Austurland


Austurland - 06.04.2000, Qupperneq 5

Austurland - 06.04.2000, Qupperneq 5
FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000 5 Elsku mamma! Hvar á ég að fædast?? „Þad er ekki öruggt að fæða barn þar sem engin skurdstofa er til staðar" Sem verðandi móðir á Austurlandi í sumar get ég ekki orða bundist. Hvar er öryggi míns ófædda barns og sjálfrar mín sett í forgangsröð í þessu þjóðfélagi?? Fyrir nokkru barst mér til eyrna að loka ætti fæðingar- deildinni við Heilbrigð- isstofnun Austurlands í Neskaupstað um tíma í sum- ar. Ég lét þetta eiginlega sem vind um eyru þjóta og tók ekki mark á þessu, enda fannst mér það fáránlegt að loka ætti einu fæðingardeildinni í öllum íjórðungnum sem hefði yfir að ráða skurðstofu. Síðar heyrði ég þann rökstuðning að vegna lokunar skurðstofu yrði að loka fæðingardeildinni, þar sem skurðstofa væri öryggistæki ef eitthvað kæmi upp á. Jú, ég skildi það mæta vel, það ganga nefnilega ekki allar fæðingar snurðulaust fyrir sig og oft þarf að grípa inn í og þess vegna er nauð- synlegt að hafa skurðstofu opna. En að lokum gat ég lesið um þessa ákvörðun í síðasta tölublaði Austurlands og gat nú metið stöðuna sjálf án flugufregna utan úr bæ. Jú, þessar sögusagnir reyndust réttar. Ákvörðun um að loka fæðingardeildinni við Heilbrigðis- stofnun Austurlands í Neskaup- stað í sex vikur í sumar var sem sagt orðin að veruleika. Og hvers vegna? Jú, að sjálfsögðu hljóta allir að skilja það: ..Hún er fvrst og síðast tekin í sparnaðarskvni.“ sagði Einar Rafn Haraidsson framkvæmdastjóri Heilbrigðis- stofnunar Austurlands. En bíðið nú við, hvergi í þessari grein var talað um lokun skurðstofu eins og ég hafði heyrt um, þannig að ekki var verið að loka fæðingar- deildinni af öryggisástæðum vegna okkar sængurkvenna. Hins vegar kemur í ljós að ef til vill þarf ég að fæða barnið mitt á Egilsstöðum, en þar verður hægt að fæða þær sex vikur sem fæð- ingardeildin í Neskaupstað verður lokuð og afsakar Einar Rafn það þannig að ..konur í Fiarðabyggð þurfi í þessar sex vikur að lifa við sömu aðstæður og konur víðs vegar um Jandið þurfa að gera.“ Ég sé eltki að við þurfum alltaf að bera okkur saman við aðra staði þar sem þjónustan er lélegri, við hljótum að einblína á bestu og öruggustu lausnina sem fáanleg er á svæðinu. Ég sé heldur ekki að það sé öruggt að fæða barn þar sem engin skurðstofa er til staðar. Hvað skal gera í miðri fæðingu ef allt er ekki eðlilegt? Eitthvað kostar sjúkraflug til Reykjavíkur. Þannig að orð Einars Rafns um að hann ..haldi að það sé ekki verið að stofna örvggi kvenna hér í fiórðungnum í hættu“ eru ekki raunsæ. Kannski er það rétt hjá honum að öryggi okkar sængurkvenna sé ekki í húfi en öryggi væntanlegra þegna Austfjarða er í hættu. Enda virðist það vera þannig í þessu þjóðfélagi að sífellt er ráðist á þá sem minna mega sín og geta ekki varið sig. Ég er hrædd um að ef eitthvað kæmi fyrir barnið mitt í fæðingu gæti það reynst þjóðfél- aginu dýrt síðar, og sá sparnaður sem hlytist af lokun fæðingar- deildar myndi ekki borga sig. Það sem ég á þó erfiðast með að skilja í þessu máli og er ég þar komin að kjarna málsins: Ég er hjartanlega sammála Guðrúnu Sigurðardóttur hjúkrunarforstjóra við Fjórðungssjúkrahúsið í Nes- kaupstað; hvers vegna verið er að bjóða okkur upp á að fæða á Egilsstöðum í 6 vikur þar sem öryggisaðstaða er engin og er ég þá að tala um fullkomna skurð- stofu? Hvers vegna er fæðingar- deildinni í Neskaupstað ekki haldið opinni í allt sumar þar sem boðið er upp á alla þjónustu og öryggi við sængurkonur og börn, en sparnaðurinn fenginn með því að loka alfarið á Egilsstöðum í sumar? Mér finnst þetta reyndar vera meira en hagsmunamál verðandi mæðra. Þetta hlýtur að tengjast byggðamálum. Hvaða unga fólk vill flytja hingað í fjórðunginn ef það veit að fæðingar barna þeirra skuli miðast við september til maíloka ár hvert? Fæðing barns er það dásamleg- asta sem maður upplifir en er jafnframt erfitt líkamlega og and- lega. Þess vegna finnst mér skipta máli að ég viti hvort ég megi treysta því að fæða barnið mitt í öruggum höndum ljósmæðra við fæðingardeildina í Neskaupstað með starfsfólk skurðdeildar að bakhjarli. Eða hvort ég þurfi að dvelja hjá móður minni á stór- Reykjavíkursvæðinu nokkrar vikur í júlí og koma heim með það upp á vasann að x. Norðfirð- ingurinn á þessu herrans ári hafi fæðst í þrengslum og miklum önnum á fæðingardeild Landspít- alans í Reykjavík vegna sparnaðar í heilbrigðiskerfinu. Fyrir hönd allra þeirra barna sem líta munu dagsins ljós á Austfjörðum í sumar og mæðra þeirra skora ég á Einar Rafn Har- aldsson og yfirstjórn Heilbrigðis- stofnunnar Austurlands að end- urskoða þessa álrvörðun og halda fæðingardeildinni í Neskaupstað opinni í allt sumar þar sem öryggi ófæddra barna og okkar sængurkvemia verði tryggt. Ég vil einnig skora á fleiri að koma skoðun sinni á framfæri, því eins og áður hefur komið fram finnst mér þetta mál snúa að fleirum en okkur verðandi mæðrum. Fyrir hönd ófœdds barns míns Björg Þorvaldsdóttir Fyrirspurn vegna lokunar fædingardeildar í Neskaupstað ins og flestir vita hafa undanfarna vetur og vor hafist mikil læti út af fyrir- huguðum sparnaðaraðgerðum í heilbrigðiskerfinu vegna lokana ýmissa deilda sjúkrastofnana vegna sumar- leyfa. Meðal annars hefur staðið til að loka skurðdeild sjúkrahússins hér í Fjarða- byggð,en ekki hefur til þess komið þar sem bent hefur ver- ið á þau rök að mun dýrara er að flytja sjúkl- inga suður með sjúkraflugi en að hafa opið hér fyrir austan. Nú er hinsvegar svo komið að ákveðið hefur verið að loka fæðingardeild Heilbrigðisstofn- unar Austulands í Fjarðabyggð í sex vikur í sumar. Jafnframt er þess getið að á meðan að fæðing- ardeildin er lokuð í Neskaupstað er fæðingardeild haldið opinni á Egilsstöðum. Frétt um þetta birtist í þessu blaði í síðustu viku og það sem rekur mig til þess að skrifa þessa grein eru orð Einars Rafns Haraldssonar, framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Austur- lands, þar sem hann segir: „Konur í Fjarðabyggð þurfa í þessar sex vikur að lifa við sömu aðstæður og konur víðs vegar um land þurfa að gera.“ Ég vil vekja athygli fram- kvæmdastjórans á því að konur alls staðar af Austurlandi og víðar hafa frá því árið 1957 nýtt sér þá „ Öryggi heildarinnar verður að ráða ferðinni en ekki stolt fyrrverandi og/eða núverandi bæjarfulltrúa á Egilsstöðum" þjónustu sem boðið er uppá á fæðingardeild Heilbrigðisstofn- unar Austurlands í Fjarðabyggð og þar með nýtt sér það öryggi sem felst í því að hafa í til staðar fullkomna skurðstofu innan sömu stofnunar. Þar sem Einar Rafn telur að ekki sé verið að stofna öryggi kvenna hér í fjórðungnum í hættu með þessari ákvörðun, að loka fæðingardeildinni í Fjarða- byggð og hafa opna fæðingar- deildina á Egilstöðum á meðan, þá óska ég eftir svari við einfaldri spurningu og vil benda honum á í leiðinni að ekki er um að ræða öryggi kvenna eingöngu, heldur verðandi Austfirðinga. Telur Einar Rafn og þar með stjórn Heilbrigðisstofnunar Austurlands það engu máli skipta fyrir öryggi sængurkvenna á Austurlandi og verðandi Aust- firðinga að við Heilbrigðisstofn- un Austurlands í Fjarðabyggð er rekin fullkomin skurðstofa en slík skurðstofa er ekki til staðar á Egilsstöðum? Að endingu vil ég taka það fram að ég átta mig vel á þeim vanda sem felst í því að taka slík- ar ákvarðanir sem stjórn Heil- brigðisstofnunar þarf að gera, en engu að síður verður öryggi heildarinnar að ráða ferðinni en ekki stolt fyrrverandi og/eða núverandi bæjarfulltrúa á Egils- stöðum. Daglegt mál Qhoðlegt fyrir börn Iframhaldi af umíjöllun um íslenskt mál í Kastljósi er rétt að fara frekari orðum um fjölmiðlaefni fyrir börn. Vænta má að flestir séu sammála um nauðsyn þess að sérstaklega sé til þess vandað, ekki síst í ljósi þess að lunginn úr efni á veraldarvefn- um er á ensku og mikilvægt að staða íslenskunnar sé varin með kjafti og klóm. Á vefsetrinu Vísi.is er uppi sér- stakur vefur fyrir börn, svonefnd- ur Krakkavefur. Hröð yfirferð leiðir í ljós að framsetning efnis þar hvað varðar íslenskt mál er fullkomlega óboðleg. Óþarfi er að hnýta sérstaklega í innsláttarvillur í texta á vefnum, en þær eru allmargar. Þó verður að gera þá kröfu til þeirra, sem skrifa og birta efni sérstaklega fyrir börn, að metnaður og ábyrgðartilfinning gagnvart not- endunum bjóði að prófarkalestur sé viðunandi. Alvarlegri eru hreinar og bein- ar villur. Þannig eru höfundar fjarri því með á hreinu reglur um „n“ og „nn“, eins og „arkitektin“ og „skólinn var búin“ bera vitni um. Þá eru upphafsstafir mjög á reiki. Persóna í framhaldssögu heitir ýmist „Afi“ eða „afi“ og börnum er bent á „að ná í Við- bætur á netinu“. Orðið viðbætur er ekki sérheiti, svo skrifara sé kunnugt um, en ýmsir hafa viljað að Netið sé það, til aðgreiningar frá annars konar netum. Og ein tilkynningin á vefnum hljóðar svo: „Biðið aðeins, Lita- bókin er að koma...“ Þetta var stafsetningin í mjög stuttu máli. Um málfar er erfitt að skrifa lítið mál enda af nægu að taka. Hortitturinn „að“ virðist þó vera í sérstöku uppáhaldi hjá höfundi vefjarins. Dæmi: „Ef að þú ætlar...“, „Ef að síðan er eitt- hvað skrítin..." og „Ef að leikirnir virka ekki...“ Mörgum fullorðnum veitist erfitt að fylgja reglum um eitt orð eða tvö þegar atviksorð og for- setningar liggja saman. Þannig skrifa sumir „uppí“ en aðrir „upp í“ og er hvort tveggja „leyfilegt“ að mati fróðra manna. En sístem verður að vera í galskapnum og til dæmis fer alls ekki saman að skrifa „ofaní“ og „ofaná“ annars vegar, en „upp fyrir“ hins vegar, eins og höfundur Krakkavefjarins gerir ítrekað. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft, hvort heldur gott eða vont, rökrétt eða ekki. Umsjónar- menn Krakkavefjarins á Vísi.is gerðu vel í því að rifja upp þau margreyndu sannindi næst þegar þeir uppfæra vefinn sinn. P.S. Að endingu vill skrifari benda ritstjóra Austurlands á að „krytur“ er eintöluorð en ekki fleirtölu, eins og hann ritaði í pistli í síðustu viku.

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.