Austurland


Austurland - 22.06.2000, Síða 4

Austurland - 22.06.2000, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 2000 Austurland Ritstjórn, afgreiðsla og auglýsingar: Hafnarbraut 4 - Pósthólf 75 - 740 Neskaupstaður S 477 1750 -Fax: 477 1756 Netföng: austurland@eldhorn.is og austurland@strik.is Ritstjóri: Elma Guðmundsdóttir (ábm.) 477 1092 og 861 4767 Blaðamaður: Jón Knútur Ásmundsson Q 895 9982 Auglýsingastjóri: Erla Traustadóttir S 477 1571 Útgefandi: Kjördæmisráð AB á Austurlandi Ritnefnd: Einar Már Sigurðarson, Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Smári Geirsson og Steinunn L. Aðalsteinsdóttir Umbrot: Austurland - Prentun: Nesprent hf. Austurland er í Samtökum bœjar- og héraðsfréttablaða Hvar er öruggt að búa? Fram hefur komið að niðurstöður verkefnis sem Verkfræðistofnun Háskóla Islands vann á árunum 1997-98 um m.a. ástand og styrk- leika húsa á Suðurlandi með tilliti til hugsanlegra jarðskjálfta hefur ekki verið gerð opinber nema að hluta til. Verkefnið var ekki gert opinbert til að dæma ekki hús léleg og eyðileggja þar með söluverð þeirra. Þetta er svolítið annað sjónarmið en hefur gilt á svokölluðum snjóflóðasvæðum. Þar hefur verðgildi húseigna fallið stórlega í verði m.a. vegna umfjöllunar fjölmiðla og stjórnvalda. Hið opinbera hefur notfært sér þetta og hefur Ofanflóðasjóður keypt húseignir á verði sem er langt undir mati, en eilífur áróður um hættuna sem fylgir því að búa á tilteknum svæðum hefur hreinlega neytt fólk til að selja. Hér í bæ er bannað að búa í húsum á ákveðnum svæðum eða hafa þar ákveðinn rekstur að vetrarlagi, það gæti komið snjóflóð. Það er allt í lagi að byggja glerhallir á Suðurlandi. Þær eru meira að segja á skrá sem aðalbækistöð almannavarna á hættutímum. Hættutímarnir á Suðurlandi eru jarðskjálftatímar. Það er ekki hægt að segja fyrir um jarðskjálfta nema að hluta til, það sá enginn Þjóðhátíðarskjálftann fyrir. Það er heldur ekki hægt að segja fyrir um snjóflóð, en það er hægt að fylgjast með snjóalögum og gera ýmsar varúðarráðstafanir vegna hugsanlegra snjóflóða, en það er ekki hægt að gera neinar ráðstafanir vegna jarðskjálfta, nema að styrkja húsin. I skjálftanum á Suðurlandi þann 17. júní var fólk heppið. Það var í sjálfu sér lán að góðviðri var og flest fólk úti við og það var bless- unarlegt lán að skjálftinn reið yfir að degi til en ekki að næturlagi. En eignatjón varð mikið og tæplega 20 fjölskyldur eru heimilislausar. Næsti skjálfti gæti orðið stærri. I jarðskjálftahrinunni sem reið yfir Suðurland 1896 hrundu tæplega 3.700 hús. Þrjátíu bæir hrundu í jarðskjálfta 1912, þannig að menn hafa eitthvað lært, en ekki nógu mikið. Skýrslu Verkfræði- stofnunar Háskólans var ekki sinnt svo söluverð húseigan á skjálfta- svæðinu eyðilegðist ekki. Hvernig skyldi mannslífið metið? Einn þáttur í þessum harmleik er öðrum yfirgengilegri, en það er þáttur ríkisútvarpsins. Ríkisútvarpið gefur sig út fyrir að vera útvarp/sjónvarp allra landsmanna. Það er margtuggið að allir lands- menn þurfi að greiða afnotagjald af þessum ríkismiðli því hann sé eitt mesta öryggistækið ef til hamfara kemur. Hamfarirnar á Þjóð- hátíðardaginn voru ekki nógu miklar til að rjúfa útsendingu á leik í Evrópukeppninni í fótbolta. Hvað skyldi þurfa til? Reykjavík ofvaxið sveitaþorp Skólaslitaræða Tryggva Gíslasonar, skólameistara við Mennta- skólann á Akureyri hefur vakið mikla athygli. Hann var harðorður í garð stjórnvalda og sagðist telja að allar aðgerðir stjónvalda hefði stefnt að því að fjölga fólki á höfuðborgarsvæðinu. Hann sagði að ríkið yrði að taka afleiðingum gerða sinna og aðstoða það fólk sem vildi flytja burt af ólífvænlegum landsvæðum en situr fast í verð- lausum eigum sínum.Hann sagði að það væri ekki hægt að halda uppi byggð í öllu landinu og því yrðu stjórnvöld að taka upp nýja stefnu sem miði að því að bæta fólki tjón sitt og fara að efla byggðarkjarna annars staðar en á höfuðborgarsvæðinu. Eg. SEYÐFIRSK HARMSAGA Jóhann Jóhannsson, kennari á Seyðisfirði skrifar um El Griilo Hjálmar heitinn Vilhjálmsson, ráðuneytisstjóri varfrá Hánefs- stöðum í Seyðisfirði. Hann var sýslumaður í N-Múlasýslu og bœjarfógeti á Seyðisftrði á her- námsárunum. Hann skrifaði minningarþœtti og voru þeir gefnir út t bókinni Seyðftrskir Hernámsþœttir, Örn og Örlygur 1977. Hann var náttúrulega sá maður sem gerst var kunnugur þeim atburðum sem hér verður sagtfrá. Við þá er því stuðst til hlítar í þessum pistli. - Vafalaust er Seyðisfjörður það byggðarlag hérlendis, sem varð fyrir einna mestum búsifjum af völdum stríðsátakanna í seinni heimsstyrjöldinni. Fjölmennt her- lið dvaldi í kaupstaðnum og ná- grenni hans frá því í maí 1940, allt til loka stríðsins. Sjósókn lamaðist vegna næturiokunar fjarðarins og nokkrar loftárásir voru gerðar á bæinn. Stórt olíuskip lá jafnan á höfn- inni á Seyðisfirði á styrjaldarárun- um. Síðan komu ýmis skip, einkum herskip og lögðust að birgðaskip- inu og tóku olíu. FRÁ ÞRÓTTI öllum þeim sem að komu að hátíðarhöldunum á 17.júní á einn eða annan hátt viljum við í stjórn Þróttar þakka kærlega. Það er alveg ljóst að það þarf margar hendur til að halda svona hátíð, og er gott til þess að vita að allt það fólk sem að við leituð- um til, leysti sín verk vel af hendi. Við hefðum ekki getað þetta án ykkar. Áfram Þróttur! EL GRiLLO KEMUR TIL SEYÐISFJARÐAR Á haustdögum 1942 kom eitt slíkra skipa fullfermt og lagðist á venjulegan stað undan Háubökk- unum - 300-400 metra frá landi. Skipið hét E1 Grillo, tíu þúsund smálestir, 147 metra langt. Þetta skip var notað sem olíustöð í u.þ.b. eitt og hálft ár. Allan þann tíma lá það á sama stað í höfninni og var að sjálfsögðu fyllt og tæmt af olíu hvað eftir annað. Það var einmitt af nýlokinni fyllingu í E1 Grilló, sem tundursp- illir hafði fengið, að olíuskipið varð fyrir árás þriggja þýskra flugvéla. Þetta gerðist 16. febrúar 1944, skömmu fyrir hádegi. Símstöðin í Stakkahlíð tilkynnti sýslumanni, að til þriggja flugvéla hefði sést - og myndu þær vera á leiðinni til Seyðisfjarðar. Sýslu- maður gerði viðeigandi ráðstaf- anir, hringdi í hlutaðeigandi for- ingja herliðsins og skýrð frá hvað væri yfirvofandi. Sjónarvottar að þessum atburði sögðu vélarnar hafa flogið þvert yfir fjörðinn hátt yfír olíuskipinu og varpað niður þremur sprengj- um. Ein sprengjan féll í sjóinn rétt við framstefni skipsins og sprakk þar. Hinar sprengjurnar tvær hafi lent í sjóinn milli skipsins og lands, en hvorug virtist hafa sprungið, þegar þær lentu í sjónum. Hjálmar sýslumaður segir einn- ig, að hann minnist ekki að neinni skothríð úr landi hafi verið beint að flugvélunum, enda bar komu þeirra mjög brátt að - og þær flugu strax suður yfir fjöllin og voru þegar úr augsýn. Sýslumaður segir einnig, að fátt hermanna muni hafa verið í kaupstaðnum og heldur hann að megnið af herliðinu hafi þá verið í bæki- stöðvum milli bæjanna - Hánefs- staða og Þóarinsstaða á suður- byggð fjarðarins. Einu skipin í höfninni þegar árásin varð - auk þeirra fyrrnefhdu - voru tveir norskir fallbyssubátar. Þeir brugðu skjótt við og fóru út að E1 Grillo og svo aftur til lands. Voru þá sennilega að flytja skips- höfn þess til lands. Brátt kom líka í ljós, að leki hafði komist að olíuskipinu, því að framhluti þessa fór að síga jafnt og þétt. Þar kom svo að um síðir, að framstefni skipsins sökk alveg á kaf og ekkert var ofansjávar nema skutendi þess, sem stóð upp úr sjónum það sem eftir var dagsins. Hjálmar sýslumaður segir einn- ig, að menn hafi haff misjafhar skoðanir á hve lengi framstefni skipsins var að sökkva. Sjálfur heldur hann, að það hafi tekið um eina og hálfa klukkustund frá því að árásin var gerð. Seint um kvöldið sökk svo aftrhluti skipsins og lætur Hjálmar sýslumaður þá skoðun sína í ljósi, að afturhlutanum hafi verið sökkt um kvöldið í skjóli myrkurs, enda hafi fundist gat á afturkinnungi þess, sem ekki gat verið tilkomið af völdum þýsku sprengnanna. 1 næsta þætti verður atburða- rásin rakin frekar - sagt frá því óhagræði og hörmungum sem þetta skipsflak hefur leitt yfir lítið friðsælt byggðarlag á rúmlega Við eigum samleið í könnun sern Þróunarstofa Austuriands lét Rannsóknastofnun HA gera kemur frarn að yfir 80% íbúa í Fjarðabyggð hafa injög mikla eða mikla trú á jákvæða þróun byggðalagsins. j % T M -«;F. -.7:.A . Þessi jákvæðu viðhorf eru í fullu samræmi við álit Þróunarstofunnar urn samfélagsþróun á Austurlandi og jafnframt mikilvægur grundvöllur framþróunar á öllum sviðum atvinnulífs og mannlífs. Alþekkt er að bjartsýnt fólk með trú á framtíðina sýnir frumkvæði og byggir upp eftirsóknarvert samfélag. Þróunarstofa Austurlands vinnur rneð slíku fólki enda er henni ætlað að vera þekkt stofnun fýrir frumkvæði, baráttugleði og jákvæð viðhorf.

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.