Eining - 01.03.1944, Síða 1

Eining - 01.03.1944, Síða 1
EINING Því eðli Kolbeins var yfirmennt. Hann orkaði því, sem er fáum hent; að lepja upp mola um lífsins stig cg- láta ekki baslið smækka sig. St G. St. 2. árgangur. Reykjavík, marz 1944. 3. blað. Friðrik Hjartar, skólastjóri: MINNI ÍSLANDS Flutt á Siglufirði á 60 ára afmæli Góðtemplarareglunnar, 9. jan. 1944. Gððir íslendingar! „Sjá dagar koma, ár og aldir líða“ Ingólfur Arnarson nemur land á 9. öld. Og nú er 20. öldin. Kynslóðir koma og hverfa, lifa og starfa, líða og njóta, hryggjast og gleðjast, lýjast og hvílast, fæðast og deyja. Þetta er saga mannkynsins, saga ís- lenzkra kynslóða eins og annarra. ísland eru ungt í tölu byggðra landa, það er „Fjallkonan unga, y.ngst á Norð- urlöndum“, já, „álfu vorrar yngsta. land“. Það er „vort helga land, vort heima- land, vort hjartans land, vort feðra land, vort vænsta land, vort vona land og vorra niðja land“. Um skeið voru skoðanir manna, bæði innlendra og erlendra, allskiptar um landið, gæði þess og byggileik, útlit og afrakstur. Er og alkunna, að oft hefur illa horft um lífskjör þjóðarinnar og afkomu. Var þá landinu kennt um, meira en rétt var, en hitt gleymdist, er oftast réð mestu, vankunnátta Is- lendinga og úrræðaleysi — og ásælni og ill yfirráð erlendra manna. Nú munu flestir sammála um, að Is- land sé gott land. Gæði þess eru marg- vísleg, gróðurmoldin frjó, ár og fossar nægilegir til rafmagnsvirkjana, jarð- hiti víðar en menn vita enn þá, land- rými mikið, beztu fiskimið heimsins vio strendur landsins og hafnir víða sjálf- gerðar við firðina möi'gu. — Og ísland er land fegurðar og tignar, land margbreytni og andstæðna, land norðurljósa og næturkyrrðar, land sól- arljóss og sumardýrðar, land skamm- degis, land „nóttlausrar voraldar, þar sem víðsýnið skín“. En gæði landsins koma því aðeins að gagni, að þjóðin læri að nota þau börnum landsins til blessunar Ilefur margt breytzt til hins betra í þeim efnum, einkum á 20. öldinni. Er þess og að vænta, að þjóðinni vaxi æ kunnátta, vit, þroski og dreng- lund til að nota gæði landsins rétti- lega, án þess að spilla gróðri eða ónýta önnur mikilsverð verðmæti, er enn bíða ónotuð, ýmist á láði eða legi. — Margt bendir og til þess, að augu Is- lendinga séu að opnast æ betur fyrir fegurð landsins og yndisleik. Hafa vax- andi ferðalög innanlands (m. a.) stutt mjög að því, enda munu flestir taka einhuga undir orð skáldsins: „Landið er fagurt og frítt, og fannhvítir jöklanna tindar, himinninn heiður og blár, hafið er skínandi bjart“. Góðir Islendingar! Vér væntum þess, að árið nýbyrj- aða, árið 1944, verði merkisár í sögu vorri; — já — margir vona einnig, að það verði ár friðar og farsældar, að takast muni að útkljá hinn ægilega hildarleik stríðsins. — En hvað sem þessu líður, þá ætt- um vér Islendingar að vera minnungir þess, er vér að fullu endurheimtum frelsi vort, að hin giftusamlega lausn sjálfstæðismálsins er ávöxtur af ævi- langri baráttu mestu áhugamanna vorra, einkum þó ævistarfi Jóns Sig- urðssonar, forseta, er helgaði þessum málum líf og starf. — Og þannig er um alla þá sigra, er vinnast, að þeir eru ávöxtur af baráttu hugsjóna- manna, er trúa á málefnið og vilja helga því krafta sína. Mörg óleyst verkefni bíða enn vor íslendinga. Mörg óunnin störf þarfn- ast starfsmanna, mörg hugsjónamál og menningar bíða áhugamanna, sem vilja, sækja á brattann, styðja hið fagra og góða, en sporna við því, að „úáran“ komi „í fólkið sjálft, sem byggir land- ið“, (Konungsskuggsjá), því að „úár- an“ fólksins er stórum háskalegri Myndin er af sýningarvagni miklum, sem Vestur-Islendingar áttu í hinni til- komumiklu skrúðfylkingu, er fór um götur Winnipegborgar þjóðhátíðardag Canada, 1. júlí 1927. Þá var fylkjasamband Canada 60 ára. Islendingar fengu fyrstu verðlaun og var það mikið afrek, því að 175 stórfyrirtæki og þjóðfélög töku þátt í sýningunni og var þar við volduga keppinauta að etja. Þessi mikli sýningarvagn sýndi alþingi íslendinga hið forna við Öxará, hið elsta skipulagsbundna fulltrúaþing Norðurálf- unnar. Voru sýndir þar lögsögumaður, goðar og lögréttumenn í fögrum litklæðum. Sögðu dómararnir, að sýningarvagn íslendinga hefði borið svo af öllum binum, að ekki hefði annað geta komið til tals en veita þeim fyrstu verðlaun. Gyðingar fengu önnur verðlaun, Grikkir þriðju. Þá vakti sýning á 12 meyjum og konum í skrautlegum þjóðbúningi Islendinga mikla athygli og þótti bera af öðru. Sýning íslensku glímunnar var og mjög rómuð. — Síðari dag liátíðarinnar fór fram guðsþjónusta við þingbús fylkisins. Voru þar 50 þúsundir manna samankomnir, en 1400 manna kór söng. Séra Björn B. Jónsson, prestur fyrstu lúthersku kirkjunnar í Winnipeg, flutti uppliafsbæn við þessa messu- gjörð. Þátttaka Vestur-íslendinga í þessari merku þjóðhátíð Canada, var Islensku þjóð- inni til stórsóma. Ritstjóri Einingar á góðar endurminningar um þessi liátíðarhöld.

x

Eining

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.