Austurland


Austurland - 18.07.1985, Blaðsíða 2

Austurland - 18.07.1985, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR, 18. JÚLÍ 1985. ---------Austurland------------------ MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Einar Már Sigurðarson, Þórhallur Jónasson og Smári Geirsson. Ritstjóri: Birgir Stefánsson (ábm.) S7750 og 7756. Auglýsingar og dreifing: Aðalbjörg Hjartardóttir —Pósthólf 31 - 740 Neskaupstað - S7756. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað ©7750 og 7756. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI Sjávarútvegur í kreppu Ekki fer það milli mála, að sjávarútvegurinn er mikilvæg- asti atvinnuvegur íslendninga. Hann skapar gj aldeyristekj ur þjóðarinnar að langmestu leyti og á honum byggist beint eða óbeint atvinna langflestra landsmanna. Gengi sjávarútvegsins skiptir því afar miklu fyrir þjóðfé- lagið í heild og er nauðsynlegt, að það hafi allir í huga. Því miður virðist svo, að margir geri sér ekki ljósa grein fyrir gildi sjávarútvegsins og er slíkt háskaleg lífsfirring á eylandi sem okkar. Sjávarútvegurinn á í miklum erfiðleikum nú og hefir átt um langt skeið. Ekki eru þeir erfiðleikar allir af náttúrulegum orsökum, enda þýddi þá lítt um að sakast, heldur að standa þá af sér, eins og íslendingar hafa löngum gert. Efnahagsstefna stjórnvalda veldur einna mestu um erfið- leika sjávarútvegsins og gildir það jafnt um útgerðina sjálfa sem fiskvinnsluna og fólksflótta úr greininni vegna lágra launa og atvinnulegs óöryggis. í samþykkt, sem þingflokkur Alþýðubandalagsins gerði í síðustu viku er eina lausnin talin vera „gagnger uppstokkun og að ríkisstjórnin fari frá þannig að þjóðin geti hið fyrsta fengið tækifæri til þess í kosningum að kveða upp dóm sinn. Þingflokkurinn bendir á eftirfarandi: 1. Launakjör í sjávarútveginum eru nú svo léleg að þúsundir manna vantar til starfa í fiskvinnslunni um allt land. 2. Vaxtaokrið sem ríkisstjórnin hefur nú lögleitt er að sliga fyrirtækin, einkum útgerðina. 3. Skipulagsleysi hefur það í för með sér að hundruð millj óna króna fara nú í súginn þar sem ekki er unnt að vinna þann afla sem að landi berst með eðlilegum hætti. 4. í mörgum byggðarlögum blasir við atvinnuleysi á síðasta hluta ársins þegar skipin verða búin með aflakvótann sem þau hafa fengið úthlutað fyrir allt árið. Þingflokkur Alþýðubandalagsins telur að í vandamálum sjávarútvegsins verði að grípa til eftirfarandi meginaðgerða: 1. Að laun fiskverkunarfólks hækki verulega a. m. k. til samræmis við það launaskrið sem hefur átt sér stað í þjónustugreinum umfram fiskvinnsluna. 2. Að settar verði reglur í lögum eða samningum sem tryggja mannréttindi fiskverkunarfólks til samræmis við aðra launamenn, einkum að því er varðar uppsagnir. 3. Að vextir fiskvinnslufyrirtækja verði lækkaðir verulega. 4. Að ákvörðun um kvótaskiptingu framvegis verði tekin til endurskoðunar og aflamarki verði úthlutað eftir vinnslu- aðstöðu og veiðigetu í senn.“ Undir þetta skal tekið hér og áréttuð lokaorð samþykktar þingflokks Alþýðubandalagsins: „Það er lífsnauðsyn fyrir þjóðina í heild að átta sig á því, að rætur vandans í sjávarútveginum sem annars staðar í efnahagskerfinu liggja hjá ríkisstjórninni sjálfri.“ B. S. Frá UMFI Á þessu ári - ári æskunnar - leggur UMFÍ höfuðáherslu á sumarbúðastarf fyrir æskufólk og eru þegar allmörg ung- mennafélög og sambönd búin að skipuleggja og auglýsa búðir á sumri komanda. í sumar, 26. júní, sendi UMFÍ stóran hóp íþróttafólks á landsmót dönsku ungmenna- félaganna - DDGU - í Odense, en á þessu móti voru skráðir alls 25000 þátttakendur. Göngudagur UMFÍ var 22. júní 1985. Þá leggur UMFÍ ríka áherslu á trjárækt og ræktunarstarf víðs- vegar um landið og miðar við að gróðursetja eina trjáplöntu á hvern félagsmann sem eru um 26200. Verkefnið „Eflum íslenskt" er sífellt í brennidepli. Börkur seldi vel Börkur seldi afla í Grimsby í gær og fékk gott verð. Hann seldi 146.6 lestir fyrir 6.669.899 kr. Meðalverð er kr. 45.49 fyrir kg- Börkur er væntanlegur heim um helgina. Beitir leggur af stað í söluferð annað kvöld og selur 24. júlí. Þann 4. júlí síðastliðinn kom rúmlega 50 manna hópur frá Sandavogi í vinabæjarheimsókn til Neskaupstaðar. Vinabæjar- samskipti milli Sandavogs og Neskaupstaðar hafa staðið allt fra 1968 og á tveggja ára fresti eiga sér stað gagnkvæmar heim- sóknir. Vinabæjarsamskiptin eru aðallega á íþróttasviðinu og sér Þakkir frá Þrótti Stjórn íþróttafélagsins Þrótt- ar vill koma á framfæri þakklæti sínu til allra þeirra Norðfirðinga sem höfðu gesti okkar frá Sandavogi í mat meðan á dvöl þeirra stóð hér. Þá viljum við þakka bæjaryfirvöldum í Nes- kaupstað veittan stuðning svo og skólastjóra Nesskóla fyrir af- not af húsnæði skólans. Við viljum þakka öllum Norðfirðingum fyrir myndar- legan stuðning við happdrætti það er Þróttur var með til að standa straum af kostnaði við heimsóknina. Dregið hefur verið í happdrættinu og kom sólarlandaferðinámiðanr. 125. Stjórn Þróttar. Frá golfi á Eskifirði. Félagsmálanámskeið UMFÍ eru í fullum gangi og eru að megin markmiði til miðuð við að þjálfa fólk í félagsstörfum og kynna fólki uppbyggingu félags- hreyfinga og hefur reynst mörg- um manninum gott veganesti á félagssviðinu. Eins og allir vita starfar UMFÍ með miklum og fjölþætt- um hætti í öllum sveitum landsins. Þetta starf kostar tölu- vert fé þó ómæld vinna sé unnin í sjálfboðavinnu. Allt þetta starf og meira til Þeir Jón Loftsson skógar- vörður á Hallormsstað og Jón Gunnar Ottósson hjá rannsókn- astöð Skógræktar ríkisins höfðu samband við blaðið fyrir réttri viku, en þeir voru þá að skoða tré í Reyðarfirði, Eskifirði og Þróttur um heimsókn Sandavogs þróttafélags til Neskaupstaðar. Keppt var bæði í handbolta og knattspymu. SandavogsbúV unnu 4 leiki í handknattleik og einn í fótbolta en Þróttur vann 4 handboltaleiki og tvo fótbolta- leiki. Á laugardagskvöld var svo árshátíð Þróttar í Egilsbúð og þar voru Sandavogsmenn í boði bæjarstjórnar Neskaupstaðar. Fór sú skemmtun hið besta fram. Á þriðjudag fóru síðan Fær- eyingarnir norður í land í boði Þróttar og léku á Húsavík og á miðvikudaginn fóru þeir til Seyðisfjarðar og spiluðu þar handbolta en fóru síðan út með Norrænu fimmtudaginn 11. júlí. Heimsókn þessi þótti takast með ágætum. G. B. Hin árlega ferð, sem Lions- klúbbur Norðfjarðar gengst fyr- ir fyrir eldri borgara er fyrir- huguð laugardaginn 27. júlí. Farið verður upp í Hérað og kallar á aukið fjármagn og þess vegna er efnt til Landshapp- drættis. Sala miðanna stendur aðeins yfir í 2 mánuði eða í júní og júlí mánuði, því dregið verður 1. ág- úst 1985. Miðinn kostar kr. 150.00 og fæst hj á öllum ungmennafélögum og á skrifstofu UMFÍ að Mjölnis- holti 14, 3. hæð. Vinningar em alls 50 talsins og sá eigulegasti 100.000 kr. virði og eins og áður er getið verður dregið 1. ágúst 1985. Fréttatilkynning. Norðfirði með tilliti til grenilús- arinnar illræmdu, sem gerði mikinn usla á trjágróðri á þess- um fjörðum í fyrra og sagt hefir verið frá hér í blaðinu. Þeir sögðu, að grenilúsin væri komin af stað aftur og mun henni fjölga á næstu vikum. Hún er nú á trjám, sem sluppu við hana í fyrra að hluta eða að öllu leyti og er hætta á að hún skemmi þau seinna í sumar eða í haust. Þau tré sem misstu allar nálar í fyrra eru laus við lúsina og við nýjum ársprotum snertir hún ekki fyrr en á haustin. Eina ráðið gegn lúsinni nú er að úða með eitri og er best að gera það nú í júlí. Fólk getur sjálft fylgst með, hvort grenilúsin er til staðar. Fyrstu einkenni eru, að barrnál- arnar verða skærgular. Jón Loftsson mun veita fólki nánari upplýsingar t. d. um hvernig best er að standa að úðun og hvaða eitur skal nota og þeir félagar fylgjast með framvindu mála í sumar. Þess má geta, að Ársrit Skóg- ræktarfélags íslands kemur út í lok ágúst, en þar birtist grein um grenilúsina. B. S. borðað á Edduhótelinu á Hall- ormsstað. Þátttöku ber að til- kynna til Gísla S. Gíslasonar 1 síma 7464 eða Jóhanns G. Stephensen í síma 7456. Heimsókn frá Sandavogi Grenilúsin herjar á ný Ferðalag eldri borgara

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.