Eining - 01.11.1943, Síða 4
4
E I N I N G
ÚTGEFENDUR:
Samvinnuncínd Stórstúku íslands,
íþróttasambands Islands,
Ungmcnnafélaga Islands og
Sambands bindindisfélaga í skólum.
NEFNDARMENN:
Pétur Sigurðsson, erindreki.
Jón Gunnlaugsson, stjórnarráðsfulltrúi.
Ingimar Jóhannesson, kennari.
Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri.
Guðmundur Sveinsson, stud. theol.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Pétur Sigurðsson.
Heimilisfang blaósins: Pósthólf 982,
Reykjavík. Sími 5956.
Argangurinn kostar 10 kr.
Sódóma
20. aldarinnair
Við leggjum ekki mikinn trúnað á eld-
regnið, sem á að hafa lagt í auðn Só-
dómu hina fornu. En nú höfum við feng-
ið að kynnast því eldregni, sem hin
trylltustu ógnaröfl öfugsnúinnar menn-
ingar hafa hellt yfir réttláta og rang-
láta, saklausa og seka.
Vissulega hefur þetta sprengju- og
eldregn dunið yfir Sódómu 20. aldarinn-
ar — stórborgina — hæli spillingar og
mannskemmda. Ef ,,lokið“ hefði verið
tekið af stórborgum Evrópu eða Ameríku
einhverja nótt árin fyrir yfirstandandi
heimsstyrjöld? Hvers konar sjón hefði
þá blasað við augum okkar? Ekki
treysti eg mér til að mála slíka mynd.
En þar hefði mátt sjá andvaralausan
múginn dansandi og drekkandi, á valdi
frumstæðra og lágra hvata, taumlausra
nautna, hégómaskapar og léttúðar.
Allar þær milljónir manna, hefðu gef-
ið hverjum þeim manni langt nef, hleg-
ið að honum og haft hann fyrir fífi,
sem hefði reynt að vekja athygli þeirra
á Guði, — á Guði, sem sæi allt, heyrði
allt og léti hvern mann uppskera eftir
því, sem hann sáði.
Það er jarðbundnu manneðli þægilegt
að velta sér í nautnum og makindum,
en það er óþægilegt að fá sprengjuregn
í höfuðið, hverjum þeim manni, sem
hvílir á silkisvæfli í fullkomnu ábyrgðar-
leysi gagnvart kjörum og liðan náung-
ans.
En hvers vegna sprengjuregn ? Kom
þetta sprengjuregn sem eitthvert alls-
herjarbrot á lögmáli tilverunnar og
hinnar miklu framvindu? — Nei. Það
kom yfir Sódómu 20. aldarinnar — hæli
spillingarinnar, lyginnar, rangsleitninn-
ar, svikseminnar og óheilindanna, yfir
hæli guðleysis og syndar, léttúðar og
stærilætis. En auðvitað leið þar saklaus
með sekum. Það er lífsins dularfulla og
mikla fórn.
Sprengjuregnið kom og það var bein
afleiðing hræðilegi’ar meinþróunar í við-
skiptum, félagsmálum og stjórnmálalifi
þjóðanna.
Enskur rithöfundur skrifar nýlega um
„Sawdust Sæsars“ — sagkeisara. Ein-
hver hefur leyft sér að kalla einrteðis-
hróka nútímans „sagkeisara". Það
minnir á brúður úr sagi. Mörgum mun
nú hafa fundizt um tíma Hitler og
Mússólíni vera gerðir úr öðru en sagi. Að
minnsta kosti var þá hörð skel utan á
saginu, hinum innri veikleika. Hitt er
satt, að skyndilega og á furðulegan hátt
skaut þessum mönnum upp og skyndi-
lega hrynja þeir.
Hvaða ölduhryggur lyfti þessum
„Sawdust Sæsars“ upp í slíka ógnarhæð,
að allar þjóðir hafa um margra ára
skeið nötrað frammi fyrir þessum dubb-
uðu lirúðumönnum?
Það var einmitt ölduhryggur and-
varaleysisins, léttúðar og makinda,
rangsleitni og spillingar, sem lyfti þeim.
Heyrum nú, hvað hinn stóri syndari
segir. Rithöfundurinn, sem áður var
nefndur, játar synd þjóðar sinnar með
svofelldum orðum:
„Við hljótum alltaf að rétta út hönd
eftir þeim tímanlegu gæðum, sem vísindi
og kunnátta hefur gert svo auðfengin.
En þess ber að gæta, að þau verði þjón-
ar okkar, en við ekki þrælar þeirra.
Einmitt þetta höfum við vanrækt, ekki
síður en aðrar þjóðir. Þess vegna eig-
um við nú í styrjöld. Við getum rakið or-
sakir stríðsins til allrar alþýðu manna,
eins og okkar sjálfra, víðsvegar um
heim. Ekki svo að skilja að við óskuð-
um eftir stríði. Nei. En við vorum orðn-
ir þrælar þægindanna og öruggir í mak-
indum. Við tímdum ekki að fórna neinu
af þessu á stundu alvörunnar, sem
krafðist þess, að við héldum vörð um
heimsfriðinn. Niðurstaðan varð þessir
„Sawdust Sæsars“, sem þorðu að fórna
og eiga allt á hættu sökum hernaðarins.
Þessir „Sagkeisarar" standa ekki í
krafti síns eigin máttar og réttar, held-
ur á herðum vanmáttar annarra. Mússó-
líni gnæfði hátt í heimstigninni á herð-
um okkar og á herðum stjórnmála-
manna okkar, er við vorum innikróað-
ir í ímyndað öryggi og afskiptaleysi um
vandamál álfunnar á meginlandinu.
Okkur fannst Tékkóslóvakía vera
langt í burtu frá ströndum landsins,
Abessínía enn fjarlægari og Mansjúkó
þaðan af lengra í burtu. Við hölluðum
okkur því aftur á bak í hægindastólinn
og létum hina nýtízku „Sagkeisara“
fara sínu fram. En árið 1940 varð raun-
in sú, að Mansjúkó, Abessínía og Tékkó-
slóvakía voru stiklur eða stökkbretti á
leiðinni til Coventry, London, Manchest-
er og annara borga Englands."
Þannig hljóðar hin opinskáa og a-r-
lega játning stórsyndarans. En hvað svo
næst? Hefur nú hin máttuga og sára
reynsla sagt við þjóðirnai: „Syndga
ekki framar, að ekki eitthvað enn verra
komi yfir ykkur?“
Hinn áður nefndi höfundur víkui- svo
að hinu lauslega stríðstímataii, er menn
segja: Nú höfum við lært eitthvað, nú
skal sagan ekki endurtaka sig. Hann
minnir á, að í fyrri heimsstyrjöldinni
sögðu menn slíkt hið sama, og vekur
svo athygli á þeirri slæmu staðreynd,
að hin áður umtalaða nautnadýrkun, sú
þrælkun og misþyrming sálar og ar.da,
hafi ekki verið afmáð í styrjöldinni.
Strax séu menn teknir að slá varnagla
og segja: að ekki verði unnt að haida
áfram að fórna milljónum sterlings-
punda að stríðinu loknu.
En hvaðan koma þeir peningai' á
striðstímum, spyr höfundur, sem ekki
eru fáanlegir til uppbyggingar og nyt-
samlegra hluta á friðartímum. Þessi af-
staða manna til vandamálanna þurfi að
breytast. Hin tímanlegu gæði þurfi að
verða þjónar hinnar andlegu og æðri
menningar, ef vel eigi að lánast nýsköp-
un heimsins.
Það sem höfundur þessi á við, er
vissulega réttlætið í viðskiptum, sambúð
og félagsmálum manna og þjóða. „Rétt-
lætið upphefur lýðinn“. Réttlætið er
undirstaða góðvildar og friðar. Mann-
kostir og heilagar dyggðir verða aldrei
ræktaðar i andrúmslofti rangsleitninn-
ar. Þar sem „rangsleitnin magnast,
mun kæi’leikur alls þorra manna kólna“,
sagði meistarinn. Litt stoðar að pré-
dika alþýðunni kærleika, ef alþýðan er
rangindum beitt. 1 allri uppfræðslu kyn-
slóðarinnar og menntun, þurfum við að
leggja megináherzlu á réttlætið og inn-
ræta öllum mönnum svo sem frekast er
unnt, að réttlætið er hinn eini haldgóði
grundvöllur friðarins. Og aðeins í rétt-
látu þjóðskipulagi og við réttlátan að-
búnað allrar alþýðu manna, er hægt að
rækta hinar fegurstu dyggðir og mann-
kosti.
He%I SveinssoBi
75 ára
Þann 25. okt. s. 1. var Helgi Sveins-
son, fyrrv. bankastjóri, 75 ára. 1 tilefni
þess hélt stúkan Freyja, nr. 218, honum
veglegt samsæti og færði honum mynd-
arlega gjöf frá reglufélögum.
Helgi Sveinsson hefur nú verið félagi
Góðtemplarareglunnar nokkuð á sjötta
tug ára. Um langt skeið var hann einn
sókndjarfasti og tilþrifamesti framvörð-
ur bindindismálsins á Islandi, eiga Vest-
firðir starfi hans í þeim efnum mikið
að þakka. Eg hef engan mann séð
stjórna stúkufundi með jafnmiklum
skörungsskap og br. Helga Sveinsson, á
þeim árum, er eg fyrst kynntist reglu-
starfi hans á Isafirði. Þar var hann þá
bankastjóri og atkvæðamaður í félags-
lífi bæjarins. Þegar hann fluttist til
Reykjavíkur, stofnaði hann stúkuna
Freyju og starfar þar enn af fullu fjöri
og miklum áhuga.
Hér verður ekki ráðist í það að þessu
sinni. að lýsa starfsemi br. Helga Sveins-
sonar, en bindindismenn á íslandi hafa
ástæðu til að færa honum hugheilar
þakkir fyrir óbrigðula einlægni, brenn-
andi áhuga og tilþrifamikið og farsæR
starf. — Eining óskar honum allra heilla
á minningaauðugu og björtu æfikvöldi-