Eining - 01.05.1947, Qupperneq 5

Eining - 01.05.1947, Qupperneq 5
/ 5 E I N I N G * i I Ólafsfjirðir Um alllangt skeið undanfarið hefur verið mikill framfarahugur í Ólafsfirð- ingum, og framfarir hafa orðið hjá þeim furðu miklar. Auðvitað hafa þeir orðið fyrir fjárhagskreppu, stórtöpum við sjávarútgerð og ýmissi annarri ó- áran ekki síður en aðrir. Myndirnar tvær, sem fylgja þessum línum, eru frá athöfninni, þegar hin nýja og myndarlega sundlaug var vígð í Ólafsfirði 1945. Á þessum árum frá 1940 hafa Ólafs- firðingar komið upp hjá sér 250 hest- afla rafveitu og hinu, sem ekki er ó- merkara, hitaveitu fyrir allt kauptúnið. Er slíkt ómetanleg þægindi og fram- faraspor. Verið er að reisa nýjan og vandaðan barnaskóla- Einnig er byrjað á allmikilli verksmiðju til niðursuðu fiskafurða. Þá hefur verið unnið und- anfarin sumur að hafnargerð, og verður lengri hafnargarðurinn 450 metrar. Ólafsfirðingar eru duglegir útgerðar- menn og hafa mikla þörf fyrir hafnar- bætur. Þrír nýir bátar bættust þeim síð- astliðið sumar. Voru tveir af þeim Sví- þjóðarbátar. Það er mikið velferðarmál fyrir þjóð- arheildina, að sem jafnastar framfarir geti orðið sem víðast um land og skap- ast á þaiin veg samræmi og jafnvægi í vexti og viðgangi þjóðarlíkamans og þjóðarbúsins. Á þann veg er farsæld þjóðarinnar bezt tryggð. * A vaEdí blekkinganna Eru lygar og blekkingar mönnum kærari en sannleikurinn ? Eða hvernig stendur á afstöðu manna til áfengis- neyzlunnar? Öldum saman lifðu menn í fullkominni fáfræði og ömurlegum blekkingum viðvíkjandi áfenginu. En nú hafa bæði vísindi og reynsla manna leitt sannleikann í ljós. Tíminn birti 1. apríl s- 1. mjög merki- lega grein tekna úr norska samvinnu- blaðinu Kooperatören, þar sem menn eru minntir enn einu sinni á hinar blá- köldu niðurstöður vísindalegra rann- sókna á skaðsemi áfengisins. 1. Það sljógvar dómgreind manna og sjálfstjórn. 2. Það rýrir vöðvastyrkleik og líkam- legan þrótt manna, dregur úr vinnuafköstum og iþróttaafrekum. 3- Það dregur úr snarræði og athygl- isgáfu manna og er því skaðlegt og stórhættulegt við alla véla- og nákvæmisvinnu. 4. Það eyðir hita líkamans, svo að menn þola ver kulda en ella, gagn- stætt því, er menn lengi trúðu. 5. Það sýkir bæði sál og líkama, tær- ir lífskrafta mannsins, býr hon- um vesaldar- og kvalalíf og veldur að síðustu vitfirring og dauða. 6. Það eyðileggur heiðarleik, hrein- leik, dyggð og manndóm, leiðir ó- lýsanlegt böl yfir börn og konur, leggur heimili í rúst, ræktar sið- spillingu, slys og glæpi fremur öllu öðru og er eitt hið stærsta böl í hverju þjóðfélagi. Allt þetta vita menn nú fyrir víst- Hvers vegna halda menn þá áfram að selja, kaupa, veita áfengi og neyta þess? Annaðhvort er slíkt sprottið af mann- dómsskorti, menningarleysi og vesal- dómi eða menn elska meira blekkingar og lygi en sannleikann. En hvort tveggja er manninum mikil vansæmd. Failegur og skemmtilegur skáldskapur Nýkomin eru út Ævintýri eftir góð- skáldið Jóhann Magnús Bjarnason. Þetta er mjög snotur bók, 214 blaðsíð- ur, og hollt og skemmtilegt lesmál. Æv- intýrin eru milli 60 og 70, stutt og fljót- lesin, gædd anda hreinleikans og göf- ugmennskunnar eins og höfundurinn var sjálfur. Ævintýri þessi teljast fyrsta bindið í ritsafni, sem Fjallkonuútgáfan er að gefa út. Verða þar öll rit þessa vinsæla góðskálds. Það þarf ekki að mæla með þessum bókum- Þær hafa fyrir löngu kynnt sig að góðu einu. Þar löðrar ekki allt í lýsingum af mannhrökum. Þar eru ekki blót, svardagar né annað ó- þverra orðbragð. Þar er töluvert um ástalíf, en ævinlega er það á vegum prúðmennskunnar. Þar er ekki eitt neinu í að lýsa læragildleik daðurs- drósa eða þess háttar, en fegurra ásta- líf finnst ekki á jörðu hér en lýst er í sumum köflum bókarinnar Eiríkur ITanson. Þá bók lesa jafnt fullorðnir sem unglingar sér til mikillar ánægju, þótt nokkuð sé hún orðmörg- Brazilíu- fararnir eru hrífandi lesmál. Þar er fjölbreytni og auðlegð mikil í lýsingu, jafnt á löndum, staðháttum, náttúru, mönnum og athöfnum þeirra. Jóhann Magnús Bjarnason var elsk- aður og virtur af öllum, sem þekktu hann, og góður maður ber fram gott úr góðum sjóði hjarta sins. Flokksandinn. Hver skyldi losa okkur undan flokks- andanum, þessu pestnæma eitri, sem er skaðvænna en háskalegar hitasóttir og hundaæði ? C. Wagner■

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.