Ingólfur - 19.12.1929, Blaðsíða 2

Ingólfur - 19.12.1929, Blaðsíða 2
2 INGÓLFUR Ávextir og grænmeti fyrir ógrynni fjár er flutt inn frá öðrum löndum. Sama ér að segja um egg. í bænum er fjöldi fólks, sem gjaman vildi vinna að ræktun, ef það fengi aðstöðu til þess. Framsóknarfélagið vill verða við óskum þessara manna. Flokkurinn sem að B-listanum stendur vill láta greiða fyrú’ stofnun smábýla á bæjar- landinu og umbverfi þess. Jafnframt verður að sjá fyrir greiðum samgöngum við hinn þéttbýla hluta bæjarins. Reyk- ▼íkingar mega ekki þola það, að spilað sé úr höndum þeirra möguleikunum til þeirr- ar bæjarmyndunar, sem hvarvetna í heim- inum er talin heppilegust. Þá eru uppeldismálin eitt aðalatriðið í étefnuskrá B-listans. Nú sem stendur er uppeldi reykvískra bama stefnt í mestu ógöngur og er heilsa ungu kynslóðarinn- ar berlega í hættu, ef ekki er tekið í tauma. Barnaskólahúsinu er slælega hald- ið við, og illa búið í hendur kennaranna. í nýja skólahúsinu, sem nú er byrjað að nota hefir t. d. ekki verið hægt að kenna landafræði Norðurlanda, af því að engin kort em til þar af þeim löndum. Alvar- legra er þó hirðuleysið um bömin utan kenslustundanna. Reykvíkskt bam, sem langar út í góða veðrið til að anda að sér hreinu lofti á hvergi höfði sínu að að halla. Félagið Sumargjöf hefir reynt að vinna að því, að bömin væru tekin af göt- unni og þeim fegnir sæmilegir leikvellir í staðinn, en þetta félag hefir ekki átt öðni að mæta en kulda og skilningsleysi af hálfu bæjarstjómar. Reykjavík er ungur bæi' og vaxandi. Borgarar þessa bæjar hafa í hendi sér að vemda heilbrigði núlifandi og komandi kynslóða með tiltölulega litlum kostnaði, eí ráð er í tíma tekið. í erlendum stór- borgum eru skemtigarðar taldir lífsnauð- syn. Fólk, sem þarf að njóta hvíldar að iokinni vinni, á þar athvarf utan við götu- rykið.' Hér þarf ekki að rífa niður hús eða kaupa dýrar lóðir til að koma upp slíkum garði. Bærinn á sjálfur mikið af því landi, sem æskilegt er. Það, sem á vantar mætti fá við vægu verði. En þá verður að sinna málinu þegar í stað og koma í veg fyrir að bygt sé á landinu eða að það lendi í braski skammsýnna fjár- gróðamanna. Fyrir 2 árum síðan kom Framsóknar- flokkurinn því til leiðar á Alþingi, að etofnaður var ungmennaskóli í Reykjavík. Fram til þess tíma hafði verið tiltölulega ver séð fyrir ungmennafræðslu í höfuð- staðnum en víðast annarsstaðar. Ætlunin var, að skólinn yxi smátt og smátt, uns hann kæmist í viðunandi horf. En lítið gott hefir bæjarstjóm lagt til þeirrar stofnunar. Feldi hún fyrir fáum dögum tillögu um fjárframlag til byggingar handa skólanum. Greiddu 10 íhaldsmenn í bæjarstjóminni atkvæði gegn þeirri til- lögu. Mentaskólann hefir núverandi stjóm reynt að bæta eftir föngum, og verður eigi annað séð en forsjón bæjarins hafi iátið sér fátt um þá umbót finnast. Þá hefir Framsóknarflokkuriim beitt sér fyrir því, að komið yrði upp nýtísku sundhöll í Reykjavík og fengið Alþingi til að heimila til þess stærstu fjárupphæð, sem nokkurntíma hefir verið veitt til íþrótta hér á landi. En Knútur Zimsen borgarstjóri og málgagn hans hafa gert sitt ítrasta til að spilla og eyða fram- kvæmdum þessa máls. Hefir borgarstjóri og lið hans í veganefnd nú nýlega fram- ið það regin hneyksli að leggja til að mál- ið yrði svæft um ófyrirsjáanlegan tíma. Reykvískir íþróttamenn þurfa því eigi að vænta sundhallarinnar fyrst um sinn, nema svo giftusamlega færi, að B-listan- um ynnist fylgi til að knýja málið fram í bæjarstjóm. í sérstökum greinum mun verða skýrt nánar frá þeim umbótum, sem stuðnings- menn B-listans ætla sér að koma fram í fjármálum bæjarins. ---o--- Fjárhagsáætlun Reykjavíkur 1930. Það sló óhug miklum á fjölda bæjarbúa, þegar það barst um bæinn, að bæjar- stjómin ætlaði að senda frá sér fjárhags- áætlun fyrir 1930, þar sem fyrirhugað væri að hækka útsvör á bæjarbúum um alt að einni miljón króna (800—900 þús. sógðu Ihaldsblöðin, en hækkunin er meiri). Útsvörin haí'a verið mönnum hér í bæ erfiður baggi undanfarin ár, en nvað mun þá, ef þau hækka enn um alt að 50%, þannig að sá sem yfirstandandi ár borgar 100 kr. útsvar verði að borga 150 kr. að ári? Framsóknarfélag Reykjavíkur hefir lít- íð látið bæjarmál til sin taka að þessu, en þessi frekja bæjarfulltrúanna, að ætla enn að hækka bæjargjöldin um alt að 50%, var ein af aðalástæðunum til þess, að félagið >ákvað að hafa lista í kjöri við bæjarstjórnarkosriingamar 25. jan. næst- komandi. Bæjarfulltrúamir hafa eitthvað lækkað seglin síðan þeir sömdu fjárhags- áætlunina, og verður nánar vikið að því síðar. Að fulltrúamir eru famir að tala um lækkun á útgjöldum, frá því sem fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir, er vafa- laust því að þakka, að þessi nýi listi er fram kominn og ennfremur því, að for- sætisráðherra hefir lýst því yfir, að hann muni synja bæjarstjórn um heimild til hækkunarinnar, þegai’ til hans kasta kemur. Nú mætti ætla, að einhver ný stórvirki ætti að framkvæma fyrir þessa tæpu miljón króna, sem enn á að bæta við gjöld bæjarbúa. Ekki er hægt að bera fjárhagsáætlunina saman við reikninga bæjarins fjTÍr yfirstandandi ár, því þeir koma ekki fyrir almenningssjónir fyrst um sinn. En þegar eg var að leita að hin- um nýju stórvirkjum, sem bæjarstjóm ætlaði að gefa okkur fyrir miljónina, bar eg saman lið fyrir lið fjárhagsáætlunina fyrir 1930 og síðasta prentaðan bæjar- reikning. Og eg get ekki betur séð en ætl- unin sé að búta þessa miljón niður til ná- kvæmlega sömu framkvæmda, eða fram- kvæmdaleysis, eins og áður. Það á að taka nokkra tugi þúsunda til að gera við gömlu götuspottana, sem undanfarinn áratug hafa verið illfærir alt sumarið vegna sífeldra viðgerða og annað af sama tagi, með öðrum orðum, útgjaldaliðimir hækka, en fátt nýtt á að íramkvæma. Helstu nýjungar sem eg hefi séð eru eru þessar: Aðstoð býggingarfulltrúa 2000 kr. Bifreiðakostnaður byggingarfull- trúa og bæjarverkfræðings 2500 og 2500 kr. Fatnaður heilbrigðisfulltrúa 400 kr. (Þetta telst til heilbrigðismála). Þá er rekstur náðhúsa 8000 kr. (þau em víst óbygð ennþá). Læknabíll 5400 kr. o. s. frv. Eg ræð mönnum fastlega til að at- huga fjárhagsáætlunina vandlega og sjá hvað hugkvæmir bæjarfulltrúarnir okkar eru, þegarþeir eru að kurla niður eina miljón króna til viðbótar því hæsta, sem við höfum áður greitt í bæjarsjóðinn á ári. Og það er eins og Knud okkar Zim- sen hafi dreymt hálfilla nóttina áður en hann undirskrifaði þennan áætlunar- óskapnað, því hann skrifar þessa klausu undir fjárhagsáætlunina: „Frumvarp þetta er samið af fjárhags- nefnd, að mestu levti eftir tillögum nefnda þeirra, er hafa hin einstöku mál til meðferðar, en sýnir ekki samhuga vilja fjárhagsnefndar um fjárveitingarnai'. Einstakir nefndannenn og nefndin öll, geyma sér þýí allan rétt tíl þess að bera fram tillögur til breytinga á liðum fmm- varpsins“. Eg held að svona athugasemd hafi ekki si.aðið undir neimii fjárhagsáætlun Reykjavíkurbæjar undanfarin ár. Knud hefir haldið að þetta síðasta meistara- verk gengi illa í bæjarbúa og það að von- um. íhaldið (Sjálfstæðið nú-ltallaða) er 1 algerðum meirihluta í bæjarstjórn og auðvitað í algerðum meirihluta í öllum nefndum. Knud er sjálfur formaður í öllum nefndunum, og þó þarf hann að slá þennan varnagla. Hversvegna neyttu ekki íhaldsmenn, með Knud í broddi fylk- ingar, aflsmunar og gerðu fjárhagsáætl- unina strax svo úr garði, sem þeir ætluðu henni að vera? Ihaldsblöðin eru látin halda því að fólki, að áætlun fjárhagsnefndar hafi ver- ið svoná úr garði gerð vegna aðgerða jafnaðarmanna. Þó allir viti, að jafnaðar- menn „sé örir á annara fé“, þá er ekki það ástríki milli íhaldsmanna í bæjar- stjóm og jafnaðarmenn, að þeir fymefndu hefðu ekki getað ráðið við „fjárbruðl Bolsanna“, ef þeir hefðu viljað. f’essi fagnaðarboðskapur um 400—500 þús. kr. lækkunina er fals eitt og fláttskapur úr Ihaldsmönnum. Þið skuluð vera vissir um það, bæjarbúar góðir, að ef ekki hefði átt að kjósa í bæjarstjóm núna og borg-

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/829

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.