Austurland


Austurland - 07.02.1985, Blaðsíða 2

Austurland - 07.02.1985, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR, 7. FEBRÚAR 1985. ----------Austurland-------------------- MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjamason, Einar Már Sigurðarson, Þórhallur Jónasson og Smári Geirsson. Ritstjóri: Birgir Stefánsson (ábm.) S7756. Auglýsingar og dreifing: Aðalbjörg Hjartardóttir - Pósthólf 31 — 740 Neskaupstað — ©7756. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað ©7756. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI Hinn stöðugi sirkus Til lesenda AUSTURLANDS: Ný vernd „Það var fávíslegt að þykjast ekki sjá, hvað höndin skrifar á vegginn.“ / Ijósi þessara spakvitru orða, sem mælt eru í ný- ársávarpi forseta íslands, Kristjáns Eldjárns árið 1972, hefir orðið til hreyfing meðal íslendinga, sem hér er nefnd Ný vernd og skýrist í svofelldu máli: Eitt helsta frásagnarefni fjölmiðla undangengnar vikur og mánuði er af fangbrögðum ríkisstjórnarinnar við efnahagsvandann. Margir hafa þar lagst undir feld og hugsað djúpt og dýpst allra vitanlega Steinarnir tveir, formenn stjórnarflokkanna. Ýmislegt spakviturt hafa þeir líka látið eftir sér hafa um efnahagsvandann og úrlausnir þær, sem í vændum væru. Enn eru þó allar lausnir véfréttir einar og fátt bendir til, að ný ráð verði reynd í efnahagsglímunni og enn færra bendir til, að stjórnarliðið sé sammála um ráð til úrbóta. Þau ráð, sem samstaða hefir orðið um og reynd hafa verið síðustu misseri, eru öllum kunn: kaupskerðing, afnám verðtryggingar á laun, hækkun vaxta og gengissig og gengisfelling, svo að nokkrar gamlar lummur séu nefndar. Allt kemur þó fyrir ekki, eins og vitanlegt er, kaupmáttur almennings er langt fyrir neðan öll velsæmismörk, vaxtabyrði er að sliga húsbyggj- endur og aðra, sem í fjárfestingum standa, framleiðsluatvinnuvegirnir eru á ystu nöf og harðvítug kjarabarátta launafólks hefir engum árangri skilað, þegar upp er staðið. Enn eru átök á vinnumarkaði, undirmenn á farskipum eru í verkfalli, sem staðið hefir í viku, sjómenn virðast þurfa að beita verkfallsvopninu innan tíðar og framhaldsskólakennarar hætta jafnvel störfum um næstu mánaðamót. Þannig er ástandið á þjóðarskútunni í upphafi ársins. Stjórnarliðið kennir óhóflegri kröfugerð og launahækkunum launafólks og verkfalli opinberra starfsmanna um flest það, sem aflaga fer svo og minnkandi sjávarafla, þó að hann hafi aldrei verið meiri en á síðasta ári frá metárinu 1981. Karlinn í brúnni er stefnulaus og stýrir í hringi og áhöfnin er sjálfri sér sundurþykk og kann heldur engin bjargráð. Og á meðan beðið er úrræðanna miklu er látið reka á reiðanum. Þannig er ástandið, þegar Alþingi er nýlega komið saman á ný eftir hið langa jólaleyfi og munu reyndar fáir búast við, að það bæti mikið úr skák. Stjómarandstaðan hefir bent á ýmsar skynsamlegar leiðir í efnahags- málum, en á hana er auðvitað ekki hlustað, enda þingmeirihluti stjómar- flokkanna það mikill, að hann þykist einfær að taka ákvarðanir án þess að taka nokkurt tillit til minnihlutans. Hlustað mun þó á boðskap seðla- bankans og hækkanakröfur hvarvetna hjá fyrirtækjum og stofnunum svo sem kröfur olíufélaganna um hækkun á álagningu og verði á bensíni og olíum á sama tíma og heimsmarkaðsverð á olíu hefir farið lækkandi. Þegar þetta er skrifað hafa stjórnarflokkamir enn ekki komið sér saman um margboðaðar efnahagsaðgerðir og er kannski eins gott, því að hverjar sem þær annars verða er harla ólíklegt, að þær verði til hagsbóta fyrir almenning í þessu landi. Reynslan af þessari ríkisstjórn gefur ekki tilefni til að álykta, að svo verði. Ýmsir hafa gert því skóna um langt skeið, að ríkisstjórnin muni hrein- lega gefast upp og efna til kosninga innan skamms. Ekki fínnst þeim, sem þessar línur skrifar, trúlegt að svo verði. Slík uppgjöf er í hæsta máta ósennileg hjá jafn kokhraustri ríkisstjórn og þeirri, sem nú situr og með jafn stóran þingmeirihluta að baki. Hins vegar er engum blöðum um það að fletta, að fátt væri þjóðinni hagkvæmara en að ríkisstjómin hrökklaðist sem fyrst frá völdum og við tæki sterk og víðsýn vinstri stjóm í landinu. B. S. Ný vernd er samtök íslend- inga til vemdar byggðar um allt land, til vemdar þjóðlífs, sem byggir á heimaöflun, en í því felst að lifa af því sem landið gefur í samræmi við „lífbeltin tvö“ (landið og hafið) og er þá vitnað í nýárs- ávarp forseta íslands árið 1972. I stjórnarskrá komi svæða- skipan á gmndvelli fomra fjórðunga eða fylkja, fjögurra til sex, þar sem vald og stjórn- un svæðanna byggist á sveit- arfélagaskipan. í stjórnarskrá komi jafn- framt það verndarákvæði, að verðmæti lands og orku, sem ekki em í einkaeign, séu sam- eign þess fólks, er hvert landssvæði byggir, land-, vatns- og hitaorka. Stór hluti þeirra umsvifa, sem nú em á valdi Alþingis, ríkisstjómar og embættiskerf- is ríkisins, tekjur og gjöld, falli í hlut sveitarfélaga á svæðun- um í réttlátu hlutfalli skyldu og réttar. Fulltrúakjör til Alþingis í fjórðungum eða fylkjum hvíli á rétti fólks og lands og haf- svæða að gmnnlínum land- helgi. Verndun gróðurríkis, sem í framkvæmd verði aukin trjá- rækt sem aðalviðfangsefni og Raforkusala . . . Framh. af 4. síðu. lendingar 40% raforkufram- leiðslu sinnar til álversins langt undir kostnaðarverði. Stækkun álversins Með bráðabigðasamkomu- lagi í september 1983 staðfestu ríkisstjórnin og Alusuisse „gagnkvæman áhuga sinn á því að stækka bræðsluna svo fljótt sem við verður komið“ um 40 þús. tonna afkastagetu og síðar um annað eins, en það þýðir tvöföldun á framleiðslugetu og raforkusölu. f „samkomulagsbréfi“ sem fylgdi samningnum sem Sverrir undirritaði með Alusuisse 5. nóv. sl. er þessi stefna ítrekuð og Alusuisse lofaði bréfi „þar sem tilgreind verði fyrirhuguð kjör og skilmálar varðandi af- hendingu á raforku til þeirrar stækkunar." Til fyrri áfangans þarf 600 gígavattstundir af raforku og kostnaður Landsvirkjunar vegna viðkomandi fjárfestinga í virkjun yrði um 120 milljónir dollara eða nær 5000 miUjónir íslenskra króna. Iðnaðarráðherra hefur viður- kennt á Alþingi að engin mark- tæk athugun hafi farið fram á því, hvort það geti talist þjóð- hagslega skynsamlegt fyrir ís- lendinga að selja Alusuisse raf- orku til slíkrar stækkunar. Við hljótum að spyrja hvort ekki sé unnt að nýta slíka íjármuni sem hér um ræðir tU atvinnuupp- byggingar í íslensku atvinnulífi sem í senn gæfi arð og skapaði fleiri störf, m. a. í innlendri orkunýtingu. Út frá byggðasjónarmiðum verður að teljast fráleitt að láta stóriðjuuppbyggingu á höfuð- borgarsvæðinu hafa forgang og fjárfesta nær 5 milljarða í því skyni í orkuveri, að líkindum á Suðurlandi. Þessi áform eru þó greinilega á hægra brjósti ríkisstjórnarinn- ar og iðnaðarráðherrans. Áður en sameinað lið Sjálf- stæðis- og Framsóknarflokks samþykkti álsamninginn sem lög frá Alþingi 29. nóvember sl. lýsti þingflokkur Alþýðubanda- lagsins því yfir, að Alþýðu- bandalagið muni beita sér fyrir breytingum á öllum samningum og samskiptum við Alusuisse, þegar flokkurinn fær til þess að- stöðu. Jafnframt mótmælti þingflokkur Alþýðubandalags- ins því að haldið verði áfram samningaviðræðum við Alu- suisse með þeim hætti sem verið hefur í tíð núverandi ríkis- stjómar. Jónas Pétursson. þess gróðurs, sem best hæfir verðurfarslega. Fundið verði sparnaðarform á fjármunum til að drýgja skriðinn að mark- miðum, sem á hverjum tíma eru nokkra áratugi í framtíð- inni. í markmiðum gróðurvemd- ar, skógræktar og mnna felst tvennt: bein og óbein verð- mæti, hin óbeinu verðmæti skapandi vinnu, mannrækt, mannbætur. Vernda þarf uppeldisgildi strjálbýlis, sem fólgið er í um- gengni og skiptum við búfé og dýr og hina fjölbreyttu, villtu náttúm landsins, sem yljar og skerpir hið besta í manninum, verðmætustu verðmætin. Manngildi er ofar auðgildi. Framvinda mála síðustu tíma er sannarlega hönd að skrifa á vegginn. Vafalaust munu marg- ir finna hvöt hjá sér að ganga til liðs í þessum samtökum og það bergmál, sem fólkið heyrir í brjósti sér, mun nægja til að laða saman til virkra áhrifa. I nafni áhugahóps, Jónas Pétursson, fyrrv. alþm. Frá Sjálfsbjörgu Egilsbraut 5 S 7779 Ný föt á föstudag Einnig fallegt garn og Álafosslopi Til sýnis í glugga Partner-búðarinnar um helgina ANDLÁT Jón Einarsson, skipstjóri, Blómsturvöllum 18, Neskaup- stað lést að heimili sínu 1. febr sl. á 70. aldursári. Hann var fæddur á Ormsstaðastekk í Norðfirði 30. júlí 1915 og ólst upp þar og á Sléttu í Reyðar- firði. Til Neskaupstaðar fluttist hann laust fyrir 1940, bjó síðan á Seyðisfirði 1947 - 1957, að hann flutti aftur með fjölskyldu sína til Neskaupstaðar og átti heima hér æ síðan. Útför Jóns Einarssonar verð- ur gerð frá Norðfjarðarkirkju laugardaginn 9. febrúar og hefst kl. 14. Jarðsett verður á Skorra- stað.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.