Eining - 01.11.1943, Side 7
EINING
7
Nýjasfi skólinn.
Mikil og fögur íþrótt er það, að geta talað þæði fallegt mál og rétt. En
því miður er þetta hinn mesti vandi, sem fáir leika, og fullkominn er þar
sennilega enginn.
Allir læsir menn vita, að ekki er sama, hvernig tölustöfum er raðað.
Ekki er sama, t. d., hvort núllin eru sett aftan eða framan við tölu-
stafina. Þannig er og um orðin. Ekki er sama, hvernig þeim er raðað.
Eftirfarandi setningar sýna óheppilega orðaröðun, sem allir geta leið-
rétt:
,,Fjórir hundar í óskilum hjá lögreglunni. Eigendur vitji þeirra tafar-
laust annars verða þeir skotnir“.
„Tvö loftherbergi til leigu fyrir einhleypa, gætu verið handa tveimur
stúlkum með litlu eldunarplássi.“
„Getum látið horða hundrað og þrjátíu manns í einu.“
„Kaupamann vantar að Hóli, sem getur mjólkað kýr og tvær kaupa-
konur.“
Og svo var það auglýsingin um selskinnsbuddurnar, „hentugar handa
konum með rennilásum.“
Þá er mikið í daglegu máli okkar af setningum eins og þessari: „Það
býst eg við, að allir séu sammála um.“ Lögulegra væri að segja: „Eg
býst við, að allir séu sammála um það.“
Þróun bindindis-
hreyfingarinnar á
Islandi
Tilskipanir og tillögur til þess að
draga úr áfengisnautn til loka
18. aldar.
Átjánda öldin er að mörgu leyti eitt
glæsilegasta menningartímabil í sögu
Evrópu. — Þýzki rithöfundurinn Fried-
ricli von Schlegel (1772—1829), er á-
samt bróður sínum, Aug. von Schlegel,
var oddviti ný-rómantísku stefnunnar,
kallar 18. öldina fagnaðartíma sólarupp-
rásarinnar. Heiðursnafn hennar, upplýs-
ingaröldin, var ekki gripið úr lausu lofti.
Nýjar kenningar eru fluttar mannheimi.
Þekkingin vex á náttúrunni, og í sam-
bandi við hana taka menn að vakna til
meðvitundar um eðli áfengis og hvernig
það orkar á veröldina. Hættan, sem
mannkyninu stafar af nautn áfengra
drykkja, verður æ Ijósari, eftir því sem
þekkingin verður almennari á eðli þess
og áhrifum. Nytsemin var vígorð aldar-
innar. Það var heimtað, að menn hugs-
uðu rétt og skýrt. Hlaut þessi stefna að
verða hlynnt bindindissemi, að minnsta
kosti undirbúa jarðveginn fyrir bindind-
ishreyfingu. Á 17. öldinni hafði drykkju-
skapurinn verið óhóflegur og ruddalegur
Nú kom afturkastið. Það var ekki hægt
til lengdar að loka augunum fyrir hinum
hræðilegu afleiðingum drykkjuskapar-
ins.
Rit trúarlegs og siðlegs eðlis frá 18.
öldnni bera vott um, að klerkarnir á
ýmsum stöðum gefa nú bindindi um á-
fengi miklu meiri gaum en áður. Þetta
stendur i sambandi við nytsemdarstefnu
aldarinnar. Jafnvel í prjedikunum
presta gætir nú bendinga, mikilsverðra
í daglegu, praktisku lífi.
Áður fyrr, á hinni miklu rétttrúnaðar
eða ortodoksi-öld (17. öld), prédikuðu
klerkar rétttrúnaðarkenningarnar einar
saman, en þessar heldur ófrjósömu og
bókstafsbundnu kenningar voru ekki
einungis fluttar úr stól á 18. öldinni.
Sumstaðar þrumuðu klerkar byrstri lög-
málsröddu gegn drykkjuslörkurunum í
anda 16. og 17. aldar, en annarstaðar í
anda hinnar mildu fræðslu- og nytsemi-
aldar (Bergm.)
Á fyrra hluta 18. aldar er ráðandi í
kirkju og skóla hin svonefnda heittrúar-
eða guðræknistefna (Pietisme), en Ra-
tionalisminn eða fræðslustefnan (upp-
lýsingar eða skynsemistefnan) á sitt
blómaskeið á síðari hluta aldar þessar-
ar. Oddvitar guðræknistefnunnar voru
Þýzkir, Spener, háklerkur í Berlín (d.
1705), og Aug. Herm. Francke, klerkur
og uppeldisfræðingur í Halle (d. 1727),
er stofnaði þar í bænum fátækraskóla
og munaðarleysingjahæli, uppeldisstofn-
ún og lærðan skóla (hinar franckesku
stofnanir). Þessihreyfingfékkbráttmik-
ið fylgi, og í Danmörku var vegur hennar
mestur á dögum Kristjáns konungs VI.
(1730—1746) og drottningar hans, Sop-
hie Magdalene, er var þýzk. Voru þau
konungshjónin bæði miklir Pietistar.
Höfðu kennarar konungs á æskuárum
hans verið snortnir af guðrækni-
stefnunni, einkum Joh. Vilh. Schi'öder,
er ættaður var sunnan af Holsetalandi.
Móðir konungs var einnig eindregið
fylgjandi hinni nýju stefnu, og orkaði
hún á son sinn í sömu átt og kennarar
hans og drottning hans síðar. Er þar
skemmst frá að segja, að konungur lét
sér mjög annt um kirkju og kristni í
anda guðræknistefnunnar. Að ráði
Schröders gaf konungur út tilskipun um
fermingu barna 1736, og orkaði hún
meiru um fræðslu barna en nokkur önn-
ur fyrirmæli, er út hafa verið gefin í
Danmörku allt frá siðaskiptum, að dómi
merks sagnritara (Edv. Holm). Kom út
barnalærdómsbók Pontoppidans, er síð-
ar var snarað á íslenzku og notuð var
á Islandi allan síðari hluta 18. aldar
(,,Ponti“). Jón biskup Árnason hafði
fyrstur allra íslendinga gefið út barna-
lærdómsbók, en „Ponti“ kom bráðlega í
staðinn fyrir hana.
Kristján VI. stofnaði General-Kirke-
inspektionskollegium 1737 eða sérstaka
stjórnardeild fyrir kirkjumál. Til þessa
stjórnarráðs sneri Jón Þorkelsson skóla-
meistari í Skálholti, sér með kvartanir
um lélegt ástand kirkjuhalds, kristni og
skólafræðslu á Islandi, og var það
nkömmu eftir, að það var stofnað. Jón
skólameistari var einn af lærðustu
mönnum sinnar samtíðar hér, hafði ver-
ið að námi suður í Kiel. Hvarf hann frá
embætti og fór til Hafnar, til þess að
fá framgengt endurbótum á skólamálum
og kirkju hér á landi. Hafði hann fyrst
ráðfært sig við sagnfræðinginn Hans
Gram, en sneri sér svo beint til stjórnar-
ráðsins. Þá er það hafði athugað mál-
ið, réð það af að senda mann til íslands,
til þess að fá áreiðanlegar upplýsingar
um hag kristninnar í landinu, fá komið
á fermingu, barnaspurningum o. s. frv.
Var Ludvig Harboe kjörinn til fararinn-
ar (J. H.: Kirkjusaga o. fl.)
Brynleifur Tobiasson. — „Bindindis-
hreyfingin á íslandi“.
Bóndi nokkur var að ávíta vinnumann
sinn fyrir að hafa með séó lukt. er hann
fór að heimsækja vinstúlku sína. „Enþað
uppátæki,“ sagði lióndinn. „Þegar eg var
ungur og var að líta á stúlkurnar, þurfti
eg aldrei að hafa ljós með mér, en fór í
myrkrinu."
„Já,“ sagði vinnumaðurinn mæðulega.
„En sjáðu líka, hvað þú hefur hreppt.“
Fjárhagurinn.
Nú fer að styttast til áramóta. Væri
gott að þeir áskrifendur blaðsins, sem
ekki hafa greitt yfirstandandi árgang,
gerðu það sem fyrst. Þessi krafa nær þó
ekki til þeirra, sem fengið hafa blaðið
óumbeðið. Gott væri einnig, ef útsölu-
menn blaðsins gætu gert skil nú fyrir
eða um áramótin.
Blaðið þakkar öllum, sem stutt hafa
að útbreiðslu þess og treystir á aðstoð
þeirra framvegis. Útgáfustarfsemi er nú
öll mjög kostnaðarsöm. Afkoma blaðsins
er því undir því komin, að það eigi
marga skilvísa og góða viðskiptamenn.