Austurland


Austurland - 22.06.2000, Side 5

Austurland - 22.06.2000, Side 5
FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 2000 5 Neistaflug - íjölskylduvæn skemmtun framundan Ferðir íjarðamanna mjög vel sóttar Undirbúningur að Neistaflugi 2000 er að komast á fullt skrið en hátíðin verður haldin í 8. skipti í ár. Neistaflug er orðið fastur liður í skemmtanahaldi íslendinga um verslunarmannahelgina og hefur yfirleitt tekist mjög vel. Ákveðnar skipulagsbreytingar hafa verið gerðar á rekstri hátíðarinnar í ár. Ferðamálafélag Neskaupstaðar hefur undanfarin ár séð um framkvæmd og skipulagningu Neistaflugs en í ár mun Brján sjá alfarið um hátíðina. Þröstur Rafnsson, nýráðinn framkvæmda- stjóri Neistaflugs, segir að sú tilhögun komi ekki til með að hafa mikil áhrif enda hafi starfsmenn Brján yfirleitt haft umsjón með Neistafluginu. Þessi hátíð hefur getið sér gott orð sem fjölskylduvæn skemmtun Fjarðabyggð stóð fyrir fjöl- skyldudegi hjá starfsmönnum sínum sunnudaginn 18. júní á jörðinni Helgustöðum í Helgu- staðhreppi hinum forna. Þetta var fyrsta sameiginlega árshátíð starfsmanna sveitar- félagins og var um að ræða reglulega fjölskylduhátíð, sem tókst mjög vel. Ýmislegt var gert til skemmtunar og m.a. skemmti Felix Bergsson leikari börnunum og félagar úr BRJÁN slógu á létta strengi. bæjarstjórnin grillaði Ijúf- fengar steikur og pylsur ofan í alla viðstadda og fórst þeim það vel úr hendi. Einnig voru á staðnum íþróttaleiktæki sem gestir nýttu vel. Liðlega 200 manns mættu og nutu þessa fallega dags saman og ríkti góður andi meðal fólks. Mynd: Jói Tryggva í líki hrein- tarfs. Ljósm. Pbj. Háfeti skrifar Háfeti var til skamms tíma forfallinn knattspyrnufrík. En það er nánast liðin tíð en samt reynir Háfeti að fylgjast með þó ekki væri nema til þess eins að vera samræðuhæfur þegar knatt- spyrnuvertíðin stendur sem hæst. En nú hefur keyrt út yfir allan þjófabálk og fótboltinn fer mikinn í sjónvarpi allra landsmanna. Háfeti er þá að vitna sérstaklega til Hvítasunnudagsins þegar þrír knattspyrnuleikir voru í beinni útsendingu. Ljósi punkturinn þann dag var bein útsending frá landsleiknum í handbolta. En eini gallinn við knattspyrn- una er sá að hún er leikin yfir sumarmánuðina. Hér á Háfeti við knattspyrnukeppnir eins og þá og að sögn Þrastar verður það áfram höfuð markmið þeirra sem að hátíðinni standa. „Sá póll hefur verið tekinn í hæðina að gera hátíðina enn fjölskyldu- vænni. Að mínu mati má gera enn betur í þessum efnum en gert hefur verið undanfarin ár,“ sagði Þröstur. Þegar er búið að ráða hljómsveitina Todmobile með Andreu Gylfadóttur í broddi fylkingar en þau spiluðu einnig á Neistaflugi '97. Með í för er sjálf Evróvisjónstjarnan Selma Björnsdóttir en hún mun flytja nokkur lög með hljómsveitinni. Todmobile mun skemmta á laugardagskvöldinu. Selma og Andrea munu svo vera með atriði fyrir börn á útisviðinu. Tríóið BSG hefur einnig staðfest komu sem nú stendur yfir og sýnt er beint frá flesta daga. Það eru vandræði að skapa tilheyrandi stemmningu þegar sólarljósið læðist inn. Háfeta finnst að svona beinar útsendingar eigi bara að vera á kvöldin eða á dimmu- tímanum. Samt er eiginlega ekkert orðið gaman af fótbolta, alla vega ekki eins og áður. Fótboltinn hefur sett ofan vegna þess leikaraskapar sem viðhafður er. Leikurinn er orðinn villi- mannslegur og hann er stútfullur af leikaraskap - ekki með boltann. Þarna detta menn um hvern annan þveran, setja upp aum- ingjasvip, veltast um grasið eins og stungnir grísir og reyna að láta ekki bera mjög mikið á því þegar þeir gjóa augunum á dómarann til að vita hversu vel þeir hafi nú leikið. “Ég fæ aukaspyrnu og í kaupbæti ef mér tekst vel upp fær helvítið sem sparkaði mig niður sína. Sigríður Beinteinsdóttir, einn af meðlimum BSG , mun jafnframt vera með dagskrá ætl- aða börnum á útisviðinu. Skömmu áður en blaðið fór í prentun staðfesti Þröstur komu hinna geðþekku grínista Gunna og Felix. Þeir munu sprella alla helgina ásamt því að vera kynnar. Neistaflug hefur talsvert verið gagnrýnt fyrir það undanfarin ár að fátt sé í boði fyrir unglinga. Þröstur segir í því sambandi að verið sé að vinna í þeim málum og að öllum líkindum verða tveir unglingadansleikir í Valhöll á Eskifirði. Þröstur vill koma þeim tilmælum áleiðis að ef fólk hefur einhverjar góðar hugmyndir varð- andi hátíðina þá séu þær vel þegnar. gula spjaldið”. Sá sem “sparkaði” aumingjann niður mótmælir harðlega þessum leikaraskap en fellur svo örskömmu síðar í sömu gryfjuna, veltist um grasið eins og stunginn grís. Sumum tekst svo vel upp að þeir ættu sannarlega heima á fjölum hinna merkustu leikhúsa. Eftir að dómur fellur standa þeir með fáum undan- tekningum á fætur eins og ekkert hafi í skorist, alheilir. Þessi fram- koma minnir á söguna um strák- inn sem kallaði; úlfur, úlfur og allir þekkja framhaldið. Svo er auð- vitað ekki sama í hvaða liði þú ert. Menn meiða sig nú samt stund- um, en sem betur fer miklu sjaldnar en halda mætti. I Evrópu- keppninni höfum við orðið vitni af saumaskap við hliðarlínuna og Háfeti sá ekki betur en læknirinn sem saumaði væri svolítið skjálf- hentur, hann hefur kannski fengið gula spjaldið! Geysilega góð aðsókn hefur verið að öllum ferðum Ferðafél- ags fjarðamanna það sem af er sumri og sumar ferðir sem fram- undan eru, eins og víknaferðin sunnan Borgarfjarðar, full- bókaðar. Að sögn fnu Gísladóttur for- manns félagsins mættu um 25 manns í fyrstu ferðina sem var kvöldganga á skíðum. Sami fjöldi mætti í kvöldgöngu á landi Helgu- staða upp með Helgustaðará og að Helgustaðarnámunni. Um 20 manns fóru á Þórarinstaði í Seyð- isfirði og nutu þar fróðleiks um staðinn. Það mættu hvorki fleiri né færri en 45 manns í kvöldgöng- una í Fannardal sem farin var fyrir viku síðan og þótti ferðin Það sem Háfeta finnst verst við þetta allt er að íslensk knattspyrna dregur dám sinn af því sem sýnt er í sjónvarpinu. Fullorðnir menn apa leikaraskapinn eftir og það sem verra er ungir fótboltastrákar, allt niður í 5. flokk gera það líka. Háfeti hefur ekki ósjaldan orðið vitni af þessum leikaraskap þegar hann hefur fylgt syni sínum á völlinn. Dómararnir eru nú líka kapítuli út af fyrir sig. Háfeti slökkti á sjónvarpinu þegar dómarinn færði Hollendingum sigurinn á silfurfati í leiknum gegn Tékkum. Það var svo sem allt í lagi að slökkva leikurinn var hvort sem er að verða búinn. En jafntefli hefði að mati Háfeta verið sanngjörn- ustu úrslitin. En þegar dómarinn sá að þetta gekk ekki upp hjá Hollendingunum dæmdi hann víti á Tékkana og stigin þrjú voru Hollendinga. einstaklega vel heppnuð. Þá var farin vinnuferð í Sandvík, loka- hönd lögð á stikamerkingar og endamerki sett niður í víkinni. I Sandvík sáu ferðalangarnir um 100 hreinkýr með um 50 kálfa. Á laugardaginn verður farin sólstöðuferð á Halaklett á Reyðar- fjalli. Reyðarfjall er á milli Reyð- aríjarðar og Fáskrúðsfjarðar og verður sú ferð í samvinnu við Ferðafélag Fljótsdalshéraðs. Enn er hægt að skrá sig í sex daga ferð um Gerpissvæðið 16.-21. júlí. Allar upplýsingar um ferðir fél- agsins er hægt að fá á heimasiðu félagsins simnet.is/ffau og 1 svar- hólfi 878 1600. Myndin að ofan er tekin af fnu 1 Helgustaðargöngunni. Það viðgangast mútur 1 flestum íþróttum allavega þar sem miklir peningar eru 1 spilinu. Knattspyrnumenn hafa á síðustu árum hlotið dóma fyrir að hagræða úrslitum, gegn greiðslum að sjálfsögðu. Dómarar hafa líka orðið uppvísir af því að þiggja fé. Hvað er eiginlega orðið af gömlu góðu knattspyrnunni? Þegar menn lögðu líf og sál í leikinn og leikgleðin var í fyrirrúmi. Háfeti er viss um að peningarnir - atvinnumennskan, hefur gert þessa annars skemmtilegu íþrótt að þessum leikaraskap. Háfeti er viss um að þessir knattspyrnu- menn sem eru á skjánum hjá okkur þessa dagana, með laun sem gætu dekkað eina kristni- tökuhátíð eða svo, hafa aldrei lesið eða heyrt um íslendinga- sögurnar. Þess vegna vita þeir ekki að eigi skal haltur ganga á meðan báðir fætur eru jafnlangir!

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.