Eining - 01.03.1944, Qupperneq 7

Eining - 01.03.1944, Qupperneq 7
K 1 N I N 6 7 Nýjasti skólinn Vaninn er versti harðstjórinn. Vaninn gerir menn að þrælum. Vaninn, gerir menn vélræna og vaninn gerir menn að hugsunarlausum mönnum. I hverjum sólarhring eru 24 klukkustundir. Ein klukkustund af 24 aðeins til að hugsa — hugsa og vera hljóður, getur verið góður bú- hnykkur. Sú eina klukkustund getur komið að meira gagni en allar hin- ar 23. Við eigum ekki að tala, trúa og hafast að aðeins samkvæmt vana, heldur samkvæmt því, sem hugsandi maður veit að muni vera sannast, réttast og bezt. Þetta léttir vinnu manna ótrúlega mikið og varpar alltaf nýjum frægðarljóma á lífið, því að hugsandi maður er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt og alltaf að vinna nýj a sigra. Störf húsmæðra eru oftast umfangsmikil og erfið. Verst er þó, að oftast eru þau gerð óþarflega erfið. Til dæmis þarf ekki að svæfa barnið. Það getur sofnað sjálft. Það á að sofna sjálft og mun sofna sjálft, ef það hefur ekki verið vanið á óvana. En hinn góði vaninn verður að byrja miklu fyrr en flestar mæður gera sér ljóst. Barnið þarf að venja straxi frá fyrstu byrjun, allt frá fæðingunni. Börn fæðast ekki óþæg, en þau eru oftast gerð óþæg. Fullvita fólk á að stjórna óvitanum, en óvitinn ekki fullvita mönnum Ekkert sakar, þótt ungbarn skæli dálítið, meðan verið er að venja það á að sofna. En auðvitað er gert ráð fyrir að bamið sé heilbrigt. Óviðkunnanlegra er að sjá menn ganga aftur á bak, en áfram. Eins er það leiðinlegra í daglegu tali að segja setningarnar aftur á bak' — segja þær öfugar. Til dæmis er alvanalegt að heyra menn tala á þessa leið: „Honum fórst allt vel. Alveg sama, hvað hann byrjaði á. Hann er snillingur. Alveg sama, hvað hann leggur hönd á“. Skemmtilegra er að snúa þessu við og segja: Alveg sama á hverju hann byrjaði, á hvað hann leggur hönd. Mikill fjöldi setninga fæðist í daglegu tali öfugt. Mest er það hugs- unarleysi að kenna. Flaustur, hugsunarleysi og axarsköft fara saman. Frá Patreksfirði Ritstjóri Einingar fór fyrir nokkru til Vestfjarða. Var þá unglingastúkan á Patreksfirði vakin til starfa á ný. Gæzlumaður hennar er nú ungfrú Guð- rún Hermannsdóttir, kennslukona. — Einnig lofaði Gunnlaugur Sveinsson, kennari, að leggja stúkunni lið og er henni því vonandi vel borgið í höndum þessara tveggja kennara og þeirra á- gætu ungmenna á Patreksfirði, sem stöðugt hafa haldið tryggð við stúk- una, þótt oft hafi skort forustu. Það var ánægjulegt að' leggja hönd að þessu verki og sjá unglingahópinn, sem mætti stundvíslega — eitthvað um 100 unglingar og böm, og margt af því ungt fólk á bezta skeiði. Vegna húsrúms voru börn ekki tekin í stúk- una að þessu sinni yngri en 10 ára. Þarf því bráðlega að skipta stúkunni í tvær deildir, yngri og eldri, eða undir- stúku og barnastúku. Guðmundur Sveinsson, gæzlumaður barnastúkunnar á Sveinseyri, Tálkna- firði, tryggur og ágætur félagi Regl- unnar, hjálpaði til við endurvakningu stúkunnar. — Hinir ungu fundarmenn voru prúðir og ágætir tilheyrendur. Bustarfell í októberblaði Einingar 1943 vai’ birt mynd af bænum Bustarfelli í Vopnafirði. Sagt var einnig frá því, að ríkið hefði keypt bæinn til varðveizlu og þess einnig getið um leið, að þar hefðu nánustu ættingjar búið lið fram af lið síðast liðin 300 ár. Nú hefur bóndinn á Bustarfelli, Metúsalem Metú- salemsson, skrifað blaðinu ofurlitla leiðréttingu á þessu. Hér er ekki um 300 ár að ræða, heldur 412 ár. „En jörðin hefur ekki gengið að erfð- um í beinan karllegg“, segir Metúsal- em, „heldur á víxl í karllegg og kven- legg. Bustarfellsætt er talin frá Árna Brandssyni, prests á Hofi í Vopnafirði og seinna príors á Skriðuklaustri, Rafns sonar, Brandssonar lögmanns hins eldra og konu hans Úlfheiðar Þorsteins- dóttur, sýslumanns í Hafrafellstungu, Finnbogasonar lögmanns í Ási, Jóns- sonar. Þau Árni og Úlfheiður keyptu Bust- arfell árið 1532 og fluttu þá hingað. Síðan hefur sama ættin búið hér fram á þennan dag“. Blaðið þakkar þessa leiðréttingu, því að alltaf er skemmtilegast að hafa það, sem réttast er. Nytsamleg bók Matur og megin, bók náttúrulækn- ingafélagsins, er einhver þarfasta og bezta bókin, sem þið getið lesið. Lesið hana, það borgar sig. Ef þið getið ekki fengið hana keypta, þá fáið hana lán- aða til þess að lesa hana — Ritstjóra blaðsins er sönn ánægja að mæla með þessari bók. Hagur blaðsins Kaupendum Einingar fjölgar nú óð- um. Nýlega hafa blaðinu borizt nafna- listar fastra kaupenda, milli 30—40 úr einum stað, 40—50 úr öðrum, 16 úr þriðja staðnum, um 30 úr hinum fjórða, og fyrir nokkru fékk ungur reglubróðir hér í Reykjavík, Gunnar Júlíusson, ritstjóranum lista með 28 nöfnum nýrra kaupenda. Blaðið á nú orðið góða og örugga útsölumenn viðs- vegar um land, sem yfirleitt standa vel í skilum við blaðið. Þá berast því oft mjög hlýjar kveðjur frá kaupendum þess. Einn ágætur skólastjóri á Vest- urlandi sendi því nýlega 300 króna gjöf. Annar skólastjóri sendi því í fyrra 100 kr. Nafnanna læt ég ekki getið, vegna þess, að ég hef ekki enn leyfi til þess, en ritstjórn blaðsins þakkar af heilum huga þessa rausn og óverðskulduðu vináttu. Sæla og kvöl Dalurinn er jafn djúpur og fjallið er hátt. Hæfileikinn til að þjást samsvar- ar hæfileikanum til þess að njóta. Sá getur notið fullkomnastrar sælu, er þekkir hina sárustu kvöl P. 'fílóð, tar og dfetigi Ríkisstjómir landanna kvarta undan sprengjuárásum og manndrápum óvina- þjóðanna. En hve marga drepur áfeng- isverzlun þeirra, og hve miklum slys- um og ófarnaði veldur hún? Bandaríkin verja nú 4.700.000.000 dollurum — fjórum billjónum og sjö hundruð milljónum — árlega til áfeng- iskaupa. Það er tvöföld sú upphæð, er þeir verja til menntamála. Englending- ar fara með um fjögur hundruð og fimmtíu milljónir sterlingspunda á ári fyrir áfengi, og við Islendingar keypt- um síðastliðið ár fyrir tuttugu og tvær milljónir króna. Auglýsing Ef einhverjir kaupendur Ein- ingar, sem ekki ætla sér að halda blaðinu saman, kynnu að eiga fyrstu þrjú tölublöðin óskemmd, þá vill ritstjóm blaðsins gjaman kaupa nokk- ur eintök af þessum blöðum. Eftirspum er töluverð.

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.