Austurland - 13.03.1997, Síða 6
6
FIMMTUDAGUR 13. MARS 1997
Ölafur Sigurðsson
Úr umferðinni
Akstur um Oddsskarð
Allir sem aka um Odds-
skarösveg gcra sér grein fyrir því
að þessi vegur cr einn af hættu-
legustu vegarkötlum landsins. I
mörgum af hættuiegustu beygj-
unum ættu auðvitað að vera veg-
rið cn það cr alltaf verið að spara
og alltaf er það á kostnað um-
feróaröryggis.
Vegmerkingar á Oddsskarðs-
vegi cru líka stórundarlegar svo
ckki sé meira sagt. Þegar ekið er
út úr göngunum Eskitjarðarmeg-
ín þá kemur maður fyrst að
merkinu „fimmtíu kílómetra há-
markshraða lokið” og síðan 30
metrum neðar að viðvörunar-
merkinu „Hættuleg hægri
beygja.” Hvaða speki cr nú
þetta? Væri nú ekki eðlilegra að
halda fimmtíu kílómetra hraðan-
um niður fyrir tvær næstu beygj-
ur eða jafnvel niður fyrir skíða-
svæðið. Aksturinn um göngin er
svo einn stór brandari. Opnunar-
búnaður ganganna er sá sér-
kennilegasti sem um getur og
Ijósin sem sett voru upp síðasta
haust eru óskiljanleg með öllu.
Hverjum í ósköpunum datt í hug
að hafa þessi ljós rauð og gul. Er
það virkilega túlkun vegagerðar-
innar á umferðarlögum að það
eigi að aka á gulu ljósi? Af
hverju voru þessi ljós ekki ein-
faldlega höfð rauð og græn? Það
er sjálfsögð krafa að þessu verði
breytt hið snarasta. Er svo ekki
mögulegt að setja þarna upp
búnað sem er í lagi til frambúðar
eða eru þeir vegagerðarmenn
Merkingur Eskijjardarmegin við göngin. Ilér er 50 km. hámarks-
hraða afléll rétt fyrir stórhœttulega beygju. Kippkorn neðar hefur
verið varuð við hwttulegri hœgri beygju en það skilti hefur líklega
orðið snjóruðningstækjum að bráó nýverið.
Dansað á haustdögum
REYÐARFJORÐUR
Leikfélag Reyð-
arl'jarðar frumsýnir á morgun
leikritið Dansað á haustdögum
eliii irska leikritaskáldiö Brian
Liekl, sem segja má aö sé cinn af
þjóðskáldum Ira.
I.eikritið gerist árið 1935 á
heimili limm systra í litlu sveitar-
þorpi á írlandi. Ein systirin hafði
eignast son í lausaleik og er það
hann sem rifjar upp bemsku-
minningarnar.
Að sögn Gislunnar Jóhanns-
dóttur cr hér um mjög vandaða
og góða sýningu að ræða undir
leikstjórn Guðjóns Sigvaldason-
ar. Átta leikarar eiu í verkinu sem
áætlað er að sýna alls sjö sinnum
næstu helgar og aðeins á Reyðar-
firði, þar sem erfitt er að fara
með verkið um.
Myndin hér til hægri er tekin
á æfingu hjá Leikfélagi Reyðar-
tjarðar í síðustu viku.
Viltu sjá skemmtílegan leíkþátt?
Leikþátturinn Venus/Mars verður sýndur í Egilsbúð föstudaginn 14. mars
n.k. kl. I 7.00. Leikþátturinn tekur 20 mínútur í flutningi. I leikþættinum
er brugðið upp kunnuglegum myndum af dæmigerðum samskiptum karls
og konu, hvernig þau túlka orð og athafnir hvors annars á mismundandi
vegu. Slegið er á létta strengi svo allír ættu að geta haft garnan af og
farið heim með gagnlega fróðleiksmola í farteskínu.
Höfundur og leikstjóri er Edda Björgvinsdóttir. Leikarar eru Gunnar Gunnsteins-
son. Margrét Kr. Pétursdóttir og Valgeir Skagfjörð sem einnig sér um tónlistina í
sýningunni. Leíkmynd og búningar eru í höndum Kristínar Björgvinsdóttur.
Leíkþátturinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.
Fræðslumálaráð Neskaupstaðar.
ekki búnir að átta sig á því að
öldin er aö vcrða. liðin. Þá cru
samskipti ökumanna inni í göng-
unum oft æði skrautleg, en sam-
kvæmt rcglunum eiga þeir scm
koma frá Eskifiröi aö tára inn í
útskotin og víkja fyrir hinum cða
m.ö.o. umfcrðin inni í göngun-
um á ekki að fara í kross. Þetta
scgir hins vegar ekkert til um
það hvor bíllinn á aö bakka ef
tveir mætast á milli útskota eins
og sumir virðast hplda.
Þá fmnst mér alvcg óskiljan-
lcgt hvernig stendur á því að
ckki skuli hafa vcriö sctt upp
viðvörunarmcrki viö tvær stór-
hættulega bcygjur scm cru í svo-
kölluðum „Blóðbrckkum”.
Þarna hafa orðið mörg umfcrðar-
óhöpp. Ætla menn kannski að
bíöa með aö mcrkja þessar
beygjur þangað til aö þarna
vcrður banaslys? Þarna voru
merki áöur cn vegurinn var lagö-
ur bundnu slitlagi. Vegagcröar-
mcnn takið nú cndilcga við ykk-
ur og kippiö þessu í lag hið
bráöasta. Þetta er smámál fyrir
ykkur.
Veriö sæl aö sinni og haflö
hugfast aö það er fullt starf aö
aka bíl og þess vegna bcinum
viö allri okkar athygli að um-
fcrðinni.
Olafur Hr. Sigurösson
Ökukcnnari í Neskaupstaö.
A leið niður í Oddsdal. Hér eru all skitggalegar beygjur ómerktar
með öllu enda hefur greinarhöfundur margsinnis komið að bilum
sem hafa tekið strikið beint út i móa á þessum slóðum.
Firma- og
hópakeppni í
knattspyrnu
Firma- og hópakeppni Þróttar í innanhúss-
knattspyrnu fer fram í íþróttahúsinu í
Neskaupstað laugardaginn 15. mars n.k. Leikið
verður í 5 manna liðum, leiktími 1x10 mínútur.
Leikið verður í tveimur 5 liða riðlum og komast
tvö efstu liðin í hvorum riðli áfram.
Verðiaunapeníngar fyrir 1. og 2. sætið og
pizzaveisla í Egilsbúð fyrir sigurliðið.
Þátttaka takmarkast við 10 lið og er
þátttökugjald á lið kr. lO.OOO.-
Allar nánari upplýsingar og skráning hjá
Hlyni í síma 896 0713.
Knattspyrnudeild Þróttar