Eining - 01.09.1946, Blaðsíða 3
E I N I N G
3
(
t
l\orska Stórstúkuþingið
í Aalesund
Þegar séra Kristinn Stefánsson, okk-
ar íslenzki stórtemplar, tjáði mér að
stórtemplar Norvegs, hr. Ola Sande,
hefði vinsamlegast boðið Stórstúku ís-
lands að senda fulltrúa á norska stór-
stúkuþingið, og spurði mig, hvort ég
vildi fara þá för, tók ég því fegins
hugar, og ekki síður, er ég fékk að vita,
að þingið átti að vera í Aalesund á
vesturströnd Norvegs, því að þar hafði
ég eytt þremur árum æsku minnar við
handiðnaðarnám.
Ég hlakkaði til fararinnar, en
dreymdi þó ekki um, að fyrir mér
lægi jafn ánægjulegt og merkilegt
ferðalag, sem raun varð á, og verðui- nú
ekki hjá því komizt að greina nokkuð
frá þessari för minni og hinu ágæta
stórstúkuþingi Norðmanna.
Laugardáginn 13. júlí settumst við
14 farþegar í þægilegt hreiður milli
vængjanna á skrokkmiklum flugdreka,
sem brátt hóf sig af flugvellinum í
Reykjavík, ofar skýjum, upp i heið-
loftin blá og geistist þar áfram fyrir
ofan silkimjúkan og silfurlitann skýja-
flókann, er breiddi sig út svo langt
sem augað eygði. Fjölbreytnin í lögun
skýjahrannanna átti sér engin takmörk
og stundum minntu þær á hrikalega
hafísbreiðu. Um víðar og margar
gloppur á skýjatásunni sást niður á
dimmblátt hafdjúpið, hið breiða, blik-
andi haf, spennt gullhlaði hnígandi
kvöldsólarinnar.
Eftir rúmlega fjögurra stunda flug
svifum við yfir blómlegum byggðum
Skotlands, og innan stundar tyllti flug-
gammurinn okkar tánum af mestu
lipurð á flugvöllinn í Prestwick. Kvöld-
ið var blítt og yndislegt, staðurinn við-
kunnanlegur, hótelrúm nægilegt og gott
og þarna yfirleitt þægilegur lendingar-
staður. Við Jón Emil Guðjónsson héld-
um saman á útl'eið og þetta fyrsta
kvöld í Skotlandi og urðum samferða
til Glasgow. En þar skildu leiðir. Mér
lá nú ekki mjög á, því að skipið, sem
ég ætlaði með frá Newcastle til Noregs,
átti ekki að fara, fyrr en að fjórum
dögum liðnum. Önnur leið var mér ekki
opin. Ég dvaldi því einn dag í Glasgow
og heimsótti þar foreldra séra Roberts
Jackson. Þar fékk ég hjartanlegar við-
tökur. Frúin var nýkomin fi’á Islandi.
Þau tóku mig með sér í leiðangur út
um bæ, er ég hafði snætt hjá þeim
vel framreiddan miðdagsverð. Ég lenti
seinast hjá þeim á merkilegri guðs-
þjónustu. í raun og veru hófst athöfn-
in úti á gatnamótum. Þar var líf og
kraftur, en tæpast á sú aðferð við okk-
ur hér heima. Á staðnum, þar sem
þessi útisamkoma fór fram, hafði fyrir
langa löngu sjö manns verið tekið af
lífi fyrir trú sína, sem þá þótti ekki
nógu hreinræktuð réttlínutrú. Næsti
þáttur fór svo fram í mikilli kirkju.
Þar voru um 1000 manns, en rúm fyrir
2000, sumarleyfin voru þá í algleym-
ingi. Ég varð að sitja uppi á palli hjá
prelátum og slapp við að tala aðeins
með því að fullyrða, að enska mín
væri tekin að ryðga. Jæja, fólkið var
elskulegt, hvað sem menn svo segja um
mannanna mörgu vegi í trú og skoðun-
um. Einn prédikarinn hafði verið í
setuliðinu á Islandi og bað mig fyrir
hlýjar kveðjur heim.
Svo lá þá leiðin frá Glasgow til
Newcastle, en þar úthelti ég flestum
svitadrop.um ferðalagsins, á heitum
degi, klæddur eins og sannur Islend-
ingur, á þani með ferðatöskur mínar í
höndunum frá einu hótelinu til annars
að leita mér gistingar, en það var ekki
auðfengið. Einnig hafði ég allmikið
fyrir því að finna afgreiðslu skipsins,
sem ég ætlaði með, leiðsögn er oft mis
jöfn og stundum skökk, þá vildi bank-
inn ekki ávísun mína frá Landsbank-
anum í Reykjavík, sem stíluð var á
banka í London. Ég varð því að ónáða
íslenzka konsúlatið, en ísl. konsúllinn
var þá í sumarleyfi, samt fékk ég þar
aðstoð og meðmæli til banka, svo að
mér tókst að fá afgreiðslu. Þegar
þessu þreytandi amstri var lokið tók
ég að skoða bæinn og reyna að komast
í samband við Regluna og bindindis-
félög í bænum, en það gekk heldur
erfiðlega.
I þessum bæ, sem ég hélt að væri
frægastur fyrir verksmiðjur og reyk,
sá ég nú fögur hverfi og margt sjálegt.
Þar er listigarður, sem heitir Jestmond
den, ofurlítill djúpur dalur, gróður-
sæll og skógi vaxinn, en eftir dalnum
rennur á eða lækur. Upprunalega var
garðurinn eign eins manns, en bærinn
fékk hann að gjöf. Þetta er einn sá
fegursti blettur, sem ég hef séð á jörðu
hér. Hann skyldi hver maður skoða,
sem til Newcastle kemur.
Miðvikudaginn 17. júlí lagði svo
skipið — Júpiter heitir það — frá
Newcastle til Norvegs. Það var sólar-
hringsferð. Yfirfullt var þar eins og
á öllum farartækjum, hvar sem leið lá.
Til Stavanger komum við næsta kvöld
og sigldum svo innan skerja um nóttina
norður til Bergen. Finnst sennilega
engin siglingaleið í víðri veröld, sem er
einkennilegri og fallegri en vestui'-
ströndin í Norvegi, þar sem fagurt land
með fjölbreytni mikla er til beggja
handa, þótt siglt sé sólarhring eftir
sólarhring. í Bergen leitaði ég uppi
íslending, Jón Sigurðsson, vélstjóra
bróður Guðjóns Sigurðssonar vélstjóra
á Freyjugötu 24 í Reykjavík. Jón er
starfsmaður hjá Bergenska gufuskipa-
félaginu. Hann var ekki heima, en góð-
ar viðtökur fékk ég á heimili hans. Ég
lagði því næst leið mína með Flöjbanen,
þessum einkennilega vagni, sem dreg-
inn er upp snarbratt fjallið og stundum
um dirnrn göng gegnum klettana, alla
leið upp á fjall, en þar er veglegt veit-
ingahús. Er þar útsýn mikil yfir bæinn
og nágrenni. Strax er ég nam staðar
til að njóta útsýnisins, heyrði ég tvær
ungar stúlkur tala saman íslenzku.
Báðar voru þær úr Reykjavík og voru
að skemmta sér í Norvegi. Við héldum
svo hópinn næstu 4 klukkustundir,
gengum þar inn eftir fjallinu eftir góð-
Skeggjaði öldungurinxi
er hátemplar,
Oscar Olsson, en frúin
situr brosmild úti í
sumarblíðunni.