Mosfellsblaðið - 01.02.1999, Blaðsíða 2

Mosfellsblaðið - 01.02.1999, Blaðsíða 2
Nosfellsbsr á landahortid LEIÐARI: HELGI SIGURÐSSON Handboltalið Mosfellinga Afturelding hefur verið að gera það gott að undanförnu og allt virðist ætla að ganga liðinu í haginn. Laugardagurinn 13. febrúar verður þó minnistæður þar sem þetta er fyrsti stóri titillinn sem félagið vinnur. Liðið hampar nú bikarmeistaratitli og deildameistaratitill er innan sellingar. Markviss áhersla á að skapa hér gott handboltalið er að skila sér og Afturelding er nú komin inn á landakort handboltans. Þá er þetta viss kynning á bænum okkar og eykur stolt okkar hér í bænum. Gríðarleg stemmning skapaðist kringum .þennan leik og voru úrslitin okkur kærkominn. Undanfarin ár hefur verið unnið markvisst að því að skapa hér í bænum gott hand- boltalið og hallar á engan þótt þáttur Bjarna Ásgeirs hjá Holtakjúklingum sé dreginn fram í dagsljósið, en hann hefur og fyrirtæki hans Holtakjúklingur verið boðið og búið til að styrkja handboltann. Þáttur hans er svo stór að liðsmenn eru oft nefndir kjúklingarnir úr Mosfellsbæ. Kjúklingarnir úr Mosfellsbæ eru nánast eins og vörumerki félagsins. Þessi góði árangur Aftureldingar hefur mjög jákvæði áhrif á alla íþróttaiðkun og skapar um leið mentað hjá þeim yngri. Mosfellingar geta því verið stoltir af liði sínu eftir þennan frábæra árangur. Það er alltaf gaman þegar vel gengur og vonandi er þetta aðeins byrjunin á langri sigurgöngu félagsins. Einelli og viðbrögð viö því Þetta var yfirskriftin á nýafstöðnum fyrirlestri um einelti sem haldinn var í hátíðarsal Varmárskóla 9. febrúar sl. Fyrirlesari var Brynjólfur Brynjólfsson, sálfræðingur, starfar nú hjá Samvist sem er fjöl- skylduráðgjöf, samvinna milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur. Fyrirlestur hans tók um einn og hálfan klukkutíma og þegar honum lauk vantaði ekki spurn- ingamar úr salnum. Birgir D. Sveinsson, skólastjóri Vármárskóla og Inga Hrefna, skólasálfræðingur, voru í salnum og svöruðu þau spumingum sem snem að þeim. Brynjólfur setti fram lista yfir það hvemig við gæt- um komið í veg fyrir einelti; Innan skóla Rannsókn með spumingalistum Námsdagar um einelti Betra eftirlitskerfi Foreldrafundur Innan bekkjar Bekkjarreglur vegna eineltis Bekkjarfundir Atak á einstaklingsgrunni Samtöl gerenda og þolenda Samtöl foreldra þeirra sem tengjast eineltin Nota hugmyndaflugið NÝTT BLAÐ, NÝJAR ÁHERSLUR Ritstjórar, ábyrgðarm., blaðam.: Helgi Sigurðsson og Cylfi Guðjónsson, s. 89-20042, fax 566 6875 Bikarblað Mosfellsblaðsins: Gylfi Guðjónsson og Pétur Berg Matthíasson Augl.: Ólöf Björk Björnsdóttir s. 698 8338 íþróttir: Ólöf Björk Björnsdóttir, s. 698 8338 og Júlíana Viktorsdóttir, s. 566 8377 Dreifing: Niels Hansen, s. 566 6446 2. tbl. 1999 - 2. árgangur Elín Reynisdóttir. ÓiöfBjörk Bjömsdóttir. rnanns á fundinn. Kæru foreldrar og forráðamenn, böm á skólaaldri í Mosfellsbæ em ca Í.IOO talsins, HVAR ERUÐ ÞIÐ, jjegar svo áríðandi mál er á dag- skrá, sem varðar öll bömin okkar. Við foreldrar og forráðamenn verðum að taka alvarlega á málinu strax og tala um einelti við bömin okkar heima og fræða þau. Ef við stöndum ekki saman hvemig eigum við þá að stöðva þetta. Með kveðju og von um góða samvinnu Ólöf Björk Björnsdóttir, form. foreldrafél. Varmárskóla Elín Reynisdóttir, form. foreldrafél. Gagnfrœðaskólans Greinilegt var að einelti er þarft umræðuefni hér í bæ og eitthvað þurfum við að gera. Niðurstaða fúndar- ins að þessu sinni var sú að koma á fót hópi foreldra, kennara og skólastjóra sem ynnu að settum mörkum svo sem að koma af stað gátlistum, námskeiðum, fyr- irlestmm og fleiru. Stjómir foreldrafélaganna í Varmár- og Gagnfræða- skólanum tóku á það ráð, þegar kom að því að koma út auglýsingum, að bera auglýsinguna út sjálf þar sem töskupóstur skilar sér ekki nógu vel. Borið var út í rúmlega l .600 hús í Mosfellsbæ og mæltu ca 130 # Iíom, sá ©g sigraði - eins og HIIV Fimmtudaginn 29. janúar var haldin söngvakeppni félagsmiðstöðva í íþróttahús- inu í Garðabæ. Hver félagsmiðstöð seni eitt atriði og fyrir hönd Bólsins keppti Anna Hlín Stefánsdóttir. Keppnin var mjög spennandi enda hver félagsmiðstöð búin að halda undankeppni fyrir þessa keppni. Anna Hlín stóð sig með eindæmum vel og sigraði þessa keppni, enda stórgóð söngkona. /v' / 0 MosrellsblaðlA

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.