Eining - 01.03.1944, Page 5

Eining - 01.03.1944, Page 5
E I N I N G 5 = Ég' fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðarerindið, því að það er kraftur = Guðs til hjálpræðis, hverjum þeim, er trúir......... En reiði Guðs opinberast af himni yfir sérhverjum óguðleika og E rangsleitni þeirra manna, er drepa niður sannleikanum með rangsleitni; = með því að það, sem vitað verður um Guð, er augljóst á meðal þeirra, = því að Guð hefur birt þeim það. Því að hið ósýnilega eðli hans, bæði hans E eilífi kraftur og guðdómleiki, er sýnilegt frá sköpun heimsins, með því að E það verður skilið af verkunum. Mennirnir eru því án afsökunar, þar sem( = þeir hafa ekki, þótt þeir þekktu Guð, vegsamað hann eins og Guð, nó = þakkað honum, heldur gerzt hégómlegir í hugsunum sínum og hið E skynlausa hjarta þeirra hjúpast myrkri. Þeir kváðust vera vitrir, en, E urðu heimskingjar og breyttu vegsemd hins ódauðlega Guðs í mynd, = sem líktist dauðlégum manni, fuglum, ferfætlingum og skriðkvikindum. Þess vegna hefur Guð ofurselt þá fýsnum hjartna þeirra til saur- E lifnaðar, til þess að þeir sín á milli smánuðu líkama sína. Þeir hafa um- | hverft sannleika Guðs í lygi, og göfgað og dýrkað skepnuna í stað skap- = arans, hans sem er blessaður að eilífu......... Og eins og þeir hirtu ekki um að varðveita þekkinguna á Guði, of- 1 urseldi Guð þá ósæmilegu hugarfari, svo að þeir gerðu það, sem ekki er = tilhlýðilegt, fylltir alls konar rangsleitni, vonzku, ágirnd, illsku, fullir | öfundar, manndrápa, deilu, sviksemi, illmennsku, rógberar, bakmálugir, | guðshatarar, smánarar, hrokafullir, gortarar, hrekkvísir, foreldrum = óhlýðnir, óskynsamir, óáreiðanlegir, kærleikslausir, miskunnarlausir, — I menn, sem þekkja Guðs réttlætisdóm, að þeir, er slíkt fremja, eru dauða- E sekir, þeir gera þetta engu að síður og meira að segja láta þeim vel- E þóknun sína í té, er það gera......... = Þrenging og angist kemur yfir sérhverja mannsál, er illt fremur. — E Rómverjabréfið 1, 16—32. | Talið því og breytið eins og þeir, er dæmast eiga eftir lögmáli frels- i isins. Því að dómurinn verður miskunnarlaus þeim, sem ekki auðsýndi | miskunn; miskunnsemin gengur sigrihrósandi að dómi — Jakobs bréf, | II. 12, 13. I og þeim boðið áfengi. Seinast var einn þeirra kallaður afsíðis og eiginlega skammaður fyrir ókurteisi, að vilja ekki ,,vera með“. Þessir ungu menn settust svo að borði til þess að fá sér kaffi, en þjónnin kom að vörmu spori, dró áfengisseðilinn upp úr vasa sínum og rétti þeim, án þess að spyrja nokkurs. Honum þótti víst lítið til koma, er þeir báðu aðeins um kaffi. Sögur ganga um bæinn um virðu- lega embættismenn, er sitji flötum beinum, út úr fullir á gólfum veizlu- salanna, og frúr þeirra sömuleiðis, em- bættismannafrúr ,,deyja“ á fjölmenn- um samkomum fyrir allra manna aug- um og blunda vært, þótt villimanna- bumbur séu þeyttar við eyru þeirra. Ungir menn heimsækja kunningja sinn, veita honum áfengi og drekka sjálfir, rupla svo frá þessum kunningja sínum, stela bifreið hans, aka henni á aðra bifreið, stórskemma og brjóta bif- reiðina, sem þeir eru í og slasa sig sjálfa, svo að líf sumra þeirra hangir á þræði. Ungur maður rekur rýting í drykkjufélaga sinn og særir hann til muna. Og þannig mætti lengi telja. Hvar eru mennirnir, sem stöðugt segja, að mönnum skuli kennt að fara með áfengi? Því kenna þeir þeim ekki list- ina? Fæstir munu þó vilja mæla ósóm- anum bót. Miðvikud. 5. ágúst 1936 skýrði Morgunblaðið frá verzlunarmannasam- komu á Þingvöllum og bætir svo við þessu: ,,Eftir því, sem blaðinu er kunnugt, er ekki öll sagan sögð.... þessa daga, sem mannfjöldinn var á Þingvöllum í tilefni af hátíð þessari, var þar svo mik- ið slark, fyllirí og ósiðsemi alls konar, að mörgum, er þangað komu, blöskr- aði og er það fullkomið íhugunarefni. . Þeir, sem þarna komu, veittu því alveg sérstaka athygli, hve tiltölulega margt fólk var undir áhrifum víns. Er drykkjuskapur ungra manna og Jafnvel kvenna vaxandi? spyrja menn. Og hvernig verður rönd við reist? Marg- ^ álitu, að ásælni í vín örvaðist við, er löggjöfin gerði allt slíkt að „for- boðnum ávexti“. En það er engu lík- ara, en á núverandi gelgjuskeiði þjóðar Vorrar þurfi meiri íhlutun um fram- ferði manna, en þeir frjálslyndari hafa búizt við og vonað“. (Leturbr. mín. P. S.) Þessi játning Morgunblaðsins er harla merkileg, ekki aðeins um vaxar.di drykkjuskap og óreglu, heldur þetta: að „meiri íhlutun“ um þessi mál og hamferði manna, muni þurfa til frá hálfu valdhafanna, en hinir „frjáls- lyndari hafi búizt við og vonað“. Þessi játning Morgunblaðsins kom fram nokkrum árum eftir afnám bann- lagaslitranna. Þetta höfum við bind- indismenn alltaf vitað, að „meiri íhlut- un“ þarf til, en hinir frjálslyndari í áfengismálunum hafa ráðgert. „Hvernig verður rönd við reist?“ spurði Morgunblaðið árið 1936. Síð- an hefur stórum versnað, og lengi get- ur vont versnað. Hér dugar ekki að standa undrandi og spyrjandi: Hvern- ig verður rönd við reist? Hér er um þjóðarböl að ræða, sem heimtar bjarg- ráð. Hér er um menningarsmán að ræða, sem kemur illa upp um vesal- dóm einstakra manna og heilla þjóða. Vesælu, blindu mananna börn. Þung eru álög ykkar. Þið eruð í trölla- höndum. Hve mikið blóð þarf enn að renna til þess að þvo stærstu smánar- blettina af menningu þjóðanna? Þarf ennþá margar heimstyrjaldir til þess að kæfa í blóði þjóðanna þá meinvætti — ágirndina, sem leggur allt mann- kyn í ill álög? Matur, heilsa, hamingja Maturinn ræður mestu um heilsufar manna, en heilsufarið um hamingjuna. Heilbrigður er sá maður einn, sem, rís árla dags fullur af starfslöngun og hlakkar til að ganga að verki. Borðið holla og góða fæðu. Notið sem allra minnst af sætindum. Ekkert krydd. Borðið óskemmdar korntegundir, skynsamlega matreiddar, góð rúg- eða heilhveitibrauð, mjólk, grænmeti ogi garðamat, eitthvað af honum hráum Forðist eiturnautnirnar og minnkið kaffi- og tedryfekju, eða hættið henni alveg. Ekkert er eins skemmtilegt og gott heilsufar, sem gerir jafnvel öldr- uðum manni eðlilegt að leika við hvern sinn fingur. -iiiiiiiiMiiiMiiiiiiiiiiiiiiiMMiiiiiiMiiiiMiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiimiimiiimimiMiiiiiiiiiiiiMiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiii

x

Eining

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.