Ingólfur - 26.02.1945, Blaðsíða 1

Ingólfur - 26.02.1945, Blaðsíða 1
V II. árgangur, 5. tölublað BLAÐ ÞJÓÐVELDISMANNA Mánudaginn 26. febr. 1943 Áícngismálm Jónas Guömundsson: Apóöup Fyrri hluta þessa mánað- ar var opin Bindindissýning liér í bænum, og liafa blöð- in og Utvarpið skýrt frá að- alatriðum liennar. /Var þar saman safnað margs konar upplýsingum í myndum og léttskiljanleg- um línuritum, er snerta neyzlu áfengis. Þessum mikilsverða fróð- leik var þannig fyrrikomið, að liann á engu síður beima í prentuðu riti en á veggjum í sýningarsal. — Með því að gefa myndirnar þannig út með skýringum og kannske einhverjum viðaukum, mundi mega opna sýninguna aftur fyrir allri þjóðinni. þótt lienni sé nú lokað í sinni upprunalegu mynd. Sýningin var lialdin af bálfu Templarafélaganna, og liöfðn framkvæmd benn- ar þeir Pétur Sigurðsson, er- indreki, Gísli Sigurbjörns- son forstjóri og Jón Gunn- laugsson stjórnarráðsfulltr. Bar sýningin í heild sinni vott um skilning á því að baráttan við drykkjuskaj)inn verður að færast meira inn á vísindalegan langmiða grundvöll. Þær aðferðir, sem bind- indisfélögin liafa beitt út á viS liafa um of verið miðað- ar við það að vinna fljóta sigra. Þær hafa verið of tnengaðar trúboði, áróðri og skærulegum átokum til þess að bafa nokkru sinni getað magnað og fengið í lið með sér liina eiginlegu stjórnandi krafta þjóðarinnaiy Aftur á móti er Bakkus sívakandi og öllum kunnur að því að geta bælt niður alla andstöðu, sem kemur fram í fornii upjtreisna og byltinga. Hann er eins og «>11 hin laígri öfl fimastur á hálkunni og sterkastur í leifturbernaði, en aftur á tnóti blindur og áttaviltur á öllum leiðum langmiða og skijjulegra aðferða. Má af því marka getuleysi flokkræðisins og afleiðandi stefnuleysi í uppeldismálum landsins að eftir látlausa uppreisn í heilan mannsald- ur, þá skuli Bakkus kóngur samt standa sterkari nú en nokkru sinni fyrr og vera orðinn stærsti skiptavinur og lánsherra landssjóðsins. Og þótt fjárstjórn ríkisins verði að þreyta sitt stöðuga þol- sund í grænum sjó, þá skuli þessi heimski harðstjóri þó allt af geta liaft sinn hlut á þurru landi. ★' Templarar bafa unnið Iangt og mikilsvert félags- starf inn á við. Það er fyrir löngu viðurkennt. — En hvað hefur lijálpað þeim til þess auk gagnlegs málstað- ar? Það er hið sterka skijui- lag Reglunnar, hinir föstu siðir og frjálsleg endurnýj- un forustunnar innan að. Hér er demókratískum frelsiskröfum fullnægt svo vel á grundvelli fastburd- inna stjórnhátta, að Templ- arareglan liefur getað staðið af sér ytri áföll og innri sprengingar sem öðrum íé- lögum hefðu margfaidlega riðið að fullu. Ef bindindismenn bæru nú gæfu til að geta víkkaö sjónhring sinn mundu þeir fljótt sjá, að það þýðir ekki neitt að ætla að siðbæta þjóð, sem býr við máttlausa ogóstefnuhæfastjórnskipun. Engir ættu að vera fljótari að skilja þetta en einmitt þeir, sem liafa átt allan vöxt og viðgang félags síns undir stjórnlegu skipulagi þess. — Hlýtur þeim ekki að verða ljóst, að þeir geta ekki gert bindindismálinu neitt gagn sem jafnast á við það að út- vega þjóðinni stjórnbæít rík- isvald? Og ætti í rauninni ekki öll- um að vera ljóst, að með ein- eflingu þjóðarkraftanna und ir öruggu stjórnskipulagi, er fyrst hægt að hefja mark- vissa stefnu um svo alviður- kennda nauðsyn sem útrým- ingu drykkjuskaparins. — En eins og nú er umhorfs í þjóðfélaginu, getur slík bar átta aldrei orðið annaö né meira en einn liðurinn í hin um venjulegu pólitísku sviptingum: — Sumum orustunum lýkur þá með sigri, öðrum með ó- sigri en engin heildarfram- för á sér stað fremur en fyrr. ★ Einn af leiðtogum Templ- ara sagði, er lionum var bent á þetta: „Það er satt, barátta okkar liefur verið og er lát- laus skæruhernaður — ein- tóm neyðarvörn í návígi við bandóð siðleysisöfl. Við gel- um ekki frekar en „Rauði krossinn“ á vígstöðvunum lagt langmiðaáætlanir. Við verðum að mæta verkefnun- um eins og þau koma íyrir“. En það er nú samt ákveð- in stefnupólitík, sem Templ- arar liafa allt af verið að reyna að reka, en með litl- um árangri, auk bins mikils- verða björgunarstarfs, sem þeir liafa unnið innan fé- lags með góðum árangri. — Augljóst er að binn sterki félagsskapur Temjjlara gæti unnið kraftaverk ef honuin gæti skilist að áfengisbarátl- an þarf ekki oð vera eintóm- ur skæruhernaður. Ef Templarar færa út kvíarnar og taka að beita sér fyrir hin stjórnlegu skijjulags- og sið- ferðismál þjóðarinnar í beild, þá er um leið hálfur sigur unninn í áfengismál- inu. I. I grein einni í Morgunblað- inu 18. febrúar var komist svo að orði: „Þessa dagana er ver- ið að smala skólabörnum á á- róðurssýningu eina liér í bæn- um“. Það er bindindissýningin í Hótel Heklu, sem þarna er átt við. Kona nokkur gerir svo þessa Morgunblaösgrein að um- ræðuefni í „Vísi“, 20. febr., og segir hún m. a.: „Hefir Vík- verji (þ. e. greinarböf. í Mbl.) gert sér grein fyrir því livaða meining felst í orðinu áróður? Nú á dögum hefur mér virst það' orð ekki notað í annari merkingu en þeirri, að vilja koma illu til leiSar, vera böl- valdur“. Að öðru en þessu ætla ég ekki að láta mig skipta greinar þessar. En þessi til- færðu ummæli sýna glögglega að mjög mismunandi skilning- ur er lagður í orðið „áróður“. Víkverji notar orðið í þeirri merkingu sem blaðamenn liér- lendir og stjórnmálamenn vel- flsetir vilja láta nota þaS, en konan notar orðið — eða rétt- ara sagt skihir það — á allt annan veg. Hún skilur það á þann veg sem réttastur er en það er, „að þegar „áróður“ ekki er bein lygi er hann vís- vitandi rangfærsla á sannleik- anum“, eins og það' hefur ver- ið’ bezt oröað að því er ég veit til. Blaðamönnum er oft vork- unn. Þeir þurfa á stuttum tíma oft að ljúka löngum greinum eða snara á íslenzku lönguin erlendum fréttapistlum. Þeir — að alveg ógleymdu útvarpinu — eiga því langmesta sök á orð- skrípuin og hvers kyns ambög- um í mæltu og rituðu máli og þá ekki sízt á því að algerlega rangur skilningur er mjög oft lagð'ur í ýms íslenzk orð, sem verið er að' taka uj>p í stað er- lendra orða. Hinn losaralegi yfirborðshugsunarliáttur, sem svo mjög hefur einkennt upp- lausnartímabilið, sem staðið liefur yfir síðan 1914, og sem stendur nú livað liæst, á\ mikla sök á sjálfu öngþveitinu sent alls staðar ríkir. Sést þetta ni. a. vel á því að menn skuli geta lagt svo gerólíka merkingu t. d. í ýmis þýðingarmikil orð' og orðasambönd. II. Það eru ekki ýkja mörg ár síðan tekið var að nota orðið „áróður“ í íslenzkum blöðum og í umræðum. Ég fullyrði að fyrir 1930 var það aldrei not- að í þeirri merkingu sem nú er. Þá var talað um rökræður t. d. í blööum og á stjórnmála- fundum, og menn liefðu ekki vitað livað við var átt, ef ein- hver hefði farið að lala um áróður. Það er fyrst með liinni skipu lögðu starfsemi kommúnisla, sem liófst hér eftir 1930, að þetta orð tók að lieyrast og sjást á prenti, en verulegur skriður komst þó ekki á notkun þess fyrr en nasistar komu til sög- unnar hér á landi, eða eftir 1933. Nú hefur orðið „áróður“ svo að kalla alveg útrýmt orð- inu „rökræður“. Það' orð beyr- ist nú aldrei. Menn rökræða ekki lengur, um mál lieldur beita menn „áróðri“. Það' liggur viss skýring á orðinu áróður í því að það skuli hafa útrýmt orðinu rök- ræður úr stjórnmálalífinu og blöðunum. Á því sést fyrst og fremst, að áróðurinn liefur komið í staðinn fyrir rökræð- urnar og ennfremur að í orð- inu áróður felst þá einnig önn- ur merking en í orðinu rókra'ð- ur. — Það er erlenda orðið „jiropag anda“, sem þýtt er með orð- inu ,,áróður“. „Propaganda“ þýðir eða merkir upphaflega a. m. k., útbreiSslu ákveSinna kenninga eSa skoSana meS heiSarlegum ha>tti. Sii ætti því að vera merkingin í orðinu „a- róður“. En svo er ekki. Ástæðan til þess, að þessi merking er nú yfirleitt ekki lengur í erlenda orðinu „j>roj>a- ganda“ né íslenzka orðinu áróð ur er sú, að nasistar og komm- únistar liafa með starfsháttum sínum í sameiningu breytt merkingu orðsins og láta það tákna allar leiðir, löglegar og ólöglegar, og allar aðferðir, heiðarlegar og óheiðarlegar, sem notaðar eru til útbreiðslu skoðana og kenninga þeirra. Sú œtti því, að dómi nasista og kommúnista (og blaðamanna) að vera merking orðsins áróð- ur, en heilbrigð skynsemi lilt spilltrar alþýðu „finnur“, að sú merkiug orðsins er röng, en hin rétt, að það tákni aðeins Ivgi og blekkingu. Og á meðan almenn ingur er j>ó ekki sljórri en ]>etla Frli. á 2. síðu.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/827

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.