Eining - 01.05.1947, Blaðsíða 2

Eining - 01.05.1947, Blaðsíða 2
2 E I N I N G ) Dr. Richard Beck fimmtugur Eining verður að víkja fra venjunni að þessu sinni og flytja alllangt mál um af- mælisbarn, þótt ekki sé nema 50 ára. Dr. Kichard Beck á það svo sérstaklega skilið fyrir velvild hans í garð blaðsins og lof- samlegan dóm hans um það, liðveizlu hans við bindindismálið og mikið menningarstarf til heiðurs og gagns íslenzku þjóðinni. Lítið á myndina! Það er þægilegt bros á andliti þessa el.ju- og athafna- manns. Hin miklu afköst hans á ekki lengri ævi hafa ekki megnað að búa svip hans neinum þreytumerkjum. Dr. Beck er maður glaður í lund, en hann er líka góðlundaður, og vegna þess, að hann vinnur eingöngu góðum málefn- um og hefur mikið gott að segja um margt og marga, eru kraftarnir miklir og ólamaðir og yfirlitið bjart. Dr. Beck hefur verið farsæll í orðs- ins beztu merkingu, jafnt á mennta- braut sinni sem ungur maður og við umfangsmikil störf á þroskaárunum. Það hefur verið bjart yfir lífskjörum hans mestan hluta ævinnar, sem komin er- Hann er líka fæddur í bjartasta mánuði ársins. Það er munur um mig, sem er fæddur i svartasta skammdeg- inu! Dr. Beck er fæddur 9. júní 1897 og verður því 50 ára 9. júní næst kom- andi. Munu hinir mörgu vinir hans á fslandi senda honum hlý hugskeyti á afmælisdaginn. Það er enginn hægðarleikur að geta ævistarfs og afreka þessa mæta íslands- sonar í stuttu máli, þótt ekki sé nema hálfnað árahundraðið. Hér skal þó gerð ofurlítil upptalning. Prófessor Beck er fæddur að Svína- skálastekk í Reyðarfirði, en fluttist á barnsaldri að Litlu-Breiðuvík þar í firð- inum og ólst þar upp til fullorðinsald- urs. Foreldrar: Hans K. Beck, óðals- bóndi í Litlu-Breiðuvík, (d. 1907) og Vigfúsína Vigfúsdóttir (enn á lífi í Winnepeg, hátt á áttræðisaldri). Einn bróðir, Jóhann Þorvaldur Beck, prent- smiðjustjóri í Winnipeg- Var árum saman sjómaður og for- maður á Austfjörðum, jafnframt því sem hann las undir skóla hjá Sigurði Vigfússyni móðurbróður sínum, sem var víðmenntaður maður af eigin ramm- leik og hinn ágætasti kennari. Lauk gagnfræðaprófi á Akureyri vorið 1918, sat árið eftir í fjórða bekk Menntaskól- ans í Reykjavík, en las fimmta og sjötta bekk utan skóla næsta ár (1919—1920) og tók stúdentspróf um vorið. Hélt einkaskóla á Eskifirði 1920— 1921, en fluttist vestur um haf til Winnipeg um haustið, var íslenzku- kennari þjóðræknisfélagsins þann vet- ur, en haustið eftir fluttist hann til Bandarikjanna og hóf framhaldsnám í norrænum og enskum fræðum við Corn- ell háskólann í fþöku, New York, lauk meistaraprófi þar vorið 1924 og dokt- orsprófi í heimspeki vorið 1926, fékk bæði námsstyrk og námsverðlaun við háskóianámið, en vann þó .jafnan fyrir sér samhliða námi sínu. Dr- Beck er tvíkvæntur. Fyrri konu sína, Ólöfu Daníelsdóttur frá Helgu- stöðum í Reyðarfirði, hina ágætustu konu, missti hann eftir stutta sambúð, áður en hann fór vestur um haf. Árið 1925 kvæntist hann seinni konu sinni, Berthu Samson, hjúkrunarkonu frá Winnipeg, af íslenzkum ættum. Hún er mikilsvirt atkvæðakona, sem tekið hefur mikinn þátt í félagsmálum, hefur um- sjón með sölu jólamerkja til berkla- varna í Grand Forks borg og hefur einnig forustu í starfi kvenskáta. Þau eiga tvö börn, Margréti 17 ára og Ríchard 14 ára. Eftir að hafa verið prófessor í ensk- um bókmenntum og samanburðarbók- menntum við St. Olaf College í North- field, Minnesota, og Thiel College í Greenville, Pennsylvaníu, varð hann haustið 1929 prófessor í Norðurlanda- málum og bókmenntum og forseti þeirr- ar deildar við ríkisháskólann í Norður- Dakota og hefur skipað þann sess síðan. Prófessor Beck hefur gefið út mörg rit, meðal annars söfn þýðinga íslenzkra ljóða og smásagna á ensku, sem hafa fengið mjög góða dóma og orðið víð- lesin. Hann er og einn af höfundum mikillar bókmenntasögu Norðurlanda, sem út kom á ensku fvrir nokkrum ár- um í New York. f því verki á Dr. Beck ítarlegt yfirlit um íslenzkar bókmenntir fyrr og síðar. Þá hefur hann fengizt allmikið við ljóðagerð, birt f.jölda af kvæðum í íslenzkum blöðum og tíma- ritum beggja megin hafsins, gefið út kvæðasafn, Ljóðmál, (Winnipeg 1929), og einnig dálítið kver frumortra ljóða á ensku (1945). Ritstjóri hins góðkunna Almanalcs Ó. S. Thorgeirssonar hefur hann verið um allmörg ár. Hann hefur og samið mikinn fjölda ritgerða fyrir íslenzk og amerísk fræði- rit um íslenzkar bókmenntir og skrifað sæg greina um íslenzk og norsk efni og ritdóma, jafnt í ísl. blöð og tímarit austan hafs og vestan og amerísk og * norsk-amerísk. Skipta slíkar greinar hans hundruðum, en hann ritar jöfnum höndum á íslenzka, norska og enska tungu. Dr. Beck hefur lagt mikið til félags- mála fslendinga og Norðmanna vestan hafs. Hann var forseti Þjóðræknisfé- lags ísl. í Vesturheimi 1940—1946, og 1 hefur enginn skipað þann sess .jafnlengi samfleytt, en áður hafði hann verið varaforseti þess um sex ára skeið. Hann er fyrrv. forseti Þjóðræknisdeildar Norðmanna í Grand Forks, einnig fyrrv. forseti fræðifélagsins The Society for the Advancement of Scandinavian Study, og hefur verið um nokkur ár forseti Leifs Eiríkssonar félagsins í * Norður-Dakota. Hann var fulltrúi Vestur-íslendinga og gestur ríkisstjórnar íslands við lýð- veldisstofnunina 17. júní 1944 og flutti ræðu á Þingvöllum við það tækifæri, ferðaðist svo viðs vegar um land og flutti ræður á fjölmennun samkomum- Munu margir minnast þessarar heim- sóknar hans. ^ Dr. Beck er heilhuga og ósvikinn bindindismaður. Á skólaárum sínum í Reykjavík gekk hann í reglu Góðtempl- ara, starfaði mikið að málum þeirra, bæði í stúku sinni, Framtíðinni, og við- ar. í Winnipeg gerðist hann félagi stúk- unnar Heklu og var æðstitemplar henn- ar um eitt skeið og er félagi hennar enn. Margar ræður og erindi hefur hann flutt um bindindi, bæði á stúkufundum * og víðar, og tekið margvíslegan þátt í bindindisstarfinu. Hann hefur og látið sig miklu skipta ýmis önnur menning- armál, svo sem kirkjumál, fræðslumál, friðarmál og önnur slík og flutt um þau erindi í kirkjum, skólum og víðar og flutt mál þeirra í ritgerðum sínum. • Um ísland, þjóð og menningu, hefur hann flutt ræður í Bandaríkjunum og ^ Canada svo skiptir hundruðum, jafnt á ísl. ensku og norsku, einnig mikinn fjölda erinda um Norveg og norskar bókmenntir. Mörg þessara erinda hefur hánn flutt í útvarp og sum þeirra svo verið birt í heild eða að nokkru leyti í blöðum og tímaritum vestan hafs. Dr. Beck hefur verið sæmdur íslenzk- um, norskum og dönskum heiðursmerkj- ^ um og kosinn heiðursfélagi í mörgum menningarfélögum norrænna manna vestan hafs. Hann er vararæðismaður Islands (kjörræðismaður) í Norður- Dakota síðan 1942. fslenzka þjóðin hefur þegar sýnt með þeim heiðri, er hún hefur veitt prófess- or Richard Beck, að hún metur mikils, hversu drengilega hann hefur kynnt t land sitt og þjóð með framkomu sinni meðal stórþjóðar, afrekum við nám sem umfangsmikil menntastörf, og verið í þeim efnum langt um afkastameiri en ætlast mætti til af einum manni. En til viðbótar öllu, sem segja má um hans

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.