Austurland


Austurland - 13.03.1997, Blaðsíða 1

Austurland - 13.03.1997, Blaðsíða 1
47. árgangur Neskaupstað, 13. mars 1997. 10. tölublað. Þemavika og útvarpsrekstur Um þessar mundir stcndur yfir svonefnd Þemavika í Verk- menntaskóla Austurlands. Hugmyndin er að brjóta upp hcfðbund- ið skólastarf og leyfa sköpunargleðinni að njóta sín. Nokkrir hópar eru starfandi og eru þeir listsköpunarhópur, kaffileikhúshópur. kvikmyndagerðarhópur, heilsuræktarhópur, tölvuhópur, náms- og starfskynningarhópur og síðast en ekki síst, útvarpshópur. Öm Ingi Gíslason hetúr verið fenginn til að lciðbeina hópunum, en á kvöldin leiðbeinir hann í Listasmiðjunni. Afrakstur Þcmavik- unnar verður væntanlega til sýnis í lok vikunnar og dagskrá útvaips- ins er með fjölbreyttu efni, sem ætti að veita bæjarbúum ómælda ánægju Hornafjörður 100 ára / hljódstofu tírvarps Verkó Aust. Þetta valinkwma lið verður á öldum Ijósvakans næstu dagana á FM 101.4 með eyrnakonfekt af vmsit tagi. F.v. sitjandi Einar Alberts og Einar Torfi, aðrirf.v. Orri, Sœvar, Sveinn, Einar og Sigurjón Gísli. Ljósm. Eg.. Síldarvinnslan lif. velti rúmlega 4.2 milliörðum 1996 NESKAUPSTAÐUR _______________ Velta Síldar- vinnslunnar hf. nam rúmlega 4.2 milljörðum króna á síðasta ári og siðasta ár skilaói fyrirtækinu 494 milljónum króna í hagnað. Til samanburðar má geta þess að hagnaður SVN var 165 milljónir króna 1995 og rekstraráætlanir fyrir síðasta ár gerðu ráó fyrir I 30 milljóna króna hagnaði. Rekstrartekjur hækkuðu um 35% á milli ára og námu alls 3539 milljónum en að meðtöld- um innlögðum eigin afla rúm- lega 4.2 milljörðum eins og áður sagði. Arðsemi á eigin fjár á árinu var 47% samanborið við 25% árið áður. í árslok var cigið fé félagsins 1656 milljónir króna. Eiginfjárhlutfallið jókst á árinu úr 28% í 37% í árslok. Finnbogi Jónsson fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hf. sagði í samtali við blaðið í gær að þessi mun betri afkoma en rekstraráætlanir gerðu ráð fyrir stafaði af nokkrum þáttum. Hann sagði að gengismunur af lang- tímalánum hefði verið 73 millj- ónum hagstæðari en gert hefði verið ráð fyrir, hagnaður hefði verið af sölu hlutabréfa upp á 155 milljónir og framlegð í rekstri hefði verið 120 milljónum króna meiri en gert hefði verið ráð fyrir. Það stafaði fyrst og fremst af þvi að loðnuveiðar og vinnsla hefðu gengið betur en áætlað var. Rétt er að benda á að þrátt fyrir hundruð milljóna króna fjárfestingar á síðasta ári s.s. stækkun og endurbætur á loðnu- verksmiðju, byggingu nýs frysti- húss og ísverksmiðju í samvinnu við hafnarsjóð jókst eiginfjár- hlutfallið úr 28% í ársbyrjun í 37% í lok síðasta árs. Síldarvinnslan hf. gerir út einn ísfisktogara, tvo frystitog- ara og tvö nótaskip og í landi rekur félagið frystihús, loðnu- verksmiðju, saltfiskverkun, síld- arsöltun og dráttarbraut. Hjá félaginu starfa að meðaltali 360 manns og námu heildarlauna- greiðslur á síðasta ári 965 milljónum króna. Aðalfundur Síldarvinnslunnar hf. verður haldinn 19. apríl n.k. HORNAFJORÐUR _________________ í ár eru liðin 100 ár frá því að byggð hófst á Höfn í Homafirði. Það var fyrir réttum 100 árum sem verslun Ottós Tuliníusar var flutt frá Papaósi í Lóni til Hafnar og var það upphaf að byggðinni á Höfn. Af tilefni afmælisins verður margt til skemmtunar á afmælisárinu og mun dagskrá standa yfir að meira og minna leyti allt árið og hefur raunar verið margt til skemmtunar þann tíma sem liðinn er af árinu. Hápunktur hátíðahaldanna verður fyrstu helgina í júli. Þá verður haldin hin árlega Humarhátíð sem notið hefúr mikilla vinsælda undanfarin ár. Forsetahjónin munu heiðra Hornfirð- inga með nærveru sinni og vinabæjar- mót norrænna vinabæja Hornafjarðar verður þá haldið. Af öðmm helstu við- burðum sumarsins má nefna yfirlits- sýningu á verkum Svavars Guðnason- ar listmálara, sem er án efa einn merk- asti listamaður Homafjarðar fyrr og síðar. Á þeirri sýningu má líta fjöl- mörg verk sem ekki hafa verið sýnd hérlendis áður. Nýtt Sjóminjasafns Sýslusafnsins verður opnað á jarðhæð í Pakkhúsinu og á cfri hæðinni verður kaffistofa og sýningarsalur. Pakkhús þetta var byggt árið 1930 og hefur verið í endurgerð undanfarin ár. Jafnframt þessu er áætlað aö hcfja uppgröft á forna bæjarstæðinu í Hólmi, sem fannst í mynni Laxárdals. Áætlað er að grafa upp skálann i júní og kamia til hlítar kumlið sem bærinn famist út frá. Næstu dagskrárliðir afmælishátíð- arinnar í mars og apríl er m.a frum- sýning Leikfélags Hornafjarðar á morgun, fóstudag, á leikritinu „Á sama tíma að ári“ og um helgina verð- ur Gjugg i bæ á Höfn. I apríl vcrður fímleikamót Sindra, útgáfuhátíð „Kæra Höfn“ en það er gcisladiskur með tíu lögum úr keppninni „Afmæl- islagið 1997“ þá má og ncfna harmon- ikkutónleika Tattoo Kantoma og af- mælistónleika karlakórsins Jökuls. Ótal margt er ótalið af þeirri dagskrá sem þegar hefur verió gefin út en Ijóst er að á Höfn ættu allir að finna eitt- hvað við sitt hæfi á afmælisárinu. Til hamingju meó afmælið Horn- firðingar. Fyrirhugaðri grunnskólabyggingu frestað Til fermingargiafa Góð rúmföt rslumú Nesbær Egilsljraul 5 Nesk.mpsLið var477 1113 baqjarins EGILSSTAÐIR Bæjarstjórn Egils- staða hefur ákveðið að fresta viðbyggingu við grunnskólann og verja í þess stað um hálfri milljón króna í ár til úttektar á starfi skólans. Ef aðstæður leyfa verður hafist handa um bygg- ingarframkvæmdir um næstu áramót og stefnt að því að táka fyrsta áfanga viðbyggingar í notkun haustið 1999. Helgi Halldórsson bæjarstjóri á Egilsstöðum segir að sáralítil seinkun verði á framkvæmdum þrátt fyrir þessa frestun, menn hefðu bara viljað draga andann þetta árið og ekki fara í frekari lántökur. Þess í stað rnunu fram- kvæmdir væntanlega ganga hraðar á næsta ári og haustið 1999 munum við taka í notkun stjórnunaraðstöðu og 7 kennslu- stofur í viðbyggingu skólans sagði Helgi. Kostnaður við stækkun grunnskólans er áætlaður á milli 50 og 60 millj- ónir króna. Varðandi úttekt á starfi skólans sagði bæjarstjórinn að hún yrði gerð samkvæmt beiðni stjórnenda skólans. Þar vilja menn fara í nokkurs konar nafnaskoðun, en enn er ekki endanlega mótað hvemig þeirri úttekt verður háttað. Hclgartilbod Java kaffi 400 gr. 199.- Oxford kremkex 77.- Þvottaduft 3 kg. 330.- Mýkingarefni 2 ltr. 119.- Lux baðsápa 4 stk. 218.- WC pappír 8 r. 186.- 6^^ S 477 1301

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.