Austurland - 06.04.2000, Blaðsíða 2
2
FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000
Heldurðu að einhvern tíma
rísi álver í Reyðarfirði?
Magnús Þór Ásgeirsson:
„Þetta er góð spurning.
Já, það mun rísa.“
María Jórunn Hafsteinsdóttir:
„Það mun rísa. Við verðum að
trúa því.“
Reynir Neil:
„Ég skil ekki málið nógu vel, en
það verður að auka fjölbreytni í
atvinnulíf á Austuriandi."
Ragnhildur Tryggvadóttir:
„Ég veit það ekki.“
Bryndís Aradóttir:
„Já, ekki spurning.“
Afar þakklátur
cc
Norðfjardar-
kirkja fær
góðar gjafir
Séra Sigurður Rúnar Ragn-
arsson sóknarprestur á
Norðfirði er ánægður og
þakklátur maður eftir kristni-
tökuhátíð sem þar var haldin um
helgina. „Ég vil flytja öllum hug-
heilar þakkir fyrir hversu vel tókst
til og hversu mjög fólk naut
þessarar stundar saman,“ sagði
hann í samtali við blaðið. Ekki
dregur úr gleðinni hversu góðar
gjafir kirkjunni hafa borist að
undanförnu.
Meðal gjafa til kirkjunnar eru
tveir stjakar á altari sem barna-
börn Valgerðar Torfadóttur og
Hermanns Davíðssonar í Skugga-
hlíð gáfu til minningar um þau.
Þá hafa Herdís V. Guðjónsdóttir
og börn gefið altarisklæði til
notkunar á aðventu til minningar
um Steinþór Þórðarson í Skugga-
hlíð. Herdís hefur einnig gefið,
ásamt þeim Aðalheiði Aðalsteins-
dóttur og og Sigrúnu Guðjóns-
dóttur, altarisklæði til notkunar á
föstu til minningar um þá sem
fórust í húsbruna í Skuggahlíð 11.
ágúst 1949.
Kvennadeild Slysavarnafélags-
Séra Sigurður: Hægt verður að
taka orgelið í notkun í sumar.
ins hefur gefið kirkjunni fimmtíu
sálmabækur og Brynjar Júlíusson
kaupmaður tíu til viðbótar.
Þá hefur orgelsjóði borist
rausnarlegt framlag frá Sparisjóði
Norðfjarðar, svo og Félagi eldri
borgara, Norðfirðingafélaginu og
fleiri velunnurum. Að sögn séra
Sigurðar stefnir í að hægt verði
að taka orgelið í notkun í sumar
og er það vonum framar.
Að lokum vildi séra Sigurður
koma á framfæri kæru þalddæti
fyrir altaristöflu sem hjónin Úlfur
Ragnarsson og Ásta Guðvarðar-
dóttir færðu kirkjunni að gjöf.
Taflan stóð áður í Skorrastaðar-
kirkju og er talin vera frá því um
1700.
Sundlaug Weskaupstaðar
Voropnun frá 7. apríl 2000
Mándaga - fostudaga
6:45- 10:00 og 16:00-20:00
lauoardaga og sunnudaga
10:00- 16.00
Gufabað fyrir konur, þriðjudaga og laugardaga
Gufubað fyrir karla, fimmtudaga og sunnudaga
Verið velkomin
Starfsfólk laugarinnar
Ókeypis smáar
Til sölu Bíll til sölu
Sófaborð og hornborð.
Upplýsingar í síma 477 1497.
MMC Pajero V6 3000, 7
manna, árgerð 1989, ekinn 154
þúsund lun. Góður bíll á góðu
verði. Upplýsingar í síma 477
1826 og 861 1826
4 ” A
Prinsippmálin til vandræða
Það fylgdust margir tipparar spenntir með úrslitunum um
helgina. Það stefndi í 12 eða 13 rétta hjá mörgum, en þegar
upp var staðið var einn hópur með 13 rétta og þrír hópar
með 12 rétta. En því miður voru vinningarnir ekki til að hrópa
húrra fyrir, rúmlega 40.000 fýrir 13 rétta og 1.200 fyrir 12 rétta.
Það var hópurinn Helgist sem náði 13 réttum og 3 Fuglar, Mónes
og City náðu 12 réttum, síðan voru níu hópar sem náðu 11 réttum.
Það eiga í raun efstu sextán hóparnir möguleika á sigri í hópleikn-
um, en rétt er að hafa í huga að hann er kominn skammt á veg og
margt óvænt á eftir að gerast. Efstir eru Mónes með 34 stig, 3 Fugl-
ar með 33 stig, Eysteinn og Skósi með 32, Bara rugl, HBB ráðgátur,
Bítlarnir, Tippverkur og Bandit með 31, síðan koma Táarinn,
Express, Dejá Vu, Everton, Gufurnar og City með 30 og West End
með 29 stig.
Það var frekar ójöfn viðureign hjá Matthíasi og Magna í síðasta
blaði. Magni fékk 9 rétta en Mattías 12 og klildcaði því bara á ein-
um leik. Það sem fór illa með Magna voru hin ýmsu prinsippmál
og óskhyggja um gengi liða. Það er oft gott að blanda þessu saman í
hæfilegum skömmtum og þá er aldrei að vita hver útkoman verður.
Magni hefur útnefnt Kristínu Guðmundsdóttur í sinn stað. Hún er
heitur stuðningsmaður Arsenal eins og Magni og Matthías (er verið
að tala um klíkuskap?).
Kristín er mjög óánægð með að Man. Utd. skuli ekki vera á
seðlinum, því hún hefði örugglega spáð þeim tapi. Hún spáir
Ipswich sigri, bara fyrir Hlyn, og svo gaf hún í skyn að Man.Utd,-
maðurinn Viðar Sveins hefði lið til vara til að halda með þegar illa
gengi hjá Man.Utd., þ.e. Wolves, og hún spáir þeim einnig sigri.
Bæði eru þau með heimasigur á öllum leikjunum og tippa noldcuð
líkt, en við sjáum hvort þeirra hrósar sigri á laugardaginn.
Kristín Matthías
Sunderland - Wimbledon 1 1
Leicester - Everton 1 12
Bradford - Southampton 1x2 lx
Watford - Derby 12 1
Nott.Forest - Charlton 1x2 1x2
Man.City- Crewe 1 1
Ipswich - Port Vale 1 1
Barnsley - WBA 1 1
Huddersfield - Birmingham lx 1x2
Wolves - Blackburn Ix lx
Bolton - Walsall 1 1
Portsmouth - Norwich lx lx
C.Palace - Stockport 1 1
Það er áfram hörkukeppni í 10 kr. leiknum og þegar tíu vikur eru
búnar af sautján er Guðmundur efstur með 67 stig og næstir eru Víglundur 65, Bói 64, Heimir 63 og Hörður með 61 stig. Besta meðaltalið hefur Siggi Sveins 7,1 síðan koma Heimir 7,0, Guðmundur 6,7, Björgúlfur 6,57, Víglundur 6,5, Bói 6,4 og Hjörvar
Hjálmars er með 6,2. Getraunaþjónustan er opin á föstudögum kl
19.30 til 21.00 og á laugardögum kl 10.00 til 13.00. Munið að það
er kominn sumartími í Evrópu og leikirnir byrja Jdulckutíma fyrr en
í vetur, og lokað er fyrir söluna kl 13.00. Munið félagsnúmer
Þróttar 740 alltaf, alls staðar.
Knattspyrnudeild Þróttar
Ljósmyndamaraþon gegn ofbeldi
jósmyndamaraþon Rauða
kross íslands og Hans Pet-
ersen fer fram laugardaginn
8. apríl nk. Keppnin fer þannig
fram að þátttakendur hafa tólf
klulckustundir til að lýsa þemanu
„umhyggja“. Hver þátttakandi fær
eina 36 mynda filmu sem hann
skilar átekinni innan 12 klukku-
stunda og er honum í sjálfsvald
sett hvernig hann túlkar þema
keppninnar.
Með orðinu umhyggja er átt
við að láta sér annt um velferð
einhvers og er orðið andstæða
ofbeldis sem er eitt af helstu
meinsemdum samfélagsins að
mati samtakanna.
Keppnin er svæðisbundin, þ.e.
landinu er skipt í sjö keppnis-
svæði og eru verðlaun veitt fyrir
fyrsta til þriðja sæti. Afrit af þeim
myndum eru síðan send til
Reykjavíkur þar sem dómnefnd
velur bestu myndirnar á lands-
vísu. Tilkynnt verður um verð-
launamyndir 8. maí og jafnframt
haldin sýning á þeim.
Að úrslitum fengnum á Austur-
landi mun blaðið birta þær
myndir sem vinna til verðlauna.