Austurland


Austurland - 07.03.1985, Side 4

Austurland - 07.03.1985, Side 4
Austurland FLUGLEIÐIR S Gott fólk hjá traustu félagi M. Auglýsingasími ÞINNHAGUR ISKg » OKKAR STYRKUR INNANLANDSFARGJÖLD AUSTURLANDS MILLIL AND AF ARG JÖLD er 7756 Sparisjóður Norðfjarðar Helgi Seljan: Hvað nú, Sverrir Hermannsson? NEISTAR Það voru stór orð og mikil loforð, sem uppi voru höfð vorið 1983 um kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði. Þar hafði að vonum hæst Sverrir Hermannsson, sem ætlaði að færa Austfirðingum þessa verksmiðju á silfurfati, þegar að kosningum loknum, ef hann fengi þar nokkru um ráðið. Á fundi á Reyðarfirði í lok kosningabaráttunnar lofaði hann verksmiðjuframkvæmdum eftir þrjámánuðiþ. e.,aðþáyrðihaf- ist handa um framkvæmdir. Margt er nú sagt í hita leiksins, en hér var býsna hressilega talað og ekki efa ég, að til þessa hafi vilji Sverris staðið, þó bjartsýni kosningagleðinnar hafi borið hann nokkuð af leið. En látum þetta nú vera. Öllu lakari var sá áróður, sem rekinn var af fram- sóknarmönnum um viljaleysi Hjörleifs Guttormssonar og Gróusögur út og suður um af- stöðu Alþýðubandalagsins til verksmiðjunnar. Miskunnarlaust var það fullyrt, að okkur Hjörleifi væri engin alvara með þessu, þetta væri svona til sýnis eins og óraun- hæf glansmynd, sem yrði tekin niður af loforðaveggnum að loknum kosningum, ef Hjör- leifur réði áfram. Sömuleiðis var óspart sagt, að kísilmálmverk- smiðja sem innlend eign væri draumsýn ein, hér þyrftu útlend- ingar til að koma, leggja fram fjármagn, sjá um aðföng, afla markaða o. s. frv. Ekkert af þessu gætum við, og svo var rús- ínan í pylsuendanum: Útlending- ar biðu sem sé í hrönnum og vildu ólmir reisa hér verksmiðju, ef Hjörleifur væri þar ekki hinn vondi þröskuldur í vegi. Svona gengu málnú fyrir sig á apríl- dögum 1983 eða muna Austfirð- ingar ekki þessa sögu enn? Ég veit svo er. Og lagasetningin um verksmiðjuna og verk Hjörleifs þar, forganga hans um vandaðan undirbúning á öllum sviðum var í einu og öllu gerð tortryggileg og í raun var spurning andstæði- nganna einföld: Af hverj u er ekki byrjað á verksmiðjunni? En - og þá er komið að tilefni þessa greinarkorns - þá hlýt ég að spyrja að nær tveimur árum liðn- um með ærnum aðlögunarfresti, margra mánaða vinnu, sem hlýtur að hafa verið í gangi í fullri alvöru: Af hverju er ekki byrjað á verksmiðjunni? Ólíkt meiri ástæða er til þess að spyrja nú en fyrir tveimur árum og ekki síst í ljósi fullyrðinganna frá apríl- dögum 1983 og enn frekar í ljósi þess, hver með þessi mál hefur farið þennan tíma. Þá skal fyrst tekið fram, að ég hefi aldrei efast um vilja Sverris Hermannssonar til að koma þessu máli heilu í höfn. Um þetta efast ég ekki enn, þó ég viti eðli- lega ekki, hversu hart hann hefur lagt að sér til þess að hrinda mál- inu í framkvæmd. En við skulum ekki ætla hon- um annað en atfylgi við loforð sín og vilja til að efna. En hvers vegna hefur þá ekk- ert gerst? Hvað um hina auð- veldu framkvæmd - jafnvel eftir nokkra mánuði 1983? Hvað um útlendingana, sem biðu óðfúsir eftir „almenni- legum“ ráðherra? Hvar eru nú þessir menn, sem biðu eftir því að afla okkur aðfanga, markaða og umfram allt fjármagnsins í verksmiðjuna? Útboðið hjá Sverri hófst það tímanlega og umboðsmenn hans á útboðs- markaðinum Birgir ísleifur og Guðmundur G. hafa lagst í ferðalög ótæpilega og eins og ein- hver orðhagur maður sagði fyrir skömmu „verið eins og útspýtt hundsskinn út um allar þorpa- grundir". Sendiferðirnar og viðtölin eru orðin ærið mörg, en árangur er hvergi í sjónmáli enn. Með- göngutíminn lengist stöðugt og ljósmæður Sverris: Birgir ísleifur og Guðmundur G. bíða enn eftir fæðingarhríðum, því nýlega mun Sverrir hafa sagt á fundi á Reyð- arfirði: „Nú er það kollhríðin" og átti við ferðina í febrúar sl., ferðina sem í engu var til fjár því miður, en kostaði sitt s. s. aðrar ferðir þessarar undranefndar. Menn bíða eðlilega eystra í of- væni eftir þessari kollhríð. Og hvað nú Sverrir Hermanns- son? Aðferðin þín sem öllu átti að bj arga heiiu í höfn nær samstund- is, töfraorðið um útlendu björg- unarsveitina, lausnin mikla og skjóta. Hvar eru nú efndirnar staddar? Eg efa enn ekki ein- lægni þína og góðan vilja, en er ekki reynslan orðin ærin og mál að snúa inn á rétta braut og byggja upp innlent fyrirtæki s. s. allt bendir til, að verði hagkvæm- ast og farsælast? Er ekki mál, að skollaleiknum linni, óvissan hverfi? Á Alþingi hefi ég spurt þig og ég vænti svara fljótlega, a. m. k. ekki síðar en um miðjan mars. Hugsaðu nú ráð þitt og ákveddu verksmiðjuna, komdu henni inn á lánsfjáráætlun og láttu hefja bygg- inguna. Ég tala fyrir hönd hundr- uðanna sem bíða, hafa sýnt þér ótrúlegt langlundargeð, yfirgengi- lega þolinmæði. En eitt skal vera ljóst: hún end- ist ekki til eilífðarnóns. Árshátíð Norðfirðingafélags- ins í Reykjavík verður haldin að Hótel Loftleiðum, Víkingasal annað kvöld, 8. mars og hefst stundvíslega kl. 1930. í nýjasta tbl. Norðfirðings, fréttabréfs félagsins, segjr að heið- ursgestir hátíðarinnar verði hjónin Valborg Sigurðardóttir og Ár- mann Snævarr og mun .Ármann flytja hátíöarræðu kvöldsins. Helgi Seljan flytur gamanmál og hljómsveitin „Gamalt vín á nýjum belgjum" mun skemmta. Þá verður einnig happdrætti, þar Konur allra landa ... Hvers vegna er menning okkar kvenna ósýnileg? Berit Ás bendir á 5 atriði sem fyrir- finnast í sérhverju menningarsamfé- lagi. Lítum á hvemig karlamenning og kvennamenning eru ólíkar í þess- um 5 atriðum. 1. Mál og tjáskipti Eftirfarandi saga segir okkur sitt- hvað um málnotkun: Móðir er á göngutúr með börnin sín, 3 ára dreng og 7 ára stúlku. Eldri kona hittir þau. Fyrst snýr hún sér að drengnum og segir: „En, hvað þetta er stór og myndarlegur drengur." Síð- an snýr hún sér að telpunni, strýkur henni yfir hárið og segir mildri röddu: „En, hvað þetta er sæt lítil telpa.“ 2. Afstaða til verkfæra (tækni) og hráefna (fjármál) Til eru ýmsar tegundir hráefna, allt frá kartöflunum sem við ræktum til náttúruauðlinda svo sem vatnsafls og andlegra auðlinda, t. d. hugvits og gæsku. Verkfæri þarf til þess að betr- umbæta hráefnin, eða til að geta nýtt okkur þau. Afstaða fólks til hráefna og verkfæra segir okkur hver ræður í samfélaginu. Þess vegna er fróðlegt að kanna eftirfarandi: Hvaða hráefn- um og verkfærum hafa konur ráðið yfir kynslóð eftir kynslóð? Hvernig höfum við konur þróað verkfæri okkar? Hafa þau orðið úrelt á ein- hverjum sviðum? Höfum við misst umráðarétt okkar yfir einhverjum hráefnum og auðlindum? 3. Félagssamtök, stjórnun, markmið og söfnun nýliða Við athugun á öllum stærri félags- samtökum í Noregi kemur í ljós að einungis dæmigerð karlasamtök sem er margt góðra vinninga. Fjöldasöngur verður að venju undir borðum og m. a. sungin lög eftir Inga T. og ljóð eftir Jónas Árnason. Veislustjóri verður Birgir D. Sveinsson. Að loknu borðhaldi með girnilegum matseðli verður stig- inn dans við undirleik hljóm- sveitar Jakobs Jónssonar og verða miðar seldir sérstaklega á dansleikinn fyrir þá sem ekki geta verið á borðhaldinu. Þess má geta, að Norðfirð- ingafélagið hefir gefið húsgögn höfðu teljandi áhrifamátt. Dæmi um karlasamtök eru samtök um tækni- þróun, stjórnmál og fjárframkvæmd- ir. Dæmigert fyrir kvennasamtök var hvers kyns hjálparstarfsemi. Sagt var að kvennasamtök eins og þessi hefðu ekkert með stjórnmál að gera. Eng- inn stjórnmálaflokkur hafði kven- frelsi á sinni dagskrá. Konum sem störfuðu í stjórnmálaflokkunum fannst þær vera undir eftirliti flokks- bræðra sinna. Þær þurftu alltaf annað slagið að lýsa yfir að flokkshollustan væri þeim meira virði en hollustan við kvennamál. Eru aðstæður svipaðar hjá okkur á íslandi í þessum efnum? 4. Tímaskyn - Að nota eigin tíma og skipuleggja framtíðina Við konur eigum það til að setja þarfir fjölskyldunnar ofar okkar eigin þörfum. Þegar við reynum að fram- kvæma eitthvað á vegum sjálfra okkar, tekst það oft ekki vegna þess að þarfir fjölskyldunnar eru álitnar mikilvægari. Til að forðast vonbrigði búum við okkur til lífsmynstur sem einkennast af því að við skipuleggjum ekki. Þess í stað verðum við sérfræð- ingar í „að taka til“. 5. Sjálfsmat Að konur eru lítils metnar vita kyn- systur okkar best sem búa í samfé- lögum þar sem ungbarnaútburður tíðkast. En hvemig erum við metnar á heimaslóðum? Eru það kvenna- störfin sem gefa hæstu launin? Hverj- um er sagt upp þegar fiskinn vantar? Hvernig meta fjölskyldan og þjóðfé- lagið heimilisstörfm? Berit Ás endar grein sína um kvennamenningu með því að benda á að hún eigi rætur sínar að rekja til þeirra starfa sem ólaunuð eru. B. J. IS.S.I S. B. í föndurstofu Breiðabliks. Er þar um að ræða tvö vinnuborð, sextán stóla og tvo skápa. Þeir sem eru á leið til Reykja- víkur í dag eða á morgun eru auðvitað velkomnir á árshátíð Norðfirðingafélagsins og ættu að athuga um miða hjá Elsu 0 36492, Gígju 0 66283, Jóni 0 43499 eða Pálmari 042416. Þau reyna að bjarga miðamál- um til síðustu stundar, en að- sókn að hátíðinni er góð að sögn formanns félagsins, Elsu Christ- ensen. B. S. Helgi spyr Sverri Helgi Seljan hefir lagt fram á Alþingi svofellda fyrirspum til iðnaðarráðherra um kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði. 1. Við hvaða innlenda og erlenda aðila hefur verið rætt um þátttöku íbyggingu kfsilmálmverksmiðju á Reyðarfirði og hver hefur orðið niðurstaðan úr viðræðum við hvern um sig? 2. Um hversu mikla eignarhlutdeild í verksmiðjunni hefur verið rætt í hverju tilviki? 3. Út frá hvaða raforkuverði til verksmiðjunnar hefur verið gengið í þessuin viðræðum? 4. Hver er staða verksmiðjumálsins nú? 5. Hvaða skilyrðum þarf að vera fuilnægt til að ráðherra beiti sér fyrir því að ríkisstjórnin taki ákvörðun um að ráðast í framkvæmdir við verksmiðjuna? Árshátíð Norðfírðingafélagsins

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.