Eining - 01.12.1953, Blaðsíða 13

Eining - 01.12.1953, Blaðsíða 13
EINING 13 búð manna. Þetta sem hér var sagt um börn og unglinga í Frakklandi, er ekki nema einn þátturinn, þar við bætist svo öll spilling hinna fullorðnu, glæpa- líf, áfengissýki, meiri en hjá flestum eða öllum öðrum þjóðum, atvinnuleysi og fátækt, húsnæðisvandræði, þótt hall- irnar séu margar, og margt fleira. — Mannfélagsmeinunum á að útrýma á þann hátt, að annast sé um hverja ein- ustu sál, líkt og góður garðyrkjumaður hugsar um gróðurinn í garði sínum. — Þetta er hægt, það hefur saga þjóðanna margsannað, þótt ekki séu það nema smámyndir. Hægt er að ala æskulýð upp í þeirri lífsskoðun og við svo kær- leiksríka aðbúð, að hann slái aldrei út á hinar hálu brautir. En þetta er vanda- verk og erfitt, sem ekki vinnst í leti og kæruleysi. Þjáningar föðurleysingjans Þær menningarþjóðir, sem hraðstíg- astar eru á framfarabrautinni, eru tekn- ar að gefa því mjög gaum, hve æski- legt það sé, að geta búið æskumenn sem bezt undir hjúskaparlíf. I þeim tilgangi hefur verið komið upp rannsakandi og ráðgefandi stofnunum, er geti veitt ung- um hjónaefnum sem beztar upplýs- ingar um hjúskap. Af reynslu og þekkingu skilst mönn- um það æ betur, að mikilvægara flestu eða öllu er að barnið og unglingurinn á vissu aldursskeiði, eigi öruggt og gott friðskjól, njóti umhyggju, ástúðar og viturlegs aga hamingjusamra foreldra. Enginn skilur til fulls hið óskaplega böl, sem fylgir hruni heimilanna. Eng- inn mælir hjartakvölina, enginn telur tárin, og enginn sér né veit, hversu sár- in svíða, nema sá, er allt veit. En margt barn veit af reynslu, hversu áfallið get- ur verið ægilegt. Barn sem þjáist mest, segir ef til vill ekki neitt, og hver sér inn í huga þess? Þegar heimilin sundr- ast, kastast þjáningabörn út í hring- iðuna miklu, líða oft tjón á sál og líkama eða verða vandræðabörn. Hvað þessir munaðarleysingjar oft líða, er mikill leyndardómur. Hér skal eg að þessu sinni segja frá reynslu minni á unga aldri. Eg átti góða foreldra, fremur fátæka. Þegar eg var 12 ára lögðust veikindi þungt á fjöl- skylduna. Við veiktumst öll, er heima vorum, og var talið seinna að þar hefði taugaveiki verið að verki. Langt var til læknis, og læknir kom aldrei. Systur mínar tvær lögðust fyrst, móðir mín lá fimm vikur um hásumarið. Svo lá eg rúman hálfan mánuð með óráði, og höfðu störf mín um sumarið einnig ver- ið mér ofraun. Er eg tók að skreiðast á fætur, lagðist faðir minn og dó eftir hálfsmánaðarlegu. Og nú kemur það, sem eg ætlaði eiginlega að segja frá. Eg var fremur þreklítill unglingur, fáskiptinn, bókhneigður og mikið mömmubarn. Eg vissi, að nú mundi heimilið leysast upp, því að þá var ekki um neina aðstoð að ræða, sem ekki hefði þurft að vera mikil næstu tvö eða þrjú árin, svo að við bræðurnir, því að bróðir minn var tveimur árum eldri en eg, hefðum getað séð um heim- ilið. Eg gat ekki hugsað til þess að fara frá móður minni, og allt haustið, sem faðir minn dó, gekk eg að störfum mín- um við fjárgæzlu, fámáll og hljóður og bað Guð þess heitt og innilega dag hvern að fá að deyja. Við þetta þarf í raun og veru engu að bæta. Enginn vissi um þessa bæn mína og sálarkvöl, ekki einu sinni móð- ir mín, en allir geta skilið, að eitthvað þarf til, að 12 ára unglingur óski sér heitt og innilega dauðans. Af þessari reynslu minni, hef eg get- að gert mér dálitla hugmynd um, hversu börn hljóta oft að þjást, sem verða að hrökklast burt frá bernskuheimilum, er þau leysast upp af einhverjum ástæð- um. Það er því eitt af hinum miklu vel- ferðarmálum mannkynsins, að finna ráð gegn sundrung heimilanna. Til þess skal vanda, sem vel á að standa. Mikil léttúð og fávizka hefur ríkt í sambandi við hjúskap, fræðsla um það mál verið lítil eða engin, en nú eru þjóðir að vakna til meðvitundar um, að fleira er böl en styrjaldir, tæring, krabbamein og áfengisneyzla. Heimilisböl er talið hverju böli þyngra, og er því bót við því flestu öðru mikilvægara. P. S. Æskuinenn á vflligöÉum Átta bílum og eins mörgum mótorhjól- um var stolið um eina helgi í Oslo í sept- ember, segir Folket, og í ágúst var stolið 60 farartækjum. Flestir þjófarnir eru pilt- ar á aldrinum 16—18 ára. Um eina helg- ina náði lögreglan tveimur piltum, sem höfðu stolið 8 bílum á tveimur dögum. Raunalegt er það, að uppeldi og menn- ing kristinna þjóða, bæði okkar og ann- arra, skuli ekki ná betur fyrir rætur hinna margvíslegu meina mannfélagsins, að fjöldi ungra manna skuli ganga veg ýmist glæpamennsku, ódrengskapar og alls konar óreglu. Hvernig á að lækna þessi mein? •— Verður það gert með eintómri fræðslu? — Þarf ekki að koma hér til göfgandí trúar- og hugsjónalíf? Sæmír þeim ekki Ekki sœmir konungum að drekka vín, né höfðingjum áfengur drykkur. Þeir kynnu að drekka og gleyma lögunum og rangfcera málefni allra aumra manna. Orðskv. Eifturl y I j asmy gl í Bandaiíkjunum Snemma á þessu ári komst upp um geysilega öflugt fyrirtæki áfengis- og annarra eiturlyfjaleynisala. Þar var ung- ur maður, Robert Gizzo að nafni, er varð til þess að upp komst um bófana. Faðir hans Anthony R. Gizzo hafði lengi verið samverkamaður glæpamanna- samtaka, er stjórna áfengisleynisölu, fjárhættuspili og vændiskvenna iðju. — Fyrir mörgum árum notuðu þessi glæpa- mannasamtök þenna mann til þess að draga A1 Capone og Torrio inn í sam- tökin. Hann leysti það verk sitt svo vel af hendi, að samtökin settu hann yfir flutning á öllum eiturlyfjaflutningi á milli Chicago og St. Louis. Fyrir hvert einasta gramm, sem verzlað var með af morfíni, hiroin og marijuana, fékk Gizzo hinn eldri sínar prósentur. — 10 þúsund manns unnu undir stjórn hans að þessari geðslegu iðju. Svo tók Gizzo að setja son sinn inn í fyrirtækið, og var hann svo settur til þess að sjá um flutning á þessari vöru á vissu svæði. í marz í fyrravor átti ungi maðurinn að leggja af stað frá bú- jörð einni með allmikinn flutning af svínskrokkum. Bújörð þessi var þó í raun og veru geysimikið geymslusvæði fyrir alls konar eiturlyf og áfengi, og svínaskrokkarnir voru troðfylltir af slíkri vöru. Ungi maðurinn og annar bílstjóri, rúmlega sextugur, lögðu af stað með flutninginn og átti þetta að vera þriggja daga ferð, en tíu klukkustundum eftir burtförina, fann lögreglan gamla mann- inn deyjandi við veginn. Henni tókst að handsama unga manninn og hann ját- aði allt. Gert var boð eftir föður hans, og er þeir tóku tal saman í fangaklefa unga mannsins, varð faðirinn svo æstur, að hann féll dauður niður. Hann slapp þannig við handtöku, og glæpamanna- samtökin gerðu útför hans dýrðlega. — Líkkista hans var hjúpuð dýrasta silki og á kafi í blómsveigum. Hefði dauð- inn ekki leyst manninn frá öllum vanda, hefðu þessi sömu glæpamannafyrirtæki, er gerðu útför hans geysilega ríkmann- lega dæmt hann til dauða og séð einnig um aftökuna. Þessi glæpamannasamtök tóku upp á því árið 1939 að selja námsfólki í skól- unum eiturlyf. Þetta sannaði Kefauver- nefndin. Þetta er starfsemin, sem átti að hverfa í Bandaríkjunum, ef áfengis- bannið yrði afnumið, en hún hefur aldrei verið öflugri en einmitt í skjóli hinnar frjálsustu áfengissölu í ríkjun- um. En nú þegja samverkamenn glæpa- mannasamtakanna, auðkýfingarnir, sem notuðu milljónir sínar og ýms keypt stórblöð til þess að eyðileggja áfengis- bannið. (Heimild: Folket).

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.