Austurland


Austurland - 17.01.1985, Blaðsíða 2

Austurland - 17.01.1985, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR, 17. JANÚAR 1985. ----------Austurland-------------------- MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjamason, Einar Már Sigurðarson, Þórhallur Jónasson og Smári Geirsson. Ritstjóri: Birgir Stefánsson (ábm.) ®7756. Auglýsingar og dreifing: Aðalbjörg Hjartardóttir - Pósthólf 31 — 740 Neskaupstað — S7756. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað S7756. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI Húshitunarkostnaður hækkar um 15% Við fjárlagaafgreiðslu á Alþingi nú fyrir jólin stóðu Hjörleifur Gutt- ormsson og Karvel Pálmason saman að breytingartillögu við fjárlaga- frumvarpið 1985. Samkvæmt henni átti að ráðstafa hluta af tekjum af hækkun raforku- verðs til stóriðju til að lækka húshitunarkostnað í samræmi við þings- ályktunartillögu þingmanna Alþýðubandalagsins, sem nú er komin til allsherjarnefndar Sameinaðs þings. Samkvæmt fjárlögum 1985 lækkar sú upphæð, sem verja á til niður- greiðslu á rafhitun frá því sem var á árinu 1984. Þetta bitnar nú þegar á notendum á köldu svæðunum sem best sést á því, að kílóvattstundin til rafhitunar, sem kostaði 66 aura til notenda fyrir áramótin, hefur nú hækkað í 76 aura. Mörgum blöskruðu rafmagnsreikningarnir, sem sendir voru út milli jóla og nýárs, en þeir eiga eftir að verða til muna hærri við næstu innheimtu. Þessi þróun mála er blöskrunarleg, hvernig sem á hana er litið. Margir minnast enn hástemmdra loforða núverandi stjórnarsinna fyrir síðustu kosningar um mikla lækkun á hitunarkostnaði strax og þeir fengju völdin. Þar lét hæst í mönnum eins og Sverri Hermannssyni og Agli Jónssyni, en framsóknarmenn létu heldur ekki sitt eftir liggja með dylgjum og óhróðri um þáverandi samstarfsmenn í ríkisstjórn. Egill Jónsson lofaði 20 þús. kr. lækkun fyrir hvert heimili strax að kosningum loknum, bara ef menn kysu íhaldið. Þá hefur það nýlega gerst, að samið var um tvöföldun á raforkuverði til álversins, sem kaupir yfir 40% af allri raforku Landsvirkjunar. í tíð ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen náðist um það sammæli fulltrúa allra þingflokka, að strax og leiðrétting næðist á orkuverði gagnvart Alusuisse, skyldi hún notuð til að lækka húshitunarkostnað. En hvað gerist nú eftir samningana við Alusuisse? Landsvirkjun sem fær í sinn hlut yfir 400 millj. tekjuaukningu frá álverinu, er iátin hækka taxta sína um 14% og stjórnarliðið á Alþingi fellir tillögur um að nota hluta af stóriðjuhækkuninni til að létta byrðar þeirra, sem nú eru að kikna undan hitunarkostnaði. Hvað segja þeir nú, sem studdu þá Egil og Sverri inn á þing hér eystra í síðustu kosningum og lögðu trúnað á áróður þeirra og glam- uryrði? H. G. Fundir á vegum Alþýðubandalagsins Þingmennirnir Helgi Seljan og Hjörleifur Guttormsson hafa ferðast víða um kjördæmið í þinghléi að undanförnu. Haldn- ir hafa verið félagsfundir í ýms- um Alþýðubandalagsfélögum með þingmönnum og þeir rætt við fólk í byggðarlögunum. Þá kom formaður Alþýðu- bandalagsins, Svavar Gestsson á opinn stjórnmálafund á Höfn í Hornafirði 12. janúar sl. og ræddi stjórnmálaviðhorfið, en einnig hafði þar framsögu Gerð- ur G. Óskarsdóttir, kennari, sem ræddi um stöðu kvenna við lok kvennaáratugar. Á þennan fund komu yfir 70 manns og var fjölda fyrirspurna beint til framsögumanna og þing- mannanna Helga og Hjörleifs. Hvarvetna kemur fram vax- andi áhugi á, að ríkisstjórnin víki og vinstri öflin fylki sér sam- an í baráttunni fyrir nýrri stjórn- arstefnu. Breiðablik Framh. af 1. síðu. Ávörp og gjafir Ásgeir Magnússon, bæjar- stjóri flutti ávarp og færði Breiðabliki að gjöf stóra lit- mynd af Neskaupstað til að hafa í setustofunni. Kristinn V. Jó- hannsson, forseti bæjarstjórnar flutti ávarp og heillaóskir frá bæjarstjórn Neskaupstaðar. Gylfi Gunnarsson, bæjarfull- trúi flutti ávarp og heillaóskir og tilkynnti stórgjöf til næsta áfanga íbúða aldraðra, en það er gröftur, steypa í sökkla og fyllingarefni í grunn næsta bygg- ingaráfanga og afhenti hann Stefáni Þorleifssyni gjafabréf þar að lútandi. Gefendur eru hjónin Ásdís Hannibalsdóttir og Gylfi Gunnarsson. Allir ræðumenn þökkuðu byggingarnefndinni mikið og gott starf og þá alveg sérstaklega Stefáni Þorleifssyni, formanni nefndarinnar og framkvæmda- stjóra byggingarinnar. Síðastliðinn vetur var stofnuð friðarhreyfing á Seyðisfirði. Þá var komið saman, málin rædd og félagar lásu bækur og greinar tengdar friðar- og afvopnun- armálum. Nú í haust var svo þráðurinn tekinn upp að nýju og fundað hálfsmánaðarlega. Á Þorláksmessu stóðu sam- tökin fyrir blysför, sem tæplega 60 manns tóku þátt í. Gengið var að sjúkrahúsinu, þar sem sóknarpresturinn, séra Magnús Björnsson, ávarpaði göngufólk og að síðustu sungu menn „Heims um ból“. Á þrettándanum voru Friðar- samtökin með samkomu til styrktar Eþíópíusöfnun Hjálp- arstofnunar kirkjunnar. Dag- skráin var sambland af gamni og alvöru, en megininntak hennar var börnin og framtíð þeirra í vígvæddum heimi. Samkomuna sóttu milli 170 og 180 manns. Alls safnaðist 16.451 kr., sem þegar hefur verið sent suður. Þar verður keypt mjólkurduft • • • Öllum sem við bygginguna hafa unnið færðu ræðumenn einnig þakkir svo og Stefán Þor- leifsson í sínu máli. Byggingarnefndin Byggingarnefnd íbúða aldr- aðra skilaði nú af sér fyrsta áfanga nær fullbúnum, nokkuð er eftir af búnaði og frágangi að vísu. Byggingarnefndin sér áfram um rekstur íbúðanna, þangað til bæjarstjórn kýs sér- staka rekstrarstjórn. Þá hefir bæjarstjórn falið nefndinni að athuga um og undirbúa næsta byggingaráfanga, en bæjar- stjórnin samþykkti í byrjun janúar tillögu frá Þórði Þórðar- syni um nýjan áfanga í íbúðum aldraðra, þar sem Norðfjarðar- hreppi og Mjóafjarðarhreppi yrði boðin aðild. Byggingarnefndin hefir starf- að allt frá 1977. í henni hafa ver- ið allan tímann: Stefán Þorleifs- son, formaður, Haukur Ólafs- son, Hildur Halldórsdóttir og fyrir peningana og það svo sent ásamt mjólkurdufti frá fleiri að- ilum til Eþíópíu með sérstakri flugvél þann 27. janúar. Friðarsamtökin á Seyðisfirði vilja koma á framfæri þakklæti til þeirra, sem sóttu samkom- una, fyrir jákvæð viðbrögð þeirra, en þó sérstaklega til barnanna, sem voru einstaklega prúð og þolinmóð undir þungri dagskrá á köflum. Félagar í samtökunum hafa ástæðu til að vona, að þrett- ándasamkoman hafi vakið fólk til umhugsunar um þessi mál, þar sem þó nokkrir hafa snúið sér til þeirra eftir á fúsir til starfa. Á næstunni munu samtökin sýna myndina „Ef þér er annt um þessa jörð“ og verða vænt- anlega umræður um hana eftir á. Vonast er til, að með nýjum félögum eflist samtökin enn og geti látið meira til sín heyra í framtíðinni. J. G. Gylfi Gunnarsson tilkynnir um hina veglegu gjöf þeirra hjóna, hans og Ásdísar Hannibalsdótt- ur. Ljósm. B. S. Sigríður J. Zoega og Þórður Þórðarson frá 1982, en hann tók þá við af Guðmundi Bjarnasyni. Á síðasta ári bættust svo tveir nefndarmenn við, Svavar Stef- ánsson, kosinn af félagsmála- ráði Neskaupstaðar og Guðrún Sigurðardóttir, kosin af rekstr- arstjórn Fjórðungssjúkrahúss- ins. 000 íbúðir aldraðra í Neskaup- stað eru svokallaðar þjónustuí- búðir, þær eru í nánum tengsl- um við Sjúkrahúsið og íbúarnir geta fengið ýmsa þjónustu það- an svo sem læknisþjónustu, þjónustu við þvotta og fæði að einhverju leyti a. m. k. Fer það eftir óskum íbúanna, hvað þeir nýta sér af þessari þjónustu. íbúðir fyrir aldraða eru byggðar á vegum sveitarfélaga og er það vel, en athyglisverð er sú hugmynd, sem Kristinn V. Jóhannsson, forseti bæjar- stjórnar varpaði fram í ávarpi sínu við vígsluna, að stéttarfé- lögum verði boðin aðild að þess- um byggingum. Þörfin fyrir þjónustuíbúðir fyrir aldraða er mikil og fer vaxandi, þetta við- fangsefni á því eftir að verða umfangsmeira í framtíðinni og gæti því orðið viðráðanlegra, ef stéttarfélögin kæmu þarna til liðs og e. t. v. fleiri aðilar á fé- lagsvettvangi. AUSTURLAND óskar Norðfirðingum öllum til ham- ingju með Breiðablik og íbúum þess alveg sérstaklega. B. S. ÁRNAÐ HEILLA Afmæli Óli Ólafsson, sjómaður, Mið- stræti 10, Neskaupstað varð 50 ára í fyrradag, 15. janúar. Hann er fæddur í Friðheimi í Mjóa- firði, en fluttist til Neskaupstað- ar haustið 1954 og hefir átt hér heima síðan. Stefán Þorleifsson með myndina, sem bœjarsjóðurgafísetustofuna. Ljósm. B. S. Friðarsamtök á Seyðisfirði

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.