir borð. Það væri sama og að bíða Frh. af 1. 8Íðu. umsóknirnar tugum eða liundr- uðum, — hún hefur nú um svo mikla atvinnu að velja, að erf- itt er að fá menn til nokkurs nýs starfs. Hún, sem glatað hafði sjálf- stæði sínu fyrir 700 árum og liafði nú verið í 100 ár að berj- ast fyrir því að endurheimta það, endurheimti það nú mitt í liinum blóðugasta hildarleik allra tíma, fyrir fulltingi og al- beina þeirra tveggja stórvelda sem berjast fyrir frelsi og rétt- læti í þessum ófriði. Er þessi þjóð ekki farsælust allra? Er hún ekki glöð, sam- huga og samtaka? Ætlar hún ekki að vinna stórvirki eins og hinar, sem koma lieim í sín sundurtættu lönd? Er hún ekkí vingjarnleg við og þakklát þeim frændþjóðum sínum, sem varið hafa liana í ófriðnum og viðurkennt fullveldi hennar frammi fyrir heimi öllum? Ég þarf ekki að svara þess- um spurningum. Aldrei hefur sundurþykkið verið meira en nú. Aldrei hefur þjóðina rekið svo stjómlaust né veitt svo lít- ið viðnám sem nú. Alþingi, hennar foma prýði og höfuð- djásn, er gjörsamlega óstarfhæf stofnun. Því hefur ekki tekist í 2 ár að mynda ríkisstjórn. Það var þjóðarlán, að góður og gegn maður, maður sem hafði full- komna ábyrgðartilfinningu, hafði valist í sæti ríkisstjóra, því annars mundi allt hafa lenl í hreinum vandræðum. Alþingi er einna líkast fjórhjóluðum vagni þar sem hjólin öll eru misstór og þegar setja skal vagn inn á stað fer sitt hjólið í hverja áttina. En þótt þjóðin skelli skuld- inni á Alþingi, þá á það í raun- inni fullkomna afsökun. Það er þjóðin sjálf, sem valið hefur þetta þing. Það er algjörlega rétt spegilmynd af lienni sjálfn. eftir sjálfri aðalógæfunni — bíða eftir býltingu! Sumir eru að vona að þingið „komi sér saman“ fyrir þann 23. þ. m. En vonast nokkur eftir þessu í fullri alvöru? Hvað boðaði slíkt sam- komulag? Ilvað kæmi næst? Síðasta friðsatna og þjóð- lega lausnin, sem fær sýn- ist vera, er sú, að forseti endurskipi utanþingsstjórn- ina á þann hátt að ekki sjá- ist á henni neinn flokkslitur, er rýra megi almennt traust bennar. Þingið, sem stendur nú máttlaust og ráðþrota, ælli að verða fegið að semja upp á að stjórnað yrði með bráðabirgðalögum einhvern ákveðinn tíma t. d. vetrar- langt. Ef flokkarnir liins vegar setja sig upp á móti þessu. verður þeirri hugsun ekki varist, að eitthvað ískyggí- legt sé á seyði. Hún er svo óþroskuð félagslega, að hún gleypir við loddara- skapnum og lyginni en fyrirlít- ur drengskap og sannleika. Hún verðlaunar þá menn og þá flokka sem nota ódrengilegast- ar bardagaaðferðir en refsar hinum, sem segja henni sann- leikann. Meðan þjóðin gerir þetta verður þing hennar óstarf hæft og hún sjálf á glötunar- leið. En þingið á enga afsökun í einum hlut, því þar veit það, að það vinnur gegn vilja allrar þjóðarinnar, og það er í því að gera ekkert í að efna loforð þau, sem þjóðinni hafa verið gefin um endurskoðun stjórn- arskrárinnar. Stjórnarskrá okk- ar — eins og stjómarskrár allra annara smáríkja — er algjör- lega úrelt orðin. Það sýnir stríð- ið sjálft bezt. Þingið lofaði taf- arlausri endurskoðun stjórnar- skrárinnar en það liefur svikio það allt til þessa -— og mun ætla sér að svíkja það áfram. Meðan því aðrar þjóðir, end- urskírðar í hinni miklu reynslu ófriðaráranna, koma nú glaðar Iieim í hin sundurtættu lönd sín, fullur af starfsþrótti og vilja til að vinna stórvirki, sit- ur íslenzka þjóðin fúl á. svip með fullar hendur fjár og rífst innbyrðis um liina fáránlegustu hluti, en kemur sér ekki sam- an um neitt, sem að gagni má verða. Hún á aðeins eina afsökun, ef afsökun skyldi kalla, og hún er sú að í skammsýhi sinni hafa heimskir menn á undan- förnum árum eflt í landinu flokk, sem ætlar sér að eyði- leggja þjóðfélagið og hann ætl- ar sér að gera það með því að sýkja það og spilla því svo inn- anfrá, að það hljóti að grotna í sundur á skömmum tíma. En í stað þess að viðurkenna þessa skammsýni sína og taka liönd- um saman gegn liættunni er aumingjaskapurinn svo mikil!, að sífellt er haldiö áfram að „magna djöfsa“. Það er hættu- legt að taka „djöfsa“ í þjón- ustu sína. I okkar gömlu þjóðsögum var það aðeins Sæmundur fróði einn, sem réði við „þann gamla“; hann gat látið hann „hera vatn í hripum“ hvað þá annað. Öllum öðrum varð hált á því að eiga mikil mök við „þann gamla“. En það er nú einmitt það, sem gerst liefur í íslenzkum stjórnmálum síð- ustu árin. Meðan aðrar þjóðir fagna liinu nýja frelsi og fyllast von og þrá eftir því að hyggja upp ríki sín á ný, betri en þau nokkru sinni áður liafa verið, þá sitjum við liér ýmist aðgerða lausir með ölhi eða höfumst þá illt eitt að. Og þó eigum við allra þjóða bezta aðstöðuna lil þess að geta eitthvað gert. Við verðum að hælta þessu og setja rögg á okkur og sýno nú lieiminum einu sinni hvao í okkur býr. Og þetta getum við ef við viljum. En þingiíi getur þaö ekki. Það er aðeins þjóðin ein, sem þetta getur. Hún verður að fá tækifæri tií þess aö sýna það í verkinu, að hún sé ekki eða ætli sér ekki að verða eftirbátur annara hefur risið í blöðunum í tilefni af ræðu, sem sr. Sigurbjörn Ein asrson flutti á útisamkoinu vegna kirkjumálefiiis Hall- gríinssafnaðar. — Vmsuin „hnykkti við“ „Kaj-Munks-leg“ ummæli í ræðu prests, þ. á. m. próf. Níelsi Dungal, sem gerði grein fyrir sínuin sjónar- miðum í Morgunblaðinu. Sló prófessorinn úr og í gagnvart kristinni trú og kirkju í grein þessari, en meðal aðalatriða liennar má telja umsögn um. að illa væri til fallið að verja stórfé til kirkjubygginga, á meðan önnur hús væru óbyggð. er brýn þörf væri á. 1 því efni mætti svara prófessornum frá kristnu sjónarmiði með orðuin Meistarans: „Fátæka hafið þér jafnan lijá yður“, er hann vai að vcrja konuna, er hellti yfir hann dýrum smyrslum og hressti með því anda hans. En þröngsýnir lærisveinar liöfðu frændþjóða sinna þó hún sé minni en þær. Hún verður að fá tækifæri til.þess að losa sig úr þessum óþolandi flokka- viðjum, sem eru að eyðileggja landslýðinn bæði á sál og lík- ama og hún ein er sá „Sæmund ur fróði“, sem kveðið getui spillingardjöful íslenzkra stjórn mála svo niður, að hann rísi aldrei á fætur aftur. J. G. láð konuinii og bent á, að fyr- ir andvirði smyrslanna hefði mátt kaupa nauðsynjar handa fátæklingum. Gildi verulega fagurrar og liginnar kirkju fyr- ir þjóðlífið yrði trauðla full- metið í krónum. Enn fremur voru í grein próf essorsins óvenjulega lieiftarleg svigurmæli í garð krislinnar kirkju almennt frá sögulegu sjónarmiði og oflátungsleg um mæli um, að ckki sé munur góðs og ills. Sú staðhæfing jafn gildir því að segja, að ekki sé munur á sönnu og sviknu. Ritn- ingin skýrgreinir Djöfulinn þannig, að hann sé „lygari og faðir lygarans“. Stefni lífið yf- irleitt að nokkru marki, er hafi gildi í sjálfu sér, er auðvitað það illt, er leiðir frá því marki, „lýgur til um veginn“. Krislin trú kennir, að guðsríki sé markmiðið og Dungal auð- sýnir sannleiksmeginreglu allra sannra háskóla litla liollustu, ef liann vill lialda því fram í nafm vísindanna, að þau geti sagt nokkurt úrslitaorð um sannindi þessarar meginkenningar kristn innar. Að því er snertir hina al- mennu árás prófessorsins á Kirkjuna, þá sýnir hún að eins gorgcir liins yfirborðslega busl- ara og sæmir því einnig illa háskólakennara. Björn O. Björnsson.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/827

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.