Austurland


Austurland - 15.08.1985, Blaðsíða 3

Austurland - 15.08.1985, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR, 15. ÁGÚST 1985. Fimmtudagur 15. ágúst kl. 2100 „STREETS OF FIRE " Sunnudagur Sunnudagur 18. ágúst kl. 1500 18. ágúst kl. 2100 „DANTE OG „HJARTAÞJÓFNAÐIR“ SKARTGRIPAÞJÓFARNIR" Sakamálamynd um svartan með hjörtu manna Frá Þroskahjálp Tímaritið Þroskahjálp 2. tölublað 1985 er komið út. Út- gefandi er Landssamtökin Þroskahjálp. í ritinu er að finna ýmsar greinar, upplýsingar og fróðleik um málefni fatlaðra. Sem dæmi um efni má nefna: Viðtal við foreldra sem eiga þroskaheftan son og viðtal við ungan mann sem bjó á Kópa- vogshæli frá unga aldri en býr núna í sambýli. Hann segir m. a. frá skólagöngu sinni í Réttarholtsskólanum og áhuga sínum á að verða rafvirki. Bald- ur Guðnason, frjálsíþróttamað- ur, sem er fatlaður eftir slys, skýrir frá því hvað íþróttir eru mikilvægur þáttur í lífi fatlaðra. Greint er frá ráðstefnu um frístundir vangefinna sem hald- in var í maí sl. Tímaritið er til sölu á skrif- stofu Landssamtakanna Þroska- hjálpar Nóatúni 17,105 Reykja- vík. Áskriftarsíminn er: 91-29901. Fréttatilkynning. □□□□□□□□□ □□□□□□ □□□□□□□□□ EGILSBUÐ @7322 — Neskaupstað Um söfn á Austurlandi Þann 19. júní var haldinn á Egilsstöðum aðalfundur Safna- stofnunar Austurlands (SAL). Voru þar til umfjöllunar safna- mál og önnur er varða minja- vernd í Austfirðingafjórðungi. Á starfssvæði SAL eru nú fjögur söfn opin árið um kring, öll nokkuð sérhæfð. Að Bustarfelli í Vopnafirði er varðveittur gamall torfbær og gefur góða mynd af fornu ættar- setri, en einnig má þar skoða ýmsa muni frá upphafi tækni- væðingar heimilanna. Á Eskifirði er sjóminjasafn, til húsa í Gömlu-Búð, sem er danskt verslunarhús frá því um 1830, nýlega uppgert. Þar er að finna minjar er tengjast síld- og hvalveiðum fyrri tíma, en einnig muni frá iðnaði ýmiss konar og verslun. Á Norðfirði er náttúrugripa- safn, og á Höfn er Byggðasafn Austur-Skaftfellinga í gömlu verslunarhúsi er flutt var frá Papósi í Lóni og fært í uppruna- legt horf. Auk minja um sögu og starfsemi hússins má þar sjá fjölda forvitnilegra muna af ýmsum toga. Má þar nefna hluti tengda fiskveiðum Frakka við íslandsstrendur fyrr á tímum. Söfn þessi má skoða daglega á vissum tímum og gegn vægu gjaldi. Á Egilsstöðum er staðsett Ljósmyndasafn Austurlands, nú með um 600 myndir skráðar. Unnið hefur verið að gerð filmusafns jafnframt, sem mun gera eftirtökur gamalla mynda ódýrar og auðveldar og hlífir einnig frummyndum við óþarfa hnjaski. SAL gekkst fyrir sýn- ingu á um 100 myndum úr safn- inu sl. vor og sóttu hana um 140 manns. Safnastofnun átti enn- fremur bás á Iðnsýningu Austurlands fyrir skemmstu og voru þar einkum sýndir munir frá Sjóminjasafninu og Tækni- minjasafni á Seyðisfirði. All- margir gáfu sig þar fram við minjavörð og kváðust eiga muni er þeir vildu gefa á safn, og er vonast til að þeir munir skili sér á næstunni. Unnið er að opnun fleiri safna í fjórðungnum. Lengst á veg komið er Byggðasafn Austur- lands á Egilsstöðum, en þar hef- ur verið unnið við söfnun, við- gerð og skráningu á undanförn- um árum. Mikið starf er þó óunnið, einkum við viðgerðir, áður en hægt verður að opna safnið í nýbyggðu húsnæði og er orðið brýnt að ráða fastan starfsmann við safnið. Á Seyðisfirði verður innan fárra ára opnaðTækniminjasafn Austurlands í húsi Ottós Wathne, sem hefur verið gert við og komið í upprunalega mynd. Safnið á þegar nokkuð af munum frá upphafi tæknialdar, en nokkuð skortir á fjölbreytn- ina, enda er hugtakið tækni afar vítt. Komið hefur til tals að stofna verslunarsafn á Djúpavogi, en þar hafa safnast saman gamlar verslunarminjar. Þar eru nú að hefjast framkvæmdir við upp- byggingu Löngubúðar, sem er pakkhús byggt um 1850, að hluta til úr viðum enn eldri húsa, er staðið hafa á sama stað áður. Af öðrum verkefnum á starfs- svæði SAL má nefna uppbygg- ingu gamla vitans á Dalatanga. Fyrirhugað er að viðgerð fari fram í sumar, enda má verkið ekki dragast lengi, eigi að bjarga vitanum frá falli. Viti þessi var reistur árið 1895 fyrir tilverknað Ottós Wathne og var þá aðeins einn viti fyrir á landinu, þ. e. Reykjanesviti. Þykir vel við hæfi að ráðast í viðgerð nú, en þann 1. september í ár eru 90 ár síðan kveikt var á vitanum í fyrsta sinn. Upbyggingu Selsbæjarins í Skaftafelli, sem er torfbær af fjósbaðstofugerð, er nærri lokið. Þó þarf að bæta þar nokkuð um, þar sem hleðslur hafa bilað og þekja sigið og er það forgangsverkefni. Þá þarf að búa bæinn innanstokksmun- um og verður hann tekinn til sýningar að því loknu. Nýlega var skoðuð kirkjan á Stafafelli í Lóni, en nokkur um- ræða um framtíð hennar hefur átt sér stað á undanförnum árum. Þar er um að ræða kirkju frá árunum 1866 - 1868, eða frá þeim tíma, þegar timburkirkjur voru að leysa torfkirkjurnar af hólmi. Þarf að huga að því máli frekar fyrr en seinna, því við- gerð verður erfiðari og kostnað- arsamari því lengur sem tímans tönn fær að vinna sitt verk á byggingunni. í Lóni stendur ennfremur gamalt samkomuhús sveitarinnar á fögrum stað. Það er steinhús, byggt árið 1913 af SUND SUND SUND Sundráð Þróttar bregður nú á það ráð til fjáröflunar að synda 10 aura sund Það er áheitasund og er vel þekkt sums staðar á landinu Það fer þannig fram, að sundfólk Þróttar syndir í hálfa klukkustund og hvert þeirra fær einstaklinga til að heita 10 aurum á hvern metra sem það nær að synda Allir sem vilja geta fylgst með sundinu, en það hefst í Sundlaug Neskaupstaðar nk. mánudag kl. 1630 Það er einlæg von okkar, að bæjarbúar taki vel undir þetta og hjálpi, og vinni þannig sundíþróttinni gagn hér í bæ Sundráð Þróttar Næstu helgi bjóðum við upp á lambalæri bernaise og kalt roastbeef "ykartöflusalati sem rétti dagsins auk matseðils hússins Við minnum á að opnunartími í matsölunni er ll00 — 2 200 alla daga Kaffi og meðlæti 815 — 2330 mánudaga — föstudaga 900 — 2 3 30 laugardaga og sunnudaga Fyrir samkvæmið útbúum við snittur og brauðtertur Reynið viðskiptin! Hafnarkaffi Restaurant ® 7320 Neskaupstað framtakssömum heimamönn- um, sérkennilegt og fallegt. í húsinu fór fram ýmiss konar starfsemi allt til ársins 1977, en síðan hefur það staðið autt og hafa vatn og vindar leikið það grátt á undanförnum árum. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um varðveislu hússins, en hér eru vissulega á ferðinni verð- mæti, sem óviturlegt væri að láta fara forgörðum. Ályktaði aðal- fundur SAL að rétt væri að leita leiða til verndunar hússins og að samstarf við heimamenn í því skyni væri ákjósanlegast. Að lokum má geta þess, aö minjavörður SAL tekur við ábendingum um áhugaverð verkefni í fjórðungnum. Væri einkum vel þegið, ef einhver byggi yfir vitneskju um sögu Dalatangavita, sem að gagni mætti koma við fyrirhugaða endurreisn vitans. Fréttatilkynning.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.