Austurland


Austurland - 14.03.1985, Blaðsíða 4

Austurland - 14.03.1985, Blaðsíða 4
Austurland Neskaupstað, 14. mars 1985. URVALS-FERÐAKYNNING í Egilsbúð 16. mars kl. 14 - 17 # Auglýsingasími LÁNIÐ LKIKUR VIÐÞIGÍ AUSTURLANDS SPARISJÓÐNUM er 7756 Sparisjóður Norðfjarðar Um þessar mundir býður Framhaldsskól- inn í Neskaupstað upp á tölvufrœðslu fyrir al- menning og hefur áhuginn fyrir þessu námi reynst vera gífur- legur. Á milli 60 og 70 manns munu sækja námskeiðin og fá grunnþjálfun í meðferð tölvanna. Þeir sem vilja afla sér þekk- ingar á þessu sviði eru á ýmsum aldri og enn og aftur sannast það, að all- ir geta lœrt, ef áhugi og vilji eru fyrir hendi. Kennari á námskeið- unum er Björn Magnús- son. Ljósm. B. S. Spurningakeppni sveitarstj órnarmanna Undankeppni í árlegri spurn- ingakeppni UÍA var í félags- heimilinu Herðubreið sl. föstu- dagskvöld og á sama tíma á fjór- um öðrum stöðum hér eystra. í ár eru það sveitarstjórnarmenn, sem sitja fyrir svörum. Vegna forfalla mættu aðeins tvö lið til keppni á Seyðisfirði; Seyðfirðingar og Egilsstaða- menn. Egilsstaðamenn sigruðu og fara því í úrslit. ■ UÍA hefur réttilega komið auga á, að getraunaþættir ýmiss konar eru ávallt vinsælir og hef- ur unnið gott starf undanfarin ár með því að efna til þeirra í austfirskum byggðum. Útvarpið mæti gjarnan hafa slíka þætti Handknattleikur: Huginsstúlkur í úrslit Lið Hugins frá Seyðisfirði í 3. flokki kvenna mun taka þátt í úrslitakeppni þessa aldursflokks nú um helgina, en hún fer fram í Vestmannaeyjum. Huginsstúlkurnar sigruðu í Austurlandsriðli keppninnar og eru því fulltrúar Austfirðinga í úrslitunum. Er þeim óskað góðs gengis. J. J. / S. G. oftar á dagskrá en gert er og Iáta upptökubíl vera í förum til að stuðla að aukinni þátttöku landsbyggðarfólks. Blaðinu er kunnugt um ein önnur úrslit í spurningakeppni sveitarstjórnarmanna; á Reyð- arfirði bar sveit Fáskrúðsfjarð- arhrepps sigurorð af sveitum Búðahrepps, Eskifjarðar, Nes- kaupstaðar og Reyðarfjarðar. Seyðisfjörður: »Tveggja þjónn« Leikfélag Seyðisfjarðar sýnir um þessar mundir gamanleikinn »Tveggja þjónn« eftir Carlo Goldoni. Leikstjóri er Halldór E. Laxness. Hlutverk þjónsins fer Jóhann H. Harðarson með af stakri prýði og yfirleitt er frammistaða leikara mjög góð. Þrjár sýningar hafa verið á Seyðisfirði við mjög góðar undirtektir og um sl. helgi voru sýningar á Eskifirði og Stöðvar- firði. Nk. laugardag erfyrirhug- uð sýning á Borgarfirði og að Iðavöllum á sunnudag. Eins og oftast áður býður leikfélagið upp á áhugaverða og skemmtilega kvöldstund. J. J. / S. G. Forföll hindruðu sveit Norð- fjarðarhrepps í að mæta til keppninnar. J. J. / S. G. 5 DROTTUNARAÐFERÐIR Berit Ás bendir á að flestir valda- hópar ráði yfir að minnsta kosti fimm drottnunaraðferðum. Það stafar minni hætta af þessum aðferðum ef við konur gerum okkur grein fyrir tilvist þeirra. 1. Að gera ósýnilegt Konur á opinberum vettvangi kannast við að vera hundsaðar eða þá að þeim sé hreinlega „gleymt“, t. d. þegar á að leita álits eða spyrja frétta. Fróðlegt er að fylgjast með stjórnmálaþáttum í sjónvarpinu og gefa gaum að því hvort konur fái jafn- langan ræðutíma og karlar. Þá er at- hyglisvert að taka eftir hvemig brugð- ist er við skoðunum og umsögnum kvenna. Einnig mætti gefa gaum að mati manna á heimilisstörfum. 2. Að gera að athlægi Konur hafa ávallt verið vinsælt skrýtluefni, hvort sem um er að ræða eiginleika okkar sem bílstjóra, hatta- kaup eða æsandi útlit (fyrir hvern?). Þegar öll rök em á þrotum virðist sá möguleiki vera fyrir hendi, að skír- skota til eiginleika okkar sem kyn- Sagan segir okkur að konur voru brenndar á báli svo milljónum skipti fyrir lyfjakunnáttu sína. Konur máttu ekki verða prestar og höfðu ekki kosningarétt. í dag er þetta að breyt- ast. En telst það fréttnæmt að bera saman fjárframlög sveitar- og bæjar- félaga til íþróttamannvirkja annars vegar og hins vegar öldmnarmála og uppbyggingar dagheimila? Hvemig stendur á því að fjölmiðlar hamra ekki dag hvem á þeim gífurlega skorti sem ríkir á leikskólum, dagvistunar- heimilum og skóladagheimilum, svo dæmi sé tekið? 4. Tvöföld refsíng „Sama hvað þú gerir, ekki lagast það.“ Það er sagt að þetta orðatiltæki gildi í hugum okkar gagnvart þeim sem við fordæmum. Gagnvart konum sem heild ríkja fordómar. í dag heyr- ast raddir um að konur vilji ekki axla þá ábyrgð sem fylgir þátttöku í stjórn- unarstörfum. En hvemig umfjöllun fá þesar konur, sem þegar hafa tekið að sér þessi störf? 5. Að skapa sektarkennd Sífellt er alið á sektarkennd kvenna. Ef við emm útivinnandi bregðumst við bömunum. Ef við eram heimavinnandi emm við aðeins þetta stóra „bara“. B. J. IS.S.I S. B. Tónleikar - Kínverskir gestir Næstkomandi föstudag 15. mars mun kínversk hljómsveit frá kvikmyndaverinu Beijing í Peking spila þjóðlega tónlist í Egilsbúð Neskaupstað kl. 2100. Hljómsveitir frá þessu kvik- myndaveri hafa farið um víða veröld og spilað við góðar undir- tektir. Þessir langt að komnu gestir hefja tónleikaferð sína um Evr- ópu með frumflutningi dagskrár á íslandi, en síðan fer hljómsveit- in til Mið- og Suður-Evrópu. Það er forvitnilegt og gaman að fá svo framandi gesti og fá að hlýða á tónlist þeirra með öll- um sínum náttúruhljóðum, fuglasöng, blístri og á stundum jafnvel orrustugný. Þetta er í annað sinn sem hljómsveit frá þessu sama kvik- myndaveri heimsækir ísland og hver man ekki eftir leik þeirra í fslenska sjónvarpinu þá. Hljómsveitin er hér á landi á vegum KÍM, en Menningar- nefnd Neskaupstaðar stendur fyrir tónleikunum í Neskaup- stað. Fjölmennum - njótum lifandi listar. Fréttatilkynning. Nú læra allir á tölvur NBISTAR Konur allra landa ... 3. Að leyna upplýsingum

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.