Austurland


Austurland - 07.03.1985, Blaðsíða 3

Austurland - 07.03.1985, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR, 7. MARS 1985. 3 s Aðalfundur Kvennadeildar Slysavarnafélags Islands Aöalfundur Kvennadeildar SVFI Norðfirði, var haldinn í Egilsbúð sunnudaginn 24. febr- úar sl. Áður en gengið var til hefðbundinnar dagskrár voru eftirtaldar konur gerðar að heiðursfélögum í tilefni 50 ára afmælis deildarinnar á þessu ári, og voru þeim sérstaklega þökkuð vel unnin störf í þágu deildarinnar. Anna Jónsdóttir, Bjarney . —. rn— aaaaany] EGILSBÚÐ @7322 — Neskaupstað Fimmtudagur 7. mars kl. 2100 „OFJARL VOPNAÞ JÓFANN A " Æsispennandi mynd um baráttu óbyggðalögreglu við ófyrirleitna vopnaþjófa Sunnudagur 10. mars kl. 1400 „DISCO - FEVER" Sunnudagur 10. mars kl. 21°° „SÖNGUR FANGANS" Mynd byggð á atburðum í ævi líflátsfangans Garys Gilmores og gerð í samráði við hann Námskeið í notkun Bondprjónavéla verður 12., 13. og 14. mars kl. 14 — 18 í Sjálfsbjargarhúsinu, Egilsbraut 5 Leiðbeinandi Svanfríður Hagvaag Prjónavélarnar seldar með staðgreiðsluafslætti þá daga, sem námskeiðið stendur Upplýsingar S 7779 eða 7252 Bíll til sölu Toyota Carina árg.'74 Góður bíll, mikið endurnýjaður Upplýsingar S 7392 eftir kl. 1700 Stefánsdóttir, Eyleif Jónsdóttir, Guðný Guðnadóttir, Guðríður Þorleifsdóttir, Jónína Beck, Jónína Halldórsdóttir, Kristrún Helgadóttir, María Ármann, Pálína ísaksdóttir, Ragnheiður Sverrisdóttir, Rósamunda Ei- ríksdóttir, Sigríður Tómasdótt- ir, Sigurbjörg Bjarnadóttir og Sveinhildur Vilhjálmsdóttir. Kristrún Helgadóttir þakkaði fyrir hönd þeirra sem heiðraðar voru, og sagðist m. a. vel muna 31. mars fyrir 50 árum, en það er stofndagur deildarinnar, þann dag hefði verið asahláka ■og glaða sólskin. Störf deildarinnar eru með nokkuð hefðbundnum hætti, leitast er við að efla störf björg- unarsveitarinnar Gerpis eftir mætti svo og önnur slík málefni. Þá lætur deildin árlega eitthvað af hendi til sjúkrahússins og ým- issa annarra. Að þessu sinni var alls aflað á árinu um 200 þús. kr. og af því fær Gerpir 70 þús., FSN 20 þús., SVFÍ liðlega 50 þús. Þá var og samþykkt að færa Breiða- bliki að gjöf vandaða klukku í setustofu og aðra minni í vinnu- stofu. Það kom fram m. a. í skýrslu stjórnar nú sem undanfarin ár að ógerningur virðist að fá ung- ar konur til að ganga í deildina, og vekur það óneitanlega marg- ar spurningar, þar sem starf SVFÍ er svo margþætt að þar hlýtur sérhver íslendingur að hafa hlutverki að gegna í eigin þágu svo og okkar allra. Stjórn félagsins var öll endur- kjörin, en hana skipa: Guðrún M. Jóhannsdóttir formaður, NESKAUPSTAÐUR Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi Á fundi bæjarstjórnar Neskaupstaðar 5. mars 1985 var samþykkt að gera þá breytingu á deiliskipulagi, sunnan Bakkavegar, að heimila byggingu kúluhúss sem að hluta til eru 2 hæðir á lóðinni nr. 19 við Sæbakka og að heimila byggingu 4 lítilla keðjuhúsa á lóðunum nr. 13 — 15 við Sæbakka Bæjarstjóri Viðskiptaþjónusta Austurlands hf. — Fasteignasala — 3 herbergja íbúð við Miðstræti — Ný teppi og uppgertbaðherbergi—Brunabótamat 1.380 þús. 3 herbergja risíbúð við Miðstræti - Nýir gluggar - Brunabótamat 950 þús. Höfum kaupendur að 100 - 130 m2 nýlegum einbýlishúsum með bílskúr Brynjólfur Eyvindsson hdl. Valur Þórarinsson Egilsbraut 11 Neskaupstað Sími 97-7790 — Heimasími 97-7690 Toppmyndir-ogtækin ákr. 300 UÍSsraÍ OPIÐ ALLA DAGA 1 -10 VIDEO — S7707 Rósa Skarphéðinsdóttir vara- formaður, Fríður Björnsdóttir gjaldkeri, Elma Guðmunds- dóttir ritari, aðrar í stjórn eru, Sigurborg Gísladóttir, Elín Magnúsdóttir og Jóhanna Þormóðsdóttir. Sem fyrr segir verður deildin 50 ára þann 31. mars nk. Fyrir- hugað var að halda afmælisfagn- að þann 30., en vegna fermingar hefur verið ákveðið að fagnað- urinn verði 20. apríl nk. Það er von og trú þeirra sem í afmælis- nefndinni eru að þátttaka verði góð. Þá má geta þess að Björgun- arsveitin Gerpir verður 30 ára á þessu ári og hefur verið rætt um að „slá saman“ afmælisveislun- um. Að lokum má geta þess að sl. haust færðu þau Rán Kristins- dóttir og Draupnir Draupnis- son, deildinni aðgjöf kr. 327.00, sem þau höfðu aflað með hluta- veltu, er gaman til þess að vita að svona ungir borgarar muni eftir deildinni. Að allra síðustu! Páskaeggja- salan okkar verður í enduðum marsmánuði. Hjálpumst öll að. E. G. Atvinnuauglýsing Stjórn hitaveitu Egilsstaðahrepps og Fella auglýsir starf hitaveitusjóra laust til umsóknar Upplýsingar um menntun og fyrri störf fylgi umsókninni Umsóknir þurfa að hafa borist til hitaveitustjóra, Baldurs Einarsonar, Heimatúni 2 Fellabæ fyrir kl. 17 þann 20. mars 1985 NESKAUPSTAÐUR Frá Námsflokkum Neskaupstaðar Á vorönn 1985 eru fyrirhuguð á vegum Námsflokka Neskaupstaðar eftirtalin námskeið, ef næg þátttaka fæst A. Almenn námskeið 1. Efnis- og kostnaðaráætlanir fyrir húsasmiði, kennari: Gísli Stefánsson 2. Viðhald og meðferð bifreiða, kennari: Þórarinn Oddsson 3. Myndlist, kennari: Sigurborg Ragnarsdóttir B. Námskeið metin til eininga í framhaldsnámi, haldin í samvinnu við Framhaldsskólann í Neskaupstað 1. Skyndihjálp, kennari: Þórir Sigurbjörnsson 2. Líkamsbeiting, kennarar: Anna Þóra Árnadóttir og Hafdís Ólafsdóttir sjúkraþjálfarar 3. Málmsuða og samsetningar, kennari: Björn Gígja Skráning er til 15. mars og fer fram á bæjarskrifstofunum og hjá skólafulltrúa, sem gefur nánari upplýsingar Námsflokkar Neskaupstaðar

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.