Austurland - 22.06.2000, Qupperneq 2
2
FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 2000
Hvaða skemmtikrafta
viltu fá á Neistaflug?
Ólöf L. Ólafsdóttir: Sóldögg,
pottþéttir náungar.
Skúli Skúlason: Jón Gnarr og
Sigurjón Kjatansson.
Þorbergur Ingi Jónsson: Ég er
sammála Skúla.
KVA sigrar
KVA- menn virðast vera sækja
í sig veðrið en um síðustu helgi
sigruðu þeir Létti í Reykjavík.
Leikurinn byrjaði ekki vel og var
Léttir einu marki yfir í hálfleik. I
seinni hálfleik komst KVA loksins
í gang og sigraði leikinn með 3
mörkum gegn einu.
Mörkin skoruðu Sigurjón G.
Rúnarsson, Andri Bergmann Þór-
hallsson og Marian Cekic. Eftir
þennan leik vermir KVA 7. sætið
í 2. deild en liðið er með 4 stig
eftir 5 leiki. Næsti leikur liðsins er
næstkomandi laugardag en það
verður heimaleikur gegn KS.
Golf
Starfsemi Golfklúbbs Norð-
fjarðar er komin á fullt skrið.
Völlurinn kom vel undan vetri og
þegar hafa tvö mót farið fram.
Um þar síðustu helgi var haldið
vormót og um síðustu helgi fór
fram púttmót á vegum klúbbsins.
Mótið tókst mjög vel að mati að-
standenda og tóku tuttugu manns
þátt í því. Sigurvegari varð Birgir
Sigurjónsson. I öðru sæti varð Eir-
íkur Þór Magnússon eftir bráða-
bana við Stefán Þorleifsson.
Á morgun hefst Jónsmessu-
mótið sem stendur fram á rauða
nótt með tilheyrandi gleði.
Jón Einar Jónsson: Ég vil einugis
þá allra bestu.
Guðmundur Sigurjónsson: Er
ekki best að hafa þá Norðfirska?
; og 6M99 tó®
’ioa»9\9.n'oðu
Nánari upplýsingar Imv
veitir Magnús Már
í síma 899 4Ó65
r—>I.Jr?ó
Þróttur með fullt hús stiga á íslandsmótinu
KR-ingar komu í heimsókn til
Norðfjarðar í síðustu viku eins og
allir vita og léku við Þrótt í 32-
liða úrslitum bikarkeppni KSÍ.
Fjögur hundruð áhorfendur fylgd-
ust með og var umgjörð leiksins
öll hin glæsilegasta. Leikurinn fór
0-3 en óhætt er að segja að Þrótt-
arar hafi staðið sem prýði. Guðm-
undur Ingvason, þjálfari Þróttar
er hæstánægður með leikinn.
„Menn lögðu sig alla fram og mér
fannst liðið í heild standa sig vel.
Okkur gekk sérstaklega vel í fyrri
hálfleik og náðum að mestu leyti
að loka fyrir þeirra spil,“ sagði
Guðmundur.
KR-ingar skoruðu fyrsta mark-
ið á tuttugustu mínútu fyrri hálf-
leiks og bættu svo við öðru í upp-
hafi þess seinni. „Við duttum alv-
eg niður þegar annað markið kom
en náðum samt nokkrum góðum
sóknum undir lok leiksins. Meðal
annars átti Dragoslav Stojanovic
gott skot sem markvörður KR rétt
varði,“ sagði Guðmundur. KR-
ingar bættu svo við þriðja og síð-
asta markinu fimmtán mínútum
fyrir leikslok. Guðmundur segir
að allir hafi verið ánægðir, bæði
leikmenn og áhorfendur.
Síðastliðinn mánudag unnu
Þróttarar hins vegar stórsigur á
sameinuðu liði Hugins og Hattar.
Lokaniðurstaða leiksins var sigur
Þróttar með sex mörkum gegn
einu. Sigurjón Egilsson skoraði
þrjú mörk, Dragoslav Stojanovic
skoraði 2 og Dragan Stojanovic
skoraði 1. Guðmundur segir að
þreytu hafi gætt hjá hans mönn-
um. „Þrátt fyrir mörk mörk var
þetta ekki góður leikur hjá okkur.
Þeir misstu þrjá menn útaf og við
nýttum okkur það,“ sagði
Guðmundur.
Þróttarar eru því efstir í D-riðli
þriðju deildar íslandsmótsins með
níu stig eftir þrjá leiki. Á morgun
leikur Þróttur við Leikni á útivelli
og á þriðjudaginn næstkomandi
leikur liðið við Neista á heimavelli.
Leiknir er með 6 stig eftir 3
leiki, Höttur/Huginn einnig með
6 stig en eftir 4 leiki og Neisti er
án stiga eftir 4 leiki.
Ceikþnámskeið Próttur
o(i .tjurðulnidiiður
hjrir ltöm ixdd '90- '95.
Zvö ttáiiisheið, liuð itjrru irú 26. júní -14. júlí
síðuru númsheiðið irú 24. júlí -12. úyúst.
Mmsheiðin stundu tjiir ullu virhu dutju
frú ltl. 09.30 - 12.00.
Innritun oy shrúnintj fer irum iyrstu duoinn
við íjmítluhúsið.
Mttökuffjutd er kr. 3000.-,
sijstkinuffj. kr. 1.500.-
off irítt iyrir mestu.
Niðurstöður samræmdra prófa á Austurlandi árið
2000, þar sem 11 nemendur eða fleiri tóku prófið
Austurland Stærðfræði íslenska Enska Danska
Hallormstaðarskóli 6.7 5.5 5.0 6.3
Egilsstaðaskóli 5.0 4.8 4.5 4.9
Seyðisfjarðarskóli 5.1 4.9 5.0 5.4
Nesskóli 4.9 5.9 5.0 5.4
Eskifjarðarskóli 3.9 4.9 4.5 4.7
Fáskrúðsfjarðarskóli 4.4 5.0 4.8 4.6
Heppuskóli Höfn 3.8 4.3 4.4 5.1
Meðaltal 4.9 4.9 4,7 5.2
Meðaltal Reykjavík 5.3 5.4 5.5 5.3
Meðaltal Suðurnes 4.2 4.3 4.6 4.6
Meðaltal Vesturland 4.6 4.4 4.1 4.3
Meðaltal Vestfirðir 4.7 4.6 4,6 4,4
Meðaltal N-Vestra 4.9 4.6 4.5 4.9
Meðaltal N-Eystra 4.8 4.9 4.8 4.5
Meðaltal Suðurland 4.7 4.7 4.4 4.5
Nágrannasv. Rvk. 5.2 5.1 5.1 5.1