Austurland


Austurland - 06.04.2000, Síða 6

Austurland - 06.04.2000, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 6. APRIL 2000 Undanúrslitin eru hafin: Halldór Blöndal eða Pétur skóari? Þá eru hafin undanúrslit í spurningakeppni Austurlands og fara þau fram sem útsláttarkeppni á milli þeirra sjö sem bestum árangri hafa náð í vetur. Til stóð að lokakeppendur yrðu sex, en tveir urðu jafnir í 6.-7. sæti og takast þvi á um titilinn Ofviti Austurlands. Til stóð raunar að fleiri yrðu þátttakendur í þessum létta leik, en örðuglega hefur gengið að fá fleiri fram á sviðið og þar að auki eru ekki nema tvær vikur til sumars, svo að síðustu forvöð eru að komast að niðurstöðu þetta árið. í fyrsta undanúrslitaleiknum tókust á þau Guðný Björg Hauksdóttir stjórnmálafræðingur á Reyðarfirði, sem lenti í 6,- 7. sæti að lokinni keppni vetrarins, og Aðalsteinn Valdimars- son skipstjóri á Eskifirði, sem skipaði 2. sætið. Aðalsteinn hafði nauman sigur gegn Guðnýju svo sem sjá má, og var stigatalan sýnu lægri hjá keppendum nú en almennt gerðist fyrr í vetur. Dómarinn kýs að líta svo á, að þar sé æfingaleysi keppenda við að sakast en ekki þyngri spurningar en áður hafa tíðkast. Guðný Björg Hauksdóttir á mikinn heiður skilinn fyrir fræki- lega frammistöðu í leiknum í vetur enda sýndi hún þar rösk- lega keppni, drengskap og þrautseigju. I þessari viku fékk dómarinn tækifæri til þess, sem hefur ekki gerst alllengi, að gefa aukastig fyrir svar sem telst betra en hið „rétta". Slík stig hefur dómarinn stundum gefið með það að leiðarljósi að satt sé gott og því hljóti gott að vera satt. Stigið áskotnaðist Aðalsteini að þessu sinni fyrir að stinga upp á því að Pétur skóari sé höfundur vísu sem jafnan er kennd Halldóri Blöndal. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að ef Halldór Blöndal hefði ekki heitað Halldór Blöndal þá hefði hann orðið Pétur skóari, og áreiðanlega öfugt, og því teljist svar Aðalsteins kórrétt og verðskuldi aukastig. Þetta aukastig ræður þó ekki úrslitum um niðurstöðu viðureignar- innar. Eftir í leiknum eru þá sex keppendur, sem munu mætast í útslætti næstu vikur, þeir Aðalsteinn Valdimarsson, Kristinn V. Jóhannsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað, Sigurður Ingvarsson Eskfirðingur og forseti Alþýðusambands Austurlands, Þórður Júlíusson kennari við Verkmenntaskóla Austurlands, séra Sigurður Rúnar Ragnarsson sóknarprestur í Norðfjarðarprestakalli og Pjetur Hallgrímsson verslunarmaður í Neskaupstað. Að öllu óbreyttu takast á í næstu viku þeir Pjetur og Sigurður Ingvarsson, ef verkfallsundirbúningur á annað borð leyfir, og svo koll af kolli þar til niðurstaða fæst. Þeir sem best standa sig verða leystir út með bókagjöfum og sá stigahæsti fær titilinn Ofviti Austurlands að auki. P.S. Dómarinn biður um að því sé sérstaklega komið á framfæri að keppendur verða ekki spurðir að því hver sé bæjarstjóri í Fjarðabyggð. OfVitinn Spurningakeppni Austurlands Aðalsteinn: 5 stig Guðnú Björg: 3 stig 1. Hvar á Austurlandi er skógræktarsvæðið Jórvík? Ég á að vita þetta. Er þetta ekki í Breiðdalnum? Eitt stig. Þetta hef ég aldrei heyrt. Segjum Borgarfjörður. 2. Hver orti: „Hver er þessi eina á, sem aldrei frýs, gul og rauð og græn og blá og gerð af SÍS? Nú fórstu illa með mig. Þetta er þekkt vísa og er frá Akureyri, um verksmiðjuna þar. Ég gæti alveg eins sagt að höfundurinn væri Pétur skóari. Hann vann lengi í verksmiðjunni og er sá eini sem ég man eftir. Eitt stig. Nei, ég giska ekki einu sinni. 3. Hver skrifaði smásagnasafnið Þegar það gerist? Pass. Veit það ekki. Jú, bíddu við, var það ekki Hrafn Gunnlaugsson? Eitt stig. 4. Hvaða fiskur gengur líka undir heitinu sladdi? Nei, ég man ekki eftir að hafa heyrt þetta. Hvar grefurðu þetta upp? Koli? 5. Hvað heitir leikstjórinn ungi sem gerði bíómyndina Fíaskó? Þetta er mjög ungur maður, en ég man ekki hvað hann heitir. Ég sé hann fyrir mér. Guð, nei, ég hef þetta ekki. 6. Hvað merkir sögnin að tímast? Hvar í ósköpunum finnurðu þetta, drengur? Eftir orðanna hljóðan er þetta að tímasetja eitthvað. Að starfa saman? Nei, ég veit það ekki. 7. Hvað nefnist íþróttin „curling“ á íslensku? Það er komið nýtt nafn á þetta. Ég veit að það byrjar á „k“, en meira man ég ekki. Krulla. Eitt stig. 8. Hvað heitir sveitarstjórinn á Breiðdalsvík? Ne-ei, ég á samt að vita þetta. Ég man bara ekkert í kvöld. Ólafur? Nei, það er ekki hann. Man það ekki. 9. Hvað merkir orðtakið að leiða eitthvað á mjöðmina? Úff, úff. Ég hef heyrt ýmis orðtök, en ekki þetta. Ég er alveg úti á þekju. Þetta gæti verið að halda á einhverju á mjöðminni, t.d. barni. Aldrei heyrt þetta. Að halda á barni? 10. Hver sagði: „Það er satt sem mælt er, að öl er annar maður.“ Þetta er gamalt. Segjum Snorri Sturluson. Var það einhver frægur kall? Kannski Jökull Jakobsson? 11. Við spyrjum um íslenskan fugl. a) Talið er að af honum séu 4-6 þúsund varppör hérlendis. b) Hann gefur frá sér langt, blístrandi hljóð. c) Hann dregur nafn sitt af litnum á höfði steggjarins. a) Giskum á súluna. b) Það er mikið til af fuglum. Nei, ég stend alveg á gati. c) Nei, sleppum þessari. a) Fálki? b) Almáttugur. Mér dettur enginn fjandans fugl í hug. c) Nei. 12. Við spyrjum um íslenskan stjórnmálamann. a) Hann er fæddur árið 1928. b) Hann var framkvæmdastjóri atvinnumálanefndar ríkisins 1957-1961. c) Hann var alþingismaður 1971- 1994. a) Steingrímur Hermannsson er fæddur árið 1928. Þrjú stig. a) Hver getur það verið? Næstu vísbendingu. b) Egill Jónsson? c) Steingrímur Hermannsson. Eitt stig. 1) I Breiðdal. 2) Halldór Blöndal. 3) Hrafn Gunnlaugsson. 4) Steinbítur. 5) Ragnar Bragason. 6) Að heppnast vel, takast eins og til var ætlast. 7) Krulla. 8) Rúnar Björgvinsson. 9) Að leiða eitthvað hjá sér. 10) Grettir sterki Ásmundarson. 11) Rauðhöfðaönd. 12) Steingrímur Hermannsson.

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.