Mosfellsblaðið - 01.02.1999, Blaðsíða 12

Mosfellsblaðið - 01.02.1999, Blaðsíða 12
Jóhann S. Bjömsson, fonn. Lionsklúbbs Mosfellsbæjar, afhendir Svanhildi Þor- kelsdóttur.forstöðumannifélagsstarfs aldraðra Itið nýja göngubretti. Bœjarstjóri fylgist með, ásaml Lionsmönnunum Bimi Astmundssyni og Jóni Þorsteinssyni. Við borð þeirra er einnig nýráðinn forstöðumaður Hlaðhamra, Valgerður Magn- úsdóttir. Lions j»efa Hlaðhómnim göngubretti Þann 26. jan. s.l. afhentu Lionsmenn félagsstarfi aldraðra að Hlaðhömrum göngubretti, sem breyta má í bekk fyrir léttar arm- og fótaæfingar. Tæki þetta kostaði um kr. 160.000.00, en sköm- mu fyrir jól gáfu þeir sjúkraþjálfunarstöðinni að Reykjalundi stuttbylgjutæki til styrktar og endurhæfingar vegna slitgiktar og vöðvabólgu í veíjum sem liggja djúpt í líkamanum. Það tæki kostaði um hálfa milljón kr. Bekkurinn sem gefinn var að Hlaðhömrum er nú óspart notað- ur af fólkinu þar og kemur sér vel þegar snjór og hálka hindra eðlilega hreyfingu úti við. Nýráðinn forstöðumaður Hlaðhamra var á staðnum er gjöfin var hafhent, en það er Valgerður Magnúsdóttir, sem er menntuð sem lyfjatæknir og sjúkraliði. Hún hefur starfað í Mosfellsapó- teki frá 1. sept. 1980 og lauk störfum 13. febr. s.l. Hún hefur einnig starfað sem sjúkraliði á Reykjalundi frá 1991 og lýkur þar störfum næstu mánaðamót. Fráfarandi forstöðumaður Hlað- hamra er Asdís Hauksdóttir og hefur hún verið frá upphafi. Sigsteinn Pálsson á Blikastöðum prófar fyrstur hress í bragði göngubrettið og nœst ásamt fleirum fóru á það Jón M. Sigurðs- son, f.v. kaupfélagssljóri og Oddný Helgadóttir, húsfreyja á Ökrum. Sigsteinn er elstur manna í Lions og einnig elstur íbúa að Hlaðhömrum, en hann varð 94 ára gamall s.l. þriðjudag. Bestu hamingjuósk- ir, Sigsteinn. BÍLAVERKSTÆÐI Guðvarðar og Kjartans Önnumst allar almennar bifreiðaviðgerðir, jeppabreytingar, rennismíði, sprautun o.fi. Fluguuiýri 16 c, Mosfellsbæ Sími 566 6257 - Furs. 853 6057 Fax 566 7157 Heilsugæsla Mosfellsumdæmis Málefni heilsugæslunnar virðast í þeim far- vegi, að starfsfólk, sem sagt hefur upp muni standa við uppsagnir að óbreyttu. Heilbrigðis- ráðuneytið hefur átt í viðræðum og óskað eftir 6 mánaða fresti sem líkur benda til að ekki verði fallist á. Hreppsnefnd Þingvallahrepps sendi bréf til Ingibjargar Pálmadóttur, heilbrigðisráðhena þann 23. janúar 1999 og lýsti yfir stuðningi við starfsfólk Heilsugæslunnar og segir m.a.: „Hreppsnefndarmönnum þykir mjög miður hvemig komið er, því allt starfsfólk heilsu- gæslustöðvarinnar hefur sýnt einstaka hæfni, ábyrgð og lipurð í störfum sínum í áratuga þjónustu við íbúa Þingvallasveitar, og hafa læknar oft lagt á sig mjög erfið ferðalög til að sinna skjólstæðingum í hreppnum." Síðan er ítrekuð ósk um að heibrigðisráðherra leysi mál- in strax svo notið verði óeigingjamra starfa og þjónustu þess fólks sem ennþá starfi við Heilsugæsluna og ekki komi til fleiri upp- sagna. Enginn l'undur hefur verið haldinn í stjórn Heilsugæslunnar síðan 11. janúar s.l. Þó hafa 3 fundir verið boðaðir skv. heimildum blaðsins en allir afboðaðir aftur. Að enn skuli slík óstjóm eiga sér stað í Heilsugæslunni á ör- lagastundu virðist benda til að stjómin sé óstarfhæf. Skv. heimildum blaðsins hafa fram- kvæmdastjóri og stjómarformaður Heilsu- gæslunnar lýst yfir háum rekstrarkostnaði á blóðrannsóknatæki, sem kaupa átti fyrir Heilsugæsluna. Margir bæjarbúar hafa leitað til blaðsins vegna þessara ummæla og óskað eftir réttum upplýsingum. Staðreyndin er sú að þetta tæki er notað á nokkmm stöðum hér á landi með afar góðum árangri, við það em not- uð einnota glös , tækið þarf ekki sérstakt stöðugildi og að hár rekstrarkostnaður fylgi tækinu er ósatt. Skv. heimildum blaðsins erhið sanna að hvert sýni í þessu tæki er hið ódýrasta sem völ er á hér á landi. - Því miður mun fleiri ósannindum hafa verið komið af stað og er slíkt hörmulegt. Vegna fyrirspuma til blaðsins hverjir sitji í stjóm Heilsugæslunnar þá em það eftirfarandi aðilar: Björgvin Njáll Ingólfsson, skipaður af heilbrigðisráðherra. Helga Richter, fyrir minnihluta í bæjar- stjóm Mosfellsbæjar. Pétur Hauksson, fyrir meirihluta í bæjar- stjóm Mosfellsbæjar. Anna Björg Sveinsdóttir, fyrir Kjósar- hrepp og Þingvallahrepp. Ingvar Ingvarsson, fyrir starfsmannafélag Heilsugæslu Mosfellsumdæmis. Mikill fjöldi fólks mun nú þegar hafa und- irritað stuðningsyfirlýsingu við lækna og starfsfólk Heilsugæslustöðvar Mosfellsum- dæmis, þar sem þess er krafist að læknum og öðru starfsfólki Heilsugæslustöðvarinnar í Mosfellsbæ verði sköpuð viðundandi starfs- skilyrði, þannig að friður komist á um starf- semina og læknamir okkar og annað starfs- fólk geti séð sér fært að vinna þar áfram. Mosfellsblaðið hafði samband við Jónas Sig- urðsson, forseta bæjarstjómar Mosfellsbæjar. Hann kvaðst hafa fylgst mjög grannt með vandamáli Heilsugæslunnar, liti það alvarleg- um augum og legði sig fram um lausn á því. / nýúkomnum Mosfellsfréttum er leiðari eftir Björgvin Njál Ingólfsson. Digunnœli og bull sem þar kemur fram breytir ekki sannleiksgildi frétta Mosfellsblaðsins um Heilsugæslu Mofellsumdœmis. Jónas Sigurðsson 50 ára Laugardaginn 30. janúar s.l. varð Jónas Sigurðsson, forseti bæjarstjómar Mosfellsbæjar fimmtugur. Hélt hann upp á afmæli sitt í Hlégarði og heimsótti hann ljöldi fólks 250 til 300 manns. Meðal gesta var forseti íslands og er hann hér á myndinni ásamt afmælis- baminu Jónasi Sigurðssyni og eiginkonu hans, Guðrúnu Skúladóttur.

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.