Austurland - 24.10.1985, Blaðsíða 6
Austurland
Neskaupstað, 24. október 1985.
A -
FLUGLEIÐIR & Gott fólk hjé traustu télagi M. Ný bílaleiga LÁNIÐ LEIKUR VIÐ ÞIG í
STÖNDUM SAMAN UM Bílaleiga Benna SPARISJÓÐNUM
FLUGLEIÐIR © 7119 © 7476 & 7420 Sparisjóður Norðfjarðar
Neskaupstaður:
Framkvæmdir hafnar við stórt
vörugeymslu- og verslunarhús
Hafin er smíði stórs vörugeymslu- og verslunarhúss á hafnar-
uppfyllingunni við miðbæinn í Neskaupstað. Það eru Kaupfé-
lagið Fram og Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað
(SÚN) sem reisa húsið. Grunnflötur þess er 996 m2, en alls mun
heildargólfflötur vera um 1200 m2. I haust verður lokið við grunn
hússins, en það verður síðan reist að vori.
NORÐURHLIÐ
Norðurhlið vörugeymslu- og verslurtarhússins.
Nýir FM sendar
Eignarhluti Kaupfélagsins
Fram í húsinu er rúmlega 660
m2. í þeim hluta verður skipaaf-
greiðsla og vörugeymsla með
sérstöku rými fyrir tollskyldan
varning. Ráðgert er að gróf vara
eins og t. d. fóðurbætir og timb-
ur verði afgreidd í húsinu.
AUSTURLAND innti Gísla
Haraldsson kaupfélagsstjóra
eftir því hvort tilkoma þessa
húsnæðis breytti miklu fyrir
Kaupfélagið. Gísli sagði að
vöruskemma fyrir aðfluttan
varning, skipaafgreiðsla, væri í
rauninni ekki til nú í Neskaup-
stað. í mörg ár hefði verið not-
aður gamall frystiklefi í þessu
skyni og væri hann fyrir löngu
orðinn alltof lítill. Þá sagði Gísli
að bygging þessa húss væri
kostnaðarsöm framkvæmd og
hefði Kaupfélagið dregið í
lengstu lög að hefjast handa,
enda arðsemi af slíku húsi lítil.
„Nú er hins vegar í óefni
komið“, sagði Gísli, „vörur
skemmast vegna útigeymslu og
einnig neyðumst við til, vegna
plássleysis að afhenda væntan-
legum eigendum innfluttra vara
sendingar, óháð því hvort
greiðsla í banka og tollaf-
greiðsla hafi farið fram. Eðli-
lega er slíkt ekki liðið af við-
komandi yfirvöldum, og standa
málin nú þannig, að hvenær sem
er getur vöruafgreiðslunni verið
lokað og yrði þá að skipa vörun-
um upp á Eskifirði eða Reyðar-
firði. Akstur yfir Oddsskarð
með hverja einstaka vörusend-
ingu yrði mjög dýr fyrir fyrirtæki
og íbúa á Norðfirði. Skipaaf-
greiðsla, sem er fær um að ann-
ast móttöku og geymslu á
vörum, hvort sem um er að ræða
beinan innflutning eða vörur
annars staðar frá af landinu er
nauðsyn í 2000 manna byggðar-
lagi og í sjálfu sér ekkert einka-
mál Kaupfélagsins Fram, enda
fullur skilningur hjá öllum þeim
er það snertir."
Aðspurður kvað Gísli að nú
væri í athugun hvernig húsnæði
núverandi skipaafgreiðslu yrði
notað í framtíðinni. Sagði hann
að bæði væri verið að kanna
möguleika í iðnaði og fisk-
vinnslu í því sambandi.
í norðurenda hússins nýja
mun SÚN hafa sína starfsemi.
Sá hluti hússins verður á tveim-
ur hæðum og mun gólfflöturinn
vera um 550 fermetrar.
Verslun SÚN verður á neðri
hæðinni, en á þeirri efri verða
skrifstofur. Að sögn Kristins V.
Jóhannssonar framkvæmda-
stjóra SÚN mun verslunarhús-
næði félagsins fimmfaldast með
tilkomu nýja hússins og ætti þá
að vera hægt að koma upp
öflugri verlsun, sem veitti aust-
firskum útgerðar- og fisk-
vinnslufyrirtækjum fjölþætta
þjónustu. Að sögn Kristins mun
þessi nýja aðstaða gera SÚN
kleift að flytja útgerðarvörur
beint inn erlendis frá í auknum
mæli og ætti því félagið að geta
boðið upp á hagstætt verð á slík-
um varningi.
Gert er ráð fyrir að SÚN selji
núverandi húseign sína, þegar
nýja húsið verður fullbúið.
Arkitektar þessa nýja vöru-
geymslu- og verslunarhúss eru
þeir Ormar Þór Guðmundsson
og Örnólfur Hall (Arkitekta-
stofan sf.), en Verkfræðistofa
Sigurðar Thoroddsen hannaði
burðarvirki. Verktakar að
grunni hússins eru bygginga-
meistararnir Árni Guðjónsson
og Einar Þorvaldsson í Nes-
kaupstað.
Húsið verður reist úr for-
steyptum einingum og er verið
að vinna að gerð útboðsgagna
varðandi framleiðslu þeirra.
Áætlað er að einingarnar verði
steyptar í vetur, en húsið reist
að vori eins og fyrr segir.
Lengi hefur staðið til að reisa
hús af þessu tagi á hafnaruppfyll-
ingunni. Til greina kom að Hafn-
arsjóður Neskaupstaðar reisti
húsið, en hann hafði öðrum brýn-
um verkefnum að sinna, svo að
ekki varð af því. Einnigvarkann-
að hvort skynsamlegt yrði að
staðsetja slökkvistöð kaupstaðar-
ins í húsi á þessum stað, en frá
því var horfið, enda eygðu menn
betri lausn.
Sl. vetur starfaði nefnd á veg-
um bæjarstjórnar Neskaupstað-
ar að athugun á máli þessu og
nú liggur niðurstaðan fyrir: Tvö
samvinnufélög, Kaupfélagið og
SÚN, hafa tekið höndum saman
um að koma upp myndarlegri
og þarfri byggingu á hafnarupp-
fyllingunni. S. G.
Reynir Sigurþórsson, um-
dæmisstjóri Pósts og síma á
Austurlandi, lét blaðinu í té
Kökubasar
Skíðadeild Þróttar mun verða
með kökubasar í fundarher-
bergi Þróttar í íþróttahúsinu
sunnudaginn 2J. október kl. 14
-16. Skíðadeild Próttar
Perusala
Lions
Um helgina fer fram hin ár-
lega perusala Lionsklúbbs
Norðfjarðar.
Lionsfélagar munu þá fara í
hús í bænum og sveitinni og
selja ljósaperur. Ágóðanum
verður eins og áður varið til
líknarmála í byggðarlaginu.
Norðfirðingar hafa ætíð tekið
vel á móti Lionsmönnum, er
þeir hafa leitað til fólks um
stuðning við góð málefni og
treysta klúbbfélagar því, að svo
verði enn.
eftirfarandi upplýsingar um FM
senda á Austurlandi.
Á mánudag og þriðjudag
voru teknir í notkun nýir sendar
í Skuggahlíð í Norðfirði.
Fyrir rás 1 var settur upp 100
w sendir, sem sendir út á 91.0
megariðum og var þá slökkt á
10 w sendi, sem er í símstöð-
inni.
Fyrir rás 2 var kveikt á 100 w
sendi, sem sendir út á 97.4
megariðum.
í gær og í dag er verið að setja
upp senda í Seyðisfirði fyrir
báðar rásirnar og eru það einnig
100 w sendar. Þegar þetta er
ritað, er ekki vitað á hvaða tíðni
þeir senda út, en það vita Seyð-
firðingar trúlega nú þegar.
Úrbætur fyrir Eskifjörð og
Reyðarfjörð komast væntan-
lega til framkvæmda á árinu
1986. B. S.
Neskaupstaður:
Banaslys
Banaslys varð á vinnusvæði
Síldarvinnslunnar í Neskaup-
stað að morgni sl. sunnudags,
20. okt.
Unnið var við umpokun á
mjöli úti, þegar slysið varð.
Einn starfsmannanna, Hafliði
Gísli Gunnarsson, varð undir
gaffli á lyftara og hlaut svo al-
varlega áverka, að hann lést
skömmu eftir að hann kom á
sjúkrahúsið.
Hafliði Gísli Gunnarsson átti
heima að Kjalarlandi 25 í
Reykjavík, var 24 ára að aldri
og lætur eftir sig eitt barn.
Hafliði Gísli hafði unnið hér
í mjög stuttan tíma. B. S.