Austurland - 22.06.2000, Qupperneq 1
50. árgangur Fjarðabyggð, 22. júní 2000. 25 tölublað
Austurland
markaðssett
Fundað um Kárahnjúkavirkjun
- ekki á dagskrá að gera Lagarfljót skipagengt
í þessari viku er formlega að
hefjast víðtækt markaðsátak, sem
standa mun í tvö ár, þar sem sér-
stök áhersla verður lögð á að
kynna kosti Austurlands með
tilliti til búsetu, ferðamennsku og
fjárfestinga. Lögð verður áhersla á
að gera Austfirðinga sjálfa með-
vitaðri um stórkostlega mögu-
leika svæðisins í heild, sem og að
kynna fjórðunginn fyrir lands -
mönnum öllum.
Tilgangur átaksins er að móta
sterka og jákvæða ímynd Austur-
lands í hugum landsmanna allra
og auka upplýsingaflæði til al-
mennings. Kostir Austurlands eru
ótvíræðir og að mjög mörgu leyti
eru Austfirðingar mun betur
settir en aðrir landsmenn. Hingað
til hefur hins vegar nokkuð skort
á að landsmenn séu upplýstir urn
kosti og möguleika svæðisins en
með fyrrnefndu markaðsátaki á
að bæta úr því.
Á Austurlandi er boðið upp á
ótrúlega mikla fjölbreytni í
menningu, listum og afþreyingu
af ýmsum toga og flesta rekur í
rogastans þegar þeir fara að skoða
þau mál ofan í kjölinn. Það sem
Austfirðingar þurfa að gera í
auknu mæli er að skoða svæðið
sem eina heild og ekki einblína
eingöngu á sitt eigið byggðarlag. í
flestum tilfellum er stutt á milli
byggðarkjarna á Austurlandi og
ekkert meira mál að bregða sér í
næsta byggðarlag, t.d. á leiksýn-
ingu, en fyrir Reykvíking að fara
ofan úr Grafarvogi og niður í
miðbæ.
Að átakinu standa Samband
sveitarfélaga á Austurlandi (SSA),
Þróunarstofa Austurlands, Mark-
aðsstofa Austurlands, Markaðs-
ráð Suð- Austurlands og Ferða-
málasamtök Austurlands.
Til að koma verkefninu í gang,
og halda utan um það, hefur
verið ráðinn sérstakur verkefnis-
stjóri, Kristján J. Kristjánsson frá
Norðfirði.
Á fimmtudaginn var boðið til
fundar á Egilsstöðum þar sem
Landsvirkjun kynnti svonefnda
matsáætlun fyrirtækisins vegna
Kárahnjúkavirkjunar á grundvelli
nýrra laga um mat á umhverfis-
áhrifúm. Voru haldin nokkur inn-
gangserindi af hálfu Landsvirkj-
unar og ráðgjafaraðila hennar.
Friðrik Sófusson forstjóri hélt inn-
gangsræðu og kynnti verkefnið og
áætlaðan tímaramma þess. Tekur
það í aðalatriðum til mats á um-
hverfisáhrifum ráðgerðrar virkj-
unar Jökulsár á Dal, veitu frá Jök-
ulsá í Fljótsdal og af Hraunum,
tilheyrandi jarðganga, áhrifa á
Lagarfljót og fleiri vatnsföll og
ströndina og hafsvæði í Héraðsflóa.
Næstu vikur leitar J^andsvirkjun
ábendinga frá almenningi og fél-
agasamtökum um það sem menn
telja á vanta í áætlunina eða að
breyta þurfi frá fyrirliggjandi drög-
um. Síðan á að vinna að rann-
sóknum og upplýsingaöflun á
grundvelli fullmótaðrar áætlunar
og gerir Landsvirkjun ráð fyrir að
matsskýrsla liggi fýrir og verði
Reyðarál hf., sem er sameigin-
legt fyrirtæki Hæfis hf. og Hydro
Aluminium í Noregi, boðaði til
almenns fundar í Félagslundi á
Reyðarfirði síðastliðið mánudags-
kvöld. Á fundinum voru kynntar
breytingar á lögum um mat á um-
hverfisáhrifum og tillaga að áætl-
un um mat á umhverfisáhrifum
álvers við Reyðarfjörð, eins og
kveðið er á í hinum nýju lögum.
Ágæt mæting var á fundinn en
athygli vakti hve fátt ungt fólk var
á honum.
Meðal frummælenda var Geir
A. Gunnlaugsson stjórnarformað-
ur Reyðaráls. í framsögu hans kom
meðal annars fram að markmið
auglýst lögum samkvæmt í mars
2001. Um matsskýrsluna fjallar
síðan Skipulagsstofnun og gera
fyrirliggjandi drög ráð fyrir úrsk-
urði hennar í júní 2001.
Á fundinum var að kynningar-
erindum loknum opnað fyrir fyr-
irspurnir og ábendingar viðstaddra,
en nálægt eitthundrað manns
sóttu fundinn. Meðal þeirra sem
notfærðu sér það var Hjörleifur
Guttormsson. Hann taldi að Lands-
virkjun ætlaði sér of stuttan tíma
til þessa umfangsmikla verkefnis.
Ekki væri heldur eðlilegt að ætla
fyrirtækinu sem framkvæmdaaðila
að kanna svonefnda núll-lausn,
þ.e. aðra landnýtingu. Benti hann
á að fram væri komin tillaga um
Snæfellsþjóðgarð á þessu sama
svæði og eðlilegast væri að um-
hverfisráðuneytið fæli Náttúru-
vernd ríkisins að fjalla um þann
kost og legði til þess fjármagn. Að
lokum spurði Hjörleifur stjórnar-
formann Landsvirkjunar, Jóhannes
Geir Sigurgeirsson hvort gert sé
ráð fýrir tengingu Kárahnjúka-
virkjunar við orkuveitusvæðið
Reyðaráls væri að reisa arðbæra
álverksmiðju við Reyðarfjörð.
Gert er ráð fýrir því að fyrsti
áfangi álversins verði með árlega
afkastagetu er nemur 240.000
tonnum og áætlað er að síðar verði
verksmiðjan stækkuð í 360.000
tonn á ári. Hann sagði að Reyðar-
ál legði áherslu á að umhverfísmál
yrðu til fyrirmyndar og að röskun
á umhverfi yrði í lágmarki.
í máli Geirs kom fram að Reyð-
arál áætlaði að leggja fram tillögu
um hvernig staðið yrði að mati á
umhverfisáhrifum álvers í Reyðar-
firði fyrir Skipulagsstofnun 30.
júní næstkomandi og að umhverf-
ismat yrði svo lagt fyrir í janúar á
næsta ári. Bæði 240.000 og
360.000 tonna álver fara í umhverf-
ismat og jafnframt fer rafskauta-
verksmiðja, sem framleiðir raf-
skaut fyrir verksmiðjuna, í um-
hverfismat. Úrskurður Skipulags-
stofnunar þarf þá, samkvæmt
lögum, að liggja fýrir eigi síðar en
í apríl það ár og ákvörðun um
hvort ráðist verður í framkvæmd-
ir eða ekki liggi fyrir 1. febrúar
suðvestanlands með raflínum um
miðhálendið. Þeirri spurningu
svaraði Jóhannes Geir neitandi,
slíkt væri ekki á dagskrá.
Friðrik Sófusson á Egilsstaða-
flugvelli s.l. fimmtudag. Lj.Eg.
Sigurbjörn Snæþórsson og fleiri
lýstu áhyggjum vegna veitu Jöklu
yfir í Lagarfljót og áhrifa á vatns-
borð þess í flóðum. Talsmenn
Landsvirkjunar svöruðu því til að
rniðað væri við að ekki yrði um
neina vatnsborðshækkun að ræða
í Fljótinu og yrði farvegur þess
dýpkaður utan Egilsstaða til að
varna því. Einar Rafn Haraldsson
2002. Ef þetta gengur eftir verður
hafist handa við virkjunarfram-
kvæmdir seinna á því ári.
í drögum að fýrirhugaðri mats-
áætlun, sem kynnt var á fundin-
um, kemur fram að gert er ráð
fyrir því að framkvæmdir við
240.000 tonna álver í Reyðarfirði
hefjist árið 2003 og taki 36 mán-
uði. Stefnt er að því rekstur þess
hefjist árið 2006.
Geir sagði að starfsmannafjöldi
við 240.000 tonna álver yrði um
450 manns og þjónustustörf á
Austurlandi tengd því um 150.
Álverið myndi því þýða 600 ný
störf á Austurlandi. Ef áætlanir
um stækkun álversins í 360.000
og Jón Guðmundsson spurðu
hvort ekki væri þá hægt að gera
Lagarfljót skipgengt en Landsvirkj-
unarmenn töldu það ekki á dag-
skrá. Sævar Sigbjörnsson spurði
hvort virkjun og þjóðgarður þyrftu
að stangast á og taldi Friðrik Sóf-
usson svo ekki vera. Sitthvað fleira
bar á góma, möguleg laxagengd í
Jöklu, áhrif á hreindýr, hitastig á
Héraði og fiskimið á Héraðsflóa.
Sérfræðingar Landsvirkjunar
sögðu að allt yrði athugað sem
nefnt væri og reynt yrði að ganga
sem best úr skugga um hugsanleg
áhrif framkvæmda.
Orri Hrafnkelsson spurði m.a.
um val á vegarstæði vegna virkj-
unar frá Egilsstöðum inn í Fljóts-
dal og taldi rétt að byggja upp veg-
inn norðan Lagarfljóts í tengslum
við endurbyggingu Lagarfljóts-
brúar. Vakti athygli að Friðrik
Sófusson virtist sama sinnis og
sagði Landvirkjun ekkert hafa
komið að vali leiða í þessu skyni.
Fáein hnútuköst urðu á fundin-
um og á heildina litið var hann
málefnalegur.
tonn ganga eftir rnunu alls 790 ný
störf skapast á Austurlandi, þar af
590 störf í verksmiðjunni sjálfri.
Aðrir frummælendur á fundin-
um voru Elín Smáradóttir lögfræð-
ingur Skipulagsstofnunar og
Eyjólfur Árni Rafnsson verkfræð-
ingur hjá Hönnun hf. Elín greindi
frá nýjum lögum um mat á um-
hverfisáhrifum sem Alþingi sam-
þykkti síðastliðið vor, ferli málsins
og þeim tímamörkum sem snúa
að Skipulagsstofnun og fleiri að-
ilum. Eyjólfur Árni ^allaði unr
drög að tillögu að matsáætlun á
umhverfisáhrifum álversins sem
nú liggur fýrir.
Álver þýðir 600 ný störf á Austurlandi