Eining - 01.11.1943, Blaðsíða 3
E I N I N G
að fullu öll mál í sínar hendur eftir
1943, samkvæmt heimild í sambands'
lögum.“
Tillaga þessi var samþykkt einróma
af þeim 57 fulltrúum frá Umf. í flest-
um sýslum landsins, er sátu sambands-
þingið að Hvanneyri s.l. vor.
Daníel Ágústínusson.
Þáttur frœðslustjóra
stórstúkunnar
NÝI HEILINN
Á síðasta stórstúkuþingi var svo ráð
fyrir gert, að frétta- og tilkynningablað
Stórstúku íslands, Samherjinn, komi
akki út í vetur, en í þess stað verði
nokkrir fræðsluþættir hér í blaðinu, sem
erindi ættu til undirstúknanna í land-
inu.
Hér skal nú leitast við að verða við
ósk stórstúkuþingsins og hefja þessa
þætti. En tæplega mun birtur þar neinn
nýr sannleikur, heldur rifjað upp eitt-
hvað af því, sem merkilegast og bezt
hefur sagt verið um nauðsyn bindind-
ls og skaðsemi áfengisnautnar.
Fyrir nokkrum árum var skýrt frá
Því í íslenzka útvarpinu, að enskur vís-
indamaður, Jackson að nafni, hefði með
i’annsóknum fundið merkilegt líffræði-
legt lögmál, sem við hann er kennt.
Eins og kunnugt er, eru ekki allir hlut-
ar líkama mannsins jafn gamlir miðað
Vlð þroskasögu mannkynsins. Sumir
hlutar heilans hafa t. d. orðið seint til á
hroskabraut mannsins frá dýrinu og eru
hví tiltölulega ungir. Munurinn á heila-
lyggingu villimannsins og hins þrosk-
aða Evrópumanns er t. d. talsvert mik-
íll. Þá er það og vitað, að sumir hinir
ihigerðari og fullkomnari hlutar heilans
eru einnig ungir í öðrum skilningi: Þeir
Verða til seint á þroskaskeiði unglings-
íns. Þessir nýju hlutar heilans í tvenn-
úm skilningi eru nefndir nýi heilinn. Og
v*ð hann er bundið allt það mannlegasta
°g göfugasta í sálarlífi hvers einstakl-
ins.
Uppgötvun Dr. Jacksons er fólgin í
því, að við eiturnautnir (tóhak eða á-
fengi)
verða þessir nýjustu hlutar heil-
ans fyrst óstarfhæfir. Lögmálið er í
stuttu máli það, að nýi heilinn, sem hin-
lr fínni og göfugri sálareiginleikar eru
hundnir við, láta fyrst bugast af eiturá-
hrifunum. Það er sorgarsaga áfengis-
úautnarinnar, að hver, sem neytir á-
h'iigis, drepur í sér manninn, en dýrið
heinur í ljós og tekur stjórnina. Sjálf-
stjórn og sómatilfinning sljóvgast skjótt
af eitrinu, en vöðvaafl minnkar aftur á
Toti ekki, fyrr en áhrifin eru oi’ðin
T'iklu meiri,
Flestum þeim, sem hefur séð drukkna
^úenn í illindum, kemur þessi niðurstaða
Vls*ndamannsins ekki á óvart. Auðséð
er> að þar hefur dýrið í manninum tek-
við stjórninni, en hinir betri eiginleik-
ar orðið að lúta í lægra haldi. Kenning-
in um nýja heilann er því alvarleg á-
minning til allra þeirra, sem telja áfeng-
isnautnina skaðlausa. Jafnframt er lög-
mál þetta ein af sterkustu stoðum fyrir
réttmæti bindindismálsins, og ætti að
vera öllum bindindismönnum uppöi’vun
í starfi þeirra. Kenning þessi er jafn-
hliða mikilvæg sönnun þess, að bindind-
ismálið er í innsta eðli sínu menningar-
mál, — það miðar að því að varðveita
það bezta og göfugasta, sem býr í
hverri mannssál. Að því leyti fer það
saman við hinar djúpvitru og fögru
kenningar Góðtemplarareglunnar, sem
birtast skýrast í bræðralagshugsjón
hennar.
Eiríknr Sigurðsson.
Benedikt Jakobsson, íþróttafulltrui:
Menningargildi sþrótta
Sú kenning, að menn skuli iðka íþrótt-
ir sér til heilsubótar, er tiltölulega ung
hér á landi. Breytingar þær á lifnaðar-
háttum og lífsskilyrðum, sem orðið hafa
síðasta mannsaldur, hafa orðið með
þeim hætti og svo örar, að megin þorri
þjóðarinnar hefur eins og losnað úr
tengslum við þá þróun, er skapaði henni
kjark og þrek í aldaraðir. Umhyggja
Islendinga fyrir búpeningnum, barátta
hans við veðraham á veglausum heið-
um og fjallgörðum, átök undir árum
við úfinn sjó og óvissa lendingu, sköp-
uðu þrautseigju, nægjusemi og athygl-
isgreind.
Nútíma Islendingurinn, hulinn blá-
gráum reyk austrænna jurta, þjórandi
Coca-Cola og gómsæt vín, bólstraður í
silki eða „indian lamb“ með ,,gæsahúð“ á
fótum, farðað andlit, jótrandi eins og
hagagangur, — teygir vitund sina
skammt frá stundinni, sem líður. Hann
er barn sinnar tíðar og sér í hillingum
fjarskans guð framtíðarinnar brosa til
sín gegnum andlit Stalins eða Hitlers.
Slikir menn skammast sín fyrir það
jafnvel að móðir þeirra mjólkaði kýr
undir palli baðstofunnar og afi þeirra
spann hrosshár á kvöldvökunni við rúm-
stuðul í baðstofunni.
Niðjar hinna einrænu, athugulu
bænda og útræðismanna hafa allt í einu
eftir þúsund ára strit byggt um sig
borg, dregið í dilka og skapað alla vega
litar samfylkingar, þar sem hver um sig
er þó jafn bágrækur og íslenzka sauð-
kindin.
Kjörorð dagsins er: „Stétt með stétt“
eða „Stétt gegn stétt“. Menn gera kröf-
ur til allra — nema sjálfra sín. Yfir-
borðsmennska, margskipting einstakl-
ingsins, haldleysi loforðanna og skort-
ur á þreki til að brjóta mál til mergj-
ar, er táknrænt fyrir allt of margan
æskumanninn.
Hinn strangi skóli íslenzkrar náttúru
er nú hættur að ala þjóðina upp á sama
hátt og áður. Við höfum þjappast saman
í borgir, atvinnuhættir þúsunda eru
þannig, að þeir skapa ekki líf, né um-
hyggju fyrir lífi, frjóvga ekki athafna-
þrá, ekki fórnfýsi, ekki drengskap.
Sá hópur manna, sem þannig hefur
misst rætur sínar í íslenzkri mold, og
hann fer vaxandi, er sá hluti þjóðarinn-
ar, sem er í mestri þörf fyrir holl áhrif
rétt iðkaðra íþrótta. Ekki fyrst og
fremst til að auka hreysti, heldur miklu
frekar til að þjálfa andlega festu, ást
á lögum og rétti, hófsemi, drenglund
og fórnfýsi.
Það skal þó enginn skilja mig svo, að
eg haldi að iðkun fimleika, sunds,
frjálsra iþrótta eða kappleikja beri í sér
neinn leyndardómsfullan mátt til að
skapa göfuga menn og konur.
Nei, það hvort þjóðinni tekst að gera
íþróttahreyfinguna að sterkum þætti í
uppeldi kynslóðanna, er undir því komið
að íslenzk kennarastétt, íþróttaleiðtogar
og aðrir forgöngumenn þeirra mála
reynist starfi sínu vaxnir. Það er því
ekki nægilegt, að geta sagt: ,Áfram
gakk!“ „til vinstri snú!“ eða „Arma upp
rétt!“ Hafi þeir menn, sem gerast á einn
eða annan hátt brautryðjendur íþrótta-
manna, ekki skilið innra gildi iþrótt-
anna í menningarlegu tilliti, þá er hætt
við, að okkur reki, þrátt fyrir alla í-
þróttakennslu, að ósi illra örlaga.
Þjóðmenning
„Þó eg yrði grár hjá þessari þjóð, þá
mundi eg aldrei verða Gallaman
(Frakkavinur), það finn eg, en Anglo-
man (Englavinur) þykir mér mjög lík-
legt að eg kunni að verða, því að hjá
Englum sé ég, að menn meta mann-
dáð og sannan drengskap, dyggð og
guðsótta meira en hræsnisfullt þvaður
þýlyndra varmenna. Þar unna menn líka
sönnu frelsi, ekki aðeins sjálfra sín,
heldur allra annarra þjóða; þar gengur
öll stjórn að því eina takmarki að gera
alla þegnana jafn farsæla, veita öllum
jafnrétti í því, er mönnum er dýrast og
þeim ríður mest á. Þar er stjórn en hér
er óstjórn eða harðstjórn, sem eg legg
að jöfnu ....
Héðan er fátt að senda, því að litera-
túr þessa lands er dauf. Hún skiptist í
tvennt á þessum tímum: Róman litera-
túr, sem enginn maður les, ef hann hef-
ur æðri smekk .... og pólitik, sem
aldrei segir satt“.
Eiríkur Magnússon. Bréf til Stein-
gríms Thorsteinssonar, 15. marz 1866.
Miklir í munni
Kjarklitlir menn eru oft miklir orð-
hákar. Oft er sá mestur í munni, sem
minnstu orkar. Þjösnahátturinn er
sprottinn af uppgerðarhreystimennsku,
sem á rót sína að rekja til minnimáttar-
kenndar og innratómleika. P.