Austurland - 24.10.1985, Blaðsíða 4
4
FIMMTUDAGUR, 24. OKTÓBER 1985.
Sverrir Haraldsson:
íslendingur, hver eru svör þín?
Anægja með
friðarverðlaun Nobels
Framkvæmdaráð Æskulýðsfylkingar Alþýðubandalagsins
samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum 13. okt. sl.:
Framkvæmdaráð Æskulýðsfylkingar Alþýðubandalagsins
lýsir gleði sinni yfir veitingu friðarverðlauna Nobels í ár.
Það er stór áfangi í átt til friðar þegar samtök eins og læknar
gegn kjarnorkuvá fá þessi virtu verðlaun. Veiting friðarverð-
launa Nobels beinir sjónum fólks að þessum samtökum lækna
sem brúað hafa bilið milli störveldanna.
Við vonum að verðlaunin verði friðarbaráttu í heiminum
til framdráttar og óskum Samtökum lækna gegn kjarnorkuvá
til hamingju með verðlaunin.
Á uppvaxtarárum mínum á
Mjóafirði var þar nokkur
byggð, miðað við það sem nú er.
Þetta voru bændur, sem
bjuggu á litlum býlum, fátækir
af þessa heims gæðum. En þeir
áttu jarðirnar sínar og reyndu
eftir megni að bæta þær, áður
en börnin tækju við búskapnum
eftir þá. Þetta voru fyrst og
fremst Mjófirðingar og þeim
þótti vænt um fjörðinn sinn.
Á síðari árum - árum örlaga-
ríkra atburða í sögu íslands -
hefi ég stundum verið að glíma
við allviðamikið dæmi til úr-
lausnar og ávallt komist að
sömu niðurstöðu, og vík ég að
henni síðar.
En dæmið er svohljóðandi:
Segjum að einhvern góðan
veðurdag hefði einn þessara
mjófirsku smábænda fengið
óvenjulega heimsókn.
Til hans hefðu komið nokkrir
erlendir „höfðingjar“ með fríðu
föruneyti. Erindi þeirra hefði
verið að vita hvort bóndinn vildi
ekki leigja þeim - til óákveðins
tíma - eða selja - hluta af jörð-
inni sinni, þar sem þeir ætluðu
að hefja miklar framkvæmdir og
alhliða uppbyggingu. Að sjálf-
sögðu myndu þeir reisa háar
girðingar umhverfis svæðið og
þar fengi bóndinn og búalið
hans ekki að stíga innfyrir,
nema með sérstöku leyfi. Hins
vegar yrðu börn hans velkomin,
því að margt og mikið gætu þau
lært af hinum erlendu nágrönn-
um - málið og hvers konar siði
og venjur, sem til menningar
horfðu.
Auðvitað gætu þær aðstæður
skapast að hinir erlendu menn
neyddust til að grípa í taumana,
ef bændur ætluðu að taka ranga
afstöðu í innansveitarmálum.
Framkvæmdir á hinu afgirta
svæði yrðu leyndarmál, sem
mjófirski bóndinn mætti ekki
reka nefið í, enda þótt hann að
nafninu til væri landeigandinn,
en vinnu gæti hann fengið hjá
þeim undir erlendri stjórn ájörð
sinni og leigan yrði greidd í
glóandi gulli.
Tilgangurinn með dvöl þess-
ara leiguliða væri auðvitað fyrst
og fremst sá, að vernda
bóndann, því að hvarvetna væru
vondir menn, sem hefðu ágirnd
á jörðinni og myndu ekki hika
við að taka hana með ofbeldi,
ef bóndinn hefði enga til að
verja sig og sína.
Fyrir neðan virðingu
að gerast verktaki hjá
erlendum húsbændum
í æsku minni veit ég að mjó-
firska bóndanum hefði aldrei
dottið í hug að taka slíkum til-
boðum, hvað sem í boði hefði
Sverrir Haraldsson.
verið. Hann hefði aldrei látið
múta sér með loforðum um gull
og græna skóga. Hann hefði
álitið það neðan við virðingu
sína að gerast verktaki hjá er-
lendum húsbændum og það á
sinni eigin jörð. Hann hefði ekki
kært sig um að íslenskan í munni
barnanna hans hefði mengast af
erlendum orðskrípum, og hann
hefði viljað fara frjáls ferða
sinna um eigin landareign.
Ég hefi valið Mjóafjörð sem
vettvang þessara hugleiðinga
vegna þess eins, að þar var ég
kunnugastur, en hins vegar er
ég sannfærður um það að víðast-
hvar um byggðir landsins hefðu
slík tilmæli hlotið afdráttarlaua
neitun.
Lesandi minn, þú mátt kalla
þetta dæmisögu. Þetta sem ég
nú hefi rakið, hefur gerst, en
svið atburðanna er bara miklu
stærra, og aðilar aðrir. í stað
eins bónda, er um alla íslensku
þjóðina að ræða. Leigutakarnir
eru ekki nokkrir útlendingar,
heldur vopnað stórveldi, og hið
leigða er ekki aðeins lítið byggð-
arlag, heldur stórt svæði á ís-
landi - landinu okkar.
Suður á Miðnesheiði
er stórt afgirt svæði
Suður á Miðnesheiði er stórt
afgirt svæði sem lýtur banda-
rískri stjórn. Þar dvelur banda-
rískur her sem við vitum ekki
einu sinni hversu fjölmennur er.
Um þetta svæði mega íslending-
ar naumast fara frjálsir ferða
sinna og eftirlitslausir, og eng-
inn veit með vissu hvað þar ger-
ist eða hvað þar er geymt. Okk-
ur er sagt að þessi erlendi her
dvelji þarna fyrst og fremst til
að verja okkur fyrir árásum ann-
arra þjóða sem myndu óðara
leggja undir sig landið ef það
væri varnarlaust. Hins vegar trúi
ég ekki öðru en flestir íslending-
ar sjái í gegnum þann lygavef
og geri sér ljóst hver er ástæðan
fyrir dvöl bandaríska hersins á
fslandi.
Spurningar
Og nú langar mig, íslending-
ur, sem ekki myndir leigja nein-
um útlendingum aðstöðu í
heimabyggð þinni, en ert samt
samþykkur dvöl bandarísks
hers á íslandi, að leggja fyrir þig
nokkrar spurningar:
Skiptir það þig engu máli,
þótt ísland sé hersetið, ef aðeins
heimabyggð þín er laus við allan
þann óþrifnað sem hernámið
veldur?
Ef þú færð að ganga frjáls
ferða þinna um þitt eignarland
er þér þá sama þótt stór svæði
á íslandi séu leigð undir er-
lendan her og lokuð fyrir lands-
mönnum?
Ef þú færð að vera þinn eiginn
húsbóndi finnst þér þá engin
skömm að því þótt fjölmargir
landar þínir gerist skósveinar
erlends ríkis?
Er þér sama þótt hús ná-
granna þíns brenni, ef þú sjálfur
færð svefnfrið?
Ef þín eigin hreppsnefnd er
samþykk því að hleypa engum
erlendum öflum inn í sveitina
þína, varðar þig þá engu þótt
ríkisstjórn þín leggi blessun sína
yfir leigu á landshlutum?
Mundu að með samþykki
þínu um erlenda hersetu á ís-
landi ertu líka að opna heima-
byggð þína fyrir hernámi.
Ef þín sveit helst ómenguð og
óspillt af erlendum áhrifum
rennirðu þá aldrei huganum að
því að á afgirtu svæði á íslandi
eru geymd hergögn og vítisvélar
Framh. á 5. síðu.
Hugarfarsbreyting . . .
Framh. af 3. síðu.
aðarskoðunin er tímafrek. Við eigum
að skoða 60 bændabýli á ári og hver
bóndabær er eins og miðlungs fyrir-
tæki að skoða hvað tíma varðar og
einnig útheimtir það gífurleg ferða-
lög. Og þetta bættist við, eftir að ég
réðist til þessarar stofnunar.
Ég hef fengið svokallaðan sím-
svara, sem tekur sjálfur við skilaboð-
um. Ég veit að fólk vill oft ekki hringja
af vinnustaðnum sjálfum af persónu-
legum ástæðum, ef eitthvað er ábóta-
vant eða ef slys hefur orðið. En það
getur nú einfaldlega komið þessum
skilaboðum inn á símsvarann jafnvel
að kvöldi til. Af 24 vinnuslysum, sem
urðu hér 1984, var innan við helming-
ur tilkynntur og í flestum tilfellum var
það þá lögregla eða læknir eða þeir
sem fluttu sjúkling, sem tilkynntu. í
langfæstum 'tilfellum var það vinnu-
veitandinn, sem ber lagaleg skylda til
að tilkynna um slys.
□ Hvaða árangurs má vœnta afþess-
ari ráðstefnu?
■ Árangurinn af þessari ráðstefnu
kemur ekki í ljós á minna en svona
einu ári. En ég vona svo sannarlega,
að þessi ráðstefna verði tilþess, að
við getum lagað þessi mál mikið.
□ Pað má þá vœnta þess, að samband
eða samvinna verkalýðsfelaganna og
Vinnueftirlitsins eflist í kjölfarið?
■ Já, og það verður að gerast. Áður
en vinnuverndarlögin, sem við vinn-
um eftir núna, komu til, var búið að
reyna það kerfi í mörg ár, að opinberir
starfsmenn kæmu í fyrirtækin og
legðu línurnar og gerðu kröfurnar. En
það kerfi virkaði ekki. Þar verður að
koma til innra starf fyrirtækjanna.
Trúnaðarmennirnir verða að láta
eftirlitið vita um það, sem ekki fæst
lagfært af því, sem kröfur hafa verið
gerðar um, svo að hægt sé að gera
þær ráðstafanir, sem þurfa þykir. Þar
eru innsiglisaðgerðir strangastar að-
gerða og í þeim efnum er hlutur eftir-
litsins á Austurlandi allstór.
Þess má svo geta í sambandi við
vinnuveitendur, að þeir, sem ætla að
byggja nýtt atvinnuhúsnæði, eru
skyldugir að skila inn teikningum og
uppdráttum að fyrirkomulagi á starfs-
mannarými og öðru til Vinnueftirlits-
ins til samþykktar, áður en bygging
hefst. Ég hef komist yfir þó nokkrar
teikningar af þessu tagi, en ég hef yfir-
leitt þurft að sækja það mjög stíft.
□ Petta kemursem sagt ekki sjálfkrafa
til þín?
■ Engan veginn. En það hlýtur að
vera hagur vinnuveitendanna að gera
þetta, meðan húsnæðið er á hönnun-
arstigi, því að það er miklu auðveld-
ara að breyta striki á teikningu en gera
stórar breytingar, eftir að húsið er
komið upp.
□ Heldurðu að það vœri œskilegt að
lialda ráðstefnu um þessi mál með að-
ilum frá verkalýðsfélögunum, Vinnu-
eftirlitinu og atvinnurekendum?
■ Já, og það stendur til. Eftir þeim
upplýsingum, sem ég hef, gæti það
jafnvel orðið næsta vor, að farin yrði
fundaferð hér um allt umdæmið, þar
sem forstjóri Vinnueftirlitsins og ég
kæmum á vinnustaðina, a. m. k. stærri
vinnustaðina, og héldum fundi með
starfsfólkinu, þar á meðal Öryggis-
trúnaðarmönnum og öryggisvörðum,
þar sem þeir eru fyrir hendi, verk-
stjórum og atvinnurekendum. Það er
alveg ljóst, að á meðan bara eru
haldnar ráðstefnur og fundir með öðr-
um aðilanum, þá skortir tengslin við
fyrirtækjaeigendur og þeirra fulltrúa.
□ Hér létum við Skúli staðar numið
um þau mál, er tengjast þessu ráð-
stefnuhaldi og A USTURLAND þakk-
ar honum viðtalið. B. S.
Aðalfundur
Egilsbrautar 11 hf. verður haldinn að
Egilsbraut 11, Neskaupstað laugardaginn
26. október nk. og hefst kl. 16
Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Önnur mál
Stjórnin
Atvinna
Sjúkraliða vantar að Fjórðungssjúkrahúsinu
Neskaupstað
Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri
S 97-7403 og 97-7466
Fjórðungssjúkrahúsið Neskaupstað